Morgunblaðið - 12.01.1957, Blaðsíða 16
Yeðrið
SA stormur og rigning í kvöld.
9. tbl. — Laugardagur 12. janúar 1957.
Kom í heimsókn og sfal
peningaskápslyklunum
Stórþjóínoðunnn í hoppdrætti
D.A.S. npplýstor
Rannsóknarlögreglunni hefur
nú tekizt að upplýsa stór-
þjófnað þann, er framinn var í
haust í skrifstofu Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna, en þar var
stolið 63,000 krónum í peningum.
Taldi gjaldkerinn sig hafa týnt
lyklum sínum að skrifstofunni,
en á hring með skrifstofulyklun-
um var einnig lykill að peninga-
skáp. Er kunnugt varð um þjófn-
að þennan, var þá þegar augljóst
mál, að þjófurinn hafði haft
lykla þá undir höndum, er gjald
keri happdrættisins, Sigurður
Ingvarsson, taldi sig hafa týnt.
— í fyrradag handtók raiuisókn-
arlögreglan ungan mann, Krist-
mund Ingvar Eðvarðsson, sem er
fjölskyldumaður, Selásbletti 3C.
Játaði hann að hafa framið þjófn-
aðinn.
Þessi ungi ógæfusami maður
hefur aldrei fyrr svo vitað sé
gerzt brotlegur við landslögin.
Kristmundur Ingvar hefur um
árabil þekkt Sigurð Ingvarsson
gjaldkera, og hjá honum bjó
hann um skeið.
I HEIMSÓKN
Að kvöldi 3. sept. síðastl. fdr
Kristmundur Ingvar heim til Sig-
urðar, sem þá var nýlega kom-
inn heim úr vinnu sinni. Sátu
þeir og spjölluðu saman fram að
kvöldmat, en þá fór hann leiðar
sinnar.
LYKLARNIR TÝNDIR
Síðar þetta kvöld saknaði Sig-
urður Ingvarsson lyklakippu
sinnar. Hann taldi fullvíst, að
hann hefði tapað henni á förn-
um vegi, einhvers staðar á göt-
unum eða þá í strætisvagni. Og
um nóttina var hann á verði
við húsið alllengi, þar eð
hugsazt gat, að sá, sem fyndi
lyklana myndi átta sig á því, að
þeir gengju að skrifstofum DAS-
happdrættisins þar eð veskið
var auðkennt með stöfunum
D.A.S. — Þetta bar ekki árangur.
Næsta morgun var kunnugt um
að farið hefði verið í skrifstofuna
og stórþjófnaðurinn framinn.
TÓK LYKLANA
Víkur nú sögunni aftur til
Kristmundar Ingvars. Hattn sat
fram undir kvöldmatarleytið hjá
Sigurði. Á meðan þeir höfðu set-
ið og rabbað saman, hafði Sigurð-
ur lagt lyklakippuna á borð þar
Róðrar í verstöðvum
í Árnessýslu ekki
byrjaðir
SELFOSSI, 1L janúar: — Til
sjávarins hefur verið mikil ótíð
og ógæftir. Ekki hefur gefið á
sjó nema endrum og eins, vegna
brims en nokkur fiskur hefur
verið þegar gefið hefur.
í Þorlákshöfn verða s.iö bátar
gerðir út í vetur. Þar af eru sex
heimabátar og einn aðkomubátur,
frá Eyrabakka. Frá Eyrabakka
verðá þrír bátar væntanlega gerð
ir út á vertíðina og þrír frá
Stokkseyri. Ekki er ennþá farið
að róa frá þessum verstöðvum
en búizt er við að róðrar í Þor-
lákshöfn hefjist upp úr miðjum
mánuðinum, og frá Eyrarbakka
og Stokkseyri nokkru seinna.
— G.G.
Kristmund og gerði hjá honum
húsleit, sem ekki bar neinn ár-
angur. En nokkru síöar var hann
handtekinn á ný og aftur gerð
hjá honum húsleit, sem eins og
hin fyrri, bar ekki árangur. Eigi
í stofu sinni og skömmu seinna ( þóttu liggja nægileg rök fyrir,
brugðið sér úr stofunni. Á meðan
greip Kristmundur Ingvar kipp-
una og stakk á sig. Er Sigurður
kom aftur, tóku þeir upp tal sitt,
þar sem frá var liorfið. Nokkru
síðar kvaddi Kristmundur Ingvar
Sigurð.
LÉT GREIPAR SÓPA
Þá hélt Kristmundur Ingvar
beint niður í skrifstofu D.A.S.-
happdrættisins og með lyklunum
opnaði hann skrifstofuna og fór
síðan í peningaskápinn. Þar voru
umræddar 63 þús. kr. í búntum,
100 og 500-króna seðla, og
stakk Kristmundur Ingvar pen-
ingunum á sig og hélt síðan
leiðar sinnar og lokaði á eftir
sér. Ekki var vitað um númerin
á þessum peningaseðlum.
GRÓF PENINGANA
Nokkrum dögum síðar fleygði
hann lyklunum í höfnina. Pen-
ingana hefur hann síðan fært úr
einum felustaðnum í annan,
ýmist utanhúss, þar sem hann
hefur grafið þá í jörðu, eða þá
innanhúss. Eftir handtökuna í
fyrradag kvaðst hann nú hafa
eytt miklu af peningunum, en
hann þykir eigi enn sem komið
er hafa gert viðhlítandi grein
fyrir því, hvað af þeim hafi orð-
ið. Ekkert af peningunum hefur
enn komið til skila.
TVÆR ATLÖGUR
Strax eftir þjófnaðinn féll
grunur á Kristmund Ingva. En
það tafði stórlega fyrir rann-
sókninni, að Sigurður Ingvars-
son gjaldkeri, taldi sig ekki hafa
lagt kippuna frá sér heima hjá
sér og lyklunum hefði hann tap-
að á fömum vegi. Mun hann
ekki hafa grunað kunningja sinn
um græsku. En þrátt fyrir þetta
handtók rannsóknarlögreglan
til þess að hneppa hann í varð-
hald.
LIFÐI UMFRAM EFNI
Þrátt fyrir þessar tvær atlögur
að honum, taldi ramnsóknarlög-
reglan sig enn hafa ástæðu til að
gruna Kristmund Ingvar. Ákveð-
ið var að fylgjast með líferni
hans, en hann hefur ekki haft
fasta atvinnu. Þegar augljóst
þótti, að Kristmúndur Ingvar
lifði langt um efni fram, var
ákveðið að hann skyldi handtek-
inn enn á ný, en það var sem sé
gert í fyrradág. Við yfirheyrslu
játaði hann á sig D.Á.S.-þjófnað-
inn, og situr hann nú í gæzlu-
varðhaldi, en rannsókn málsins
heldur áfram.
Þessi mynd var tekin í gær um borð í varð- og björgunarskipinu
Albert, sem nú er í smíðum hér í Reykjavík. Er unnið af fullum
krafti að því að ljúka smíðinni og er það verk langt komið. Hér
eru þeir Guðmundur H. Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, Har-
aldur Guðmundsson verkstjóri í Landssmiðjunni og Jón Jónsson,
sem verða mun skipherra á skipinu, að skoða teikningar af inn-
réttingum skipsins, sem Landssmiðjan smíðar en Húsgagnaverzlun
Reykjavíkur smíðar öll húsgögn í skipið —Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.
Verður miSsföð
rannsókna við Korpúlsstaði
Rannsóknarráð ríkisins falasl eftir léð þar
RANNSÓKNARRÁÐ ríkisins, sem hefur með höndum yfirstjórn
þeirra rannsóknarstarfa sem unnið er að í Atvinnudeild há-
skólans hefur mikinn hug á því, að nú þegar verði stefnt að því
að koma hér upp í bænum miðstöð ýmiss konar náttúrurannsókna.
Hefur Rannsóknarráðið í þessu skyni sótt um spildu úr landi
Korpúlfsstaðu.
f gær átti Mbl. stutt samtal við
Þorbjörn Sigurgeirsson fram-
kvæmdastjóra Rannsóknarráðs.
Þorbjörn sagði að aðkallandi
væri fyrir Atvinnudeildina í há-
skólahverfinu að fá stærra hús-
næði til starfseminnar. Þar eru
tvær deildir til húsa, iðnaðar-
Samkeppnisstaða ísl.
iðnaðarins versni ekki
ALMENNUR félagsfundur í Fé-'
lagi ísl. iðnrekenda var haldinn
? Þjóðleikhúskjallaranum föstu-
daginn 4. þ.m. Formaður félags-
ins. Sveinn B. Valfells, setti fund-
inn, en fundarstjóri var kjörinn
Eggert Kristjánsson.
Sveinn B. Valfells hafði íram-
sögu um dagskrármálið, sem var
viðhorf í iðnaðarmálum. Þá gerði
Pétur Sæmundsen, viðskiptafræð-
ingur, grein fyrir helztu ákvæð-
um hinnar nýju löggjafar um út-
flutningssjóð, sem varða iðnað-
inn.
Að loknum ræðum frummæl-
enda hófust umræður um málið
og tóku margir til máls. Voru
fundarmenn einhuga um að
standa fast, saman um hagsmuna-
mál iðmðarins og samþykkti
fundurinn tillögur í þeim málum,
sem efst eru á baugi meðal iðn-
rekenda, þ. á. m. tillögu þar sem
skorað er á ríkisstjórnina að
hlutast til um að samkeppnis-
aðstaða innlendrar iðnaðarfram-
leiðslu versni ekki í neinni grein
frá því sem var fyrir gildistöku
hinna nýju laga um útflutnings-
sjóð. Var félagsstjórniiini falið að
fylgja #þessum málum eftir við
stjórnarvöldin.
I
Neplúnus með
hæstn solu
V.-Þýzkulundi
ENN kemur togarinn Neptúnus
við sögu. f gærmorgun seldi hann
163 tonn af fiski í Cuxhaven í
V-Þýzkalandi fyrir 145,815 mörk.
Er þetta hæsta fisksalan í V-
Þýzkalandi á þessum vetri og er
mjög góð sala.
Togarinn var þó með „Eng-
landsfisk“, ýsu og kola, sem ekki
fæst sambærilegt verð fyrir í
Þýzkalandi og í Bretlandi, en
þar eru þessar fisktegundir í
hæsta verðflokki. Var togaran-
um snúið á Þýzkalandsmarkað,
því löndunar-„kvótinn“ í Bret-
landi í janúarmánuði er nú al-
veg ásettur, Er fullvíst, að hefði
Neptúnus getað landað sínum
„Englandsfiski" í brezkri höfn,
og markaður verið hagstæður,
hefði farmur hans selzt mjög
háu verði.
og landbúnaðardeild, en starf-
semi beggja þessara deilda hefur
aukizt mikið á undanfömum ár-
um. Verður nú ekki hjá því kom-
izt, enda nauðsynlegt, að taka hús
næði á leigu eða byggja nýja
rannsóknarstofu, þar eð stækk-
un Atvinnudeildarhússins er af
ráðamönnum ekki talin æskileg.
Það eru rannsóknir þessara.
deilda á sviði byggingariðnaðar-
ins og jarðvegsrannsókna, sem
búa við alls ófullnægjandi hús-
rými I Atvinnudeildarbygging-
unni.
HUGSA ÞARF
FRAM í TÍMANN
Þorbjörn Sigurgeirsson sagði
ennfremur að tímabært væri að
hugsa fram í tímann og tryggja
landrými þar sem hægt væri að
koma upp miðstöð fyrir hvers
konar náttúrufræðilegar rann-
sóknir þegar tímar líða fram. Er
Rannsóknarráðið þeirrar skoðun-
ar að mjög hentugt sé að slik
stöð rísi upp í landi Korpúlfs-
staða. Einnig þar hefur verið sótt
um 15 hektara lands fyrir jarð-
ræktarrannsóknir á vegum bún-
aðardeildarinnar, sém nú eru
reknar að Varmá í Mosfellssveit
á mjög óhentugu landi til slíkra
rannsókna. Þá er þess einnig' að
geta að Raforkumálaskrifstofan
hefur sótt um spildu í landi
Korpúlfsstaða og verði þar m.a.
framkvæmdar rannsóknir á nýt-
ingu jarðhitans.
Á fundi sínum á þriðjudaginn
tók bæjarráð erindi Rannsóknar-
ráðs fyrir og afgreiddi það síðan
til samvinnunefndar þeirrar, er
fjallar um skipulagsmálin.
Spilakvöld Hvatar
á mániidagskvöld
SJÁLFSTÆÐISKVENNA-
FÉLAGIÐ HVÖT heldur sitt ár-
lega spilakvöld mánudaginn 14.
þ.m. í Sjálfstæðishúsinu. Hefst
það kl. 8,30 síðdegis. Verður þar
spiluð félagsvist, frú Ragnhildur
Helgadóttir alþingismaður flytur
ávarp og sýnd verður hin
ágæta Hornstrandakvikmynd
sem Ósvald Knudsen hefur tek-
ið. Ennfremur verður kaffi-
drykkja.
Aðgangur er ókeypis. Fél jn-
konur mega bjóða með sér mönn-
um sínum eða öðrum gestum.
Spilakvöld Hvatar eru mjög
vinsæl og hafa jafnan verið mjög
fjölmenn undanfarin ár. Má því
gera ráð fyrir mikilli aðsókn, einn
ig að þessu sinni.
Allsherjaratkvæðagreiðsla í Iðju
f FYRRAKVÖLD var ákveðið, að
allsherjaratkvæðagreiðsla skuli
fara fram um kjör stjórnar og
trúnaðarmannaráðs í Iðju, félagi
verksmiðjufólks í Reykjavík.
Eins og venjulega ætluðu komm
únistar sér að láta fara fram
óhlutbundna kosningu um stjórn
og trúnaðarmannaráð á fundi í
félaginu, þar sem mættur væri
aðeins örlítill hluti félagsmanna
og höfðu þeir auglýst hann í Þjóð
viljanum í fyrradag.
Lýðræðissinnum í Iðju tókst að
hindra þetta og lögðu fram í gær
undirskriftir fjölmargra Iðju-
félaga um kröfu og að allsherj-
aratkvæðagreiðsla skuli viðhöfð.
Á s. 1. hausti þegar kosið var
um fulltrúa Iðju á Alþýðusam-
bandsþing kom í ljós að komm-
únistar höfðu svipt mikinn hluta
Iðjufólks atkvæðisrétti þótt það
hefði greitt full félagsgjöld jafn-
vel árum saman mreð þeirri tylli.
ástæðu að það hefði ekki undir-
ritað inntökubeiðni í félagið og
tekið félagsskírteini.
Er því fastlega skorað á alla
andstæðinga kommúnista í Iðju
að afla sér nú þegar fullra fclags-
réttinda, og er hægt að fá félags-
skírteini afhent í skrifstofu félags
ins á Þórsgötu 1, kl. 10—12 f. h.
í dag og aðra virka daga kl.
4—6 e. h