Morgunblaðið - 15.01.1957, Síða 9
ÞriSjudagur 15. janúar 1957
MORCVNBLAÐIÐ
9
Leikfélag Reykjavikur:
Þrjár systur
Sjónleikur eftir Anton Tsekov
Leikstjóri: Cunnar R. Hansen
Systurnar þrjár: Irina (Kristín Anna Þórarinsdóttir), Olga (Guð-
Leikfélag reykjavíkur
minntist s.l. föstudagskvöld
60 ára afmælis síns með frum-
sýningu á sjónleiknum „Þrjár
systur“ eftir rússneska skáldið
Anton Tsékov. Er þetta fyrsta
leikriíið eftir þennan frábæra
leikricahöfund, sem sýnt hefur
verið hér á landi, þegar frá er
talinn stuttur einþáttungur, sem
Leikfélagið sýndi á sínum tíma.
Anton Tsékov fæddist árið
1860 og dó 1904. En enda þótt
hann félli frá á miðjum aldri,
liggur eftir hann fjöldi skáld-
verka, smásögur, leikþættir og
leikrit, sem eru með þeim ágæt-
um, að þau hafa skipað honum
sess meðal fremstu leikrita-
skálda. í fyrstu leikritum skálds-
ins lýtur hann hinum hefð-
bundnu lögmálum urn stíl og
vinnubrögð eins og þau g'erast
með Ibsen og öðrum öndvegishöf.
þess tíma. Þegar frá lýður brýzt
Tsékov undan þessum áhrifum
og skapar sér sérstakan stíl, er
gefur verkum hans áhrifamikinn
og sérstæðan svip. Hann skapaði
engar stórbrotnar persónur hið
ytra, er yfirgnæfðu aðra á leik-
sviðinu og túlka með dramatísk-
um þrótti og þrumuraust boð-
skap skáldsins, en því meiri á-
herzlu leggur hann á hina innri
spennu, sálarlíf persónanna, hina
mannlegu bartáttu sem háð er
í kyrrþey bak við gráan veru-
leik hversdagsins. Verður þess-
um einkennum skáldsins ekki
betur lýst en með þessum orð-
um hins mikla leikara og leik-
stjóra, Stanislavskí: „Sjónleikir
hans eru viðburðaríkir, en það
eru ekki ytri athafnir, heldur
innra líf. Þegar persónur hans
hafast ekkert að, gerist þó eitt-
hvað innra með þeim.......Sál-
arlíf persónanna er það mark-
verðasta í leikritum Tsékovs."
— Það gefur auga leið að svo
ódramatísk hið ytra sem leik-
rit Tsékovs eru, því meiri kröf-
ur gera þau ekki einungis til
leikstjórnar og leikenda um rétt
an skilning og lifandi túlkun á
sálarlífi persónanna, heldur einn-
ig til áhorfenda, svo takast megi
þau téngsl milli áhorfenda og
leiksviðs, sem er einkenni allra
góðra leiksýninga. Hér er vand-
inn því mikill og oft og víða orð-
ið misbrestur á. Svo var það
t. d. jafnvel í sjálfri Moskvu,
þegar leikritið „Þrjár systur“
var frumsýnt þar árið 1901.
Voru þar þó að verki einhverjir
snjöllustu leikhúsmenn og leik-
arar síns tíma með Stanislavski
í fararbroddi, auk þess sem höf-
undurinn sjálfur lagði þar margt
til málanna.
Leikritið „Þrjár systur" gerist
í smáborg í Rússlandi þar sem
drungi hversdagsleikans og til-
breytingaleysisins hvílir yfir lífi
manna. Þarna búa þær systurn-
ar þrjár, Olga, Masja og Irina
ásamt Andrej bróður sínum. Öll
eru þau systkinin haldin lífsleiða
og eirðarlausri þrá eftir fegurra
og gleðiríkara lífi, sem þau eygja
í hillingum bernskuminninganna
í hinni miklu borg, Moskvu, þar
sem þau eru borin og barnfædd.
Masja er gift lítilsigldum
skólakennara, Fjodor Kúligin,
sem er ánægður með það hlut-
skipti, sem örlögin hafa búið
honum og lifir sæll í sínum
þrönga hugarheimi, jafnvel þeg-
ar hann verður þess áskynja að
kona hans leitar ástarþrá sinni
og lífsþrá útrásar í örmum ann-
ars manns. Auk þessa fólks kem-
ur hér við sögu Natasja, unn-
usta og síðar eiginkona Andrejs,
hinn mesti svarkur, hrokafull,
eigingjörn og miskunnarlaus,
enda stendur af henni kuldagust-
ur hvar sem hún fer.
Af öðrum mikilvægum hlut-
verkum má fyrst og fremst nefna
Alexander Vérsjinin, hinn lífs-
reynda mann, er þrátt fyrir mót-
læti og mikil vonbrigði í lífinu
hefur auðnazt að halda heil-
brigðri bjartsýni sinni, enda túlk
ar hann viðhorf skáldsins og von
þess um betra og hamingjurík-
ara mannlíf í heimi framtíðar-
innar. Og svo er það hinn gamli
og góðlátlegi herlæknir, Ivan
Tsébutykin, sem jafnan leggur
gott til málanna. Ennfremur
Túsenbach baron og liðsforingi,
iðjuleysingi, sem ristir ekki sér-
lega djúpt og hinn taugaveiklaði
kapteinn í hemum, Soljonij. Auk
þessa koma fram tveir ungir
undirforingjar, hinn aldraði
dyravörður Ferapont og Anfísa,
hin gamla fóstra þeirra systra.
Margir hafa haldið því fram,
að þau sjónarmið höfundarins,
sem koma fram í leik þessum
séu löngu úrelt og því eigi leik-
urinn ekki erindi á leiksvið nú-
tímans. Á þetta get ég ekki fall-
izt. Að vísu er það einsætt að
þau þjóðfélagsvandamál, sem
efst voru á baugi í Rússlandi, er
leikritið var samið, eru ekki þau
sömu og nú á tímum, en megin-
efni leikritsins, hin innra barátta
mannanna og þrá þeirra til meiri
lífshamingju, er hin sama nú sem
áður og verður ávallt hin sama
og því ævinlega í fullu gildi
hvar og hvenær sem er.
Ég gat þess hér að framan, að
hinum mikilhæfu leikurum, er
stóðu að frumsýningunni á þess-
björg Þorbjarnardóttir og Masja
um leik í Moskvu . árið 1901,
hefði ekki tekizt að bera það
fram til fulls sigurs í það skipti.
— Það var „eitthvað" sem vant-
aði, að því er Stanislavskí sjálf-
ur segir. — Það er því ekkert
tiltökumál þó að Leikfélagi
Reykjavíkur hafi ekki tekizt það,
sem snillingunum í Moskvu mis-
tókst á sínum tíma. Engu að
síður er það mikilvægur viðburð-
ur, að hér er nú í fyrsta sinni
sýnt eitt af ágætustu verkum
þessa mikla skálds. — Leikstjór-
inn, Gunnar R. Hansen, hefur
sett leikinn á svið af smekkvísi
og góðum skilningi á viðfangs-
efninu og stíl höfundarins, enda
þótt hann hafi ekki náð fyllsta
árangri. Ef til vill hefur æfingar-
tíminn verið of knappur og á
það virðist benda hinn nokkuð
þunglamalegi gangur leiksins eða
mun íslenzk leiklist ekki ennþá
komin það langt að hún valdi
til fullnustu jafnerfiðu viðfangs-
efni og því, sem hér er um að
ræða. — Hér eins og í Moskvu
forðum var það þetta „eitthvað"
sem vantaði — herzlumuninn,
sem gæðir persónurnar því lífi,
þeim mannlegu og sönnu við-
brigðum er skapar hin innilegu
tengsl milli sviðs og áhorfenda.
Enda leyndi þetta sér ekki á
frumsýningunni. Hér er þó um
undantekningar að ræða þar sem
var leikur þeirra Helgu Valtýs-
dóttur í hlutverki Mösju og
Helgu Bachmann í hlutverki
Natasju. — Báðar þessar ungu
leikkonur fóru prýðilega með
hlutverk sín, enda eru þær báð-
ar vaxandi í list sinni. Sér-
staklega var leikur Helgu Val-
týsdóttur gæddur sterkri inn-
lifun og næmum skilningi á hlut-
verkinu. Hefur hún sýnt það oft
áður, að hún býr yfir ágætri leik-
gáfu og byggir jafnan leik sinn
upp af glöggri íhugun og sterk-
um persónuleik.
Olgu, eina hinna þriggja
systra, leikur Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir. Olga er hógvær
kona og göfuglynd og rik af sam-
úð og umhyggju fyrir systrum
(Helga Valtýsdottir).
sínum, en heyr þó einnig sína
sáru innri baráttu. Guðbjörg
túlkar þessa konu allvel. Að vísu
gætir nokkurrar tilgerðar í leik
hennar í fyrstu (sem henni hætt-
ir stundum til) en sá annmarki
hverfur þegar á líður og er þá
leikur hennar einkar viðfeld-
inn.
Yngstu systurina, hina draum-
lyndu og ístöðulitlu Irinu, leik-
ur Kristín Anna Þórarinsdóttir.
Fer hún laglega með hlutverk
þetta og staðfestir nú sem fyrr
að hún er líkleg til góðs frama
á leiksviðinu.
Karl Guðmundsson leikur
bróðurinn, Andrej. Hann er eins
og þær systurnar haldinn lífs-
leiða og dreymir stóra drauma
um glæsilegan frama í þeirri
miklu borg, Moskvu. En þeir
draumar hans verða að engu, því
að hann er veikgeðja maður og
hefur fallið í þá ógæfu að sól-
unda í fjárhættuspili eignum sín-
um og systranna. — Hlutverk
þetta er mjög vandasamt og ger-
ir miklar kröfur til leikandans.
— Gerfi Karls er prýðilegt og
leikur hans allgóður allt þar til
að hinu langa eintali kemur í
síðasta þætti. Þá verður leikur
hans óviss og hikandi, en þó ber
þess að gæta að þar er um að
ræða eitt erfiðasta atriði leiks-
ins.
Hinir gömlu og grónu leikar-
ar, Brynjólfur Jóhannesson og
Þorsteinn Ö. Stephensen, sem
báðir hafa unnið svo mörg afrek
á „fjölunum“ í Iðnó á löngum
og merkum leikferli, fara hér
með hlutverk Tsébútykins her-
læknis og Vérsjinins, yfirliðsfor-
ingja. Margt er gott um leik
þeirra í þessum vandasömu hlut-
verkum, en því verður hins veg-
ar ekki neitað, að oft hefur þeim
tekizt betur en að þessu sinni.
— Þá er mjög athyglisverður
leikur Steindór Hjörleifssonar
í hlutverki Fjodors Kúligins,
menntaskólakennara. Er gerfi
Steindórs ágætt og persónan
gædd góðri kímni og sjálfri sér
samkvæm í háttum öllum og
viðbrigðum.
Guðmundur Pálsson leikur
Túsenbach liðsforingja og Gísli
Halldórsson Soljonij kaptein. Eru
báðir þessir náungar hinar und-
arlegustu manngerðir, hvor á
sína vísu. Hlutverkin eru ekki
mikil og leikendur gera þeim
dágóð skil.
Af minni hlutverkum er einna
athyglisverðastur dyravörðurinn,
hinn gamli síðskeggur Ferapont,
sem Árni Tryggvason leikur.
Leiktjöldin, sem Magnús Páls-
son hefur gert, eru hin ágætustu
og virðast falla vel að leiknum.
Geir Kristjánsson hefur þýtt
leikritið úr frummálinu, að þvi
er mér virtist, á gott mál og
þjált í munni.
Hér var, sem áður er sagt, um
hátíðarsýningu að ræða, enda
var Iðnó þéttskipuð ungum og'
gömlum vinum og velunnurum
Leikfélagsins, er fögnuðu ákaft
leikstjóra og leikendum að leiks-
lokum og þá ekki síður sjálfu
afmælisbarninu. En frá því hef-
ur verið skýrt hér í blaðinu
áður.
Sigurður Grímsson.
STAKSTEINAR
Spurning dagsins
Tíminn kemst þannig að orði
á sunnudaginn vegna birtingar
Morgunblaðsins í grein G. A.
Rockwells:
„í hvaða tilgangi er þessi út-
breiðslustarfsemi McCarthyista
hafin hér á landi? Er Mbl.-liðið
að hefna sín á amerísku starfs-
liði fyrir að hafa augsýnilega
ekki lagt trúnað á ófrægingar-
skeytin og rógsögurnar um
„anti-amerícan“ stefnu ríkis-
stjórnarinnar?“
Svarið er afar einfalt:
Morgunblaðið telur það skyldu
sína að skýra frá því, sem at-
hyglisvert er sagt um Island er-
lendis og nýnæmi er að, hvort
sem okkur sjálfum fellur það
vel í geð eða ekki.
Mega íslendingar ekki
vita. hvað um þá
er sagt?
Tíminn segir tímaritið sem
greinin var þýdd úr, vera „sorp-
rit“ og vera „alræmt McCarthy-
blað, sem með nokkrum sanni
má kalla aðal fasistatímarit
Bandaríkjanna.“
En mega íslendingar ekki
vita, hvað um mál þeirra er sagt,
einnig í ritum „McCarthyista“?
Var íslendingum þarflaust að
fylgjast með því, sem Göbbels
sagði um okkur forðum? Á að
þegja á íslandi um ailt það, er
kommúnistar leggja til okkar
mála?
Þessum spurningum er sjálf-
svarað.
Tíminn segir sjálfur, að grein
Rockwells „hafi vakið furðu,
hvar sem til hennar hefur
spurzt“. Af hverju mega þá ís-
Iendingar ekki sjálfir dæma um
þennan „furðu“-grip óbjagaðan?
Sök vegna samneytis.
Hitt er svo annað mál, að hið
óhrjáiegasta við McCarthy og
stefnu hans hefur verið talið
einmitt þetta, sem Tíminn gerir
nú (eins og oft áður), að sak-
fella menn einkum vegna þess,
að þeir hafa samneyti við þá,
sem honum er illa við. Frjáls-
huga menn meta þar á móti
hvert verk eftir því, sem verð-
leikar þess sjálfs segja til um.
Grein Rockwells má ekki for-
dæma einungis vegna þess að
hún birtist í ritinu Mercury,
fremur en telja ber allt rang-
snúið, sem í Tímanum stendur,
þó að margt fari þar á milli
mála.
Tíminn gleymir
íslendingum
Tíminn hefur t. d. nú þann hátt
á, að hann tínir út þær setning-
ar, sem eru bandaríska sendiráð-
inu hér óvinsamiegastar, smjatt-
ar á þeim og lætur sem Morgun-
blaðið sé með þeim að fjand-
skapast við núverandi starfsfólk
sendiráðs Bandaríkjanna.
En ef að Bandaríkjamönnum
er vegið í greininni, hverjum
geta þeir þá kennt um nema
sjálfum sér?
Bandaríkjamenn sendu Rock-
well hingað sem sinn trúnaðar-
mann. Ef samlandar hans telja,
að hann hafi gegn þeim brotið
gera þeir það eflaust upp við
hann.
Fyrir okkur íslendinga er aft-
ur á móti mun merkilegra að
kynnast því viðhorfi, sem fram
kenrur hjá Rockwell til okkar
mála. En hjá Tímanum yfir-
skyggir skrafið um sendiráðs-
mennina allt annað, þvi að blað-
ið virðist nú ekki hafa áhuga á
I öðru meir en að koma sér í mjúk-
inn hjá þeim og „æðstiu valda-
I mönnum í Washington“.
Sviðsmynd úr 3. þætti: Gísli Ilalldórsson sem floljonij, Þorsteinn Ö. Stephensen sem Vérsjinin,
Kristín Anna Þórarinsdóttir sem Irina, Birgir Brynjólfsson sem Fédotik, Helga Valtýsdóttir sem
Masja og Guðmundur Pálsson sem Túsenbach.