Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. janúar 1957 MOFCUTVBL 4Ð1Ð 7 Davíð Stefánsson: Ljóð trá liðnu sumri ÞAÐ VERÐUR að teljast þörf og sjálfsögð manndygð, að þakka ýmislegar velgjörðir frá manni til manns, bæði efnislegar og and- legar, — ekki síður þær andlegu. Ekkert síðari tíma skáld, á jafn skýlausan rétt til að hljóta hið stóra nafn: þjóðskáld, sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, enda hefir hann notið mikils lofs, og verðugs, frá tungum og pennum margra snjallra bókvitsmanna, í borg og bæjum, fyrir ljóð sín og leikrit. Hitt er mér ekki kunnugt, að bændur, eða nokkur sveitamann- eskja hafi penna hreyft, til að tjá skáldinu þökk sína og virðing, fyrir ljóð þess og skáldsnilld. Þó er vitað og víst að ekkert skáld, núlifandi, hefir ort um ís- lenzkan náttúru-mikilieik og sveitalífsbaráttu ai svo ríkum skilningi og djúpri samúð sem hann. Hann er moldar sonur en ekki malar. En Davíð gerir meira en dást að þrótti og fegurð íslenzkrar náttúru, skilja og virða störf og baráttu hins ötula bónda. Fá skáld, fyrr o'g síðar, hafa Ijóðskráð svo gullna lofstafi þoli andlegs jafnvægis og kærleiks- dygðar sveitakonunnar, húsmóð- urinnar, — móðurinnar, sem hann. Með hinu stórathyglisverða leikriti sínu „Gullna hliðið“, hef- ur hann hafið hinar lofsverðugu kvendygðir, umburðarlyndið og kærleikshyggjuna, til hæstu tinda, þar sem hann lætur vand- ræðamanns-konuna sigrast á mót stöðu allra máttarvalda himna- ríkis og helvítis, og fá bcrgið. um eilífð, sál síns breyska bónda. Að ég, gamall bóndi, vil með nokkrum línum, tjá skáldinu frá Fagraskógi heila þökk mína, fyr- ir ljóð hans og skrif, er ekki vegna þess að ég telji mig hafa Ijóðvit mikið, né eiga tök á skrúð málgu lofi, um skáldlega Ijóð- skipan, heldur vegna hins að mér er hlýtt um hug og hjarta til hans, sem annarra Jistgáfumanna, er viija, og geta með ljóðsnilld eða annarri listgöfgri tjáningu, flutt bæði minni og annarra manna sálum fegurri skilning og réttari, á hinum sönnu og eftir- sóknarverðu verðmætum, og bar- áttuviðhorfum mannlegs lífs. Til slíks andlegs umbótastarfs, tel ég engan, nú ljóðyrkjandi ts- lending, jafnfæran og Davíð Stefánsson Irá Fagraskógi. Ég tel mig hafa lesið flest það. er á prenti hefir sézt í bundnu máli og óbundnu, eftir Davíð skáld, og alltaf met vaxandi að- dáun og þakklætishug, og nú síð- ast „Ljóð frá liðnu sumri“. Ekki þarf lesendum að levnast, við lestur hins fyrsta kvæðis bok- arinnar „Segið það móður minni -----“ að skáldið telur líða nær kveldeykt ævi sinnar. Einnig hitt, að nú séu viðhorfin önnur og ólík en fyrr var, að lífsins og barátt- unnar niðurstöður hafa skapað skáldinu djúpstæðari og tryggari undirstöður á að byggja. Skáldið segir að „héla, sem huldi rúður“ hafi „hjaðnað og runnið“. Og í sama kvæði: ... Ungur í annað sinni eygi ég nýja vegi, fagna kyrrlátum kvöldum og komanda degi.“ t síðasta erindi þessa fagra móð- urljóðs, hins lífsreynda skálds, segir: „Segið það móður minni, að mold sé farin að anga, svali leiki um sali og sólbrennda vanga. Býst ég nú brátt til ferðar, brestur þó vegnesti. En þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“. Brestur hér ekki bjartsýni til nýrra viðhorfa, nýrrar farar. Það hefir löngum svo reynzt, að Davíð skáldi hefir ekki orðið tregt um orð á tungu er hann lýs- ir í Ijóði andlegri göfgi islenzkr- ar sveitahúsmóður. Kvæðið „Hús- móðir“ í þessari nýju ljóðabók, er svo dásamlegur óður um verk og kærleikshug hinnar dánu, nafnlausu dalkonu, að fegurri lýsing mannkosta, getur varla, í Ijóði. .. .Er sálin var úr fjötrum leirsins leyst, var líkt og byggðin vaknaði af dvala. Til fjallsins heyrðist fákum vera þeyst, af fleygum vængjum lagði nætur- svala. Á bleikum jó, sem ber sitt höfuð reist, hóf brúður dalsins för til himin- sala, en móðir guðs lét móti henni fara sinn mikla, hvíta flokk, sinn englaskara. Er dimmum skugga yfir byggðir brá, sló bjarma út um alla hennar glugga. Þá bar hún hæst, sr byljir skullu á, og brauzt gegn þeim, sem væri hríðarmugga. Með fórn og elsku vann hún veg- semd þá, er veitist þeim, er gefa líf og hugga. Hún fann, hvað þegn og þjóðir mestu varðar, var þerna guðs og dóttir sinnar jarðar. Þótt hausti að á gömlum bónda- bæ og blikni hlíðar, tún og engi slegin, og kólni loft og kyngi niður snæ, þá kemur vorið fyrr en þrýtur heyin. En þegar andar heitum himinblæ, er hulin kona á ferð um dala- veginn, og skyggnir sjá í fylgd með henni fara á fákum vorsins hvítan engla- skara“. Slík eru viðhorf skáldsins, til hinnar hljóðlátu, íslenzku kven- dygðar. t kvæðinu „Gesturinn“. þyiur skáldið þessa ljóðstafi: Þú hlýtur að hafa villst af vegi. —Ég vitja sérhvers manns. Er gesturinn ekki göngumóður? Gangan er köllun hans. Til hvers leggur þú land undir fót? — Ég lækna andleg sár. Nutu menn lengi náðar þinnar? — í nítján hundruð ár. Vilja þá engir við þig kannast? — Þeir veiku taka mér bezt. En hinir, sem trúa á mátt sinn og megin? — Margir fá stundar frest. Býður þér enginn sess eða svölun? Gjöf til Slysavarnafélagsins BÖRN Þorbjargar Guðmunds- dóttur, ljósmóður frá Bíldudal, hafa afhent Slysavarnafélagi íslands kr. 10 þús. í minningu um móður þeirra í tilefni af því að hún hefði orðið 70 ára í dag ef hún hefði lifað. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á Bíldudal hafði við andlát Þorbjargar heit. stofnað sjóð til minningar um hana að upphæð rúml. 4 þús. kr. er deildin þá afhenti Slysavarnafélaginu í sjúkraflugvélarsjóð félagsins. Er það ósk barna Þorbjargar að þessi upphæð renni einnig í þennan sjóð. Þorbjörg heitin lézt 20. sept. 1953. Hún var gift Guðmundi Árnasyni, sem er á lífi og á heima á Bíldudal. Þau hjón eignuðust 10 börn og tóku í fóstur nýfætt barn, er móðir þess dó frá því. Frá SVFÍ. Davíð Stefánsson — Sumir falskan koss. Herra, herra, hvað berð þú á baki? — Bjálka í nýjan kross.“ Myndi hér ekki þörf ábending, og í tíma töluð, nú þegar mikið er talað um jólagestinn, en svo virðist hann fjöldanum geymdur og gleymdur til næstu jólaupp- hrópana. Kvæðið „Hugvekja", er skörp, fáorð, ádeila á verandi Guðsspott, og trúarlegt alvöruleysi. Þar segir skáldið: „... Auðmýkt allri er á eld kastað. Hæða háðfuglar heilög rök. Engin andstyggð er ömurlegri. Þræll þóttans ber þyngsta sök. SNYRTIVÖRUR Helena Rubinstein Elisabet Post — Sérfræðileg aðstoð — Bankastræti 7. VARAHLUTIR í Ford fólksbifreið, 22 ha., model 1938, til sölu. Enn- fremur ný Chevrolet-vél 3t4” borvídd og gírkassi o. fl., í Morris 1938. Uppl. í Bílaiðjunni, Þverholti 15. Aurhlífar Bretlahlífar Sólskermar Speglur Ljóskastarar Stýrisáklæði Loftnetsstengur Krómlistar á hjól Felgulyklar Kertalyklar Rafgeyniar Klukkur SNJÓKEÐJUR 560x15 550x16 640x15 og ke^iuhlekkir PSleJúnssonfi).j 103 - simiJVSO ^ En sízt mun saka þann, er sól kveikir, þótt æði óvitar og æpi hátt, lýður Ijósfælinn og lítilsigldur sendi sandkornum í sólar-átt“. Það er raunar óþarft að taka hér upp mörg ljóðvers þessarar bókar, enda þótt ég hefði gjarna viljað meira að gera. Ég tel víst, að hvert einasta eintak hennar sé uppselt og í flestra þeirra höndum er yfir mætra bóka blöð vilja líta, — enda ætti slík ljóðgerð að gista hvert íslenzkt heimili. Flest eru ljóð þesarar bókar lýsandi fögru útsýni hins and- lega þroskaða skálds — skálds, sem hugsar og hoi-fir frá dýpsta dal, til efstu tinda mannlegs lífs. Það er ekki aðeins hin fágaða bragsnilld hins meitlaða forms, sem skapar Davíð skáldi ást og aðdáun fólksins, heldur dýpt skilnings hans, á hinum torráðnu lífsins og tilvérunnar gátum. Er hann bregður okkur í handa krika sinn, sjáum vér sýnir, og öðlumst skilning, er við fyrr ekki nutum. Slíkar úrlausnir viðfangsefna, gefa ekki nema speki-skáld. Það er íhyglivert, og táknrænt, að þetta, nú hæzt berandi skáld okk- ar, þjóðskáldið Davíð Stefánsson, skuli borinn og uppvaxinn w í Fagraskógi, og það er ekki ólík- lega ályktað, að í því Berurjóðri hafi skáldinu vaxið megin þess fagurgróðurs, er prýðir hug hans, kenndir og ljóð. Svo að lokum heils hugar þakkir til skáldsins frá gamla dalbóndanum, Þorbirni Björnssyni, Geitaskarði. AIR-WICK - AIR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefnL Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Simi 81370 TILLÖGUR uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1957, liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með 17. þ. m. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 6 e. h. föstudaginn 18. þ. m., þar sem stjórnar- kjör á að fara fram 26., 27. þ. m. Kjörstjórn Dagsbrúnar. Sjálfvirkir Stefnuljósarofar (þýzkir) Verð frá kr. 54.00. Enn fremur mikið úrval af stefnuljósum fyrir allar tegundir bifreiða. 6 og 12 volta samlokur 40—50 volta. Vinstri skipting. — Sterkur geisli. BRAUTARHOLT 6 Símar: 5362 og 82215.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.