Morgunblaðið - 15.01.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.01.1957, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ f>rWnda£iir 1* "fmi'ar 1957 GULA lllll herbertfið eftir MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 27 ,'eit ég fyrir víst. Hvers vegna lokarðu ekki húsinu og kemur heim? Mömmu dytti ekki í hug að fara til Crestview og henni hund- leiðist hérna. — Mér finnst þú í meira lagi gleyrainn, sagði Carol snefsin. — Hér hefur verið framið morð og ég kemst vitanlega ekki héðan, svo að þú settir að koma, Elinor. Það er ekki að vita nema þitt nafn eigi eftir að koma við sögu, í sambandi við það, sem hér hefur gerzt. — Ef þú átt við þessa slúður- sögru hennar Marciu, settirðu að hafa vit á að \eggja ekki mikið upp úr henni. Þú þekkir Marciu. — Einmitt. Og ég veit líka, að þú hefðir vel getað verið héma. Það vteri bezt fyrir þig að taka með þér einhverja fjarverusönnun Elinor hló, en það var engin gleði í þeim hlátri. — Þú veizt sjálfsagt, að þessi stúlka var að spyrja eftir þér I New York. Dyravörðurinn til- kynnti lögreglunni það í morgun. Þá komum við sennilega öll eitt- hvað við þessa sögu, finnst þér ekki? — Því brýnni ástseða til þess, að þú komir hingað. Nú varð stutt þögn. Carol sá al- veg í anda Elinor, þar sem hún stóð og velti fyrir sér ástandinu, eins og ]>að horfði við. En þegar hún rauf þögnina aftur, hafði hún bersýnilega tekið ákvörðun sína. — Eg þori að fullyrða, að síma- stúlkan beri vitni, ef Marcia gerir það ekki, sagði hún. — Þú hefur að minnsta kosti gefið henni nægi- legt umhugsunarefni. Nú, en ég býst við að ég verði að koma, þó að það sé nú reyndar ekki annað en vitleysa. Eg get tekið lestina á miðvikudagskvöld. Geturðu komið á móti mér? ‘ — Eg skal senda leigubíl, svar- aði Carol stuttaralega. Og mundu ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 15. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Útvarpssaga barnanna: — „Veröldin hans Áka litla“ eftir Bertil Malmberg; III. (Stefán Sig urðsson kennari). 18,55 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Lönd í fjötrum frosta; III: Sólskin án hita (Guðmundur Þorláksson kand. mag.). 20,55 Frá sjónarhól tónlistarmanna: Bjöm Franzson talar um ítalska tónskáldið Pale- strina. 21,45 Islenzkt mál (Jakob Benediktsson magister). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Þriðjudagsþáttur- inn“. — Jónas Jónasson og Hauk- ur Morthens hafa umsjón með höndum. 23,10 Dagskrárlok. I eitt, Elinor. Taktu ekki stúlkuna þína með þér. Eg get ekki tekið á móti henni, og hún mundi ekki gera annað hér en drepast úr leið- indum. Hér er heldur dauft og þegjandalegt. — Mér finnst þú að minnsta kosti ekki neitt þegjandaleg, svar- aði Elinor og hringdi af. Carol settist aftur. Þetta herbergi henn- ar var vant að róa hana, enda hafði hún hafzt þar mikið við, eft- ir að Don dó. Nú horfði hún á myndina á veggnum. Undarlegt, að hann skyldi vera horfinn og hún vera ein eftir. Hún minntist þeirra daga þegar hann og Terry Ward voru hér daglega. Þá var nú líf í tuskunum. Vitanlega voru þeir of ungir fyrir Greg og Elinor og auk þess hafði Don aldrei getað þolað Greg. Sennilega hafði hann verið afbrýðissamur gagnvart Greg, sem var svo laglegur, átti flugrvél og fínt hús og nóga pen- inga. Greg hafði bara hlegið að trú- lofun þeirra. Engu að síður varð hún nú hálf fegin, að Elinor skyldi ætla að koma. Þær voru fjarri því að vera samrýndar, en Elinor hafði vit í kollinum. Hún var miklu greind- ari en Greg, sem að sumu leyti var ennþá litli drengurinn, sem aldrei ætlaði að verða fullorðinn. Og það var einmitt þetta harðneskjulega veraldarvit Elinors, sem hún hafði þörf fyrir eins og á stóð. Hún hafði hallað aftur höfðinu og lok- að augunum, þegar Dane kom til hennar, síðla dags. Dane hafði haft nóg að snúast. Hann hafði hringt í Floyd á lög- reglustöðina, en hann var þá ekki við og Jim Mason hafði blaðrað út úr sér í gáleysi nýjustu frétt- unum, þ. e. um dyravörðinn í leigu húsi Spencerfjölskyldunnar, sem hafði tilkynnt, að einhver mann- eskja, sem eftir lýsingunni að dæma gat verið myrta stúlkan, hefði komið þar síðastliðinn fimmtudagsmorgun. — En fólkið var þá farið....... og hún hlýtur að hafa elt það, sagði Jim. — Ekki hingað, svaraði Dane. — Fólkið var alls ekki hér. Um hvem spurði hún? — Carol Spencer, sagði hann. Bíðið þér augnablik. Eg hef það héma einhvers staðar. Dane heyrði hann rusla £ ein- hverjum skjölum, og þegar hann talaði aftur var hann auðheyrt að lesa. — .... Skýrir frá því, að hún hafi spurt um ungfrú Spencer og kveðst hafa sagt henni, að fjöl- skyldan væri farin til sumardval- ar“, las hann. „Sagði ekki, hvert hún hefði farið“. — Þakka yður fyrir, Mason. Hann hringdi af. Þama var ann ar þráður, sem lá í sömu áttina, hugsaði hann. Myrta stúlkan hafði vitað, hvar hún átti að leita að Carol Spencer. En það hafði verið á fimmtudagsmorgun og hún hafði komið til þorpsins á föstudag. Hún hafði bersýnilega ekki vitað um för þeirra mæðgnanna til New- port. Þegar Dane kom út i forstofuna, fór hann að hugsa um þennan mikla áhuga sinn á þessu máli. Hann hafði þé sannarlega haft önnur stærri og merkilegri til meðferðar. Og hann vissi líka, að þetta umstang hans var ekki heppi legt fyrir veika fótínn. Vanþóknun Alex elti hann hvert sem hann fór. Hann sat kyrr stundarkorn, þreyttur og efablandinn. Golan hreyfði sjóinn úti í flóanum og stór sæöm lét berast fyrir vindin- um. Flugvél frá flotanum flaug til hafs, og hann horfði á eftir henni og hleypti brúnum. Þegar hann var að brölta upp brekkuna varð honum það ljóst, að hann myndi ekki komast aftur að starfi sínu fyrst um sinn. Ef hann gerði það, yrði hann auðvitað settur í skrifstofuvinnu. Hann hafði misst af öllu, sem gerzt hafði í seinni tíð og nú sat hann hér eins og hundur, sem sleikir sár sín. En þessi kyrrseta hans varð ekki löng. Þegar hann heyrði hrot- umar í Alex, eftir að hann hafði lokið uppþvottinum eftir hádegis- verðinn, lagði hann aftur á brekk- una. En í þetta sinn gekk hann ekki leiðina fram hjá Crestview. Hann gekk upp í gegnum skóginn frá Burtonshúsinu, lét sig hverfa í skóginn og hélt niður eftir brekk- unni. Það var orðið svalara í veðri og enda þótt birtan væri ekki sem bezt, rakst hann samt af tilviljun á nokkuð, sem sannaði kenningu hans. Hann hafði fleygt frá sér vindl- ingsstúfnum og kramið hann undir hæl sér. En þá sá hann glitta í eitt hvað, í fárra feta fjarlægð, innan um dautt laufið á jörðinni. Hann laut niður og tók það upp. Þegar hann hafði stungið því í vasa sinn, tók hann stefnuna á verkfærahús- ið og miðaði staðinn nákvæmlega út við það. Þarna var undirskóg- urinn afar ógreiðfær, og stundum varð hann beinlínis að skríða, en einstöku sinnum varð klettur á vegi hans, svo að hann neyddist til að krækja fyrir hann. En ekkert fann hann meira, og loksins stefndi hann, óhreinn og vonsvik- inn, heim til Carol. Nora varð steinhissa á útganginum á mann- inum, en fylgdi honum samt upp á loft. — Þessi Dane majór er kominn, ungfrú, sagði hún. — Eg sagði hon um, að þér væruð að hvíla yður, en han sagðist eiga áríðandi er- indi, og að þér þyrftuð ekki að koma niður, þar sem erindið tæki ekki nema eina mínútu. — Eg ætla að koma niður. * mmmm*. USALAIVI Heldur áfram Á Laugaveg 116: Nýtt úrval og afar fjölbreytt af ULLARKÁPUM, POPLINKÁPUR, DRAGTIR, KJÓLAR, PEYSUR, HÁLSKLÚTAR, HATTAR, HÚFUR, NÁTTKJÓLAR, Kven og barna UNDIRKJÓLAR og MILLIPILS ★ í Austurstræti 10: KVENTÖSKUR og HANZKAR Á útsölunni vinnubuxur á telpur, aðeins 49 krénur. Hvítar herraskyrtur á 79 krónur. ODYRI M A R KAÐ U R I NN TEMPLARASUNDI 3 • Unglinga vantar til blaðburðar í tfáaleitisveg Hlíðarvegur JP Grenimel Miðvikudagur 16. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eirikur Baldvinsson). 18,45 Fiski mál: Már Elísson hagfræðingur talar um þróun fiskveiðimála í ýmsum löndum. 19,00 Óperulög (plötur). 20,30 Daglegt mál (Am- ór Sigurjónsson ritstjóri). 20,35 Lestur forarita: Grettis saga; IX. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 21,00 Islenzkir einleikarar; IV. þáttur: Jórunn Viðar leikur á pía- nó. 21,45 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 „Lögin okk ar“. — Högni Torfason fréttamað ur fer með hljóðnemann í óskalaga leit. 23,10 Dagskrárlok. 1) —- Ha, hvað ertu með? Ber? 1 2) — Já, Hrólfur, og má égl 3) — Þegiðu strákur. Eg vil i 4) Svo gleypir hann berin og Var það allt sem þú gazt fundið. | ekki gefa mömmu þau? I fá berin. | skilur ekkert eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.