Morgunblaðið - 12.01.1957, Síða 2
2
MORCVNBLÁÐIÐ
Laugprdagur 12. Jan. 1957
Bimdsker það er togarmn
steytti á var ekki merkí
á kortiB mm siglf var eftii
Sjépróf ú% af Goðanesslysinu
AUSTUR í Neskaupstað er
lokíð sjóprófi út af stiandi
togarans Goöaness í Skálafirði í
Færeyjum hinn 2. janúar s.l.
Hefur blaðinu borizt endurrit úr
sjódómsbókinni og er það um 20
folíósíður.
Jén Rögnvaldsson
læfur af slörfum
NÚ um áramótin urðu yfirverk-
stjóraskipti hjá Eimskipafélagi
fslands. Jón Rögnvaldsson, sem
haft hefur þetta umfangsmikla
og erilsama starf með höndum i
áratugi, hefur látið af því þar eð
hann hefur nú náð hámarksaldri
starfsmanna félagsins. Jón Rögn-
valdsson yfirverkstjóri hefur ver-
ið frábær maður í starfi sínu
JÓB Rögnvaidsson
og allir þeir mörgu sem á
liðnum árum hafa unnið undir
hans stjórn, en þeir munu skipta
þúsundum, munu samdóma um
það, að betri mann muni Eimskip
ekki hafa getað íengið í þetta
starf, enda er Jón mjög vinsæll
meðal hafnarverkamanna. Mun
þeim vafalaust þykja sjónarsvipt
ir að því að sjá nú ekki Jón,
þennan kempulega dugnaðar-
mann á hafnarbakkanum, með
alla þá tauma í hendinni sem
snertir vinnu þessara manna,
hvort heldur var í lest, í vöru-
skemmu eða á hafnarbakkanum
við að taka á móti vörunum úr
skipunum.
Við starfi Jóns Rögnvaldssonar
hefur tekið Sigurður Jóhannsson,
Hafnfirðingur, sem nú síðast var
L stýrimaður á Gullfossi og hef-
ur verið skipstjóri á þessu ílagg-
skipi flotans er Jón Sigurðsson
skipstjóri hefur verið í leyfi frá
störfum.
EKKI ALLIR
I BJARGVESTUM
Þegar togarinn strandaði var
hann á fullri ferð. Talsverður
vindur var og dálítil alda. Eftir
að skipið strandaði á boðanum
braut á því og skerjum nálægt
því. Náttmyrkur var mikið, en
ljós sást í landi. Er verið var að
losa björgunarbátana lét skipið
svo illa á skerinu að illstætt var.
Er það talin orsök þess, hvernig
fór um björgunarbátana tvo.
Bjargbeltum varð eigi náð handa
4 af áhöfninni, þar eð ekki var
hægt að komast fram eftir skip-
inu. Var skipstjórinn, Pétur Haf-
steinn Sigurðsscai einn þeirra,
sem ekki hafði á sér björgunar-
vesti. Svo ört sökk skipið fyrst í
stað, að mennimir sem voru aft-
an á bátapalli komust nauðug-
lega fram á brúna og óðu sumir
upp í mitti.
Þegar tekizt hafði að koma
björgunarlínu yfir í Goðanes,
voru skipbrotsmennirnir dregn-
ir um 100 faðma leið og fóru þeir
á kaf í sjóinn er ólög riðu yfir.
Er ljóst á framburði vitnanna,
að björgunin hefur verið hættu-
leg á stundum meðan hún stóð
yfir og litlu mátt muna um suma
skipsmenn.
STRANDH)
Háseti, sem var við stýrið er
Goðanes strandaði sagði, að ný-
lega hefði verið búið að taka
land er hann tók við stýrinu, og
siglt hafi verið eftir radar breyti-
lega stefnu inn Djúpin. Var búið
að beygja fyrir Austurnes í átt
að Skálafirði er maður þessi tók
við srtýrinu. Radarinn var í gangi
og notaður við siglinguna. Var af
honum lesið í kortaklefa og þang-
að inn fór skipstjórinn til að lesa
af honum. Voru hásetanum síðan
gefin fyrirmæli um, hvernig
stýra skyldi, úr kortaklefa unz
honum var sagt að stýra „þetta
beint“. Kom skipstjóri þá fram
í brúna. Hásetinn sagðist hafa
séð vita framan til við þvert á
stjómborða, sem sýndi grænt
Ijós. Örskamma stund var siglt
í þessa stefnu. Þá kemur mat-
sveinn skipsins hlaupandi upp í
brúna og kallaði hann: Land
framundan! Þá var skipstjóri að
koma úr kortaklefanum. Hann
hringdi þá samstundis stanz á
vélsíma og strax á eftir á fulla
ferð aftur á bak. Hásetinn fann
rétt í það mund að skipið tók
niðri og hoppaði það tvisvar á
skerinu, sagði hásetinn. Lítilli
stundu síðar varð Goðanesmönn-
um ljóst að björgun skipsins var
útilokuð. Plankar í þilfari höfðu
lyfzt upp. Þauinig lýsti hásetinn
strandi togarans.
Skipsmenn allir róma mjög
framgöngu hins látna skipstjóra
síns Péturs H. Sigurðssonar við
björgun mannanna. Eins bera
þeir mikið lof á loftskeytamann-
inn Axel Sigurðsson, sem ekki
yfirgaf sendistöðina fyrr en um
það bil er skipið valt út aí sker-
inu og sökk.
SJÓKORTH)
Það hefur einnig komið fram
við sjóprófið að kort það sem
notað var við siglinguna var í
svo stóriun mælikvarða, að á fló-
amun á milli Straumeyjar og
Austureyjar hafi ekki verið nein
örnefni, en á sjókorti sem lagt
var fram í sjóréttinum af sigl-
ingaleið á þessum slóðum, eru
blindsker sem nefnd eru Flesjar.
Á þeim strandaði togarinn.
Loftskeytamaðurinn sá skip-
stjórann ásamt fjórum mönnum
öðrum í sjónum utan við brúar-
vænginn fáeinum augnablikum
áður en skipið sökk. Harm hafði
þá skömmu áður skorið frá belg
einn, sem var við blökk úr
björgunarstól. Mennimir sem í
sjóinn fóru björguðust allir sem
kunnugt er upp í trillubáta,
nema skipstjórinn Pétur Haf-
steinn Sigurðsson.
Skipbrotsmenn hafa skýrt frá
því að björgunin hafi farið skipu
lega fram, en henni stjómaði
skipstjórinn. Allir voru ásáttir
með þá röð sem þeir fóru í.
Sumir vildu draga eigin björgun
og láta aðra fara á undan sér.
GÚMMÍBÁTAR
Þá spurðu sjódómendur þeirr-
ar spumingar hvort skipshöfnin
hefði getað bjargað sér fyrr, ef
gúmmíbjörgunarbátar hefðu ver-
ið til taks á skipinu. Þessari
spurningu svaraði eitt vitnið á
þá leið að hann teidi að allir
skipverjar hefðu getað bjargazt
í gúmmíbátum strax eftir strand-
ið. Annað vitni segir um þetta
atriði að mjög miklar líkur séu
til þess að nota hefði mátt
gúmmíbáta við björgunina.
Skýrt er frá þvi að 11 menn
frá togaranum Austfirðingi hafi
verið við björgunarstarf í fær-
eyskum skipum. Tekið er fram
að Færeyingamir og íslending-
amir sem að björgun skipbrots-
mannanna unnu hafi sýnt mik-
inn dugnað og ósérhlífni.
Að lokum er frá því skýrt að
öll siglingatæki skipsins htifi
verið í bezta lagi.
Skemmlunin
endaði illa
f FYRRINÓTT kom upp eldur í
leigubíl fullum af farþegum, þar
sem hann var á ferð eftir Suður-
landsbrautinni. Eldur kom upp í
flugeldum, sem farþegi er sat í
framsæti bílsins hélt á. 'arð
þarna mikið eldhaf á svipstundu
og brenndist stúlka er sat í fram-
sætinu milli bílstjórans og far-
þegans mjög mikið. Tvo farþega
aðra sakaði nokkuð. Bílstjórinn
slapp ómeiddur, en bíllinn hans
stórskemmdist, því að eldur
læsti sig um hann allan meira
og minna. Stúlkan, sem brennd-
ist er í sjúkrahúsi og var líðan
hennar slæm í gær. Hún er þó
eigi talin í hættu. Fólkið var að
skemmta sér og ætlaði að slá
botninn í skemmtan sína með því
að skjóta flugeldum uppi í Ár-
túnsbrekkum. Talið er að sígar-
ettuneisti hafi valdið þvi að í
flugeldunum kviknaði.
SIGLUFIRÐI, 11. janúar: —
Togarinn Elliði losaði hér 160
lestir af fiski í fyrradag. Hafliði
losar hér í dag 180 lestir. Þessi
afli fer allur til frystihúsanna
héma. — Guðjón.
Unglinga
vantar til blaðburðar í
Lækjargotu
Háaleitisveg
Hafsteinu Austiuauu: Viil, að fóík langi tU að skoðá myndimar.
Fólk þarf ekki að kaupa neina
málningu, þótt það skreppi inn í
sýningastofu Regnbogans
Þar sýnir nú unpr málari, Hafsfeinn áusfmann
Á MYNDINNI hér að ofan er Hafsteinn Austmann, ungur Vopn-
-»■ firðingur, sem um þessar mundir sýnir nokkrar myndir eftir
sig í sýningastofu Regnbogans. — Hafsteinn hefur numið málara-
list hjá Þorvaldi Skúlasyni, Skarphéðni Haraldssyni teiknikennara
við Gagnfræðaskóla Austurbæjar og í Handíðaskólanum hjá Sig-
urði Sigurðssyni. Síðan fór hann utan til náms og var í París
1954—1955. Þar sýndi hann myndir í Salon de realite nouvelle.
Hann hélt einnig sjálfstæða málverkasýningu í Listamannaskál-
anum í sumar sem leið.
Fram að helgi sýnir Hafsteinn^
nokkur olíumálverk i sýninga-
stofu Regnbogans, en um helgina
skiptir hann um og setur upp
nokkrar vatnslitamyndir. Sýn-
ingastofan er opin á venjulegum
búðartíma. Myndirnar eru allar
til sölu.
Hafsteinn sagði við Mbl., þeg-
ar það hittí hann sem snöggvast
að máli: „Fólk þarf ekki að
kaupa neina málningu, þótt það
skreppi inn og skoði myndimar."
Og um myndir sinar sagði hann
einungis: „Jú, auðvitað hef ég
áhuga á, að fólk langi til að
skoða þær.“
Með boð trá Nasser
RÓMABORG — Cyril Banks hinn
brezki þingmaður, sem vinnur
persónulega að því að reyna að
bæta aftur sambúð Breta og
Egypta og átt hefur tal við Nasser
kom til Rómaborgar í dag á leið-
inni heim til Englands. Hann
kvaðst hafa merkilega orðsend-
ingu að flytja frá Nasser, en hann
myndi ekki skýra frá henni fyrr
en hann lenti á Lundúnaflugvelli.
Þangað er búizt við, að hann kotni
annað kvöld.
Austurbæjarbíó sýnir hér um þessar mundir mjög athyglisverða
mynd, „Óttínn“, sem er tekin eftir smásögu Stefan Zweig. Aðal-
hlutverkið lelkur Ingrid Bcrgmann, em Rosselini maður hennar
hefur annazt leikstjóm, Kvikmyndin er alveg sérstaklega listrænt
tekin. Hún er einnig efnislega mjög spennandi og vel leikin. Þó
nokkuð sé vikið frá sjálfum ganginum í sögu Zweigs er þó inni-
haldinu raunverulega alveg haldið, en þetta er með frægustu sögum
■káldsins. Það borgar sig á alian hátt að sjá þessa mynd, bæði
vegna þess hve vet hún er tekin og eins vegna þess hve hén beldur
athyglinni vakandi og er um leið efnismikil.