Morgunblaðið - 12.01.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1957, Blaðsíða 8
t MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. jan. 1957 .mttfrlfoM Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargja'ld kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Ainám löndunaibannsins og nflnsðlnr togaranna ¥ EM langt skeið var bezti mark- U aður íslenzkrar togaraút- gerðar í Bretlandi. Mátti raunar segja, að fyrr á árum byggðist togaraútgerð okkar fyrst og fremst á aflasölunum þangað. Á stríðsárunum lokuðust allir markaðir togaraflotans nema sá brezki. Hagnýting hans hafði þó 1 för með sér mikla áhættu þar sem kafbátahernaðinum var einnig beint gegn íslenzkum skip- um og sjómönnum. En óhætt er að fullyrða, að siglingar og fisk- flutningar íslenzkra skipa til Bretlands á stríðsárunum hafi verið mjög þýðingarmikill þátt- ur í matvælaöflun brezku þjóð- arinnar á þeim miklu þrenginga- tímum. Það hlaut því að vekja mikla og almenna gremju meðal ís- lendinga þegar brezkir útgerðar- menn mættu viðleitni íslendinga til þess að vernda fiskimið sín með því að hindra fisklandanir íslenzkra skipa í Bretlandi. Löndunarbannið afnumið Þorri íslendinga fagnaði því þess vegna mjög, þegar löndurv- arbannið var aínumið nú fyrir skömmu. Fyrrverandi sjávarút- vegsmálaráðherra Ólafur Thors, hafði ásamt forvígismönnum tog- araútgerðarinnar lagt grundvöll að lausn þessarar deilu. En afnám löndunarbannsins tafðist þó vegna þess að Framsóknarflokk- urinn og utanríkismálaráðherra hans töfðu lausn málsins. Situr því vissulega sízt á þessum fyrr- verandi ráðherra, sem nú er sendi herra íslands í London að fjöí- yrða um þessi mál nú. Alþýðublaðinu mætti einnig benda á það, er það þakkar nú- verandi utanríkismálaráðherra lausn löndunardeilunnar, að það var fyrrverandi sjávarútvegs- málaráðherra, sem lagði grund- völlinn að afnámi löndunarbanns- ins. Framsóknarflokkurinn tafði það hins vegar eins og áður er sagt. Það er sjálfsagt, að núverandi utanríkisráðherra hafi þann heið- ur, sem honum ber í þessu máli. En hann hefur þó aðeins fram- kvæmt það sem búið var að leggja grundvöll að áður en hann kom í ríkisstjórn. Er þó þess að gæta, að löndunarbannið hefur verið afnumið með sízt hagkvæmari skilyrðum fyrir fslendinga en áður voru möguleikar á. Alþýðublaðið hefur því vissu lega enga ástæðu til þess að eigna Guðmundi f. Guðmunds- syni sérstaklega hetjulega bar- áttu í þessu máli og því síður Framsóknarflokknum og nú- verandi sendiherra íslands i London, sem töfðu afnám lönd unarbannsins svo sem áður er frá greint. Aflasölurnar og fisk- vinnslan hér heima Aflasölur togaranna í Bretlandi undanfarið hafa verið íslenzkri togaraútgerð mjög hagkvæmar. En þar með er auðvitað ekki sagt, að æskilegt sé að afli allra togaranna verði fluttur ísvarinn úr landi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að undanfarin ár hefur vinnsla togarafisksins í hraðfrystihúsum og fiskiðjuver- um haft í för með sér stórkost- legar atvinnubætur víðs vegar um land og verulega aukningu á verðmæti útfluttra sjávarafurða. Það væri alls ekki æskileg þróun, að landanir togaranna hér á landi legðust nú gersamlega niður. Af því myndi leiða mikinn aftur- kipp í framleiðslu hraðfrystihúsa og fiskvinnslustöðva og mjög þverrandi atvinnu fólks í kaup- stöðum og sjávarþorpum í flest- um landshlutum. Hér verður þvi að fara milli- leið. Æskilegast er að togar- arnir landi hérlendis veruleg- um hluta afia sins, en sigli hins vegar á þeim tima þegar markaður er hæstur og hag- kvæmastur í Bretlandi og annars staðar þar sem unnt er að selja togarafisk við góðu verði. Hallarekstur togaranna Hin aukna togaraútgerð hér á landi síðan síðustu heimsstyrjöld lauk hefur átt ríkan þátt í því, að bæta atvinnuskilyrði á fjöl- mörgum stöðum. Það er þess vegna ákaflega þýðingarmikið að hægt sé að halda togurunum i gangi árið út og árið inn. Því miður er framleiðslukostnaður þessara tækja nú órðinn það hár að ríkið verður að leggja stór- felldar álögur á almenning, sem síðan er varið til þess að styrkja með útflutningsframleiðsluna, bæði togara og vélbáta. Með þeim ráðstöfunum sem nýlega hafa verið gerðar til stuðnings útflutningsfram- leiðslunni er engin ný og heii- brigð stefna mörkuð. Það eru aðeins lagðir á hærri skattar og tollar til þess að geta borg- að hallann á togurum, vélbát- um óg fiskvinnslustöðvum. Hvergi örlar á neinni við- leitni til þess að leggja heil- brigðan grundvöll að hallalaus um og sjálfstæðum rekstri þessa þýðingarmesta atvinnu- vegar landsmanna. Verðbólguhjólið snýst áfram Þannig verður ekki lengi hægt að halda áfram. Verðbólguhjólið snýst. Af hinum nýju tollum og sköttum leiðir hækkað verðlag og síðan aftur hækkandi kaup- gjald. Allt gort stjórnarinnar um að ný stefna hafi verið mörkuð er þvættingur einn og blekking. Það á almenningur líka áreiðan- lega eftir að finna á næstunni. Fyrir atbeina fyrrverandi sjáv- arútvegsmálaráðherra hefur lönd unarbannið í Bretlandi verið af- numið. Það getur átt sinn þátt í því að bæta aðstöðu togaranna. En margar fleiri varanlegar ráð- stafanir þarf að gera til að koma rekstri íslenzks sjávarútvegs á heilbrigðan grundvöll, og tryggja afkomu þess fjölda fólks sem við hann vinnur um land allt, og þar með þjóðarinnar í heild. UTAN UR IIEIMI (t^reutíir L L iretyiur jcifjönó acýir Lfí a rin euja ru iiitii' U. m þessar mundir fer fram harðvítug barátta í Japan. Þetta er stéttabarátta, bylting, ef svo mætti segja. Hvers konar bylting er þetta? — spyrjið þið. Við höfum ekki heyrt getið um neina bardaga, — eða mannfall. Nei, það er alveg rétt, þetta er ekki vopnuð bylting — svo harka lega hefur konan ekki gengið fram. Það er sem sé japanska kvenþjóðin, sem hefur gert bylt- ingu, hún hefur risið upp gegn yfirstéttinni, karlþjóðinni — og heimtar nú jafnrétti. Unga jap- anska borgarstúlkan klæðist nú ekki lengur hinum gamla skó- síða kimono. í dag gengur hún í stuttum kjól að evrópskum sið. Hún greiðir ekki lengur hið langa hár sitt í hnút í hnakkanum, og hún er jafnvel farin að mála varir sínar. Jil skamms tíma (og reyndar víða enn) hefur japanska konan ekki notið neins réttar í þjóðfélaginu. Hlutverk hennar hefur einungis verið að þjóna manni sínum og reyna að gera hann hamingjusaman. Lagalega var réttur hennar enginn. Faðir hennar valdi henni mann, og upp frá því var hún bundin honum, enda þótt hann tæki sér eina til tvær hjákonur, því að slíkt er heimilt — og algengt. Hún gat ekki sótt um skilnað frá manni sínum, en hins vegar gat hann sótt um skilnað — af lítilfjörleg- ustu ástæðum. Ef maðurinn lézt án þess að hafa samið erfðaskrá — þá var - hlutur ekkjunnar af arfinum enginn samkvæmt lög- um. Einnig var ekkju ekki talið sæmandi að giftast á ný. Já, slík var ævi japönsku konunnar. Hennar heimur var innan fjög- urra veggja heimilisins. Enda þótt maður hennar færi út að skemmta sér, heimsækti kunn- ingja eða færi í ferðalag, var ekki viðeigandi að konan færi með. „Gerðu mann þinn hamingjusam- an og fæddu honum marga syni“ var hið eina boðorð, sem henni var ætlað að fylgja dyggilega. En ef börnin urðu aðeins dætur — ja, þá hafði hún brugðizt skyldu sinni. E, n þið megið ekki halda, að japanska kvenþjóðin hafi alla tíð verið ánauðug. Nei. Ógæfan skall ^kki yfir fyrr en um árið 1600, að heimspekingur nokkur hóf sigursæla baráttu fyr- ir megnri stéttaskiptingu, sem harðast kom niður á kvenþjóð- inni. Af hvaða rótum þessi hug- sjón hefir verið runnin, er ekki gott að segja, en líklegt má telja, að heimspekingnum hafi þótt kvenfólkið fulluppivöðlu- samt I þjóðfélaginu. Þannig var nefnilega mál með vexti, að veg- ur kvenfólksins var í þá tíð sízt minni en karlmanna. Gamlar sagnir herma frá konum, sem ríktu yfir mörgum hinna jap- önsku eyja, einnig eru til sögur af sigursælum kvenherforingjum, — er réðu yfir miklum. herjum, sem eingöngu voru skipaðir karl- mönnum. verið enn um skeið ef Bandamenn hefðu ekki unnið síðari heims- styrjöldina — og Bandaríkja- menn hertekið Japan. Sem sig- urvegarar létu Bandaríkjamenn mikið til sín taka í landinu — svo sem vænta mátti. Mac-Art- hur, yfirhershöfðingi, tók sér all- mikið vald í hendur — og gaf hann út á stuttum tíma fjölda laga, sem miðuðu að því að bæta ástandið í landinu — frá sjónar- miði hins vestræna heims. Aðal- lega voru lög þessi samt miðuð að því að auka rétt kvenna — Jt ið getið ímyndað ykk- ur, að japanskir karlmenn hafa ekki tekið Öllum þessum hamför- um með glöðu geði. Gott dæmi þess er saga, sem atvinnu- rekandi einn í Japan sagði: Ár- lega hef ég boðið starfsmönnum mínum, sem eingöngu eru karl- menn, í skemmtiför út í sveit — og hefur þá alltaf verið glatt á hjalla. Starfsmennirnir hafa hlakkað mjög til þessarar ferðar, því að þetta hafa verið einna gleðiríkustu dagar ársins. Að þessu sinni var undirbúningur hafinn — og 10 langferðabifreið- ir leigðar til fararinnar. Einn starfsmannanna kemur undrandi og spyr: Vegna hvers eigum við að fara í 10 bifreiðum núna úr því að 5 nægðu í fyrra? í ár eigið þið að taka konur ykkar með — svaraði ég. Nei, þá vilj- um við heldur vinna, og sleppa ferðinni — var svarið. E, Inda þótt mikillar óá- nægju gæti meðal þorra karl- manna vegna hinna breyttu við- horfa — þá eru þeir samt til, sem hafa fagnað breytingunni. Japanska hefðarmeyjan hefur nú tekið upp siði og hætti stallsystra sinna á Vesturlöndum. J. apanska kvenþjóðin hefur búið við þröngan kost í rúm 300 ár og sennilega hefði svo og koma á jafnrétti kvenna og karla. Árangur alls bröltsins skók Japanseyjar svo á endanum, að nærri lá, að algert uppnám yrði i gervöllu landinu. Þetta var ár- ið 1945, að Mac-Arthur gaf út lög þess efnis, að japanskar kon- ur skyldu þaðan í frá njóta kosn- ingaréttar og kjörgengis til jafns við karla. f Ieiðingarnar voru víðtækar, því að í kosningum árið eftir, voru 39 konur kjörnar til neðri deildar japanska þings- ins — og 11 til efri deildarinnar. Konur tóku sæti í bæja- og sveitastjórnum um allt landið og opinberar stöður voru nú opnar kvenfólki sem karlmönnum. Ekki alls fyrir löngu voru 41% af op- inberum starfsmönnum í Japan kvenfólk og fjöldi þeirra hafði einnig hafið sjálfstæðan atvinnu- rekstur, en fyrir styrjöldina var slíkt með öllu óþekkt fyrirbæri. Og þær létu hér ekki staðar num- ið. Kvenfólkið fór að reka rétt- ar síns á öllum sviðum — og þótti þá alvarlega úr hófi keyra, er ungar stúlkur kröfðust þess að fá að velja sér sjálfar eigin- menn — og giftar konur vildu einnig hljóta rétt til þess að sækja um skilnað við menn sína. mt að hleypir illu blóði í gamla karla að sjá ungt fólk í tilhugalífinu. „Þetta er allt Mac- Arthur að kenna“, segja þeir, en unga stúlkan segir: „Nú getum við kysst — eins og Grace Kelly“. í dag eru 71% þeirra, er sækja um hjónaskilnað, konur — og það ber nú einnig við, að fráskildar konur, meira að segja með börn, giftast aftur — og sennilega verð- ur þess ekki langt að bíða, að ekkjur giftist á ný. Það eru stjórnmálamenn, sem skilja hættu þá, er þjóðum Asíu stafar af kommúnismanum. Eitt sterkasta vopn kommúnista í landvinningum þeirra í Asíu hef- ur nefnilega verið að lofa kven- þjóðinni jafnrétti við karlmenn, því að í allflestum Asíulöndum hefur ástandið verið svipað og í Japan — hvað kvenfólkið snert- ir. Þannig gátu kommúnistar treyst því, að nær 50% þjóða þeirra, er þeir lögðu undir sig með ofbeldi, voru hliðhollar þeim. „Þegar við tökum við stjórn — þá verður allt betra“ — sögðu þeir við konurnar. f Japan hlust- ar enginn lengur á þessi loforð kommúnista — og kvenfólkið svara þeim :Þökk fyrir. Við höf- um þegar hlotið frelsi. Nú þurfum við aðeins að gæta þess. Skattamál hjóna aftur á döfinni Á þriðjudaginn komu saman hér í bæ um 40 manns til að ræða skattamál hjóna, sem bæði vinna fyrir skattskyldum tekjum. Það var einróma álit fundar- manna að breyta þyrfti, nú þeg- ar, skattalöggjöfinni á þann veg, að þessum hjónum væri ekki gert að bera þyngri skattabyrðar en sambærilegum einstaklingum eða sambúðarfólki. Til að vinna að þessu máli kaus fundurinn eftirtalda nefnd og eru þessir í henni: Flosi Hrafn Sig- urðsson, veðurfræðingun; Val- borg Bentsdóttir, skrifstofustjóri, Jakob Jónsson, sóknarprestur, Valgerður Guðmundsdóttir, kenn ari, Bjarni Gíslason, stöðvarstj., Adda Bára Sigfúsdóttir, veður- fræðingur, Ragnheiður Finns- dóttir, kennari og Vígdís Finn- bogadóttir, bókavörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.