Morgunblaðið - 16.01.1957, Page 8

Morgunblaðið - 16.01.1957, Page 8
« MORGVNBLAÐIÐ MiSvikudagur 16. janúar 1957 fHwgnttMaM Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik rramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 1.50 eintakið. Heilsuvernd HÉR fyrr á árum voru það ein- stakir áhugamenn og félög, sem áttu mestan þátt í ýmsum umbótum í heilbrigðismálum landsins. Má þar til nefna Heilsu- hælisfélagið, sem var driffjöðurin í að Vífilsstaðahælið komst upp. Oddfellowar gáfu holdsveikra- spítalann á Laugarnesi, kaupmað ur nokkur gaf Akureyrarspítala konur söfnuðu til Landspítalans og báru uppi „Líkn“ og önnur svipuð félög. Þó enn sé talsvert um framtak einstaklinga í heii- brigðismálum má segja að allar mcginframkvæmdir séu nú í hönd um þess opinbera, eða rikis og bæjar- og sveitarfélaga. Má nú heita að föst skipun sé komin á þessi mál og er hvert framfara- sporið stigið af öðru. Þegar á heildina er litið, mun mega segja, að heilbrigðismál landsmanna séu komin í gott horf og á sumum sviðum í ágætt horf. Má í þessu sambandi á það minna, að barna- dauði er nú minni hér á landi en í flestum öðrum löndum í heim- inum. Tekizt hefur að draga mjög verulega úr emstökum sjúk- dómum, sem hafa herjað þjóð’na og má þar nefna berklana, sem eru í stórfeldri rénun. Þó er vita- skuld mörgu ólokið og pá ekki sízt á sviði sjúkrahúsbygginga en það tekur alltaf langan tíma að byggja slíkar stofnanir. Heilsuverndarstöð;»i í Reykiavík Einn meginþáttur heilbrigðis- málanna er heilsuverndin, sem er í því fólgin að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þar hefur mikið átak verið gert með byggingu Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík, sem nú er lokið. Þessari glæsilegu stofnun var lýst hér í blaðinu fyrir nokkru, en af hálfu Reykja- víkurbæjar hefur verið lögð mik- il áherzla á að vanda allt til henn- ar sem mest. Þessi stöð er nú orð- in iifandi þáttur í lífi bæjarbúa. Um hlutverk hennar sagði Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri m.a. í MbL fyrir jólin: „Til hennar sækja þúsundir manna og kvenna. Z hinu nýja og glæsilega húsi eru komnar sam- an margar stofnanir, sem hafa það hlutverk að hjálpa þeim, sem þar.gað leita til að fá bót meina sinna og koma í veg fyrir hættu- lega sjúkdóma. Þarna fá mæður hjálp og aðstoð, börnin vernd gegn skæðum sóttkveikjum, berklaveikir umönnun og eftirlit, slasaðir fyrstu aðhlynningu og þeir sem sæta verða langlegu á spítala, varanlegan samastað. — Þarna er líka vakað yfir heil- brigðisháttum og hreinlæti á víð- ari grundveili, því hin umfangs- mikla starfsemi borgarlæknis hef ur aðsetur í Heilsuverndarstöð- inni“. Allur hinn ytri frágangur Heilsuverndarstöðvarinnar, er þeim sem að henni standa til hins mesta sóma. Það er líka sérstak- lega mikilsvert, að húsakynni slíkrar stöðvar séu aðlaðandi og þægileg fyrir þá, sem hana sækja vegna þess, að starfsemi hennar byggist að verul. hluta á því að þeir, sem þangað leita, geri það að sjálfsdáðum. Með byggingu stöðv arinnar er lagður traustur grund- og þjóiiélag völiur að heilsuvernd í bænum. Það verður aldrei mælt né tal- ið eða fært á skrár nema að litlu leyti hvaða gagn slík stöð gerir vegna þess að verkefni hennar er að fyrirbyggja. Það get ur t.d. enginn sagt hve mörgum er forðað frá berklasmitun vegna þess að við rannsókn á slíkri stöð finnst maður, sem er orðinn smitberi eða á leiðinni að verða það, án þess að vita það sjálfur. Það veit heldur enginn hve mörgum mæðrum eða börnum er forðáð frá vanheilsu og ýmiss konar áföllum með þvi eftirliti og hjálp, sem vernd mæðra og barna á vegum Heilsuverndar- stöðvarinnar veitir. En þó hér verði ekki með tölum talið á sama hátt og unnt er að telja sjúklinga, sem fá bót meina sinna á sjúkrahúsi, þá dylst auðvitað engum að hér er um einhverja hina þörfustu starfsemi að ræða, sem finnst í þjóðfélaginu. Siúkra^'1 sby wfnngarnar Þess var áður getið að lands- menn ættu miklu ólokið í sjúkra- húsmálum en þar er nú verið að gera mikið átak í höfuðborginni og á landsbyggðinni hafa á síð- ustu árum risið upp nokkur myndarleg sjúkrahús. Verið er að stækka Landsspítalann og hafin er bygging Bæjarsjúkra- hússins og á sá hluti hans, sem nú verður fyrst byggður að rúma 180 sjúklinga. Bæjarsjúkrahúsið verður mikið hús og munu yfir- völdin hafa í huga að vanda til þess eftir föngum eins og gert var við byggingu Heilsuverndar- stöðvarinnar. En bygging slíkra sjúkrahúsa tekur langan tíma jafnvel meðal þeirra þjóða, sem engan efnivið skortir. Höfuð- atriðið er að þær stofnanir, sem nú rísa upp verði vel hæfar til að gegna hlutverki sínu. Það væri efni í langt mál, ef lýst væri öllu því, sem einstak- lingar, ríki og sveita- og bæja- félög hafa lagt fram í þágu heil- brigðismála landsins á síðustu áratugum, en það verður ekki gert hér. Hins vegar er rétt að á þetta sé minnt. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við alla, sem þar hafa átt hlut að máli. Lífs- barátta íslendinga er um rnargt harðari en flestra annarra þjóða, sem við þekkjum. Þeim er mikil nauðsyn að ganga heilir til skóg- ar í þeirri baráttu. Þjóðin er smá en landið stórt og verkefnin mörg. Það glatast margir verk- dagar við sjó og í sveit vegna vanheilsu ungra og gamalla. Sé litið á heilbrigðismálin frá þjóð- hagslegu sjónarmiði og horft fram hjá hinni mannúðlegu hlið, sem allir viðurkenna, þá liggur gildi þess að hafa heilbrigðismál- in í góðu lagi, í augum uppi. Það er mikilsvert að reisa þá aftur við, sem misst hafa heilsu og þrek af völdum sjúkdóma, en hiít er ekki minna vert að forða sem flestum einstaklingum, með skipulagsbundinni heilsuvernd, frá slíku böli og stuðla þannig að lífshamingju þeirra sjálfra og að því að þjóðfélaginu nýtist kraftar þeirra sem óskertastir. UTAN UR HEIMI Oito eldctr c^rciutinn ^J^rúóje^ í ótáL ? 1000 löc^ ú Izfót. leppríkjunum, vegna þess, hve hann var vægðarlaus í dómum um félaga Stalin á flokksþinginu í vetur. Þóttust margir þá muna tímana tvenna, því að skammt var þá liðið síðan Krúsjeff dans- aði stríðsdansa fyrir Stalin — en nú, þegar augu og eyru for- ingjans höfðu lokazt og hann ver- — og í stað þess að fara á engjarnar gætir hún þess vel, að graut- urinn brenni ekki við hjá manni sínum. þ. e. ekki bráðabirgðalög eða neitt af því tagi — heldur hljóm- list. Nú hafa borizt nánari fregn- ir af „tónskáldi" þessu og möi g- um tónskáldum hefur orðið um Er dómarinn hafði áttað sig sagði hann: „Þér eruð sýknaður, herra minn. Þetta er í fyrsta skipti, sem maður játar að hafa drukkið meira en einn eða tvo bjóra“. JVfikið hefur að undan- förnu verið rætt um Krúsjeff og hvaða örlög biðu hans nú. Er tal- ið, að sálufélagar hans í Kreml kenni honum ófariinai í Já, nú er hart í ári hjá Krúsjeff. og ó — ekki sízt þar sem það fylgdi með, að „tónskáldið“ mun jafnvel taka afkastamestu dæg- urlagahöfundum fram hvað snert ir afköst, því að vélin semur hvorki meira né minna en 1000 lög af venjulegri lengd á klukku- stund — með meðal álagi. Um gæði framleiðslunnar skal ekkert sagt, en neytendasamtökin munu sennilega fjalla um málið. Fyrir skömmu kom fyrsta lag vél-tón- skáldsins á markaðinn og var það sem vænta mátti í rock and roll stíl. Lítur út fyrir að vélin hafi samið nafn lagsins sjálf, eða þá að það heitir í höfuð hennar, því að lagið heitir: „Bertha með hnappinn, sem ýtt er á“. Þ að bar við ekki alls fyrir löngu í borg einni í Banda- ríkjunum, að maður nokkur var dreginn fyrir dóm og sakaður um að hafa verið ölvaður við akstur. Þetta er vissulega ekkert nýtt, því að fjöldi manna er daglega dæmdur til hegningar fyrir slíkt brot. Er yfirheyrzlan hófst gerði sá ákærði dómarann orðlausan með því að viðurkenna þegar í stað að hann hefði drukkið „fimm eða sex cocktaila" áður en hann settist við stýrið í umrætt skipti. E flaust hafa flest ykkar lesið á unga aldri ævintýrið um karlinn og kerlinguna, sem höfðu verkaskipti. Kerlingin tók orf og ljá og hélt á engjar, en karlinn þreif þvöruna, kynti undir pott- inum — og annaðist hússtörfin. Ekki gekk karli búsýslan vel. Beitti hann kúnni á grasi vaxna þekjuna, tjóðraði hana við fót sinn, en tjóðrið lá niður í gegnum reykháfinn. Er kerling kom heim að kvöldi, hafði skepn- an oltið niður af þekjunni — og hékk hún dauð í öðrum enda tjóðursins, en karlinn sveif yfir grautarpottinum, fastur í hinum endanum. Okkur hefur borizt í hendur mynd, sem sýnir, að Tito, júgóslavneski einræðisherrann, hefur nú fetað í fótspor karlsins í fyrrgreindu ævintýri og leyst af hólmi kerlu sína, sem Jovanka heitir. Ekki er okkur kunnugt um það, hve bústofn þeirra hjóna er mikill, en ástæðan til þess, að Jovanka stendur þarna að baki manni sínum mun vera sú, að kýr og kindur þeirra ganga sjálfala ið lagður við hlið Lenins, kvaðst Krúsjeff aldrei danshneigður hafa verið, heldur hefði dansinn verið „höfuðlausn" hans. '» ínhneigður hefur Krú- sjeff þótt í meira lagi — og við slík tækifæri hefur oft losnað um málbein hans svo mjög, að „félag- arnir“ hafa séð ástæðu til þess að reyna að þagga niður í hon- um. „Ö1 er innri maður" segir máltækið og er því ljóst hve for- ystunni í Kreml er tal hans hættu legt undir slíkum kringumstæð- um. Ekki alls fyrir löngu skýrði Krjúseff frá því í veizlu' einni, að Rússar hefðu í hyggju að ganga af lýðræðisþjóðunum dauð um — og fannst þá mörgum nóg um hreinskilni hans. „Félagarnir" brostu þá blíðlega til ókunnugra og létu sem ekkert væri, en reyndu með handapati að þagga niður í „Lilla“. Á þessu má sjá, að vel gæti svo farið, að Krúsjeff yrði sendur með fyrstu ferð til Síberíu. Gárungarnir segja hins vegar, að úr því verði ekkert, því að Krúsjeff hafi lofað að ganga í stúku eftir nýjár! Fyrst bindur Jovanka svuntuna á Tito bónda — — og engjasláttur því ónauðsyn- legur. Það ku og skilja í sundur með karlinum og Tito, að — þeg- ar Tito lógar lélegustu kúm sín- um, gætir hann þess ávallt vand- lega að festa ekki hinn enda snörunnar um fót sinn og eiga þar með á hættu að hanga ósjálf- bjarga yfir eigin grautarpotti. Konu Titos er annt um, að hvorki sjóði upp úr pottinum né grauturinn brenni við, og þess vegna víkur hún ekki frá hon- um. Það mun hins vegar bera við, að Tito slettir af vangá grauti út á heita suðuplötuna — svo að gestir finna slæma lykt. Einnig er sagt, að hann eldi konu sinni ætíð graut til einnar viku, er hann þarf að bregða sér á næstu bæi. Þ ess var getið hér í blaðinu í sumar, að tveir Banda- ríkjamenn hefðu fundið upp og smíðað vél, sem semur lög —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.