Morgunblaðið - 22.01.1957, Síða 3
Þriðjudagur 21. jan. 1957
MOnCllTSmi AOIÐ
3
Frá Albingi:
Harðar ádeilur fyrir aðgerðaleysi ríkis-
stjórnarinnar í húsnæðismálunum
Engin vörn af hálfu stjórnarinnai
T SAMEINUÐU þingi í gær var þáltill. til einnar umræðu um
1 lán til íbúðabygginga, sem þau flytja Jóhann Hafstein, Sigurð-
ur Bjarnason, Ragnhildur Helgadóttir, Kjartan J. Jóhannsson og
Gunnar Xhoroddsen.
Tillagan hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela rik-
isstjórninni að beita sér fyrir
því, að veðdeild Landsbanka ís-
lands taki allt að 100 milljón
kr. erlent lán, sbr. 3. og 5. gr.
laga nr. 55/1955, er varið verði
til útlána á vegum nins almenna
veðlánakerfis til íbúðabygginga.
Jafnframt ályktar Alþingi að
fela ríkisstjórninni að veita öðr-
um aðilum, sem þess kynnu að
óska, leyfi eða fyrirgreiðslu til
erlendrar lántöku til íbúðabygg-
inga, sé um lántökur að ræða
með eðlilegum kjörum.
brAðabirgðalögin
LÍTIÐ INNLEGG
Jóhann Hafstein fylgdi tillög-
unni úr hlaði með ræðu. í upp-
hafi máls síns kvað hann íbúða-
byggingar hafa verið talsvert til
umræðu á þessu þingi, m. a.
þegar bráðabirgðalög ríkisstjóm-
arinnar hefðu verið til afgreiðslu.
Taldi hann að þau hefðu verið
lítið innlegg í vandamál það, sem
hér væri um að ræða, þar sem
með þeim hefðu engar ráðstafan-
ir verið gerðar til þess að auka
hið almenna veðlánakerfi til
íbúðabygginga. Taldi J. H. að
frekar hefði þurft að efla veð-
lánakerfið, en vandamálið væri
fyrst og fremst það hve takmark
að lánsfé væri að hafa fyrir þá
sem stæðu í bygginaframkvæmd-
um.
RÍKISSTJÓRNIN
EKKERT GERT
í þessum málum hefði ríkis-
stjórnin hins vegar ekkert gert
frá því hún tók við völdum, svo
vitað væri. Á opinberum vett-
vangi hefði ekkert komið fram
um að hún hefði gert hina
minnstu tilraun til þess að bæta
úr lánsfjéirskortinum. Hins vegar
hefðu nokkrir málsvarar hennar
látið í það skína að eitthvað væri
að gerast í þessum málum bak
við tjöldin.
Þá sagði J. H. að ekki hefðu
farið fram neinar viðræður milli
ríkisstjórnarinnar og bankanna
um að þeir veittu fé til veð-
lánakerfisins utan það sem fé-
lagsmálaráðherra mundi lítillega
hafa rætt við Landsbankann um
þessi mál um miðjan des. s.l.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
BREGZT KJÓSENDUM
SÍNUM
J. H. kvað það athugandi í
þessu sambandi að vandræði
húsbyggjenda væru mest hér í
Reykjavík, en nú væri félags-
málaráðherra einmitt í fyrsta
sinn þingm. bess kjördæmis. —
Myndu þess fá dæmi að þingm.
brygðist svo gersamlega skyld-
um sínum við kjósendur.
Kvað J. H. lagt til í tillögimni
að tekið væri 100 millj. kr. er-
lent lán og myndi með því mega
ráða bót á mestu örðugleikum
húsbyggingarmálanna, með því
að fé þetta myndi nægja til þess
að ganga frá þeim íbúðabygg-
ingum sem nú væru í smíðum.
Mundi mega á tveimur árum
ljúka um 3000 íbúðum og þann-
ig fuilnægja brýnasta húsnæðis-
skortinum, ef áfram fengist að
öðru leyti lánsfé svipað og verið
hefir. —
FASTEIGNALÁN
TRYGGUST
Þá benti J. H. á erlenda lán-
töku þá er Jón Þorláksson hefði
beitt sér fyrir á sínum tíma fyr-
ir veðdeildina og ltvað hann lán
til fasteigna jafnan hafa verið
hin tryggustu lán. Sagði hann
þessa tillögu fyrst og fremst
hvetja til þess að heimildin í
lögum um* húsnæðismálastjórn
um erlenda lántöku, væru notuð.
Þá væri og gert réð fyrir að
greiða fyrir öðrum aðilum, ein-
staklingum eða t.d. bæjarfélögum
er taka vildu erlend lán í þessu
skyni, en hann kvað sér kunn-
ugt um að einstakir aðilar hefðu
leitað fyrir sér um slíkt er-
lendis.
Að loknu máli Jóhanns Haf-
steins var umræðu frestað og
málinu vísað til fjárveitinga-
nefndar.
Það' vakti mikla undrun að
eftir að ríkisstjórnin hafði feng-
ið jafnhressilega ádrepu fyrir
aðgerðaleysi í húsnæðismálun-
um, kvaddi cnginn úr stjórnar-
liðinu sér hljóðs til varnar —
ekki einu sinni félagsmáiaráð-
herrann.
Davíð Jónsson
Steingríms Jönssonar frv.
nlþingismanns og bæjarfógeta
minnzt ó Alþingi
FUN0IR hófust á Alþingi £ gær
að loknu jólahléi. Fundur í Sam-
einuðu þingi hófst með því að
forseti bauð þingmenn velkomna
og ámaði þeim gleðilegs árs.
Þá minntist forseti látins fyrr-
verandi þingmanns, Steingríms
Jónssonar, fyrrum bæjarfógeta
og sýslumanns. í upphafi máls
síns rakti forseti ætt og uppruna
Steingríms Jónssonar og
starfsferil hans, en hann hafði
á sagnfræði og þekkingu í þeirri
grein.
Steingrímur Jónsson var
glæsimenni, virðulegur og skyldu
rækinn embættismaður og rétt-
sýnn í dómum. Hann var greind-
ur og langminnugur, mælskur vel
og vandaði jafnan málfar sitt. Fé-
lagslyridur var hann og ljúf-
menni í kynningu, undi sér ætíð
vel í hópi ungra manna, þótt ald-
ur færðist yfir, og reyndist í hví-
gegnt mörgum og mikilvægum vetna Jrengur góður.
Verzl. Ás opnar sjáli-
aígreiðslubúð
■f DAG verður opnuð ný nýlenduvöruverzlun undir gömlu og
þekktu nafni, Verzlunin Ás. Nýja verzlunin er til húsa að
Brekkulæk 1, en þáð er í hinu nýja og stóra „Lækjahverfi“ milli
Sundlaugavegar og Kleppsvegar, Laugarnesvegar og Dalbraut-
ar. Verzlunin Ás að Brekkulæk 1 er fyrst fimm verzlana er opna
munu á næstunni í þessu sama húsi, sem stendur miðsvæðis í
hverfinu.
6 VERZLANIR
Að Brekkulæk 1 mun verzl.
Ás selja allar nýlenduvörur, græn
meti, smjör og ýmislegt fleira.
Þar verður og sú nýjung reynd,
að selja kökur og brauð í sjálfs-
afgreiðslu og á sú deild sinn
sérstaka stað í hinni nýju verzl-
un. Kökurnar og brauðin eru frá
Sveinabakaríinu í Hamrahlíð.
Hin nýja verzlun að Brekku-
læk er snyrtileg og öllu vel fyrir
komið. Húsakynnin eru ágæt, 80
ferm. verzlunargólf, og vöru-
geymsla í kjallara. Innréttingar
Iðjufélagar
MUNH» a3 tryggja ykkur full
félag'sréttindi í Iðju og sækið
félagsskírteini ykkar á skrif-
stofu félagsins, Þórsgötu 1.
Skrifstofan er opin kl. 4—6
e. h. daglega.
eru norskar og snotrar. Litaval
hefur Sveinn Kjarval annazt en
skreytingar á veggjum og glugga
Lárus Ágústsson.
Að Brekkulæk 1 verða í fram-
tíðinni auk verzl. Ás, kjötbúð,
mjólkurbúð, fiskbúð og blaða-
sala.
trúnaðarstörfvm um æfina, m. a.
setið á 7 þingum sem konung-
kjörinn þingmaður og féll frá
síðastur þeirra þingmanna, sem
voru konungkjömir.
Því næst fórust forseta orð á
þessa leið:
„Steingrímur Jónsson var
kominn af traustum ættstofni.
Hann ólst upp og hugarfar hans
mótaðist á þeim slóðum, þar sem
þjóðmálahreyfingar og menning-
arstraumar áttu sér einna greið-
astan farveg hér á landi á síð-
ustu áratugum ”19. aldar. Faðir
hans var forustumaður í héraðs-
málum og þjóðmálum, og ekki
mun það hending, að þrír synir
Jóns á Gautlöndum áttu sam-
tímis sæti á Alþingi. Steingrím-
ur tók jafnan allmikinn þátt i
umræðum, meðan hann sat á
þingi. Á fyrsta þinginu, sem hann
sat, 1907, var hann kosinn í milli-
laganefndina svokölluðu, sem
ætlað var að semja við Dani um
samband íslands og Danmerkur.
Samvinnuhreyfingin átti jafnan
eindreginn stuningsmann, þar
sem hann var, hann var formað-
ur Sambands kaupfélaganna á
árunum 1905—1910, átti löngum
sæti á aðalfundum Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga og var
kjörinn heiðursfélagi þess árið
1952. Eitt af hugðarmálum hans
var stofnun og starf Menntaskóla
á Akureyri. Lét hann sér jafnan
annt. um skólann, var 1928—1950
prófdómari í sögu við stúdents-
próf, enda fór orð af áhuga hans
ÞEKKT VERZLUN
Eigandi verzl. Ás er Svavar verzlunin Ás_á við sívaxandi vin-
Guðmundsson. Hann hefur gert sældir a® ^úa og má telja víst
sér sérstakt far um að fylgjast að svo muni einni® verða með
með nýjungum á verzlunarsvið- verzlunina að Brekkulæk 1, sem
inu og tekizt vel. Verzl. Ás á 1 da^ verður °Pnuð-
Laugavegi er þekkt orðin um — Við höfum gert okkur far
alla Reykjavík fyrir það að taka um að gera búðirnar aðgengi-
upp sölu kjöts í ýmsum verð- legri fyrir fólkið. Að ráðum
flokkum. Sú verzlun, undir stjórn bandarísks sérfræðings sem hing-
Svavars hefir mjög aukizt. Hún að kom, rifum við borðin —
opnaði fyrir 35 árum og rak þá þennan vegg milli fólksins og
Geir Halldórsson verzlunina.Svav okkar. Síðan hefur allt gengið
ar tók við rekstrinum fyrir nokkr greiðlegar, sjálfsafgreiðslufyrir-
um árum, breytti þesseiri gömlu komulagið á miklum vinsældum
verzlun að kröfum nútímans, tók að fagna bæði meðal fólksins og
m. a. upp sjáifsafgreiðslufyrir- okkar sem verzlanirnar rekum,
komulag, þó erfitt væri í gömlu sagði Svavar er blaðamenn skoð-
húsi. En það hefur tekizt vel, og uðu verzlanir hans.
Eg vil biðja háttvirta alþing-
ismenn að votta minningu þessa
látna heiðursmanns virðingu
sína með þvi að rísa úr sætum.“
Fjölmenn útför
Davíðs Jónssonar
f GÆRDAG fór fram hér í Dóm-
kirkjunni útför Davíðs Jónssonar
verkstjóra, Lindargötu 47. Var
útförin mjög fjölmenn. Davíð
Jónsson lézt fyrra sunnudag að
heimili sínu, af hjartabilun Hann
varð aðeins 48 ára að aldri.
Davíð var verkstjóri hjá Vega-
gerð ríkisins og þar lá eftir hann
mikið starf, því þar var hann
búinn að vinna kringum 30 ár.
Hann var verkstjóri yfir véla-
deildinni, og hafði umsjón með
öllum vélakosti vegagerðarinnar
og var það yfirgripsmikið og
mjög erilsamt starf. En Davíð
var traustur og samvizkusamur
maður með fádæmum. og vann
hvert það verk sem honum var
fengið til úrlausnar af mikilli
prýði, og þannig leysti hann af
hendi verkstjórastarfið, að hann
varð mjög vinsæll af öllum sam-
starfsmönnum. En vinsældir hans
náðu út fyrir raðir þeirra, því
vinmargur var Davíð.
Davíð Jónsson var fæddur 27.
okt. 1908 að ölvaldsstöðum í
Borgarhreppi í Mýrarsýslu. Hann
kvæntist árið 1933 eftirlifandi
konu sinni frú Huldu Björnæs.
Þeim varð fjögurra barna auðið,
þriggja dætra, sem allir eru í
föðurgarði, tvær í skóla en hin
elzta, Elín, er skrifstofumær hjá
Skreiðarsamlaginu. Einn son eign
uðust þau, en hann lézt nokkurra
mánaða gamall.
Davíð og kona hans voru mjög
samhent um það að skapa börn-
um sínum gott heimili að Lind-
argötu 47, enda skemmtilegur
heimilisbragur þar á öllu.
Sár harmur er kveðinn að konu
hans og dætrum, sem eiga á bak
að sjá svo góðum dreng. En minn-
ingin um hann og hvernig hann
brást við þá er andstreymi varð,
mun verða þeim hvatning um alla
framtíð.
Vinur.
Jóhannes Zoega Magnússon
K veðjuorð
HINN 13. janúar s.l. andaðist
hér í bæ Jóhannes Z. Magn-
ússon, prentsmiðjustjóri Alþýðu-
prentsmiðj unnar við Vitastíg, 49
ára að aldri.
Á s.l. sumri kenndi Jóhannes
þess sjúkleika, sem nú hefir haft
svo alvarlegan endi. Strax og
þess varð vart að um alvarlegan
sjúkdóm var að ræða, var hann
sendur til Danmerkur og þar
gekk hann undir þrjár erfiðar að-
gerðir e. höfði, en því miður varð
lífi hans ekki borgið. Jóhannes
verður jarðsettur í dag.
Sá sem þessar línur ritar átti
því láni að fagna að kynnast
Jóhannesi, og má segja, að leiðir
okkar hafi legið saman á tvenn-
um vígstöðvum. í starfi og í leik.
Jóhannes var drengur góður og
hvers manns hugljúfi og jafnt í
mótlæti sem meðlæti var hann
kátur og gerði að gamni sínu.
Mér er það minnisstætt er við
hittumst á föstudögum í sömu
erinadgjörðum að jafnvel þegar
verst lét, hraut honum gaman-
yrði af vör. Fór ekki hjá J>ví
að mér yrði öllum hughægra að-
eins við að hitta hann og 'æra
að taka mótlætinu þann veg.
En annar var sá vettvangur
er ég kynntist honum betur á.
Jóhannes var félagi í Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur, og var
hann einn af elztu mönnum (núv.
félagsnúmer 2) þess félagsskap-
ar. Hann var áhugasamur lax-
veiimaður og var gæddur hin-
um sanna sportanda, þ. e. hann
kunni þá list að tapa sem og að
sigra. Hann var eftirsóttur veiði-
félagi vegna þess að hann var
alltaf glaður og kátur. Mönnum
leið því vel í hans félagsskap.
Við félagar hans í SVFR söknum
nú vmar og félaga í stað. Skarð
það sem Jóhannes hefir nú skil-
ið eftir meðal félagsmanna er
vandfyllt, en við vitum að enn
stærra skarð er höggið á heimili
hans og að það muni enn vand-
fylltara. Þungur harmur er því
kveðinn að konu hans og börn-
um, þegar eiginmaðurinn og fað-
irinn, svo ungur, er burtkallað-
ur. Við þessu getum við lítið gert
en sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur vegna missis góðs ástvinar
og góðs drengs. Sjálfir drjúp-
um við höfði og biðjum honum
allrar blessunar á þeirri leið
sem hann nú hefir lagt út á. ___
Við vitum að hann er sjálfur
genginn en eins og segir í Háva-
málum:
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr et sama.
En orðstírr
deyr aldrigi
hveim es sér góðan getr.
V. J.