Morgunblaðið - 05.01.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.01.1957, Qupperneq 9
Laugardagur 5. ja*i. 1957. MORCUNBLAÐ1Ð 9 Þurfa púlver eða pillur sem kenna þeim að fara að hugsa Blekkingar kommúnssmans birtast pólskri SÍÐAN GOMULKA tók við stjórnartaumum hafa margar og miklar breytingar orðið í Pól- landi. Engin er þó eins áberandi eins og hið aukna frjálsræði pólskra dagblaða, til að segja þjóðinni sannleikann. EKKI SKYLDIR AÐ BLEKKJA Enn eiga Pólverjar að vísu langt í land með að eignast frjálsa „pressu“ eins og tíðkast á Vesturlöndum. Dagblöðin eru gefin út af ríkisstjórninni, pólska kommúnistaflokknum, ýmsum flokksfélögum og öðrum samtök- um. En svo virðist sem blaða- mennirnir, sem v.'ð þau starfa, séu ekki lengur skuldbundnir til að skrifa þjóðinni þær blekking- ar í þágu valdhafanna, sem er helzta hlutverk þeirra í öðrum kommúnistaríkjum. Þessi breyting sem á hefur orðið er ekkert leyndarmál. Um hana er einnig rætt opinskátt í pólskum blöðum. Nýlega sagði Varsjárblaðið „Nowa Kultura" um breytingarnar: . Við höfum þegar náð svo langt, að við þurf- um ekki lengur að skjóta og skrækja. Við þurfum aðeins að reyna að hugsa“. Er því engin furða þótt Pravda I Moskvu mislíki og lýsi pólsk- um blöðum svo að þau séu nú full af „óhreinum óhróðurs- mönnum“, „óþroskuðum skriffinn um“ og „andbyltingarmönnum". HIJGTAK FALLIÐ ÚR SÖGUNNI I pólska blaðinu „Nowa Kul- tura“, sem áðan var nefnt, birt- ist nýlega athyglisverð grein, þar sem reynt var eftir hlutlæg- um leiðum að gera nokkurn sam- anburð á lífskjörum .nanna í rikjum kommúnismans og vest- rænum lýðræðislöndum. í grein- inni sagði m.a.: „Við skulum ekki ímynda okkur að marxisminn sé uein al- gild lögbók. Tökum til dæmis hugtak hans um „öreiga allra landa“. Þetta hugtak hefur í rauninni enga þýðingu lengur, það er fallið úr sögunni. Hvernig ætli færi. ef við ætluðum t.d. að kenna „öreig- um“ Ástralíu þetta liugtak. Það er mjög vafasamt að „ör- eigar“ Ástralíu hafi nokkra löngun tii að sameinast öreig- um Póllands og deila kjörum við þá. Því að í Ástralíu eru lágmarkslaun svo há. að jafn- vel hinir lægstlaunuðu hafa misst nokkuð af áhuga sínum fyrir auknum launum. Á sama tíma berjast menn fyrir frum- stæðustu lífsskilyrðum sínum í Póllandi eins og í uppreisn- in»i fyrir brauði í Poznan“. vaxtarkraftur kapitalismans er meiri en sósíalismans? — Hvernig stendur á þvi að kapitalísku löndin standa okk- ur miklu framar í tækni og framleiðsluaukningu? FRJÁLSRÆÐI OG VELLÍÐAN Hvað verður úr öllum blekk- ingum stalinismans á undanförn- um árum, þegar pólskir lesendur kynnast t.d. grein er Czerwinsky skrifar í „Przeglad Kulturalny": „. . . Það er ekki satt, að engar þjóðfélagslegar umbæt- ur hafi orðið á Vesturlöndum“. Og hann bendir á það, að „sam keppni sósíalismans við kapi- talismann er ekki aðeins kapp- leikur á sviði efnuhagsins, heldur hlýtur sú keppni einnig að fara fram á sviði menning- ar, á sviði félagslegra endur- bóta, á sviði frjálsræðis og vellíðanar hvers einstaklings og á sviði siðgæðisreglna í við- alþýðu skiptúm einstaklinganna. Ríki sósíalismans standa vestræn- iim ríkjum að baki á sviði cfna hags og tækni. En hversu geigvænlega langt erum við ekki á eftir vestrænum ríkj- um á hinum sviðunum". BLEKKINGARNAR UM VESTUR-ÞÝZKALAND Eðlilegt er að pólskir ferða- menn í Vestur-Evrópu undrist einkum hina hröðu endurreisn og framfarir í Vestur-Þýzkalandi. Kemur þetta mjög flatt upp á þá, því að Moskvuvaldið hefur á und anförnum árum lagt sérstaka áherzlu á það að telja fólki austan járntjaldsins trú um að hin sár- asta eymd og kúgun ríkti í Vest- ur-Þýzkalandi. Um þetta var komizt svo að orði í „Nowa Kul- tura“: „Frásagnir Stalins-tímabils- ins um eymd og niðurlægingu verkalýðsins í Vestur-Þýzka- landi voru hámark ósvífninn- ar i fréttaflutningnum. Öreig- ar allra landa verða tvímæla- laust ekki sameinaðir á svo óraunhæfum grundvelli. Það er óþarfi fyrir okkur að hafa meðaumkvun með verka- mönnum í Vestur-Þýzkalandi yfir ógæfu þeirra. Þcim líður ágætlega. Við skulum heldur gleðjast yfir því að Þjóðverjai hafa nógan mat að borða og geta gengtð á fal'egum skóm. . .“ PILLUR TIL AÐ HUGSA Frá öllum þessum frásögnum er ekki nema eitt fótmál yfir í hugleiðingar pólska rithöfundar- ms Florczak, sem áður var út- skúfað af Stalin, en hefur nú aft- ur komið fram á sjónarsviðið. — Hann sagði í grein sem hann skrifaði, „að skynsamlegasta fjölda’nreyfing meðal kommún- ista væri að taka inn meðal, hvort sem væri í púlveri eða pill- um, sém gætu gefið mönnum aft- ur þann eiginleika að fara að hugsa“. Og hann bætti við: „Kommún- isminn þykist nú halda bezt velli með óhagganlegum kreddum og þannig ekki orðinn betri en ka- þólska kirkjan á miðöldum. Þeg- ar svo er komið að kommúnism- inn ætlar að setja upp og binda sig við eitthvert lögmál, sem aldrei má hagga, og allir verða að trúa á, þá er hætt við að flestir vilji heldur trúa á lögmál kirkj- unnar“. STAKSTEIMAR „Millifærsla“ en ekki álögur! í áramótaræðu forsætisráð- herra hélt hann því fram, að hini nýja skattalöggjöf ríkisstjórnar- innar fæli fyrst og fremst í sér tilfærslu á fjármunum en ekki álögur á almenning. Mörgum mun hafa orðið á að brosa undir þessum ummælum hins mikla veiðimanns og vinstri hertoga. Nú á íslenzkur almenn- ingur að telja sér trú um það, að þegar teknar eru nær 300 millj. kr. af honum í nýjum sköttum og tollum, þá sé alls ekki verið að skattleggja hann eða leggja á hann nýjar byrðar. Það sé bara verið' að „færa til fjármuni“' Þessa flugu eiga blessaðar „vinnustéttimar" og „almúginn“, sem vinstri stjórnin hafði lofað „varanlegum og nýjum úrræð- um“ að gleypa! Milli hverra er verið að færa fjármuni? Eiga nú ekki „vinnustéttirnar“ gott að hafa svona góðviljaða og ráðsnjalla ríkisstjórn í landinu? Hefur hún ekki fullnægt þeirri kröfu seinasta Alþýðusambands- þings, að engar nýjar byrðar skuli lagðar á almenning? Eða hefur hún svikist um það? Milli hverra er eiginlega verið að færa fjármuni með hinium miklu skattaálögum ríkisstjórnarinnar? Þeirri spurningu kemst stjóm- in ekki hjá að svara. Það er ver- ið að færa fjármuni frá laun- þegum, almenningi í landinu til útflutningsframleiðslunnar. Og hvernig stendur á þessari „millifærslu“? Ástæða hennar er engin önnur en sú, að á undanförnum árium hafa kommúnistar og meðreiðar- menn þeirra gert of háar kröfur á hendur framleiðslunni. Þeir hafa sagt launþegum að sjálfsagt væri að krefjast alltaf liærra kaups alveg án tillits til þess, hver greiðslugeta atvinnuveg- anna væri. Kauphækkun stóra verk- fallsins tekin aftur. Nú eru kommúnistar og krat- ar komnir í ríkisstjórn. Og nú koma þeir til fólksins í verka- lýðsfélögunum og segja: Við erum komnir til ykkar í Hér á myndinni sést Janos Kadar, forsætisráðherra ungversku kvislingsstjómarinnar, ræða við austur- þýzka blaðamenn og fréttamenn útvarpsstöðvar kommúnista í Austur-Þýzkalandi. BARÁTTA UNGVERJA MARKAR ÞATTASKIL í HEIMSSÖGUNNI SPURNINGUM RIGNIR Pólska blaðið „Zycie Wars- zawy“ ræddi nýlega um þá al- rör.gu mynd, sem mönnum í Austur-Evrópu hafi verið gefin á Stalinstímunum af lífskjörum manna í „kapitalísku" löndun- wn. Og í sama anda var ferða- saga Stanislaws Brodzkis i stúd- entablaðinu „Po Prostu". Hann skrifaði þar m.a.: „... Það fyrsta sem Pólverji veitir athygli, er hann ferðast vestur á bóginn, er hin greini- lega auðlegð allrar hinnar „kapitalísku" Evrópu“. Og hvarvetna í greininni rignir yfir pólska lesendur spurningum eins og þessum: — Hvernig má þetta vera mögulegt, þótt það fari alger- lega í bága við sífellda spá- dóma marxismans un* kreppu, sem muni lama efnahagskerfi auðvaldsríkjuina? — Hvernig stendur á þv: afT lífskjör manna þar eru betri en hjá okkur? — Hvernig stendur á því að Ræða Birgers Nermans prófessors í Stokkhólmi Stór dráttarbraut fyrirhuguð á Akureyri ÞEGAR rússneski herinn réðist inn í Ungverjaland, efndu flótta- mannasamtökin í Svíþjóð til mótmælafundar í Stokkhólmi. Var fundurinn haldinn í Stockholms Konserthus, og þar töluðu margir mikils motnir sænskir leiðtogar, m. a. Bertil Ohlin prófessor, leiðtogi Frjálslynda flokksins og Jarl Hjalmarsson ríkisþingmaður, leiðtogi íhaldsflokksins. Vakti fundurinn athygli um ö-ll Norður- lönd. Meðal ræðumanna var Birger Nerman prófessor, og þar sem ræða hans á erindi til frjálsra manna um allan heim, er hún birt hér: „Nú er sá tími upp runninn sem allir framsýnir menn haf a j beðið eftir, þegar baráttan gegn sovét-kúguninni er hafin. Það var ungverska þjóðin, sem reið á vaðið, og með einlægri aðdáun og brennandi eftirvæntingu höf- um við fylgzt með baráttu hehn- ar frá degi til dags. Heimurinn hefur orðið vitni að því, hvernig vopnlaus þjóð þorir að rísa upp gegn hataðri ógnarstjórn, sem er grá fyrir járnum. Og enda þótt Rússum kunni að takast að berja niður frelsishreyfinguna með vopnavaldi og sviknum loforðum, þá skyggir það í engu á hina stór- fenglegu frelsisbaráttu ung- versku þjóðarinnar. VEILURNAR BLASA VH) Þessi frelsisbarátta er veiga- mesti atburðurinn, sem gerzt hef- ur síðan heimsstyrjöldinni lauk. Hún hefur sannað það öllum, sem ekki vissu það fyrir, að frelsis- þráin rikir í brjóstum þeirra þjóða, sem Rússar hafa kúgað, og að kúgunaraðferðir kommúnista hafa algerlega mistekizt. Við hin- um frjálsa heimi blasa nú veil- urnar í skipulagi kommúnismans, sem er sýnilega að riða til falls. Frelsisbarátta Ungverja táknar ein af merkilegustu þátta- skilum heimssögunnar: undan- hald kommúnismans og framsókn frelsisins. Þessarar frelsisbaráttu verður í framtiðinni minnzt sem einhverrar glæsilegustu frelsis- baráttu mannkynssögunnar. Og ég er þess fullviss, að eftir þús- und ár og langt um lengur mun æskulýður allra landa tala af brennandi hrifningu um hctju- dáðir Ungverja árið 1956. í dag kemst engin virðing i hálfkvisti við heiðursnafnið „ungversk frelsishetja“. ÆSKAN RÍS HVARVETNA UPP Við höfum einnig fylgzt með því af aðdáun, hvernig Pól- verjar berjast fyrir frelsi sínu stig af stigi. Og við erum sann- færð um, að frelsisbaráttan mun hvarvetna breiðast út. Framh. á bls. 10 rukkunarleiðangur. Þið verðið að gera svo vel að skila aftur allri kauphækkuninni, sem þið fenguð í stóra verkfallinu fyrir tæpum tveimur árum. „íhaldið“ hafði rétt fyrir sér þá. Það var tóm vitleysa að hækka kaupið um 22% á árinu 1955. Fyrir þá vitleysiu verðum við nú að bæta af því að það er komin vinstri stjórn í landinu. En þið megið ómögulega kalla þetta kjara- skerðingu. Við skulum heldur láta það heita „nrillifærslu“, til- færslu á fjármunum, eins og hinn mikli veiðimaður kallaði það í áramótaræðunni sinni. Svo skul- um við halda áfram að æpa um það í kór, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi siglt öllu í strand. Hver vill koma í kórinn? Á þessum buxum koma vinstri leiðtogarnir til verkalýðsins nm þessar mundir. Hvaða svör fá þeir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.