Morgunblaðið - 18.01.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 18.01.1957, Síða 2
£ MORCTJNBLAÐ1Ð Föstudagur 18. jan. 1956 Bæjarstjórn skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að tryggja aukið fjármagn til íbúðar- Á BÆJARSTJÓRNARFUNDl í J\ gærkvöldi bar Jóhann Haf- stein bæjarfulltrui fram svo- hljóðandi tillögu varðandi hús- næðismál af hálfu bæjarfulltrúa Sj álfstæðisflokksins: „Þar sem horfur eni á, að áætlun Reykjavíkurbæjar um íbúðabyggingar til útrýming- ar herskálum og öðrum heilsu spillandi íbúðum tefjist veru- lega, ef ekki er tryggt aukið fjármagn til þessara bygginga framkvæmda frá hinu al- menna veðlánakerfi, svo sem i upphafi var ráðgert, skorar bæjarstjórn á Alþingi og rik- isstjórn að gera þegar nauð- synlegar ráðstafanir i þessu skyni. Sérstaklega telur bæjar- stjórnin óhjákvæmilegt að auka stórlega framlög ríkis- sjóðs til útrýmingar heilsu- spillandi ibúða, samkv. II. kafla 1. nr. 55/1955, jafnframt því sem lánveitingar húsnæð- ismálastjórnar, samkv. I. kafla sömu laga séu framkvæmdar þannig, að þeir, sem fengið hafa lán vegna útrýmingar heilsuspillandi íbúða, fái engu að síður nægjanleg A,- og B.-lán til þcss að fuligera íbúðir sinar. Skorar bæjarstjórnin sér- staklega á þingmenn Reykja- víkur að beita sér fyrir iram- gangi þessara mála og átelur harðlega aðgerðarleysi rikis- stjórnarinnar i þeim að und- anfömu.“ Jóhann Hafstein fylgdi tillög- unni úr hlaði með alllangri ræðu. Tilefni þess að húsnæðismálin voru sérstaklega rædd á fundin- um var það að framkvæmda- stjóm húsnæðismálastjérnar hafði boðið 70 þúsund krónur lánveitingu út á hvert hinna 45 raðhúsa, sem nú er búið að út- hluta í Réttarholtshverfi, en bæj- arráð samþykkti fyrir sitt leyti að lán bæjarsjóðs út á hvert hús verði hækkað um samsvarandi upphæð eða í 70 þúsund krónur, skv. öðrum kafla laganna nr. 55/- 1955. En hér er um að ræða eins konar styrktarlán, með sérstök- um kjörum til 50 ára með 4% vöxtum. í bókun bæjarráðs um þetta efni segir, að samþykkt þessi byggist á því fyrirheiti hús- næðismálastjórnar, að hún veit! til viðbótar þessum lánum nægi- leg A- og B-lán til íbúðakaup- enda, þannig að þeir geti haldið áfram byggingarframkvæmdum. Bæjarráð tekur ennfremur fram, að það telur að það sé óhjá- kvæmilegt, að húsnæðismála- stjórn veiti nú þegar jafnhá framlög út á þær 18 íbúðir í raðhúsum í Réttarholtshverfi, sem húsnæðismálastjóm hefur þegar veitt 50 þúsund krónur út á (hverja íbúð). Loks telur bæjar ráð óhjákvæmilegt, ef lánveit- húsabygginga tfverjar eru fyrirætlanir hús> næðismálast jornar ? Úr ræðu Jóhanns Hafstein Þrír ráðherrar við vígslu NESKAUPSTAÐ, 17. jan. — f kvöld verður vígt hér hið nýja sjúkrahús Norðfirðinga, sem byrjað var að smíða fyrir 8 ár um. Hingað eru komnir þrír ráð- herrar úr ríkisstjórninni, sem verða við athöfnina: Eysteinn Jónsson, Hannibal Valdiinarsson og Lúðvík Jósefsson. Var togar- inn Gerpir sendur eftir ráðherr- unum til Eskifjarðar í gær éjúkrahúsið hefur rúm fyrir 24 sjúklinga og elli- og hjúkrunar- heimili er íyrir 12. Sjúkrahús- læknir er Elías Eyvindsson, sem er sérfræðingui í skurðlækning- um. — ingar skv. 2. kafla laga nr. 55/- 1955 yrðu síðar lækkaðar, að þá sé tryggt að veitt verði hámarks- lán af A- og B-lánum, svo að unnt verði að framfylgja áætlun bæjarstjórnar um útrýnúngu heilsuspillandi íbúða. GANGUR MÁLANNA Á UNDANFÖRNUM ÁRUM Jóhann Hafstein kvað þessi mál vera þannig vaxin að það væri rétt að rifja nokkuð upp gang þeirra á undanförnum árum. Minnti hann á, að íbúðabygging- ar í Reykjavík hefðu verið mjög takmarkaðar á árunurn eftir 1947, þegar fjárfestingarhöml- urnar voru í algleymingi og munu árið 1951 ekki hafa verið byggðar nema 180 íbúðir í bæn- um. Þetta hafði alvarleg áhrif á húsnæðismálin og stafaði af þessu vaxandi húsnæðisekla, sem átti með öðru sök á, að her- skálarnir voru meira og minna teknir til íbúðar. Eftir að slakað var á fjárfestingarhömlunum og byggingafrelsi gefið til bygging- ar smáíbúða, komu lánsfjár- málin til úrlausnar, en þau höfðu verið í miklum ólestri. Engin al- menn lánastofnun til íbúðabygg- inga var í landinu. Veðdeild Landsbankans hafði að vísu þetta hlutverk, en hún varð smátt og smátt óvirkari og um þetta leyti mátti hún heita full- komlega óvirk í lánveitingum. Byggingarstarfsemi í Reykja- vík hvíldi að langmestu leyti eða næstum eingöngu á stríðsgróð- anum á meðan hann entist, byggðist á fjárráðum meðal al- mennings og í peningastofnun- um, en eftir að þessu fé, sem safnazt hafði saman, hafði verið eytt, var ekki.um aðrar fjárveit- ingar að ræða nema einstöku óskipulagðar fjárveitingar hins opinbera, sem ekki komu að fullu gagni. J. H. minnti á, að bæjarstjómin hefði oft fjallað um þessi mál, t. d. hefði hann árið 1950 borið fram tillögu um að rannsaka lánsfjármöguleika og á Alþingi Tcomið fram með tillögu í sama skyni. En þegar Sjálfstæðismenn hefðu myndað stjóm 1953, hefðu þeir gengið í að hafa forystu um að leysa láns- fjármálin. Sjálfstæðismenn héldu áfram jafnt óg þétt að vinna að þessrun málum og loks kom þar, að lögin um húsnæðismálasíjóm og veðlánakerfi til húslánabygg- inga var samþykkt 1955, en í bæjarstjóm hafði verið hafizt handa í apríl 1954 um undirbún- ing og þegar lögin voru sett í maí 1955 þá stóðu vonir til að nýr fjárhagslegur grundvöllur væri skapaður imdir víðtækari aðgerðir í húsbyggingamálum. í lok árs 1955 var svo samþykkt í bæjarstjórn tillaga Sjálfstæðjs- manna um byggingu 600 íbúða til þess að útrýma herskálum og heilsuspillandi íbúðarhúsnæði. HVAÐ GERIR HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN? Nú er svo komið að áætlunin er allvel á veg komin þótt hún hafi dregizt nokkuð aftur úr frá því sem ráð var gert fyrir í upp hEifi, bæði vegna skorts á vinnu afli, vegna óhagstæðs tíðarfars að vetrinum og annarra slíkra ástæðna. J. H. benti á að bæjar- sjóður hefði sjálfur lagt hlut- fallslega meira fé fram en ráð hefði verið gert fyrir í upphafi, og í hlutfalli við það, sem feng- izt hefði frá hinu almenna veð- lánakerfi. Tilboð húsnæðismála- stjómar um hækkun á láni út á hinar 45 raðhúsaíbúðir skv. 2. kafla laganna um húsnæðismála- stjóm og veðlánakerfi, þýddi, að álagið yrði meira á bæjarsjóði en óður hefði verið ráðgert. Ekki væri ástæða til að hafa á móti þvi, ef um væri aS ræða til- svarandi framlög frá him. al- menna veðlánakerfi, sem þá fengjust jafnframt. Nú stæffi svo á að bráðlega yrðu niiklu fleiri íbúðir fokheldar heidur en þess- ar 45 sem lánin hefðu nú verið hækkuð út á, væri ráð fyrir því gert að á þessu ári yrðu fokheld- ar um 300 íbúðir. Það, sem þyrfti nú að fá vitneskju um, væri það, hvort húsnæðismálastjórn hefði í huga að veita einnig 70 þúsund króna lán út á þær íbúðir, hvort þarna er um að ræða einhverja heildarstefnu hjá húsnæðismála- stjórn gagnvart þeim íbúðum, sem siðar verða fokheldar, eða ekki. J. H. sagði að margir af þeim sem nú biðu eftir íbúðum, væru engu betur staddir en þeir sem nú þegar hefðu fcngið íbúð- ir, og hefðu því fulla þörf fyrir lán. Það væri því mjög þýðing- armikið, bæði fyrir þá og fyrir Reykjavíkurbæ, sem stæði að miklum byggingaframkvæmdum, að vita hver væri hin raunveru- lega stefna í þessum málum. Ef það væri akkur húsnæðismála- stjóraar að láta þessar 45 íbúðir vera í einhverjum sérflokki með hærra láni, þá væri þar verið að valda misrétti, því þeir sem hér hefðu fengið lán væru þá betur settir en aðrir. bæði vegna þess að þeir fengju íbúðiraar fyrr og líka ódýrara en þeir sem á eftir kæmu. Búast mætti við að bygg- ingakoscnaður færi verulega hækkandi, þó ekki væri séð fyrir endann á því hvernig það yrði að lokum. J. H. gat þess sér- staklega að húsnæðismálastjóm hefði engin svör viljað gefa um framhald á lánveitingum til íbúðabygginganna og það hefði komið fram í samtölum bæjar- yfirvaldanna við formann fram- kvæmdastjórnar húsnæðismála- stjórnar, að hann hefði lítinn -KADAR Jáhann Hafstein áhuga á framhaldi á lánveiting- um frá vefflánakerfinu og að hann mundi ekki harma það þó að byggingar stöðvuðust alveg. Jóhann Hafstein kvað sér- staka ástæðu til að benda á þetta sem komíð hefði fram um af- stöðu húsnæðismálastjórnar vegna þess, að það hefði verið í einu af stjómarblöðunum talin mikil greiðasemi af húsnæðis- málastjóm að veita 70 þúsund króna lán út á þessar 45 íbúðir í raðhúsunum, en ef það lægi á bak við að þarna ætti að nema staðar, þá færi að verða lítið úr þessari greiðasemi, sem svo væri kölluð. EKKERT AÐHAFZT UM LÁNSFJÁRÚTVEGUN Pá átaldi J. H. mjög að ríkis- stjómin hefði verið aðgerðalaus um að afla lánsf jár innanlauds og utan til veðlánakerfisins. I Iögun- um um húsnæðismálastjóm væri gert ráð fyrir heimild til að taka erlend lán en ekki væri vitað að neitt hefði verið aðhafzt í því skyni af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þeir samningar, sem gerðir hefðu verið af hálfu fyrrverandi ríkis- stjómar við lánastofnanir í land- inu um fjárframlög til veðlóna- kerfisins hefði verið útrunninn um áramót, en félagsmálaráð- herra, sem fyrir þessum málum stæði, hefði hingað til ekki haft neinar framkvæmdir um aff tala við bankastofnanirnar og væri það þó það minnsta sem hægt væri að ætlast til af honum. Hefði hann í desember átt viðtal við Landsbanka íslands, en síðan hefði ekkert gerzt og væru þessi mál í lausu lofti að þvi er virtist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það væri ástæða til þess að spyrja, hvort rikisstjórnin hefði gleymt nauðsyn þessa máls eða hvort hún hefffi eitthvert „leynivopn" bak við tjöldin. Það mætti t. d. spyrja hvort hún ætlaði sér að nota 2. eða 3. afborgunina fyrir kollsteypu sína í landvarnarmál- unum til þess að tryggja fé til húsbygginganna. J. H. minnti á að þegar greiðsluafgangi ríkis- sjóðs hefði verið ráðstafað í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, þá hefðu Sjálfstæðismenn séð fyrir því, að nokkur hluti hans rynni til íbúðalána, eða 13 millj. króna. Nú hefði þegar verið tekið eitt lán erlendis, eins og öllum væri kunnugt, og gengi það fé til ým- issa framkvæmda, en ekki væri vitað að neitt af því ætti að renna til vefflánakerfisins. J. H. gaf síðan yfirlit yfir Framh. af bls. 1 ungverskra sósialdemókrata, hélt nýlega. Marosan er nú í stjórn Kadars. Hann sagði m. a.: „t framtíðinni verða engir sósíal- demókratar í Ungverjalandi, þar eð hinir raunverulegu sósiaiistar (með því á hann við konunún- istaflokkinn) þola ekki, að verka lýðurinn sé sundraður“. Ma,osan, sem fór með Kadar til Moskvu nýlega, sagði, að Sjú En-lai og kínverska sendinefndin, sem hann hitti þar, hefffu lofað Ung- verjum ríflegri efnahagsaðstoð. í lok ræðu sinnar sagði hann, að jafnskjótt og „friður og regla eru komin á, en það mun gerast með vopnavaldi og harðri vinnu“, mundi ungverska stjórnin fá breiðari pólitískan grundvöll. byggingarframkvæmdir Reykja- víkurbæjar. Af þeim 600 íbúðum, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið. að byggja til útrýming- ar á íbúðum í herskálum og öðru óhæfu húsnæði til íbúðar, er þegar búið að afhenda 44 íbúðir en 19 í viðbót voru gerðar fok- heldar í nóvember 1956. Samtals eru því nú 63 íbúðir fokheldar. Á þessu ári verða eftirtaldar íbúðir fokheldar: f raðhúsum við Ásgarð 81 íbúð. í fjölbýlishúsum við Gnoðavog 120 íbúðir. í raðhúsum við Skipasund 100 íbúðir. Á árinu 1958 er ráðgert að eftirtaldar íbúðir verði fokh.: í raðhúsum við Skipasund 40 íbúðir. f fjölbýlishúsum við Skipasund 100 íbúðir. f fjölbýlishúsum við Gnoðarvog 96 íbúðir. Samtals 537 íbúðir. Ofangreindar íbúðir, sem þegar eru fokheldar 63. Alls 600 ibúðir. Samkvæmt áætlun er ráðgert að allar þessar íbúðir verði full- gerðar eigi síðar en í árslok 1959. J.H. sagði að nú væri knýjandi nauðsyn að haldið yrði áfram með þær aðgerðir til þess að tryggja lánsfé, sem fyrri ríkis- stjórn hefði hafið, bæði innan- lands og utan og stefndi tillaga Sjálfstæðismanna sú sem hér væri borin fram til þess að ýta á eftir framkvæmdum í því máli. MARGIR UGGANDI UM FRAMHALDIÐ Gísli Halldórsson, bæjarfull- trúi, (S.) tók til máls og sagði að nú væru margir uggandi út af viljaleysi framkvæmdastjórn- ar húsnæðismálastjórnar. Það væri vel fyrir byggingunum séð, ef væri hægt að halda áfram að veita samsvarandi lán við það sem nú hefði verið boðið fram, en um það fengjust aðeins neikvæð svör. Hann kvað raðhús- in hafa kosta 139 þús. kr. þegar þau voru afhent og mundu ekki fara fram úr 210 þúsund krónum, ef miðað væri við að öll vinna væri aðkeypt. Hins vegar væri ekki vitað hvað byggingarkostn- aður hækkaði við hinar nýju á- lögur. Urðu nokkrar umræður um þessi mál og tóku nokkrir bæjar- fulltrúar til máls, en fram kom í ræðu Guðmundar Vigfússonar að hann teldi að ríkisstjórnin mundi sjá vel fyrir þessum mál- um, þó að ekkert hefði komið fram í því efni enn, og í því sam- bandi bauð Jóhann Hafstein fram að láta bera sérstaklega upp síðasta lið tillögunnar, þannig að þeir stjórnarliðar gætu samþykkt allt meginefni tillögunnar en sleppt vítunum til ríkisstjórnar- innar. Hins vegar sæu Sjálfstæð- ismenn ekki ástæðu til þess að fella þær vítur niður meðan þeir vissu ekki betur en að ríkisstjórn in hefði enn ekkert aðhafzt. Að loknum umræðum var til- laga Sjálfstæðismanna samþykkt. Hún var borin upp sérstaklega út að síðasta málsliðnum og var sá hluti samþykktur með öllunt atkvæðum, en niðurlagið, sem fól í sér ávítur til ríkisstjórnarinnar var samþykkt með 8 atkvæðum ggn 6. Bárður Daníelsson sat hjá. Fréttir í stuttu máli 17. janúar: öryggisráðið tók Kasmír-deiluna á dagskrá i gær í fyrsta slnn síðan 1952, og lagði fulltrúi Pakistans þá til, að S.Þ. sendu herlið til svæðisins, þar til kosningar fari fram og framtíð þess verði ákveð- in. Kasmir hefur verið þrætuepli Indlands og Pakistans undanfarin ár, en í gær bauð fulltrúi Pakistans Indverjum öryggis- og vináttu- samning. Fulltrúi Indlands bað um frest til að ráðgast við stjórn sína. Meðlimaríki S.Þ. frá Afríku og Asíu hafa lagt fram ályktun á allsherjarþinginu, þar sem Hammarskjöld framkvæmdastjóra er falið að halda áfram viðleitni sinni til að fá fsraelsmenn til að kalla heri sína inn fyrir landamæri Israels. Jafnframt er deilt á ísraelsstjórn fyrir að virða að vettugi fyrri ályktanir S.Þ. Ilammar- skjöld er beðinn að leggja fram skýrslu um málið innan 5 daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.