Morgunblaðið - 16.01.1957, Page 16
Veðrið
SV-kaldi. Dálítil rigning.
12. tbl. — Miðvikudagur 16. janúar 1957.
Æskan og framfíðin
Sjá blaðsíðu 10.
Kommúnistar svínbeygja
Alþýðufl. í Hafnarfirði
ABÆJARSTJÓRNAItFUNDI í Hafnarfirði í gær kom I
í Ijós, að kommúnistar hafa svínbeygt Alþýðuflokkinn
þar. En eins og kunnugt cr rofnaði bæjarmálasamvinna þess-
ara flokka á s.l. hausti, vegna þess að kommúnistar höfðu
forystu um að reka Alþýðuflokksmann úr forstjórastöðu við
bæjarútgerðina.
Alþýðuflokksmenn launuðu kommúnistum þessa dáð
þeirra í gær með því að kjósa formann kommúnistaflokksins
í Hafnarfirði, Kristján Eyfjörð, fyrir forstj. vinnumiðlunar-
skrifstofunnar. Ennfremur kusu þeir með kommúnistum í
allar nefndir bæjarstjórnarinnar.
há er og talið að kommúnistar muni eiga að ráðstafa
bókhaldarastarfi hjá bæjarútgerðinni.
Almenningi í Hafnarfirði þykir sem Alþýðuflokkurinn
hafi hér orðið að sæ'.a hinum mestu afarkostum af hálfu
kommúnista.
Fullt hús — sýningum hætt!
SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld
sýndi Þjóðleikhúsið leikritið
„Fyrir kóngsins mekt“, eftir séra
Sigurð Einarsson í 8. og síðasta
sinn. Var leikhúsið þá troðfullt og
undirtektir leikhúsgesta hinar á-
gætustu. Var útselt á sýninguna á
miðjum degi og eftirspurn mikil
eftir aðgöngumiðum.
Á næstsíðustu sýningu leik-
ritsins var leikhúsið einnig svo
að segja fullskipað.
Það hefur vakið nokkra undrun
að sýningum skuli nú allt í einu
hætt á þessu leikriti meðan að-
sókn að því er góð. Er óhætt að
fullyrða að margt fólk hefði kos-
ið að sækja sýningar á því enn
um skeið, enda hefur því yfirleitt
verið mjög vel tekið að þeim, sem
hafa séð það.
Nýjasta fiskiskip Færeyinga
varð að leifa hér hafnar
Skipskaðar eru fátíðir í Færeyjum
segir skipstjórinn
Skipstjórinn á Vesturhafinu
blíða, tók virkan þátt í björgun-
inni á skipsbrotsmönnunum af
Goðanesi og voru 13 menn teknir
um borð í skipið. Vesturhafið
blíða, er nýjasta fiskiskip Fær-
eyinga, stálskip, búið ratsjá og
öðrum öryggis og siglingartækj-
um og einnig fisksjá. Efri hluti
yfirbyggingarinnar er úr alum-
íníum. — Myndir þessar tók ljós-
myndari Mbl. í gærkvöldi.
AÐ TOGURUNUM nýju slepptum, þá er þetta glæsilegasta fiski-
skipið í flota Færeyinga um þessar mundir. Það var skip-
stjórinn Jakob Andreas Vang, á Vesturhafinu blíða, sem þannig
liomst að orði um skip sitt, sem nú er í „jómfrúrveiðiför" sinni.
Vesturhafið blíða, sem í fyrra-
dag fékk veiðarfærin í skrúfuna,
komst hingað inn til Reykjavíkur
af eigin rammleik í fyrrmótt.
TÓKST AÐ HREINSA
AF SKRÚFUNNI
Það kom sjór á skipið aftan til
og skolaði þá út kaðaltrossu er
lenti aftan til undir skipið. Fljót-
lega var allt komið í skrúfuna og
vafðist kaðallinn þar svo fast um
að við gátum ekki hreyft öxul
skipsins. Um kvöldið vildi ég enn
gera tilraun til þess að slíta þetta
af skrúfunni og tókst það eftir
nokkrar tilraunir. Hér í Reykja-
vík fengum vjð svo kafara til
þess að fara niður og hreinsa
skrúfuna alveg, sagði skipstjór-
inn.
Blaðamaðurinn hafði orð á því
við hinn vörpulega skipstjóra á
þessu fallega skipi, að það myndi
vera nýtt af nálinni. Já, það er
alveg nýtt og við í fyrstu veiði-
förinni hingað. Erum við 24 á
skipinu og hér ætlum við að vera
á línuveiðum, salta aflann jafn-
óðum og vonumst til þess að geta
Eldur í strœtisvagni
út frá bilun í rafkerfi
ÁRDEGIS í gær kom skyndilega
upp eldur í strætisvagni er hann
var að koma að biðstöð við Nóa-
tún. Var þetta hraðferðavagn,
milli Austur- og Vesturbæjar, af
Myndin er tekin inni í hinum brunna strætisvagni, út í gegnum Volvo gerð einn hinna eldri vagna
framrúðuna við sæti bílstjórans, en báðar framrúðurnar sprungu íyrirtækisins. Vagninn stór-
... . , . , skemmdist, en hvorki vagnstjora
vegna hita. Allt svart og brunnið, stynð gluggaumbunaður og mæla- n^ farþega sakaði
borð. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Vagnstjórinn varð þess allt í
Skeljungur varð fyrir 175 þús. kr.
tjóni er 150 lestir olíu runnu í sjóinn
Ólafsfirði
SÍÐASTLIÐNA tvo sólarhringa'
hefur geisað vestan stórviðri á
Ólafsfirði, meira cn elztu menn
telja sig muna, eftir því sem
fregnritari blaðsins þar símaði í
gær. í veðrinu i fyrrirótt færð-
ist olíugeymir sem Shcll á til á
grunni sínum með þeim afleið-
ingum að um 150 lestir olíu
runnu í sjó út. Var það öll olían
sem í geyminum var. Olíugeym-
ir þessi stendur norðanvert við
höfnina skammt frá sjónum.
Geymdi Shell í honum hráolíu
fyrir frystihúsið á Ólafsfirði og
vélbátana. Var þaö eini hráolíu-
geymirinn á staðnum.
í veðrinu mun hann hafa færzt
til um allt að hálft fet, eða nóg
til þess að leiðslurnar slitnuðu
með þeim afleiðingum sem fyrr
greinir. Hefur þetta væntanlega
skeð um miðja nótt, því að í
gærmorgun, er menn komu á
vettvang var geymirinn þcgar
tæmdur. Hér hefur olíufélagið
beðið allmikið tjón eða ca. 175
þús. króna, en forstjóri Skelj-
ungs Hallgr. F. Hallgrímsson
sagði blaðinu í gærkvöldi að fé-
lagið teldi sig vátryggt fyrir
þessum skaða.
Ólafsfjörður er nú olíulaus bær
og er það mjög bagalegt. Ekki
vissi fréttaritari blaðsins hvenær
von væri á olíu til bæjarins í
stað þeirrar sem spilltist. í dag
heldur verkfræðingur Skeljungs
norður til að kanna skemmdirn-
ar og sjá um að viðgerð á geym-
inum hefjist fljótlega.
í ofsaveðri þessu fuku járn-
plötur af húsum og rúður brotn-
uðu allvíða. í gær hafði veðrið
þó heldur gengið niður.
einu var að farið var að loga
undir mælaborðinu í vagninum.
Gx'eip hann þá til handslökkvi-
tækis en slík tæki eru í öllum
vögnunum. Tæmdi hann það yfir
eldinn, án þess að ráða niðurlög-
um hans, og breiddist eldurinn
óðfluga upp með framrúðum og
upp í klæðninguna í þaki vagns-
ins. Stóð þessi stóri strætisvagn
alelda eftir 2—3 mínútur. Slökkvi
lið var kallað og á augabragði
hafði því tekizt að slökkva eld-
inn.
Það mun kosta mikið fé að laga
brunaskemmdirnar sem orðið
hafa á þessum strætisvagni.
Farþegar voru fáir í þessari
ferð. Vagninn var í einni af síð-
ustu ferðum fyrir hádegið. Elds-
upptökin eru talin stafn frá bilun
í rafkerfi vagnsins.
siglt heim með fullfermi kring-
um 10. marz næstkomandi. —-
Skipið er 160 tonn.
HÖRMULEGT SLYS
— Þið tókuð þátt í björgun
skipbrotsmanna af Goðanesinu í
Skálafirði.
— Þetta var hörmulegt slys,
sagði Vang skipstjóri. í þessum
firði er ég mjög kunnugur, t.d.
á skipið mitt heimahöfn í Runa-
vík í Skálafirði og við fjörðinn
á ég sjálfur heima. Skerin sem
Goðanes rakst á, Flesjur, eru
nokkuð úr siglingaleið. Þau eru
einu skerin í firðinum öllum sem
annars er djúpur. Segja má að
kringum þau sé grunnt á litlu
svæði. Ég hef veitt því eftirtekt,
að þau koma ekki fram í ratsjá
skipa nema þá að logn sé. Kvöld-
ið sem Goðanes fórst var kalsa-
veður og tel ég fullvíst að þau
hafi ekki komið í ratsjána.
— Eru skiptapar tíðir í Fær-
eyjum?
— Nei, þeir eru það ekki og
mér er ekki kunnugt um að skip
hafi fyrr farizt á Flesjunum í
Skálafirði.
FALLEGT SKIP
Að lokum skýrði Vang skip-
stjóri frá því að togarinn Jón for-
seti hefði verið kominn skipinu
til hjálpar er honum tókst að
slíta kaðaltrossuna úr skrúfunni.
Vesturhafið blíða er smíðað í
Ulsteinvik í Noregi. Skipið er
mjög fallegt hvar sem á það er
litið, og komu margir sjómenn
um borð í það og skoðuðu í gær-
dag. í gærkvöldi um klukkan 8
lét Vesturhafið blíða úr höfn, til
fiskiveiða. Það er ganggott skip,
um 10—11 mílur með farm.
i HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðis-
manna, efnlr til grímudansleiks í Sjálf-
stæðishúsinu fimmtudaginn 24. þ.m. kl.
8,30 e. h.
Aðgöngumiðapantanir í síma 7103. Fé-
lagsmenn eru vinsamlega beðnir um að
panta miða í tíma.