Morgunblaðið - 12.01.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.01.1957, Qupperneq 1
44. árgangur 9. tbl. — Laugardagur 12. janúar 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins EDEN KVEÐUR Ungverskir verkomenn grýttu lögreglu Kodor-stjórnarinnar Svo að rússneskir skriðdrekar „hjálpuðu íí Búdapest 11. jan. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. VOPNUÐ lögregla ungversku kommúnistastjórnarinnar hóf í dag vélbyssuskothrið á hópgöngu verkamanna í Búdapest. Samkvæmt ritskoðuðum fréttaskeytum frá Ung- verjalandi létu að minnsta kosti tveir verkamenn lífið og fjórir særðust. Þetta eru fyrstu fregnirnar í margar vikur um átök á strætum ungversku höfuðborgarinnar. Kadar-stjórnin hefur bannað alla fjöldafundi og hópgöng- ur. Fullfrúi stjórnarinnar viðurkenndi í dag að atvinnu- og efnahagsmál Ungverjalands séu í kalda koli. Framleiðsl- an nemi aðeins 10% af því sem var fyrir byltinguna. Vegna óeirðanna í Búdapest eru rússneskir skriðdrekar og herlið aftur komnir út á strætin og Rússar standa aftur vörð við brýrnar yfir Dóná. KJARASKERÐING Það voru verkamenn í Kob- anya-verksmiðjunum í suðaustur hluta Búdapest, sem lögðu niður vinnu og efndu til mótmæla- fundar vegna kjaraskerðingar. Fréttir í stuttu máli Myndin var tekin á miðvikudag þegar Sir Anthony Eden gekk út I úr forsæfisráðherrabústaðnum í Downing Street í hinzta sinn. PARÍS, 11. jan. — Malik, utan- ríkisráðh. Líbanon, mun fljúga Fellur hann líka? ★ ★ ★★ Verður Selwyn Lloyd fórnað eins og Eden? London, 11. jan. — Einkaskeyti frá Reuter. Macmillan, sem falin hefur verið myndun brezkrar ríkis- stjórnar, sat í dag miðdegisverð á heimili Sir Winston Churchills. Hafði Sir Winston boðið Macmillan einum og er ekki vafi á, að þeir hafa rætt myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar. Ekki er þess vænzt að Macmillan tilkynni skipun í einstök ráðherraembætti fyrr en á sunnudagskvöld. Er úrslitanna fceðið með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi og víðar, því að mönnum er ljóst að sundurþykkja muni vera í Ihalds- flokknum. Eftir sé aðeins að sjá til hvers hún muni leiða. Selwyn Lloyu utanríkisráðherra Breta var ákveðnasti stuðnings- maður Edens í Súez-málinu. — Telja margir að vegna þess verði honum ekki vært í ríkisstjórn- inni. f DOWNING-STRÆTI Harold Macmillan boðaði í dag ýmsa leiðtoga íhaldsflokksins á fund sinn í forsætisráðherra-bú- staðnum Downingstræti 10. Meðal annars urðu menn þess varir að Butler og Eccles menntamálaráð- herra komu tvisvar á fund þar. HVAÐ VERÐUR UM SELWYN LLOYD? Lennox Boyd nýlendumálaráð- herra Breta, kom í dag heim úr Afríkuför sinni. Dvaldist hann í Rhodesíu þegar fregnirnar bárust af lausnarbeiðní Edens og hélt skjótlega heim á leið. Frh. á bls. 15. til Lundúna á sunnudaginn og ræða við brezka ráðamenn um Súez-vandamálið. Hann hefur áð- ur lýst yfir stuðningi við áætlun Eisenhowers forseta í málum nálægra Austurlanda. LUNDÚNUM — Brezk yfir- völd hafa gert ráðstafanir til að stöðva vopnaða innrás í Aden-svæðið frá Jemen á Arabíu-skaga. Hafa Bretar gert flugárásir á stöðvar inn- rásar og uppreisnarmanna í bænum Katabe. Mannfall hef- ur verið mikið í bardögum og skemmdarverkum að undan- förnu. Telur Aden-stjórn að nokkur hundruð manna hafi látið lífið. HELSINGFORS, 11. jan. — Kek- konen forseti Finnlands, hefur skipað nefnd manna, sem mun ræða við norsk yfirvöld um mögu leika á efnahagslegu samstarfi milli Norður-Noregs og Norður- Finnlands. Viðræður um þetta hefjast í Osló 25. jan. n. k. Lögregluríki ■ Búdapest verra en nokkru sinni Vinarborg 11. jan. Einkaskeyti frá Reuter. ★ öruggar heinrildir enu nú fyrlr því að minnst 500 manns hafi verið dæmdir í skyndirétt arhöldum i Ungverjalandi og samstundis teknir af lífi und- anfarinn hálfan mánuð. ★ í dag tilkynntu blöðin i Búdapest að tveir menn hefðu verið dæmdir til dauða og af- teknir fyrir smygl á vopnum. Sex drengir voru dæmdir í 5—6 ára fangelsi fyrir sama verknað. ★ Hermdarlögregla komm- únistastjórnarinnar hefur ver • ið endurskipulögð. Nefnist hún nú ekki lengur AVO, held ur PAGS. Er það mál manna, að hún sé jafnvel illskeyttari en Avóarnir voru á dögum Rakosis. Eru lögreglumenn á stöðugum nuuinaveiðum í borgum landsins. ★ Fulltrúar alþjóða Rauða krossins í Vínarborg segja að skortur sé nú á flestum vörum í Búdapest nema matvælum. Þó telja þeir að matvælaskort- ur sé yfirvofandi. Verstur er nú hinn mikli kolaskortur. Hermdarlögregla komm- Eden mun láta af þing- mennsku og leita hvíldar London, 11. jan. — Einkaskeyti frá Reuter. SIR ANTHONY EDEN afsalaði sér í dag þingmennsku í Warwick-Lemington kjördæminu, en hann hefur verið fulltrúi þess á þingi samfleytt í 33 ár. Tilkynning um þetta var lesin upp á fjölmennum fundi í félagi Ihaldsmanna í Lemington. Var hún t bréfi frá Eden, þar sem sagði að heilsu hans væri svo háttað að hann teldi sig ekki geta gegnt þingmennskunni eins og vert væri og svo góðir kjósendur ættu heimtingu á. Hann þakkaði kjós- endum fyrir öruggan stuðning á undanförnum árum. í síðustu kosningum var Eden kosinn í þessu kjördæmi með 13 þúsund atkv. meirihluta. ★ Fréttastofa Reuters kveðst hafa örugga vitneskju um það að Elísabet Englandsdrottning hafi boðið Eden aðalstign. Hefði hann þá fengið rétt til setu í lávarðadeildinni. En Eden hafnaði því á þeim grundvelli að hann ætlaði nú að- eins að hvíla sig og reyna að ná fullum bata á heilsu sinni. Eden og kona hans munu dveljast í um vikutíma á sveita- setri forsætisráðherra Checkers. Síðan flytjast þau til litils sveitahúss sem þau eiga í Wilshire. Verksmiðja þessi framleiðir járnbrautarvagna m. a. fyrir Indland og Egyptaland. Þegar vinnulaun voru nýlega greidd, kom í ljós að mánaðarlaun þeirra voru nú aðeins 600 for- intur (ísl. kr. 850,00) en voru áður 800 forintur (ísl. kr. 1150). Á fjöldafundinum voru þús- undir verkamanna saman komn- ar og héldu margir ræður og mótmæltu kjaraskerðingunnL — Voru verkamenn mjög æstir yfir hinum margsviknu loforðum Kadar-st j órnarinnar. LÖGREGLA GRÝTT Vopnaðir lögreglumenn kommúnistastjórnarinnar voru sendir af stað íil að halda uppi röð og reglu. Fyrst skutu þeir af byssum sínum upp í loftið, en síðan segir sjónajvottur, að hann hafi séð þegar lögreglumaður tæmdi úr lítilli vélbyssu sinni yfir hópinn. Réðust verka- menn eftir þetta á lögregluna með grjótkasti og hlaðin voru á skömmum tíma nokkur götuvirki úr götusteinum. — Réðu lögreglumennirnir ekki við neitt, en rússneskt herlið þar á meðal skriðdrekar kontu á vettvang og dreifðu hópnum. Er það í fyrsta skipti í nokkrar vikur, sem rússneskir skriðdrekar sjást á götum Búdapest og hafa þeir síðari hluta dagsins farið í gæzluferðir um borgina. VIRKI VIÐ CSÉPEL Svo virðist sem verkamenn í Csépel-verksmiðjunum hafi nú reist ramger virki á hluta verk- smiðjusvæðisins. Rússneskt her- lið hefur slegið hring um allt svæðið svo að ekki er auðvelt að Kadar staddur hfá húsbænd- unum MOSKVA, 11. jan. — Tass-frétta- stofan tilkynnir að Janos Kadar quislings-forsætisráðherra Ung- verjalands sé staddur í Moskvu, og eigi nú viðræður við Búlgan- in, Krúsjeff, Mikoyan og Shepi- lov. Einnig ræddi Kadar við Chou En-lai, sem er á ferð í Rúss- landi. í sameiginlegri ályktun þessara kommúnistaforingja seg- ir, að sósíalísku ríkin verði að gæta þess að láta ekki róg auð- valdsaflanna spilla samkomu- laginu sín á milli. — Reuter. fá sannar fregnir af því sem er að gerast. Verkamennimir mót- mæla uppsögnum, sem Kadar- stjórnin hafði ákveðið. Um 40 þús. verkamenn hafa atvinnu sina íverksmiðjunum, en ráð- gert er að segja um 10 þúsund þeirra upp vinnu, vegna þess að hráefni og kol skortir. Skothríð hefur heyrzt frá verksmiðju- svæðinu við og við. Það er nú ljóst af upplýs- ingum Kadar-stjórnarinnar að alvarleg kreppa er í Ungverja landi. Iðnaður landsins liggur svo til í rústum. Framleiöslan er ekki nema 10% af því sem var fyrir byltinguna og vöru- kortur er nú mjög mikill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.