Morgunblaðið - 12.01.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 12.01.1957, Qupperneq 9
Laugardagur 12. jan. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 9 Bandaríkjamaður segir í grein í tímaritinu Mercury: Ekki undarlegt þó að Islendingar hati okkur Eftir G. L. Rockwell Greln þessl, sem hér er laus- lega ]>ýdd birtist í janúar- hefti bandaríska tímaritsins Mereury. Hvað sem um grein- ina verður að öðru leyti sagt, er víst, að flestir verða ósam- mála ýmsiu, sem þar segir, og er Morgunblaðið þeirra á með al. Augljóst er, að höfundur spillir málflutningi sínum með staðlausum öfgum, en þrátt fyrir öfgarnar eru athyglis- verðar hugleiðingar í grein- inni. Greinarhöfundur stcndur með nafni sínu við það, er hann skrifar, hvort sem mönn- «m geðjast það eða ekki, og er auðsjáanlega slík alvara, að rétt er, að íslendingar eigl þess kost að dœma um grein hans í heild, enda mun hún víða fara og móta skoðanir margra, er lítt þekkja til okk- ar mála. ¥ BLÁSTURSGÖNGIN eru þýð- ingarmikil fyrir tilraunir flug- vélaframleiðenda, eftirmynd af borg er þýðingarmikil fyrir um- ikrðarmálasérfræðing, sýnis- horn af málmgrýti er þýðingar- mikið fyrir námuverkfraeðing- inn. Og smáþjóðin íslendingar er merkilegt rannsóknarefni fyrir þann sem kynnir sér sósíalis- mann. Hugmyndir marxismans, sem hafa verið marga áratugi að naga sig inn I undirstöður vestrænna þjóða, hafa heltekið þessa afkom- endur víkinganna, sem áður trúðu og treystu á sjálfa sig. Nú er svo komið á einum manns- aldri, að þær hugmyndir hafa breytt mörgum manninum af hetjuþjóð í fólk, sem um of hef- ur verið dekrað við, er drykkfelt, dýrkar velferðarríkið, sækist eft- ir öryggi, en varpar af sér allri ábyrgð og afsakar aðgerðarleysi sitt til að gera nokkuð til varnar landi sínu með hinu aldagamla viðkvæ&i hugleysingjans „að það er alveg vonlaust að veita mót- spyrnu, því að við erum of litlir og veikir". HÆTTAN I.IfilN HJÁ Sjáið þið bara íslenzka æsku nútímans, sem lætur sér sæma, að ungir bandarískir menn verji hana, þegar hætta er á ferðum, en sem rís síðan upp með djörf ar. Við höfum réttilega hyllt okkar eigin pílagríma fyrir karl- mennsku þeirra, er þeir lögðu út í veður og skógarþykkni Nýja Englands og námu land í Massa- chusetts. ímyndið yður þá hvílíkt karlmennskuþrek og áræði til þess þurfti 800 árum fyrr, að nema iand á berum eldfjallakletti að stærð eins og Indiana, sem liggur fast upp að heimskauts- baug, — land sem er næstum allt hulið eilífum jöklum, allur trjá- gróður af því skafinn eftir ofsa- storma sem ná 160 km. hraða á klst. og hvína yfir Norður- Atlantshafið á vetrum, land sem býr yfir engri auðlegð utan fisk- aflans sem er mikill í ísköldu haf inu. Eina ræktanlega landið er strandlengjan og vaxtartiminn er hörmulega stuttur. Það þarf sannarlega karla í krapinu (og líka konur í krapinu) til að nema land á slíkum stað. Það þurfti fólk sem ekki lét bugast af erfið- leikunum, fólk sem hvorki af- sakaði sig né var með kveinstafi. En hugleiðið þið nú, að það var ekki nóg, að þessu fólki tækist að draga fram lífið á þessu harða landi. Þetta ótrúlega fólk kom upp hjá sér bókmenntum og svo glæsilegri þjóðmenningu, að jafnoki hennar hefur hvergi fund izt í heiminum. Sérhver íslend- ingur getitr lesið og skrifað og margir þeirra eru lærðir málarar eða tónlistarmenn eða mynd- höggvarar eða eitthvert sambland af þessu öllu. Það vekur undrun útlendinga, að ganga inn í ó- hrjálegan kofa fiskimannafjöl- skyldunnar og sjá olíumálverk skreyta alla veggi, — listaverk sem fiskimaðurinn sjálfur og fjölskylda hans hafa málað! í Reykjavík, höfuðborginni, er Þjóðleikhús, sem setur upp full- komnar óperusýningar. Þær sýn- ingar eru ekki sóttar aðeins af lítilli yfirstétt, heldur af öllum. Hægt væri að tilfæra mörg slík dæmi, en það er nóg að taka það fram, að þjóð, sem er búin slíkum gáfum og staðfestu, að hún getur komið á fót slíkri menningu við svo óhentugar aðstæður hefur það, sem hún þarf, til að lifa sem sjálfstæð þjóð. En þegar svo illa fer fyrir henni, að henni fer að hnigna og stefna beina leið okkar eigin bannlög), sem leiða menn eða jafnvel neyða menn til lögbrota. Aðaldæmið um þetta eru skattalögin, sem eru brotin af öllum öðrum en þeim, sem ekkert eiga, og annað dæmi eru lögin sem banna öl (þó maður geti fengið bezta fjreyðandi bjór á heimilum margra íslenzkra embættismanna). Lika kemur það fyrir við og við, að sala áfengis á samkomustöðum sé bönnuð og þá sjást flöskurnar liggja við fætur þeirra, sem eru að skemmta sér. Satt að segja þykir það vera einn bezti kostur íslenzkra stúlkna, ef þær hafa með sér nógu stórar handtöskur, til að fela stórar flöskur. Útbreiddasta einkennið eru þó almenn viðhorf þjóðarinnar, Marxiskur hugsunarháttur hefur teygt sig inn í hvern krók og kima þessa lands, svo að jafnvel sá flokkur sem er minnst til vinstri, Sjálfstæðisflokkurinn, (íhaldsflokkurinn) stuðlar að þjóðnýttri læknisþjónustu, ríkis- einokun, og styður allar þær áætlanir sem venjulega standa á stefnuskrá verkamanna og vinstri flokka. Þar næst koma þrír flokkar æ lengra til vinstri, þar til við komum að kommún- istum, sem hafa kringum 25% þjóðarinnar að baki sér. ..... - , , út á hinn alþjóðlega öskuhaug, r að.’*e™amS' Þá höfum við gott dæmi um af- hð.ð“ hverfi þegar a brott, — = þegar hun heldur að hættan sé liðin hjá! Það er erfitt að trúa því, að þetta séu frændur hinna öjskrandi víkinga, sem ögruðu Atlantshafinu í opnum bátum og fundu jafnvel okkar heimsálfu löngu áður en Kolumbus var uppi. Fáir staðir á jörðinni sýna eins glöggt og ísland, hvert verður hlutskipti þjóðar, sem glatar eig- inleikum framtaks, aga og spar- semi. En íslenzka þjóðin hefur glatað þessum eiginleikum, sem landvarnir stuðlað hafa að þjóðlegri menn- ' kigu og í staðinn hlýtt á sírenu- söng öryggis, lauslætis og óhófs. Hinar furðulegu andstæður eru enn augljósar milli elztu núlif- andi kynslóðar fslendinga, sem reisti og hélt við einni fíngerð- ustu menningu heimsins, og hinn ar ungu kynslóðar, sem fer á markaðstorg kommúnista og sós- íalista-flokkanna til að sjá hver býður þeim mest fyrir ekki neitt. Til þess að skilja þær stórkost- legu breytingar sem orðið hafa á íslandi, einkum vegna marxískra hugmynda, er nauðsynlegt að kynna sér liðna sögu þjóðarinn- leiðingar sósíalismans, sem að- eins þeir sjá ekki, sem ekki vilja sjá. Margt er til merkis um það, að ísland sé á leiðinni út á hinn alþjóðlega öskuhaug, margt hið sama og áður sýndi hnignun egypzkrar, grískrar og róm- verskrar menningar. Greinileg- asta einkennið hefur þegar verið nefnt, að þjóðin neitar algerlega að verja sjálfa sig. Eins og drep- ið verður á síðar geta íslend- ingar sjálfir fullkomlega séð um sínar. Þegar þeir neita jafnvel að ræða þann möguleika vegna smæðar og ómöguleika á að keppa í nútima tæknilegum hemaði, þá eru þetta eintóm undanbrögð. Ef þeir hefðu bara vilja, þá gætu þeir það, — en aðeins hugsunin um „her“-þjónustu veldur hinni agalausu æsku slíkum hryllingi, að það væri pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða stjórnmálaleiðtoga sem er að stinga upp á stofnun hers. Annað sigilt dæmi um þjóðlega hrörnun er hið aukna virðingar- leysi fyrir lögunum. í gildi eru ýmis óraunhæf lög, sem ekki er hægt að framkvæma (eins og t.d. SAMFYLKING VINSTRI MANNA Það var samfylking þessara vinstri flokka, sem nýlega mynd- aði ríkisstjóm. Eiga sæti í henni kommúnistar og hótar hún að reka varnarlið Bandaríkjaxma frá risavöxnu flugstöðinni við Keflavík, 50 km suðvestur af Reykjavík. Ef við misstum þessa marg-milljóna-dollara bækistöð, þýddi það ekki aðeins, að við misstum þessa aðvörunarstöð, sem gæfi okkur 3000 mílna for- skot eftir flugleiðinni milli New York og Moskvu, heldur myndu rauðliðarnir einnig hagnast á öðrum sviðum. Auk þess yrðum við að skrúfa í sundur og flytja sjóleiðina allar þrýstiloftsflug- vélarnar, sem hægt hefur verið að fljúga beint til Evrópu á fá- um klukkustundum yfir Græn- land og ísland. Það mun sennilega ekki koma lesendum Mercury-tímaritsins á óvart, að sendimenn okkar eigin utanríkisráðuneytis áttu ekki lít- inn þátt í þessari furðulegu eyði- leggingu á harðgerðri þjóð. En hins vegar er óvíst að margir skilji eins auðveldlega álíka mik- ið aðalhlutverk sem nokkrir hernaðarleiðtogar okkar hafa átt í þessu. Þegar íslendingar buðu Banda- ríkjunum að endumýja setulið flugvallarins í Keflavík (sem Bandaríkin höfðu byggt í seinni heimsstyrjöldinni) samkvæmt NATO-samningum, þá helltum við milljónum, milljónum doll- ara í framkvæmdir, þar á meðal í margar glæsilegar varanlegar byggingar. Maður skyldi nú halda. að eftir svo mikla fjár- festingu, þá gerðum við það sem við gætum til að sætta íslend- inga við ástandið. Þetta var okk- ur hagkvæmt og samkvæmt samningnum gátu íslendingar rekið okkur burt, hvenær sem þeir vildu. Og samt sendum við til íslands, sem fulltrúa okkar, þá lélegustu menn sem hægt var að ímynda sér. SLÆM HEGfiUN Einn sjóliðsforinginn hafði ný- lega verið dæmdur af herrétti fyrir slæma hegðun og sýndi enga iðrun við refsingu. Það er staðreynd sem menn þekkja, að margir bandarískir foringjar á íslandi hafa verið sekir um framkomu, sem er ekki aðeins ósamboðin herforingja og heiðursmanni, heldur ósamboðin sérhverjum Bandaríkjamanni. — Til dæmis tók einn af æðri her- foringjunum upp á sína arma ís- lenzka fráskilda konu, sem hann skemmti í húsnæði sínu á öllum tímum og ók síðan í „einka“-bíl sínum, sem var merktur „Banda- ríska flotanum". Annar náungi tók verulega fallega íslenzka stúlku úr góðri fjölskyldu og opinberaði trúlof- un sína með henni. Síðan skildi hann við ísland, tárin runnu og hann lofaði að reyna að fá skiln- að (sem reyndist vera nauðsyn- legt, þar sem hann var giftur). Ekkert fréttist meira af þessum manni og það þótt staða hans væri að vera foringi annarra. Þetta rnál hefur nú gengið á milli bandaríska utanríkisráðuneytis- ins og hermálaráðuneytisins, og til íslenzka sendiráðsins í Was- hington, því að svo illa vildi til að stúlkan var með barni, TFK Bandaríska útvarpsstöðin hef- ir nægilegan styrkleika til þess að ná til íbúa l^ndsins, en helm- ingur þeirra býr í Reykjavík. Stcðin var oft starfrækt margar klukkustundir fram yfir einu ís- lenzku útvarpsstöðina. Þess vegna höfðum við tækifæri til að vinna okkur miklar vinsældir hjá íslendingum — með því að hafa á boðstólum dagskrá, sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi: uppfrætt hermenn okkar um fólkið í landinu og lallið íbúum landsins i geð. Nokkrar tilraunir sem gerðar voru í þessu skyni fóru út um þúfur. í staðinn var útvarpað stanslausri dansmúsíkk (be-bop) og sagt að hermennirnir krefðust þess, en það varð svo aftur til þess, að viðkvæmir og velmennt- aðir íslendingar móðguðust. Fað- ir sem sá dóttur sína hlusta á „Sloping Around In The 'Sewer' var ekki líklegur til þess að hafa góðar taugar til Bandarikjaliðs- ins. Með hliðsjón af almennri og þekktri vinstri hneigð bandaríska utanríkisráðuneytisins mætti segja, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að telja upp óameríska starfsemi stjórnarerindreka okkar, en það er þó svo, að margir Bandaríkja- rnenn virðast ekki gera sér grein fyrir þessu. Undirritaður hefir um tveggja ára skeið sótt sendi- ráðsveizlur í Reykjavík og átt þess kost að kynnast mörgum yf- irmönnum sendiráðsins þar, sem voru ágætir ménn út af fyrir sig. En samt sem áður á hánn bágt með að skilja, hvernig við getum haldið uppi heilbrigðri andstöðu við kommúnismann í heiminum. Opinber samstaða með sósíal- isma og fanatísk vörn gegn ó- grímuklæddum kommúnisma í Bandaríkjunum eru svo augljós, að engum íslendingi getur dottið annað í hug en við séum sósíal- istar og kommúnistar að öllu leyti — nema að nafninu til. STAKSTflMR „SANNLEIKURINN“ Pólitískur fulltrúi við sendiráð- ið sagði t.d. eitt sinn við mig, að ég skyldi lesa vinstri sinnað vikublað til þess að kynnast „sannleikanum“. Þessi maður varð hamslaus af reiði, þegar haft var orð á því við hann, að kommúnistar hefðu start'að við utanríkisráðuneytið í Washing- ton. Þær bækur sem hann hafði upp á að bjóða í „bókasafni“ sínu voru nákvæmlega það sem Mac- Carthy sagði, að þær væru og þarf ekki að fjölyrða um slík* óamérískt hugarfar, til þess er það allt of vel þekkt. Maður þessi varð m.a. stundum svo æstur í samræðum að hann lagði hendur á gesti, ef því var að skipta og þeir voru ekki boðnir og búnir til þess að gera vinstri viðhorf hans að sínum málstað. Fyrir kom, að félagar hans lentu í slíkum vandræðum með hann, að þeir urðu að fjarlægja hann. Þó að aðrir sendiráðsmenn hafi þurft að fjarlægja blaðafull- trúann úr veizlum, má engan veg- inn skilja það svo, að þeir hafi verið flekklausir menn í peim efnum, þó að þeir væru reglu- samir miðað við hann. Töluvert þurfti til þess að skara fram úr í drykkjuskap í bandaríska sendi- ráðinu í Reykjavík. Margir — að allra æðstu mönnunmn undan- skildum — drukku drjúgum og raunar eins og þeir gátu. Þetta fólk reyndi eftir megni að koma þeirri almennu skoðun Evrópu- búa inn hjá fólki, að Hitler væri endurholdgaðui- í McCarthy og Frh. á bls. 15. Gremja Örvarodds Hér í blaðinu í gær var sagt frá gremju Örvar-Odds yfir því, að Morgunblaðið skyldi birta orð- rétt viðtal Hjalta Kristgeirsson- ar í útvarpinu á aðfangadag. Reiði Örvar-Odds er sérstaklega íhugunarverð. Alþýðublaðið sagði sem sé nýlega frá því, að örvar- Oddur væri dulnefni Brynjólfs Bjarnasonar. Aðrir fullyrða, að Hendrik S. Ottoson og Brynjólf- ur hafi löngum skipzt á um að skrifa undir þessu nafni. En í viðtali Hjalta var einmitt nefndur maður, Rakosi, fyrrver- andi einvaldur Ungverjalands, sem þeim Brynjólfi og Ilcndrik hefur lengi verið sérstaklega hugstæður. Brynjólfs Hendrik Ottoson segir í bók sinni „Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands“ frá ævintýrum þeirra Brynjólfs og hans með Rakosi. Voru þeir þá að koma af alþjóðafundi kommúnista í Rúss- landi haustið 1920. Hendrik segir svo frá: „Norður til Murmask vorum við fimm saman, sem áttum að halda hópinn, Svíarnir báðir, Mathyas Rakosi (sem nú er á- hrifamesti leiðtogi ungverska alþýðulýðveldisins), og svo við Brynjólfur". Þvínæst segir Hendrik frá því, að þeir félagar urðu fyrir ýms- um örðugleikum, er þeir komu til Noregs. Rakosi hafði þá skil- ið við íslendingana, en: „Eitt sinn sá ég manni bregða fyrir á götu, sem ég þóttist bera kennsl á, en það var Mat- hyas Rakosi, sem við höfðum ekki séð frá því að við fórum frá Murmansk. Ekki leit hann við mér og ég ekki við honum". Sat yfir höfuðsvörðum Ungverja í öðru norsku þorpi bar þetta við, að sögn Hendriks: „Einu sinni, þegar við vorum að Iabba niðri við höfn, sáum við Mathyas Rakosi. Hann gekk til okkar og spurði okkur vegar á þýzku. Þetta heyrðu allir nær- staddir, en svo gengum við af- síðis og þá sagði hann okkur, að nú ættum við að vera sam- ferða, en fólk yrði að halda, að við hefðum aðeins hitzt af hend- ingu. Hann var búinn að fá eitt- hvað vegabréf, en það var víst ekki vel öruggt, því nú áttum við að hjálpa honum áfram suð- ur til Narvik og svara fyrir hann, ef einhver yrti á hann, en hann kunni ekkert NorðurlandamáL Þetta gekk allt skaplega. Við fór- um með skipi til Narvik (og að- stoðarmaðurinn) og fengum okk- ur gistingu þar. Við Brynjólfur dvöldum þar um sólarhring, en Rakosi þurfti að ljúka einhverj- um erindum og gat ekki farið fyrr en með næstu lest. Þetta fór nú samt öðruvísi en ætlað var, því Rakosi var handtekinn af norsku lögreglunni skömmu eftir brottför okkar. Hann var fram- seldur hvítliðastjórn Hortys, sem lét höfða mál gegn honum og krafðist dauðadóms, en hann slapp úr varðhaldinu og komst austur til Moskvu. Mörgum ár- um seinna var hann handtekinn í Búdapest og dæmdur í tíu ára þrælkunarvinnu. Þegar þessi tiu ár voru liðin ,var aftur höfðað mál gegn honum og hann aftur dæmdur í tíu ára fangelsi. Nú situr hann yfir höfuðsvörðum ungversku böðlanna og er áhrifa- mesti maður Ungverjalands“. Það sýnir ræktarsemi þeirra Brynjólfs og Hendriks, að þeim þykir miður að skjalfest er, að Rakosi, þeirra gamli samferða- manni, sé kennt um ófarnað Ung- verja eins og Hjalti Kristgeirsson gerði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.