Morgunblaðið - 12.01.1957, Page 15

Morgunblaðið - 12.01.1957, Page 15
t-augardagur 12. Jan. 1957 MOECVTV niAÐIÐ 15 r I Mertuty Framh. af bls. 9 Bandaríkjamenn lifðu í stöðugum ótta við það, að hann mundi gerast einræðisherra með aðstoð hersins. í stuttu máli var töluverður hluti af forystumönnum okkar í sendiráðinu og hernum þeirrar skoðunar, að Bandaríkin væru land ómenntaðs, jazzunnenda skríls, sem væri kúgaður af of- sóknar æði, en fullur áhuga á sósíalisma, sem gallharðir og æst- ir afturhaldsseggk vörnuðu þeim að fá. Afleiðingar alls þessa eru auð- vitað þær, að íbúar landsins erv fullir grunsemda og ógeðs í garð Bandaríkjamannanna sem dvalizt hafa meðal þessarar litlu þjóðar. Jafnvel hinn einlægasti Banda- ríkjavinur ber í brjósti skiljan- legan geig yfir svo fjölmennu er- lendu herliði í landi sínu og raun ber vitni um. íslendingar eru aðeins 144 þús. og fjöhnennt herlið á einum og sama stað hefir slæm áhrif, einkum þegar þess er gætt;, að þetta er engan veginn hollt fyrir efnahagsástand lands- ins og Bandaríkjamennimir skipta sér lítið af viðkvæmri menningu gestgjafans og lúta forsjá búralegra yíirmanna. Af þessum sökum er vænlegt til fylgis fyrir stjórnmálamann sem keppir um þingsæti að hrópa hástöfum: Amí, go home. Og þetta lýsir raunverulega því, sem er að gerast á íslandi nú. Raun- ar eru litlar líkur til þess að Bandarikjamenn verði reknir frá íslandi. Íslendingar hafa ágæt lífskjör, sem byggjast á verð- bólgu og bandarískum dollurum, en allt efnahagskerfi landsins mundi hrynja til grunna, ef þeir hættu að flæða inn í landið. Þannig eiga þessi vígorð raunar ekki skylt við annað en lýðæsing ar. Auðvitað er alltaf viss hætta á, að missa fólkið út úr höndun- um á sér, þegar einu sinni er bú- ið að æsa það upp. Við þessu hef- ir þó verið séð, því að liðsfor- ingjamir, sem nú eru sendir til íslands, eru sérstaklega valdir úr með það fyrir augum að geta orðið „óeinkennisklæddir tækni- fræðingar", svipað og voru á Keflavíkurflugvelli, áður en nú- verandi vamarlið var sent þang- að. ÍSLENZKVR ÞJÓÐVÖR®UR Bezta lausnin á öllu þessu vandamáli væri sú, að við her- stöðinni tæki þjóðvörður, þjálf- aður af Bandaríkjamönnum og útbúinn bandarískum vopnum. En þó er ósennilegt, að hann verði stofnaður, eins og málum er nú háttað. Þegar hér að framan var sagt, að fslendingar gætu sjálfir varið land sitt og þyrftu ekki herlið til þess, var einmitt átt við slíkan þjóðvörð. ísland liggur mörg hundruð mílur frá næstu bækistöð, sem gæti verið stökkpallur til inn- rásar í landið og fylgzt er ræki- lega með öllum slíkum stöðvum. Ef aðeins smávægileg andstaða væri veitt, tekur nokkurn tíma að ryðja brautina á þeim fáu stöðum, sem hægt er að lenda, og mundu Rússar því ekki geta lent á íslandi nema með dags fyrirvara, svo fremi þeir hefji ekki algert vetnissprengjustríð. Og það er nægur tími fyrir þjóð- varnarliðið, vegna þess að NATO lið Breta, Norðmanna og jafnvel Bandaríkjamanna mundi á svip- stundu koma og reka innrásar- mennina af höndum sér. íslend- ingar fengju lendingargjöld af bandarískum þotum, sem kæmu við í Keflavík auk þeirra doll- ara, sem þeir fá nú. Hitt er jafnvel ennþá mikil- vægara, að þessi litla, en göfuga þjóð, sem um aldur og ævi hefir sýnt óbilandi hugrekki, fram- takssemi og dugnað, mundi með vöm sinni öðlast nýjan, andieg- an stórhug og stolt, svo sem Davíð í viðureigninni við Golíat. HUGRAKKIR MENN Þetta litla ísland, heimkynni elzta þings veraldar, nýkomið í samfélag frjálsra landa eftir sambandsslit við Danmörku, ættland konu minnar og barna og það land sem ég elska heitar en önnur, að föðurlandi mínu und- anskildu (þó að tengdafólk mitt á íslandi muni sennilega efast um það, eftir lestur þessarar grein- ar) — þetta litla land stendur nú- á krossgötum: glatar það því, sem er verðmætast af öllu, frelsi og sjálfstæði? Á fslandi eru miklir menn — sterkir, hugrakkir menn, sem geta leitt þjóðina út úr ringul- reið sósíalismans. Einn þeirra, sem sá, að reykvísk æska hafði sér lítið til dægrastyttingar, ætl- aði að koma upp skautahöll og síðar tómstundaheimili, en það náði ekki fram að ganga vegna hafta og þeirra skatta, sem sósí- alísk stjórn landsins leggur á landslýðinn. Af þeim sökum er ekki úr mörgum skemmtunum að velja fyrir ungt fólk. Það eru þá einna helzt „partí“ og drykkja. Ef þessir hugrökku hæfileika- menn fengju að starfa í friði, mundi ísland hafa litla þörf fyr- ir erlenda efnahagsaðstoð. Þjóð- in er gáfuð og þróttmikil og nátt- úruauðlindir landsins og iðnaðar- möguleikar eru ótæmandi. For- feður íslendinga reyndu hið ó- mögulega með því að fara yfir hið stormsama Norður-Atlants- haf á opnum víkingaskipum • og hinn góði arfur frá forfeðr- unum er enn í heiðri hafður af æsku landsins, er getur unnið það kráftaverk á andlegu- og efna legu sviði, sem landinu er nauð- syn. — Stjórnarmyndun Framh. af bls 1 Metm bíða með mestri eftir- væntingu, hvert verður hlut- skipti tveggja manna, þeirra Selwyn Lloyd, sem verið hefur ntanríkisráðherra og harðast- ur í árásinni á Súez-skurðinn og hins vegar Butler, sem var keppinautur Macmillans um forsætisráðherramebættið og var anðvígur Súez-árásinni. Er það flestra spá að Selwyn Egyptoi heimta skyndifund S.þ. NEW YORK, 11. jan. — Fulltrúi Egypta hjá Sam- einuðu þjóðunum bar í dag fram ósk um að Allsherj- arþing S. Þ. komi saman til skyndifundar, vegna þess að Israelsmenn hafi neitað að flytja allt herlið sitt brott af egypzku lands- svæði. —Reuter. L Ö C M E N N Geir Hallgrímsson Eyjólfur Konráð Jónsson Tjarnargötu 16. — Sími 1164. Lloyd verði ekki fastur í sessi sem utanrikisráðherra og talið hugsanlegt, að í hans stað komi annað hvort Butler, Lennox Boyd eða Duncan Sandys. CHURCHILL OG ELÍSABET RÉÐU? Þeirri hugmynd hefur og heyrzt fleygt, að Butler verði skipaður aðstoðar-forsætisráðherra. Telja margir að hann hafi í rauninni notið meira fylgis í íhaldsflokkn- um en Macmillan, en afskipti Churchills og Elísabetar drottn- ingar hafi ráðið að sá síðarnefndi varð fyrir valinu. EXísabet drottning hefur til- kynnt að hún muni hverfa frá Lundúnum til Sandringham- hallar á sunnudagskvöld. Er búizt við að Macmillan hafi þá lokið að setja upp ráðherra lista. Brezka útvarpið hefur tilkynnt, að hinn nýi forsætis- ráðherra munl ávarpa þjóðina gegnum allar sendistöðvar n. k. fimmtudag. Félagslíi KörfuknaUleiksdeild K.R. Æfing fyrir meistara og annan flokk í íþróttahúsi Háskólans, í dag kl. 3,15—5,00. Og á morgun í íþróttahúsi Hálogalands kl. 11— 11,50 f.h. — Stjórnin. Málaskólinn Mímir Hafnarstræti 15. Innritanir daglega frá kl. 5—8. Sími 7149. Somkomur Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðu maður: Einar Gíslason. — Ailir velkomnir. Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 11,00: Helgunar- samkoma. Jón Jónsson talar. Kl. 14,00: Sunnudagaskóli. KI. 20,30: Hjálpræðissamkoma. Jóhannes Sig urðsson prentari taiar. Velkomin. I.O.G.T. Barnaslúkan Unnur nr. 38 Fundur á sunnudag kl. 10,15. Kosning embættismanna. Uppl. og fieira skemmtilegt. Fjölsækið. - Gæzlumemi. Fram — Knattspy rnumenn! Æfirg fyrir meistara-, L og II. flokk verður á Framvellinum í dag (laugardag) kl. 2, ef veður leyfir. Verið vel klæddir. — Nefndin. Skíðafólk! Farið verður í skiðaskálana um næstu helgi eins og hér segir: — Laugard. kl. 2 og kl. 6 e.h. Sunnu- dag kl. 9 árdegis. Afgr. B.S.R. í Lækjargötu. Sími 1720. Skíðafélögin. l.R. — Innanfélagsmót Keppni í stangarstökki og lang- stökki án atrennu, fer fram í I.R.- húsinu n.k. sunnudag kl. 2,30. Stj. Í.R. —— Frjálsíþróttamenn Æfingar frjálsíþróttadeildarinn ar eru á eftirtöldum tíma í I.R.- húsinu: — Mánudögum kl. 9,30—0,30. Miðvikudögum 8,30—9,30. Föstudögum: (stöng), 6,30— 7,30. Almenn æfing 7,30—8,80. K.R.-húsinu: laugardögum kl. 4,20—5,10. — Nú er nauðsynlegt að mæta á allar æfingar. — Nýir félagar velkomnir. — CleSiIegt nýtt ár! — Stjórnin. GÖMLU ISIIR í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9 Stgurður Ólafsson syngur með hljómsveitinni. Aðgöngumiðar kl. 8. — Sími 3355 Beztu þakkir vil ég færa öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum og heillaskeytum á áttræðisafmæli mínu GuSrún Lýðsdóttir, Hvammsdal, Dalasýslu. Hjartans þakklæti til barna minna. tengdabarna, barna- barna, frændfólks og vina, sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á sjötugs afmæli mínu. Guð blessi ykkur Öll. Guðrún Stefánsdóttir. Börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, frænd- fólki og mínum fjölmörgu vinum, sem með gjöfum, heim- sóknum og vinarkveðjum glöddu mig á sjötugs afmæli mínu 6. janúar sL og gjörðu mér daginn ógleymanlegan, flyt ég mmar hugheilustu þakkir. Guð varðveiti ykkur öll. Ingibjörg Pétursdóttir, frá Suður-Bár. 5in Dansað Irá klukkan 3—5 DANSLEIKUR í Búðinni í kvöld klukkan 9 ★ Gunnar Ormslev og hljómsveit ★ Bregðið ykkur í Búðina. Aðgöngumiðasala frá kiukkan 8 — BÍJÐIN - SPILAKVÖLD Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur spilakvöld í Sjálf- stæðishúsinu fyrir félagskonur og gesti þeirra næstk. mánudagskvöld 14. þ. m., kl. 8,30. Ávarp flytur frú Ragnhildur Helgadóttir alþm. Kvikmynd frá Hornströndum (tekin af Oswald Knud- sen). — Verðlaun veitt. Kaffidrykkja. Ókeypis aðgangur. Annað sjálfstæðisfólk velkomið, meðan húsrúm leyfir. Stjómln. EBA FRIÐRIKSSON andaðist að heimiii sínu Höfn, Seltjarnarnesi, 11. jan. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Árni Friðriksson, Anna Amadóttir, Sigursveinn Jóhannesson og barnaböm. Jarðarför eiginmanns míns, tengdaföður og afa okkar KRISTJÁNS ÞORBERGSSONAR, fyrrum bónda að Arnarstöðum, Hraungerðishreppi, fer fram frá Hraungerðiskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13. — Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kL 11 f. h. sama dag. Elínborg Bjamadóttir, Guðmundur Y. Ágústsson, Kristján Guðmuudsson, Ágúst Guðmundsson. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför ÞORSTEINS EINARSSONAR Reykjum, Hrútafirði. Guðrún Jónsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.