Morgunblaðið - 16.01.1957, Qupperneq 9
MiSvikudagur 16. janúar 1957
MORCVNBLAÐIÐ
9
Pólska þjóðin verður fyrir
fyrstu vonbrigðum af Gomulka
Kosningarnar 20. janúar eru hvergi
lýðræðislegar og fer ólga vaxandi
1 Póllandi
EFTIR stofubyltinguna, sem
varð í pólska kommúnista-
flokknum og leiddi til valda-
töku Gomúlka og eftir að lok-
ið er samningum við Rússa,
beinist athygli Pólverja nú að
þingkosningunum, sem fram
eiga að fara 20. janúar. Þá á
að kjósa 459 fulltrúa á „sejma“
— eða löggjafarþing Póllands.
Nýjar kosningareglur hafa
verið settar með nokkru lýð-
ræðislegri háttum en tíðkuð-
ust áður. Vart er þó hægt að
segja að þessar kosningar eigi
neitt sameiginlegt frjálsum
og lýðræðislegum kosningum
eins og þær tíðkast á Vestur-
löndum. í staðinn fyrir að
kjósendurnir geti valið á milli
fleiri flokka sem keppa um
völdin, fá kjósendurnir í öll-
um 116 kjördæmum landsins
aðeins að kjósa einn fyrirfram
ákveðinn lista.
Sérstök uppstillingarnefnd var
skipuð fyrir jól og áttu sæti í
henni fulltrúar hins ráðandi
um mótmæli þeirra má nefna, að
stúdentar í vefnaðarborginni
Lodz efndu til risavaxinnar hóp-
göngu, þar sem þeir kröfðust þess
að hinn vinsæli rektor háskólans
í borginni prófessor Izdebski, yrði
tekinn á frámboðslistann. For-
dæmi þeirra fylgdu stúdentar við
tækniháskólann í Varsjá, sem
efndu til fjöldafundar, þar sem
mest bar á slagorðunum „Við
viljum ekki aðeins greiða at-
kvæði, við viljum kjósa“. Á fund-
inum var hið nýja kosningafyrir-
komulag gagnrýnt harðlega og
uppástungu um að menn sætu
almennt hjá við kosningar var
fagnað mjög með lófataki. Ráðizt
var á ýmsa frambjóðendur sam-
einingarlistans, fyrir það að þeir
hefðu skriðið fyrir Stalin á sín-
um tíma, þar á meðal var ráðizt
á Jaroslaw formann rithöfunda-
félagsins. Þeir .stúdentar sem
ekki vildu þó virða kosningarnar
að vettugi kváðust hafa í hyggju
að setja á fót samtök til að upp-
lýsa almenning um hvað hinir
einstöku frambjóðendur hefðu
hafzt að hin síðustu ár, svo að
ekki kæmi til þess að fólkið veitti
verstu kommúnistapaurunum at-
kvæði sitt.
KIRKJAN REYNIR AÐ
SEFA MENN
Kirkjan í Póllandi hefur mjög
ur Póllands. Orð hans sem trú-
arleiðtoga geta jafnvel verið
þyngri á metaskálunum en orð
Gomúlka.
En Wyszynski er fullljóst hve
aðstaða Gomúlkas er erfið og hve
mikil hætta vofir yfir Póllandi.
Enda þótt aðeins 10 menn með
kaþólsk 'lífsviðhorf séu á sam-
einingarlistanum og þótt kardin-
álanum sé ljóst að þetta eru ekki
verki og heldur fast við ýmsar
kenningar kommúnismans. Þjóð-
in veitir honum þó traust til for-
ystu aðeins meðan hann viðheld-
ur því frjálsræði, sem þegar er
fengið og stefnir til aukins frelsis.
Kosningarnar og fyrirkomulag
þeirra eru fyrstu vonbrigðin, sem
pólska þjóðin verður fyrir af
Gomúlka. Það er ennþá uppreisn-
arhugur meðal verkamanna og
stúdenta en fremsta krafa þeirra
hefur verið um frjálsar kosning-
ar.
Gomúlka er kominn í alvarlegá
klípu. Víst rökstyður hann að-
gerðir sínar með því að frjálsar
kosningar eftir vestrænum að-
ferðum geti reitt Rússa til reiði.
För Gomulka til Moskvu var talin sigur fyrir hann. Því að gegn
kröfum Rússa tókst honum að halda uppi pólsku þjóðfrelsi. Myndin
var tekin af Gomulka við komuna til Moskvu. Á móti honum taka
helztu valdamenn í Kreml, Krúsjeff, Búlganin og Voroshiloff.
Gomulka er í kiípu, eins og hollenzkur teiknari sýnir á þessari
mynd. Hann er fallinn í vök. Öðrum megin við hann eru Vestur-
veldin. Hinum megin Rússar og bíða með líkvagninn.
kommúnistaflokks, bændaflokks-
ins og lýðræðisflokksins, sem
báðir eru í bandalagi við komm-
únistaflokkinn. Einnig voru í
nefndinni fulltrúar frá æskulýðs-
sambandinu, sem kommúnistar
stjórna og frá samvinnusambandi
bænda, sem kommúnistar ráða
einnig.
EINN LISTI
Uppstillingarnefndin tilnefndi
700 manns á sameiningarlist-
ana. Og þegar kosningar verða
haldnar geta kjósendur í hin-
um einstöku kjördæmum að-
eins strikað frambjóðendur út
af listanum og veitt þannig
vissum mönnum á listanum
vantraust. En kjósendur geta
ekki valið frambjóðendur sem
eru í andstöðu við kommún-
istaflokkinn og framboð til
kosninga eru ekki frjáls.
ALMENNINGUR VONSVIKINN
Póiskir kjósendur eru þegar
orðnir svo vonsviknir af þessum
sameiningarlista, að hreyfing er
uppi meðal manna að virða kosn-
ingarnar að vettugi.
Mótmælin gegn þessu kosninga-
einræði komu nú sem fyrr frá
háskólastúdentunum. Sem dæmi
erfiða aðstöðu við þessar kosn-
ingar. Yfirmaður hennar, Wysz-
ynski kardínáli, sem nýlega var
leystur úr fangelsi er hiklaust
ásamt Gomúlka áhrifamesti mað-
kosningar nema að nafninu til,
getur kirkjan ekki snúizt gegn
þeim, þar sem það gæti valdið
sömu sprengingunni og í Ung-
verjalandi. Wyszynski hefur
vegna hins hættulega ástands
beint áhrifum kirkjunnar frekar
til að sefa tilfinningar manna.
Þjóðerniskennd Pólverja hefur
aldrei verið meiri en einmitt nú
og það þarf ekki mikið til þess að
upp úr logi. Þjóðerniskennd
þeirra hefur aukizt og styrkzt við
það að tókst að reka Rokos-
sovsky og aðra Rússa frá valda-
stöðum.
Pólverjar komust hjá þeirri
vopnuðu uppreisn sem varð í
Ungverjalandi, af því að stofu-
byltingin var framkvæmd í
kommúnistaflokknum áður en
múgurinn reis upp. En mönnum
er það ljóst, að í uppreisn er ekki
hægt að búast við neiriúm virk-
um stuðningi frá Vesturveldun-
um og því er betra að fara var-
lega í sakirnar. Réttara sé að
sækja fram til frelsis hægt og
sígandi.
HVE LENGI VERÐUR
GOMÚLKA TREYST?
Samt getur verið nokkur hætta
á því einmitt kringum kosning-
arnar sem nú standa fyrir dyr-
um, að pólskum almenningi verði
ofboðið. Fólk veit að Gomúlka
er kommúnisti, hann sættir sig
ekki við annað en að kommún-
istaflokkurinn gegni forystuhlut-
En það má líka vera, að hann
óttist að sjálfur pólski kommún-
istaflokkurinn þurrkist nær því
út í lýðræðislegum kosningum
Þá gæti farið svo að flokkurinn
yrði ekki áhrifameiri en t. d.
kommúnistaflokkur Finnlands.
Á hinn bóginn má vera, ef
hann virðir að vettugi óskir
þjóðarinnar um frjálsar kosn-
ingar, þá verði honum steypt
af stóli með þjóðernislegri
byltingu. Sú hætta fer vax-
andi, því að með auknu frjáls-
ræði á síðustu mánuðum hafa
verkamenn og stúdentar
skipulagt eigin samtök, meðan
u-ngversku byltingarmennirn-
ir áttu engin samtök. Múgur-
inn hefur þannig fengið for-
ystu, sem hann hefur skort
hingað til. Þessi múgur verð-
ur hættulegri Gomúlka með
hverjum degi sem líður og
fremsta krafa hans er og fer
vaxandi, að haldnar verði
frjálsar og lýðræðislegar kosn
ingar í Póllandi. Kosningarn-
ar 20. janúar uppfylla hvergi
kröfur almennings um þjóð-
þing þar sem þjóðarviljinn
kemur óskorað í ljós.
Merkur Vestur-íslendingur látinn
ORINDA, Calif., 8. jan. — Þann
20. des. s. 1. andaðist í sjúkra-
húsi í San Francisco í Kaliforníu
frú Carolína Kristín Thorlákson,
kona séra Steingríms O. Thor-
lákson, konsúls íslands í þeirri
borg. Hafði hún átt við van-
beilsu að búa nokkur undanfarm
ár.
Frú Carolína var fædd í Win-
nipeg, Manitoba í Kanada, 11.
apríl 1889. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðjón Ingimundarson
Thomas, gullsmiður og Jónína
Jónsdóttir, sem bæði fluttu ung
til Kanada frá íslandi. Var
Carolína snemma hneigð fyrir
hljómlist og söng, og lauk hún
prófi í þeim fögum frá The
Toronto Conservatory of Music,
og seinna kom hún oft fram sem
organleikari í kirkju og sem ein-
söngvari.
Árið 1916 giftist hún Steingrími
O. Thorlákson, sem þá var ný-
vígður prestur íslenzku kirkj-
unnar í Kanada. Þau hjónin voru
send til Japan sem trúboðar og
dvöldu þar í 25 ár. Komu þau
heim árið 1941 og áttu fyrst
heimili í Berkeley en hin síðustu
ár i San Francisco.
Frú Thorlákson var elskuð og
virt af öllum, sem hana þekktu.
Heimili þeirra hjóna hefur verið
miðstöð íslendinga við Flóaborg-
irnar s. 1. 15 ár og er gestrisni
þeirra viðbrugðið. Átti frú Thor-
lákson ekki lítinn þátt í því að
gera konsúlsheimilið að athvarfi
íslendingsins og var honum jafn-
an tekið með opnum örmum af
þeim hjónum.
Frú Thorlákson lætur eftir sig
mann sinn og 3 börn, Margrethe,
sem heimsótti ættland sitt s. 1.
sumar, Steingrím og Erik. Einn:
lætur hún eftir sig 2 systur c
13 barnabörn.
Jarðarförin fór fram á aðfang
dag í Ebenezar Lúthersku kirk
unni í San Francisco að vistödd
fjölmenni.
Einmunatíð
í Árnessýslu
SELFOSSI, 11. jan.:_— Einmun
tíð hefur verið í Árnessýslu
vetur. Fé hefur stöðugt ver:
beitt út og snjóa varla fest
jörðu, og aldrei meira en ein
dag í senn. Vegir hafa verið fær
eins og að sumardegi um all<
nærliggjandi sveitir. Mjólkui
flutningar hafa ekki ennþá, þs
sem af er vetrinum stöðvazt. G.C
STAKSTEINAR
Stærsta hugsjónin“
Fyrir nokkrum árum tók
KRON sig til og byrjaði sælgætis-
framleiðslu, að sjálfsögðu til þess
að hagnast á henni. En fyrirtækið
gekk mjög illa og á sl. ári var því
hætt vegna hallarekstrar. KRON
gafst með öðrum orðum upp á
því að græða á sælgætisfram-
leiðslu.
En nú hefur blað kommúnista
allt í einu eignazt nýja og stóra
„hugsjón“. Það stingur upp á því
í gær, að „ríkið taki sjálft við
rekstri þessarar atvinnugreinar"
Cþ.e. sælgætisframleiðslu).
Hvers vegna ekki það? Ef það
er stærsta „hugsjón“ vinstri
stjórnarinnar að þjóðnýta sæl-
gætisframleiðslu þá er sjálfsagt
fyrir hana að gera það. Færi þá
vel á því, að reynsla KRON á
sælgætisframleiðslu yrði höfð til
hliðsjónar í hinum nýja ríkis-
rekstri.
Karamelluverksmiðja
ríkisins“ #
Fyrst verður sennilega stofnuð
„Karamelluverksmiðja ríkisins“.
Þar ætti að verða rúm fyrir einn
til tvo forstjóra. Yrðu þeir úr Al-
þýðuflokknum og kommúnista-
flokknum.
Við „Brjóstsykursverksmiðju
ríkisins“ yrði svo einhver tiygg-
ur Tímamaður forstjóri.
Þetta yrðu vafalaust blómleg-
ustu fyrirtæki. Við skulum a, m.
k. vona það.
Kemur í stað
bjóðvarnanna“
Það er vissulega ánægiulegt að
kommaskinnin skuli hafa eignazt
„hugsjón“ í staðinn fyrir „þjóð-
varnabaráttuna“, sem þeir nú
hafa lagt á hilluna í bili. „Kara-
melluverksmiðja ríkisins" er
sannarlega myndarleg uppbót á
uppgjöfina í baráttunni gegn
„hermangi“ og dvöl varnarliðsins
á íslandi.
Engin hætta er hins vegar á
því að olíuverzlunin verði þjóð-
nýtt. Þar hefur SÍS mikilla hags-
muna að gæta. Viðskiptamálaráð-
herra kommúnista hefur samið
við Olíufélagið um að því skuli
heimilað að græða nokkra millj-
ónatugi á c'nu ári á því að flytja
olíu fyrir íslenzka fiskimenn til
landsins. Þar er býsna feitt í
stykkinu. Við þeim gróða má ekki
hrófla.
Vísitalan á ekki að
hækka
Almennt er nú gert ráð fyrlr
verulegum verðhækkunum á
fjölmörgum nauðsynjavörum al-
mennings vegna hinna nýju tolla
og skatta. Eru sumar þessar hækk
anir þegar komnar í ljós en aðrar
eru á næsta leyti. En vinstri
stjórnin lýsir því yfir að vísitala
framfærslukostnaðar eigi samt
alls ekkert að hækka.
Hvað sk-yldi þetta nú hafa ver-
ið kallað hér fyrr á árum þegar
kratar og kommar voru í stjórn-
arandstöðu?
Myndi þá ekki hafa verið orðuð
„fölsun vísitölunnar“?
Ekki er það ólíklega til getið.
Sannleikurinn er auðvitað sá,
að hafi vísitalan nokkurn tíma
verið „fölsuð“ þá er hún „fölsuð“
nú og í stærri stíl en nokkru sinni
fyrr. Ef verðlag hækkar almennt
í landinu án þess að vísitalan
hækki liggur það auðvitað í aug-
um uppi að einhvers staðar er
maðkur í mysunni.