Morgunblaðið - 15.01.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1957, Blaðsíða 2
I MOnGTJT\nLAT>1Ð f>riðjudagur 15. janúar 1957 — Brezka stjórnin Framh. af Ms, 1 11« ! sambandl vió nýju stjóm ina. 1 fyrsta lagi ew þau ánægð með skipun Fetets Thorney- crofts i embættl fjármálaráð- horra. Undanfarin 5 ár hefur hann verið forseti hrezka verzl- unarráðsins og þykir hafa sýnt frábæran dugnað og hugvit. t öðru lagi fagna þau þvi, að Richard Butler er áfram inn- siglisvörðtor konungs og formæl- andi stjórnarinnar í neðri mál- stofunni. Hins vegar eru skiptar skoðanir um skipun hans í em- bættl innanríkisráðherra. Times segir, að hann muni að líkindum hafa meira að gera en honum sé hollt. NÝR RÁÐHERRASTÓLL Þá vekur hið nýja embætti orkumálaráðherra mikið um viiji forsætisráðherrann sýna, að stefna Breta í Súez-málinu sé óbreytt. Ennfremur muni það koma í veg fyrir betri sambúð Breta og Bandaríkjamanna. Seg- ir blaðið, að þetta skref sé íurðu. legt og sorglegt. íhaldsblöðin eru á öðru máli. Daily Mail segir, að með þessu skrefi hafi Macmillan lýst yfir trausti sínu á Lloyd, og Daily Express álítur, að með því hafi hann viljað sýna það svart á hvítu, að Bretar ætli ekki að gera „óvirðulega kúvendingu“ á stefnu sinni í utanríkismálum. Tveir ráðherranna, sem hækk- að hafa í sessi, fá hrós í öllum blöðum. Þeir eru Sir David Eccles, hinn nýi forseti verzlun- arráðsins, og Duncan Sandys hinn nýi landvarnaráðherra. Blöð in harma það aðeins, að enn einu sinni hafi verið skipt um land- varnaráðherra, en þau skipti hafa verið tíð síðan 1951. Times bend- ir á, að síðustu 11 árin hafi set- ið eigi færri en 10 landvarnaráð- herrar. RICHARD BUTLER tal. Bent er á, að orkumála- ráðherrann muni ekki aðeins hafa umsjón með kolum, gasi, rafmagni og olíu, heldur muni starfsvið hans einnig taka til járn- og stáliðnaðarins, svo og til nýtingar kjarnorkunnar í þágu iðnaðar. Þannig verður starf hans sérstaklega mikil- vægt brezkum iðnaði. Plest blöðin helga þessu nýja em- bætti fyrirsagnir sínar og benda á, að það sé sönnun þess, að Macmillan sé staðráð- inn í að taka nú efnahagsmál Breta til rækilegrar endur- skoðunar. EKKI STJÓRNMÁLAMAÐUR Einasta gagnrýnin í sambandi við embætti orkumálaráðherrans er sú, að ekki hefur verið val- inn í það stjórnmálamaður, held- ur fyrrverandi opinber embættis- maður, sem nú er iðjuhöldur. Þessi maður er Sir Percy Mills og er 67 ára gamall. Blöð stjóm- arandstöðunnar segja, að skipun hans í embættið sýni ljóslega, að íhaldsmenn skorti hæfileika- menn á þingi. íhaldsblaðið Daily Telegraph segir, að leitt sé til þess að vita, að ekki hafi fundizt neinn stjórnmálamaður til að gegna embætti, sem krefjist reynslu í þingstörfum. SKIPTAR SKOÐANIR UM LLOYD Um skipun Selwyn Lloyds í embætti utanríkisráðherra eru skoðanir mjög skiptar. Frjáls- lynda blaðið „Manchester Guard- ian“ segir, að með þessu skrefi Verkefni nýju stjórnarlnnar FRÁ sjónarmiði Breta er bætt sambúð þeirra við Banda ríkjamenn eitt hið þýðingar mesta verkefni sem liggur fyrir, en stjóm Bandaríkjanna hefur aðstöðu til að hjálpa Bretum margs konar vanda. Verkefni hinnar nýju stjómar eru mörg, en efnahagsleg viðreisn landsins er eitt meðal hinna alvarlegustu. Súez-ævintýrið varð Bretum dýrt og efnahagsleg afkoma þeirra er nú tvísýn. Alvarleg kreppa sýnist vera þar í aðsigi og það krefst átaka af hálfu allrar þjóðarinnar að stemma stigu við henni. í embætti fjármálaráð- herra hefur nú verið skipaður einn af þeim mönnum, sem tal- inn er hafa verið með hinum ötulustu þingmönnum íhalds- flokksins. Peter Thorneycroft er tæplega fertugur og hefur lengi verið þingmaður, en varð fyrst ráð- herra árið 1945, en hefur síðan 1951 farið með verzlunarmál. Hann hefur lengi verið einn af mest áberandi mönnum meðal hinna yngri þingmanna íhalds- flokksins og hefur oft staðið um hann talsverður styr. Annað höfuðverkefni er á sviði utanríkismálanna. Hernað- araðgerðirnar í Egyptalandi hafa haft óheillavænleg áhrif á að- stöðu Breta almennt í heiminum, en sérstaklega hafa þær þó haft óheppilegar afleiðingar fyrir sambúð Breta og Bandaríkja- manna. Samveldislöndin hafa heldur ekki fylgt Bretum óskipt og afstaða vestrænna þjóða inn- an Sameinuðu þjóðanna hefur einnig orðið verri eftir aðgerðir Breta og Frakka. En af öllum er það viðurkennt, að nauðsyn- legt er að bæta samstarf þjóð- anna eins og fram kemur í ræð- um og yfirlýsingum stjórnmála- manna víða um*heim og mun nú hin nýja stjóm vafalaust koma þar fram með útréttar hendur. Auk þess liafa svo verið uppi háværar raddir um að Bretar þyrftu að taka hernaðarmál sín til gagngerðrar endurskoðunar. Það hefur heyrzt að þau mál hafi verið mjög í molum, enda hefur oft verið skipt um land- arna- ráðherra á síðustu ámm. Súez- deilan sýndi að England getur ekki stuðningslaust framkvæmt meiri háttar hemaðaraðgerðir og fjárhagsástand landsins er svo bágborið að það er ekki lengur fært um að bera þau hernaðar- útgjöld, sem stórveldisaðstaða þess útkrefur. Hingað til hefur verið dregin fjöður yfir þá stað- reynd að það sem fæst fyrir það fé, sem lagt er til herbúnaðar, stendur í engu hlutfalli við þá gífurlegu fjárhæð, sem til þessa fer á ári hverju. Rússar kalla saman þing Moskva, 14. jan. Frá Reuter—NTB. rpASSFRÉTTASTOFAN rússneska tilkynnti í dag, að þing Sovét- ríkjanna, verði kvatt saman 5. febrúar n.k. Það verður fyrsti fundur þingsins síðan í júlí í fyrra. Tilkynningin hafði ekki að geyma neinar upplýsingar um dagskrá þingsins, en talið er lík- legt að þar verði rætt um fjárlögin fyrir yfirstandandi ár. Einnig má telja vist, að hin endurskoðaða sjötta 5-ára áætlun verði lögð fram. Miðstjórn kommúnistaflokksins samþykkti á fundi sínum í desember, að leggja ætti áætlunina fyrir þingið á „fyrra helmingi ársins 1957". Heimsveldisdraumur og gaml- ar venjur hafa komið í veg fyrir endurskoðun hernaðarmálanna í heild. En hinn hernaðarlegi ósig ur í Egyptalandi og efnahags- kreppan í landinu hafa nú opn- að augu margra fyrir þeirri stað- reynd að hemaðarútgjöldin þarf af samræma betur en verið hefur við núverandi stöðu Bretlands í alþjóðamálum og fjárhagsgetu landsins. En einnig hér verður að koma til greina ssunstarf við aðrar vestrænar þjóðir. Það er með hliðsjón af þessu, sem Macmillan hefur kvatt nýj- an mann til að gegna ráðherra- embætti landvamaráðherra. — Duncan Sandys, sem var áður húsnæðismálaráðherra, er nú gerður landvarnaráðherra í stað Anthony Head (en í þinginu var mjög á hann ráðizt vegna hinnar hemaðarlegu hliðar á aðgerðun- um gagnvart Egyptalandi). Dun- can Sandys er vel þekktur úr enskum stjórnmálum. Hann er 48 ára að aldri og er tengda- sonur Churchills. Hann varð fyrst ráðherra 1944, en hefur gegnt ýmsum embættum og var nú síðast birgðamálaráðherra. AFSTAÐAN TIL BANDARÍKJANNA Eins og vikið er að hér að framan er bætt sambúð Breta og SELW KN LI.o Bandaríkjamanna eitt höfuð- verkefni hinnar nýju stjórnar, enda þurfa Bretar nú á aðstoð Bandarikjanna að halda meir en nokkru sinni fyrr. Afsögn Edens hefur vakið óblandna ánægju meðal stjórn- málamanna í Washington og er engin fjöður yfir það dregin þar. Vissulega er látin í Ijósi samúð vegna heilsuleysis hins fyrrver- andi íoráætisráðherra, en að öðru leyti kemur ljóst fram, að Banda ríkin telja að brottför hans hafi verið nauðsynleg. í stjómartíð Edens versnaði að mun sambúð Bandaríkjanna og Breta og vafa- laust hefur það átt sinn þátt í falli hans. Ekki er þó svo að ( skilja að Bandaríkjamenn hafi beinlínis haft áhrif á brottför Edens en vafalaust er þetta þó ein af helztu orsökunum. Eisen- hower forseti færðist einnig und- an að hitta Eden meðan hann dvaldi á Jamaica, en forsetinn var á sama tíma þar ekki langt frá. Forsetinn og Dulles hafa varpað sökinni á Eden fyrir að hefja aðgerðirnar gegn Egypta- landi án samþykkis Bandaríkja- manna og án þess að ráðgast við þá. Á það er sérstaklega bent, að þetta gerðist meðan kosninga- bardaginn stóð í Bandaríkjunum og styrjöld hefði á þessum tíma getað veikt mjög aðstöðu Eisen- howers í þeirri baráttu. Nú þegar Eden er farinn frá hafa þeir Eisenhower og Dulles að vísu látið í Ijós samúð sína með Eden persónulega, en ekki með einu orði harmað að þessi umskipti skyldu eiga sér stað. Það er talið fullvíst að nú er opnuð leið fyrir betra samkomu- lagi milli Breta og Bandaríkja- manna eftir að upphafsmaður Súez-átakanna er farinn frá. Hér við bætist að hinn nýji forsætisráðherra er mjög vel þekktur meðal bandarískra stjómmálamanna. Hann hafði náið samstarf með Eisenhower á styrjaldarárunum og á báðum fundunum í Genf stóðu Mac- millan og Dulles hlið við hlið. Að vísu var Macmillan fylgj- andi aðgerðum Breta í Súez, en hvað sem því líður er talið að hann hafi mjög góða aðstöðu til þess að bæta sambúð Breta og Bandaríkjamanna og ef til vill betri en nokkur annar meðal brezkra stjórnmálamanna. Mac- millan er einnig bandarískur í aðra ætt. Honum hefur líka verið tekið mjög vel af ame- rískum stjórnmálamönnum og mun hann hitta Eisenhower for- seta að máli bráðlega. Staða Mac- millóui sem forsætisráðherra er í Bandaríkj unum talin trygging þess að ekki komi framar til sams konar átaka milli þjóðanna og gerðist út af Súez-deilunni. Það er vafalaust þessi sterka, persónulega aðstaða, sem gert hefur Macmillan fært að halda Selwyn Uoyd í embætti utan- ríkisráðherra. Lloyd er dugmik- ill maður, sem á sterk ítök í flokki sínum og vafalaust hefur íhaldsflokknum þótt mælirinn fullur þótt ekki þyrfti einnig að varpa honum fyrir borð vegna Súez-átakanna, en mörgum Breta finnst nú auðmýking landsins vera orðin ærin. Það hefur víða vakið nokkra furðu að Lloyd, sem átti sinn þátt við hlið Edens í Súez-málunum, skuli halda embætti sínu en þá ráðstöfun ber vafalaust að skoða að nokkru í ljósi þess, sem sagt er hér á undan. EINING iHALDSFLOKKSINS Auk þeirra verkefna hinnar nýju stjórnar, sem hér hafa ver- ið talin eru svo mál íhaldsflokks- ins sjálfs, en honum liggur nú lífið á að græða sár sín og ná aftur innbyrðis samheldni eftir átök undanfarinna mánaða. Það er frumskilyrði þess að flokkur- inn eigi að hafa nokkra von um að vinna næstu kosningar. Erfið- leikar þeir, sem auðsjáanlega voru á nýrri stjórnarmyndun sjýna hve ágreiningurinn innan flokksins var djúpstæður. Hinir frjálslyndari sætta sig ekki vel við Macmillan en hinir íhaldssam ari studdu hann til valda gegn Butler og þeir hafa orðið ofan á, eins og nýskipan stjórnarinnar ber vott um. Macmillan á vafalaust erfiða daga framundan, enda hefur land hcuis sjaldan staðið í meiri vanda á tímum, sem eiga þó að heita friðartímar. Till. um ráÖstafanir til aö greiða úr umíerðinni EINS og kunnugt er og rætt hef- ur verið í blöðunum þóttu þær ráðstafanir, sem gerðar voru í jólaumferðinni, takast vel, og umferðin gekk greitt þrátt fyrir gífurlegt álag á hinar mjóu göt- ur og þrönga gatnakerfi. Reynslan af þessum ráðstöfun- um leiddi í Ijós, að sumar þeirra væri rétt að taka upp til fram- búðar og hefur Umferðarnefnd bæjarins nú samþykkt að leggja til við bæjarráð, að bifreiðastöð- ur verði bannaðar við 3 götur, þar sem slíkt bann þótti gefast vel til þess að fyrirbyggja um- ferðartruflanir um jólin. Göturn- ar eru Njálsgata, Barónsstígur og Ægisgata. Leggur Umferðarnefnd til, að bifreiðastöður verði algerlega bannaðar allan sólarhringinn — Afvopnun Framhald e.f bls. 1. <rgðum af kjarnorkuvopn- im. Þessar birgðir þyrfti að minnka og reyna eftir mætti að draga úr hættunni, sem stafar af kjarnorkuvopnum. 2) Gera þyrfti ráðstafanir til að koma í veg fyrir skyndi- árásir og draga þannig úr styrjaldarhættunni. 3) Draga þyrfti úr kostnaðinum við vígbúnað og bæta þannig lífskjör allra þjóða. 4) Tryggja þyrfti, að rannsókn- ir og tilraunir með geimför og önnur tæki, sem ætlað er að rannsaka himinhvolfið og aðra hnetti, séu eingöngu helgaðar vísindalegum og friðsamlegum tilgangi. 5) Draga þyrfti úr viðsjám þjóða á meðal og skapa mögu leika á að leysa öll deilu- mál á friðsamlegum grund- velli. Einstök atriði þessara 5 til- lagna verða rædd nánar á fund- um undirnefndarinnar, sem fjall- ar um afvopnunarmál, en í henni eiga sæti Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada og Sovétrík- in. norðan megin á Njálsgötu allri, vestan megin á Barónsstíg, milli Bergþórugötu og Hverfis- götu og báðum megin á Ægisgötu milli Tryggvagötu og Vesturgötu. Ennfremur hefur nefndin til athugunar að setja einstefnuakst- ur á Lindargötu, sem þótti takast vel í jólaumferðinni. Árangur af öðrum ráðstöfunum í jólaumferð- inni í bænum er í athugun. Skók-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 17......... f7—f5 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss ) 16. Bcl—e5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.