Morgunblaðið - 15.01.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.01.1957, Qupperneq 13
Þriðjudagur 15. janúar 1957 MORCUNBLAÐIÐ 13 Konkordía Jónafans- dóttir — minningarorð Fædd 17. október 1937 Dáin 6. janúar 1957 „en þegar fellur fjólan bláa fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst“. B. Th. EGAR kornung stúlka fellur í valinn er ekki langa lífssögu áð segja, en þannig var hin skamma ævi þessarar ungu frænku minnar, að vísubrot það, sem ég hér tilfæri verður mér stöðugt í huga, þegar ég minnist hennar. Día, en svo var hún jafnan liefnd, var fædd að Elliðakoti í Mosfellssveit 17. október 1937. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Petrónella Bentsdóttir Bjarnasonar frá Reykhólum og Jónatan Jóhannesson Jónatans- sonar í Sigluvík á Svalbarðs- strönd. Hún ólst upp með for- eldrum sínum, sem voru um tíma búsett vestur á fjörðum, en sett- ust síðan að í Reykjavík. Hún fór snemma að vinna fyrir sér, var hneigð fyrir sveitastörf og var oft langdvölum í sveit. í sem gerir þá bjartsýna, sem trúa því, að konur geti verið til fleiri afreka kallaðar en viðhalda mannlífinu. En auk þess, sem þessi unga stúlka var óvenju mannvænleg átti hún þá sérstöku dagfarsprýði, sem gerir mannlífið fegurra. Því er nú heimur vor þeim ilmi svipt- ur, sem þessi hugþekka stúlka léði honum. En mest hefur móðir hennar misst. Hún, sem sá þessa litlu dóttur sína vaxa og verða þroska- meiri með ári hverju, sá litla telpukornið sitt verða að hugs- andi manneskju, sem vissi hvað hún vildi, en sem jafnframt var mömmu sinni gott og kærleiks- ríkt barn. Elsku systir mín, ég dáist að dæmafáu þreki þínu í þeirri eld- raun, sem á þig hefur verið lögð. Megi hin undurfagra minning, sem þú átt um barnið þitt vera þér harmabót. Guð styrki þig. Valborg Bentsdóttir. Atvinna Stúlka með verzlunarskólapróf, vön skrifstofu- og af- greiðslustörfum, óskar eftir vinnu. Tilboð merkt: „Hálfan daginn —7133“, sendist Morgun- blaðinu fyrir laugardag. fyrra ákvað hún að leggja fyrir sig garðyrkju og hóf nám við garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi s. 1. vor. Þannig er í fáum orðum ævisaga, sem endaði svo sviplega með hörmulegum hætti á þrettánda dag jóla 1957. Þessi unga stúlka var systur- dóttir mín og sá ég hana vaxa úr grasi, þótt vík væri stundum á milli fyrstu árin. Ég man hana þegar hún fluttist til bæjarins með foreldrum sínum. Lítil ljós- hærð stúlka, ósköp feimin og hjárænuleg, en óvenju sviphrein og björt yfirlitum. Þær voru þrjár systurnar, allar feimnar og hræddar við mig, en mér fannst Díu langa mest af þeim öllum til að hlaupa í felur. Fyrst framan af veitti ég Díu en,ga sérstaka athygli. Hún lét alltaf lítið yfir sér og var hæg- lát. En fyrir nokkru kom hún mér á óvart. Ég var orðin svo vön því, að ungar stúlkur tækju lífinu þannig, að þær þyrftu ekki að hugsa um að verða sjálfbjarga, að mér datt ekki 1 hug að hún væri neitt öðru vísi. En ég komst brátt að raun um að hún hafði miklu meiri manndóm til að bera en almennt var um stúlkur á hennar reki. Ég fór þá að gefa henni meiri gaum og hún varð mér æ meir að skapi eftir því, sem ég kynntist henni nánar. Og eftir því sem hún óx og þrosk- aðist varð ég í ríkari mæli vör við þá eiginleika í fari hennar, Geymsla 30—50 fermetra, þurr og rakalaus, með greiðum aðgangi, óskast til bókageymslu. Upplýsingar í síma 1936. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík, laugardaginn 1. júní 1957, og hefst kl. 1,30 e.h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög- uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst ursreikninga til 31. desember 1956 og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. Aurhlífar Brettahlífar SNJÓKEÐJUR Sólskermar Spcglar Ljóskastarar Stýrisáklœði Loftnetsstengur Krómlistar á hjó) Felgulyklar Kertalykiar Kafgeymar Klukkur 560x15 550x16 640x15 og keðjuhlekkir [PSlefúnsson HA Hvtrfisyölu 103 ' simi 3H50 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda i stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreðsla um önnur mál. sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 27.—29. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrif- stofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 19. maí 1957. Reykjavík, 8. janúar 1957. STJÓRNIN. Hús við Kárastíg Höfum til sölu hús við Kárastíg ásamt tilheyrandi eignarlóð. Á aðalhæðinni eru 2 herbergi, eldhús og forstofur. Á rishæðinni eru 2 herbergi, eldhús og bað. í kjallara eru þvottahús og geymslur. Húsinu mætti auðveldlega breyta í einbýlishús. Hitaveita. Nánari upplýsingar gefur Fasteigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 3294 og 4314. Vörubílstjórafélagið Þróttur: Auglýsing eftir framboðslistum í lögum félagsins er ákveðið að kjör stjórnar, trúnað- armannaráðs og varamanna skuli fara fram með allsherj- aratkvæðagreiðslu og viðhöfð listakosning. Samkvæmt því auglýsist hér með, eftir framboðslistum og skulu þeir hafa borizt kjörstjórn í skrifstofu félagsins eigi síðar en miðvikudaginn 16. þ. m. kl. 5 e. h. og er þá framboðsfrestur útrunninn. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli minnzt 27 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórnin. Fylgist með tímanum Kaupið Bláu Gillette Blöðin í málmhylkjunum. Engar pappírsumbúðir. Hólf fyrir notuð blöð. Aðeins Kr. 15.50 fyrir 10 blöð. Fylgist með tímanum og notið einnig nýju Gillette rakvélina Vél No. 60 kostar Kr. 37/- Bláu Gillette Blöðin *•’ GLÓBUS HF., Hverfisgötu 50. Sími 7148.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.