Morgunblaðið - 18.01.1957, Qupperneq 12
ff
MORCUNBLAÐIÐ\
Föstudagur 18. jan. 1956
GULA
herhertfið
eftii MARY ROBERTS RINEHART
BÍLAMALUN
Getum tekið að okkur nokkra bíla til málunar,
ef talað er við okkur strax.
Bæssr h.i.
SKÚLAGÖTU 59 — SÍMI 82550.
gamla staifið sitt aftur? Eg trúi
því varla. Ekki hér úti á hala ver-
aldar?
Alex hristi sig og setti bílinn í
gang.
— Bezt að spyrja hann að því
sjálfan, svaraði hann og hafði
eina augað sitt á veginum.
— Eg hélt, að hann væri að
hvíla þessa löpp sína.
— Ekki aldeilis! svaraði Alex
með viðbjðði. — Hann hefur þræl-
að eins og skepna til þess að geta
komizt í vinnu aftur. Og lét sér
hundleiðast. Og svo þurfti þetta
að koma til sögunnar. Löppin á
honum.......
— Já, en hvað var það, sem kom
til sögunnar? Til hvers á að taka
fingraför? Er það þetta Spencer-
morð?
— Það væri heppilegra, að
majórinn segði yður frá því sjálf-
ur. —
Nú kom að Tim að stara. Síðan
rak hann upp hásan hlátur.
— Majórinn, ha, ha! Hvenær
varð hann majór, ef ég mætti
spyrja?
— Þeir eru oft fljótir að hækka
í tigninni, svona á ófriðartímum,
svaraði Alex og lét sér hvergi
bregða.
— Að vísu, en þeir hækka nú
ekki úr liðþjálfa upp í majór á
hálf- ári. Seinast þegar ég sá
hann, var hann að þræla út nokkr-
um dátum við æfingar, og láttu
þér ekki detta í hug, að mér hafi
missýnzt. Ertu kannske að narra
mig? Hann er í einhverju sérstöku
LTVARPIÐ
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18.30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18,50 Létt lög (plötur).
20.30 Daglegt mál (Arnór Sigur-
jónsson ritstjóri). 20,35 Kvöld-
vaka: a) Oscar Clausen rithöfund
ur flytur síðari hluta frásöguþátt
ar síns: Vestur í Dölum fyrir
hálfri öld. b) Gils Guðmundsson
rithöfundur les kvæði eftir Guð-
mund Inga Kristjánsson. c) Is-
lenzk tónlist: Lög eftir Karl O.
Runólfsson (plötur). d) • Andrés
Björnsson flytur frásögu eftir
Þormóð Sveinsson á Akureyri:
Um auðnir og árheima. 22,00
Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði
kvöldsins. 22,10 Erindi: íslenzkar
vísindakenningar (Þorsteinn Jóns
son frá Úlfsstöðum). 22,30 „Har-
monikan". — Umsjónarmaður
þáttarins: Karl Jónatansson. 23,10
Dagskrárlok.
Laugardagur 19. janr' ■
Fastir liðir eins oc njulega.
12,50 Óskalög sjúklin;;a ''Bryndís
Sigur jónsdóttir). 1400 Heimilis-
þáttur. 16,30 Veðurfregnir. End-
urtekið efni. 18,00 Tómstundaþátt
ur barna og unglinga (Jón Páls-
son). 18,30 Útvarpssaga barn-
anna: „Veröldin hans Áka litla“,
eftir Bertil Malmberg; IV. (Stef-
án Sigurðsson kennari). 18,55 Tón
leikar (plötur). 20,20 Leikrit Leik-
félags Reykjavíkur: „Kjarnorka
og kvenhylli" eftir Agnar Þórð-
arson. —* Leikstjóri: Gunnar R.
Hansen. Leikendur: Jorsteinn ö.
Stephensen, Guðbjör™ r ' bjamar-
dóttir, Helga Bachm'- -,'-ynjólf~
ur Jóhannesson, Á'—í Tryggva-
son, Margrét Magnú "'tir, Gísli
Halldórsson, Knútur 'Hagnússon,
Nína Sveinsdóttir, Áróra Hall-
dórsdóttir, Sigríður Hagalín,
Steindór Hjörleifsson, Valdimar
Lárusson o. fl. 22 30 Danslög
(plötur). 24,00 Dagskrárlok.
starfi í upplýsingaþjónustunni, er
það ekki?
Alex hægði á bílnum við horn.
Eina augað hans geislaði frá sér
varkárni.
—» Hlustaðu nú á mig, Tim,
sagði hann. Margir náungar gegna
einkennilegum og óvæntum störf-
um í þessum ófriði. Ýmist eru þeir
hér eða þeir eru þar. Kannske í
Japan, kannske austur í Filips-
eyjum. Og svo, áður en maður get-
ur litið við, eru þeir komnir eitt-
hvað annað. Hann var majór, þeg-
ar hann fékk í sig skotið á Italíu.
Eg var sjálfur með honum.
— Var það þar, sem þú misstir
augað?
— Já, og þóttist sleppa vel,
svaraði Alex ánægður.
Tim þagði. Hann var ósvikinn
íri frá Brooklyn, sem hafði brotizt
til núverandi starfa síns, eftir að
hafa unnið lengi hjá lögreglunni,
og nú var svipur hans eins og hon-
um væri skemmt.
— Gott og vel! Svo hann er
majór? Og hvað er ég þá flakkari?
— Eg býst við að þú eigir að
vera garðyrkjumaður.
Tim glotti.
— Ja, hvert í veinandi, sagði
hann og svipurinn varð súr. —
Garðyrkjumaður? Hvern fjandann
sjálfan á það nú að þýða? Eg, sem
sá ekki grasstrá fyrr en ég var
kominn um þrítugt.
— O, þú getur alltaf ýtt hand-
sláttuvél, sagði Alex, sem hafði
gaman af þessu öllu. — Jú, skil-
urðu. Ýtir henni bara á undan
þér, þá slær hún sjálf grasið. Svo
rakarðu grasinu saman.
Tim var svo móðgaður, að hann
var þögull um hríð, en þá varð
forvitni hans yfirsterkari.
' — Nú, jæja. Svo að ég á að slá
gras fyrir einhvem. Og hvað svo
meira?
— Sennilega að hafa auga með
þessari Spencer-stelpu. Majórinn
heldur, að hún kunni að vera í
hættu stödd.
Nú kom að Tim að láta sér vera
skemmt.
— Nú, svo hann hefur orðið
snortinn af stelpunni. Loksins.
Hann sagði alltaf, að ef hann félli
á annað borð, yrði það hart fall.
Hvemig lítur hún. út?
— O, rétt svona eins og stelpur
gerast. Þú færð að sjá hana, þeg-
ar þú ferð að pæla garðinn hennar.
— O, ég ætla mér alls ekki að
pæla neitt, svaraði Tim einbeitt-
ur og svo þagnaði hann fyrir fullt
og allt.
Við morgunverðinn bráði samt
af honum og þegar Dane kom um
hádegið, var hann að fylla mynda-
vélina sína. Hann glotti til Dane.
— Góðann daginn, majór, sagði
hann. — Maður heyrir, að þú haf-
ir hækkað heldur betur í tigninni.
— Bara í bili, Jim. Slepptu al-
veg majórstitlinum, nema þegar
einhver heyrir til. Hann leit á
myndavélina. — Eg sé, að þú ert
tilbúinn.
— Til í allt!
Næsta klukkutímann unnu þeir
saman, á svipaðan hátt og þeir
höfðu oft gert áður fyrr. Síðan
átu þeir hádegisverð meðan verið
var að framkalla myndimar fyrir
Tim, og litu síðan á þær. Það voru
fingraför á öllu postulíninu og
eins á umgerðinni um ljósmynd-
ina. Tim leit upp.
— Það er líkast því, að það sé
eftir kvenmann, sagði hann. — Af-
löng og frammjó. Jafnvel þó að
þau væru eftir mjög handsmáan
karlmann, væri þau miklu breið-
ari.
Dane kinkaði kolli. Hann var í
eingum vafa um, að Elinor ætti
fingraförin, og þá fannst honum
málið liggja ljóst fyrir. Hún hafði
verið í Bayside, nóttina sem morð-
ið var framið, og einhvern veginn
hafði henni tekizt að bjarga þess-
um dýrgripum móður sinnar áður
en hún kveikti í húsinu. En þar
staðnæmdist hann. Hún hafði ekki
kveikt í húsinu. Það hafði ekki
verið gert fyrr en seinna, sunnu-
dags eða mánudagsnóttina. Og
hvað þá?
Svo var skóflan þama til þess
að gera málið enn flóknara. Það
voru óljós fingraför á skaftinu,
en samt voru ein tvö þeirra nægi-
lega skýr til þess að sýna, að það
vom önnur og annars konar fingra
för. Stór voru þau ekki, en engu
að síður var Tim þess fullviss, að
þau væru eftir karlmann. Vonlít-
ill sendi Dane þau til Washington,
og gætti þess að setja þau í póst
á annarri stöð, og svo fór hann
í spítalann seinni hluta dags.
Hann spurði alls ekki eftir
Lucy, en hann hitti Georg Smith
í rúminu og settist hjá honum.
— Líður þér ekki sæmilega?
spurði hann.
— Eg verð skárri, þegar þeir
hætta að gefa mér þetta gums, sem
þeir hafa verið að troða í mig,
svaraði Georg ólundarlega. Hann
leit á einkennisbúning Dahe. —
Þú ert náunginn, sem býr í Bur-
tonshúsinu? spurði hann.
— Jú. Mér þótti réttara að tala
við þig. Eg get ferigið mann til að
gera verkin þín þangað til þú ert
orðinn hress, ef þú kærir þig um.
— Já, það kæri ég mig svei mér
um, svaraði Georg og glaðnaði yf-
ir honum. — Eg komst ekki lengra
en að slá ofurlítið, og þá fékk ég
þessa fjandans ótjálgu í mig.
— Þú varst ekki farinn að gera
neitt við garðinn, eða hvað?
— Ekkert nema slá grasið og
það ekki mikið. Þú getur sagt hin-
um náunganum að hann muni
finna öll verkfæri í röð og reglu
Germania
Kvikmyndasýning verður í Nýja bíói laugardaginn
19. janúar klukkan 2 e. h.
Sýndar verða þýzkar frétta- og fræðslumyndir.
Aðgangur ókeypis.
Félagsstjórnin.
Z ÍÍ M D A P P saumavelin
veitir yður öll þau þægindi, sem bezt hafa verið
fundin upp á því sviði.
Einkaumboð fyrir ísland:
ARINBJÖRN JÓNSSON,
Mönckebergstrasse 3, Hamborg.
Upplýsingar hér í síma 6821.
Scahdia
eldciv&lar
Svendborcjar
jDVcttapottar
Scandia-eldavélar eru með hraðsuðuhellu, og hell-
um í stað hringa.
Svendborgar þvottapottar eru emaileraðir, með
tæmingar hana, innmúraðar og því tilbúnir
til notkunar.
BIERING
Laugavegi 6. Sími 4550.
•*« *J* •J* *I**«MI* •** ^ *•* *♦•
•*♦ »X« •!• •*♦ •*♦ ♦*» •*• •*♦ •*• •*♦ ♦*♦**•
/**ðM3>*5N9M^9M5M9MSMfr4wC* ****♦♦ ’X* •5**X**I**IMI*íHJ* •
1) Skyndilega verður Hrólf ur
veikur og fellur til jarðar. Finnur
notar tækifærið og þrífur byss-
2) Nú hefur Finnur ráð Glæpa-
mannsins í höndum sínum.
3) Vertu fljót mamma. Haltu
byssunni og skjóttu ef þörf gerist.
Ég ætla að binda hann.
4) En Finnur, hvað kom fyrir?
Þetta voru eitruð ber, sem menn
verða mjög veikir af að borða.
una.