Morgunblaðið - 22.01.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.01.1957, Qupperneq 8
f MORGVNBLAma f>riSjudagur 21. Jan. 1957. .imtMfifrtfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ASalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður' Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Sex flokkar og flokksbrot VIÐ ÚRSÖGN Petrínu Jakobs- son voru flokkarnir og flokks- brotin, sem mynda minnihluta bæjarstjórnar, orðin 6 en alls eru fulltrúamir 7. Það vantar því ekki annað en einn klofning enn — og hver veit nema hann eigi eftir að gerast — til þess að flokkarnir og flokksbrotin séu orðin jafnmörg og fulltrúarnir. Þegar mönnum verður litið á vinstrifylkinguna í bæjarstjórn- inni er von að spurt sé: Hvað yrði um Reykjavík ef þetta ó- samsetta lið kæmist einn góðan veðurdag í meirihluta í bæjar- stjórninni? Það mun ekki nokkur maður, nema þá einhverjir star- blindir ofstækismenn, telja að slíkur hópur gæti myndað sam- stillta og fasta stjórn í bæjar- málunum. Það cr útbreidd skoð- un, langt inn í raðir þeirra flokka, sem þó standa að þessum minnihluta, að það væri slys, ó- gæfa ef slíkt ætti eftir að henda. Menn hafa séð afleiðingar þess í landsmálunum, pegar sundur- leitir flokkar hafa farið með stjórn og er það ekki síst á- berandi einmitt nú, þegar þrír flokkar, sem hingað til hafa sjaldnast setið á sárshöfði hver við annan, mynda ríkisstjórn og toga hver sinn skækil. En það er langt frá því að vera einungis þetta sjónarmið, sem vakir fyrir svo mörgum Reykvíkingum, af hvaða flokki, sem þeir eru. Það, er staðreynd að Reykjavíkurbær hefur notið farsællar og hagsýnn ar stjórnar á undanförnum árum og hefur hver ágætismaðurinn á fætur öðrum verið þar í forystu í sæti borgarstjóra. Þetta er við- urkennt af stórum hóp manna, sem þó teljast til andstæðinga Sjálfstæðismanna í landsmálum. Sjálfstæðismenn hafa haldið uppi stjórn á málefnum bæjar- ins, sem hefur verið vakandi um framfaramál hans og komið hlut- drægnislaust fram gagnvart bæj- arbúum. Þar hefur eitt yfir alla gengið. Sjálfstæðismönnum hef- ur aldrei dottið í hug að draga bæjarbúa í dilka eins og stund- um hefur gerzt í landsmálunum og gerist enn, þegar tilteknir flokkar í ríkisstjórn ofsækja stéttir eða einstaklinga, sem þeim af einum eða öðrum ástæðum, er miður vel til. Bæjarbúar eru almennt sammála um að stjórn Sjálfstæðismanna á bæjarmál- um hafi farið vel úr hendi og á flestum ef ekki öllum sviðum stórum betur en sjálf landsstjórn in á undangengnum áratugum. Það fer auðvitað ekki hjá því að bent sé á eitt og annað, -em væri æskilegt öðruvísi. Stundum er kvartað yfir að einar og aðr- ar framkvæmdir gangi ekki nógu hratt áfram. Hér er oft úr vöndu að ráða, því verkefnin í svo ört stækkandi bæ hljóta að vera mjög mörg. Hins vegar er Reykjavíkurbæ eins og öðr- um bæjarfélögum skammtað af ríkisvaldinu „afl þeirra hluta, sem gera skal“. Fjárráð bæjar- og sveitafélaga eru svo að segja takmörkuð við útsvörin ein og þó almenningi finnist þau nógu há, er það samt svo að þau hrökkva ekki til þeirra fram- kvæmda, sem æskilegt væri að sem fyrst yrði komið áleiðis. Það hefur verið stefna Sjálf- stæðisflokksins að vinna sem ötullegast að margvíslegum framkvæmdum en ofbjóða þó ekki gjaldþoli bæjarbúa. — Sá er þó hér gallinn á að um helmingur allra útgjalda bæjarsjóðs er bundinn af lög- um. Það er því Alþingi og ríkis- valdið, sem hefur helming fjár- ráða bæjarins í sínum höndum. Að vera „á móti“ „Tíminn" skrifar á dögunum að glundroðinn í bæjarstjórnar- minnihlutanum sé „leiðinlegt fyrirbæri". — „Tíminn“ segir líka að „sameining vinstri- aflanna" ætti að vera „auðveld- ari á sviði bæjarmála en lands- rnála“. Ekki útskýrir „Tíminn" hvernig flokkar, sem sjaldnast kemur saman um nokkuð í lands málum, þó þeir um sinn sitji sam an í stjóm, þar sem sífeldlega er von á pólitískum eldgosum og jarðskjálftum, ættu að verða í bandi friðarins í bæjarmál- um. En á einn veg má þetta þó til sanns vegar færa. Bæjarmála- stefna minnihlutans er fátækleg og snýst ekki nema um eitt: Að vera á móti „íhaldinu“. Sam- eining allra brotanna 6 gæti aldrei byggst L sameiginlegri stefnu í málefnunum en hins veg- ar er auðvelt að vera „á móti“. Andstaðan gegn Sjálfstæðismönn um í bæjarstjórn byggist ekki á nýtilegum, vel undirbúnum og hugsuðum tillögum í bæjarmál- um, því slíkt er fágætt eins og raunar má vænta frá svo marg- klofnum hóp, heldur eingöngu á því að vera „á móti“ — alltaf „á móti“. En af hverju stafar svo allur þessi klofningur minnihlutans? Allt eru þetta sósíalistisk flokks- brot og gildir það jafnt um kommúnista yst til vinstri, Al- þýðuflokkinn, hinn „frjálslynda sósialisma" Þjóðvarnar og svo Reykjavíkurdeild Framsoknar, frá „bæjarradikölu". Klofningur þessara flokka í brot og brota- brot í málum lands og bæjar er ekkert annað en sama fyrirbær- ið, sem gerist meðal sósíalist- iskra flokka í lýðræðislöndum víðast hvar um allan heim. Þar sem sósíalistar ráða ekki með vopnuðu einveldi, þar eru þeir í brotum, stærri og smærri, til „vinstri" og „hægri“, þótt allir eða flestir vitni þeir í Karl Marx og séu þannig af sömu rót runn ir. Klofningurinn og ósamiynd- ið meðal þeirra, sem aðhyllast sósíalisma er sá sami hér og annars staðar. En það eru veil' urnar í sósialismanum, sem birt ast á svo margan hátt, í harð- stjórn og kúgun annars vegar eða fávíslegum efnahagsævintýr um og of-skipulagningu hins veg- ar, sem eru undirrót þessa al- þjóðlega fyrirbrigðis, sem hér á landi er kallað „klofningur inn- an vinstri aflanna". En svo er ein staðreynd, sem vert er að athuga. Það er eng in von til þess að flokksbrotin 6 mundu ná völdum í Reykja vík, þó þau reyndu að sameinast við kosningar, a. m. k. til mála mynda. Þá mundu iteykvíkingar af öllum flokkum hnappast enn þéttar um Sjálfstæðisflokkinn en nokkru sinni áður. t „samein- ingu“ jafnt og sundrungu eru þessi flokksbrot vonlaus. UTAN UR HEIMI \Jerál LÍacltlar — l^íLaótar l fyrri viku sögðum við hér í dálkunum frá 10 bezt klæddu og 10 dáðustu konum heims, að áliti bandarískra sér- fræðinga um slík mál. Nú hefur ritstjóri kvennasíðunnar við brezka blaðið „Sunday Express", Anne Scott James, tekið sér fyr- ir hendur að benda á 10 verst klæddu konur heims. „Sunday Express" er blað hins fræga auð- jöfurs, Beaverbrooks lávarðar. Mr að er tekið fram, að á listanun yfir 10 verst klæddu konur heims komi ekki til greina konur, sem séu frábitnar opin- beru lífi eða hafi ekki ráð á að klæða sig betur. Þær konur ein- ar koma til álita, sem gætu vei klætt sig betur. X* f frægum konum, sem eru á þessum lista, skal fyrst nefna hinar frægustu: Anitu Ek- Grísku Livano-systurnar. Dí ' ómurinn um Anitu Ekberg virðist vera byggður á kjólnum, sem hún klæddist í haust sem leið, þegar hún kom fyrir Elizabetu Bretadrottningu. Sá kjóll er löngu frægur orð- inn, því hann var svo þröngur, að veslings leikkonan gat ekki hneigt sig fyrir drottningunni og varð að láta sér nægja að lúta höfði. „Kjóllinn fór illa — var alls staðar of þröngur — og var Anita Ekberg og maður hennar Anthony Steel berg, Gretu Garbo og Mamie Eisenhower. Þá koma nokkrar kunnar konur úr brezku sam- kvæmislífi, svo sem frú Walter Nell, lady Docker, frú Gerald Legge og markgreifafrúin af Dufferin. Þá koma Edith Summ- erskill þingkona Verkamanna- flokksins í neðri málstofunni, skáldkonan Nancy Spain og Jeanette Scott, sem er ung kvik- myndastjarna. Og loks kemur rúsínan í pylusendanum: Ava Gardner (hver hefði trúað því?) XX stæðan til þess, að Mamie Eisenhower er ein hinna verst klæddu, er sú, að „hún klæðir sig eins og lítil telpa". Um Gretu Garbo segir: „Hún er ein af fegurstu konum heimsins, en lítur út eins og ein herfileg- asta kona heims“. Mamie Eisenhowcr bjánalega valinn fyrir þetta tæki- færi“, segir hinn dómharði rit- stjóri, Anne Scott James. því innan skamms kemur öll þessi vellauðuga ætt saman í Aþenu til að taka þátt í veglegu brúð- kaupi, Það er frændi Niarkosar, sem ætlar að ganga í hjónaband, og í Grikklandi eru brúðkaup auðmanna langt frá því hvers- dagslegir atburðir. Þau standa yfir dögum saman í glaumi og dýrlegum fagnaði. MJ ivano-systurnar eru dæmigerðar grískar hástéttastúlk ur, fagrar og vel menntaðar, hafa mikinn áhuga á listum og ferða- lögum og taka mikinn þátt í sam- kvæmislífinu. Þær eiga hvor tvö börn. Kjólarnir, sem þær klæðast á myndinni, eru að sjálfsögðu frá París. Frú Niarkos er í kjól frá Dior og frú Onassis í kjól frá Dessés. Skartgripirnir eru að lík- indum frá Cartier og kosta eflaust morð fjár. „f eslings ríku stúlkur", kynni kannski einhver að segja, en í þetta sinn virðist óþarft að láta í ljós meðaumkun. Þessar grísku systur eru nefnilega báð- ar hamingjusamar í hjónabönd- um sínum og lifa eðlilegu lífi, þar sem börnin skipa æðsta sess. 0, Greta Garbo hia mannfælna g þá skulum við snúa okkur að tveimur mjög vel klædd um konum, enda hafa þær eflaust ráð á að klæða sig, því þær eru með auðugstu konum jarðarinn- ar. Þetta eru hinar grísku Livano- systur, dætur gríska skipakóngs- ins sem var og giftar tveimur stærstu skipaeigendum heimsins. Sú eldri er þrítug og gift Sravros Niarkosi, sem á stærsta olíuskipa- flota heims (hún situr á mynd- inni). Hin yngri er 28 ára og gift Aristotelesi Onassis, sem á þriðja stærsta olíuskipaflota heimsins ásamt ýmsu öðru. T. d. á hann hið fræga spilavíti í Monte Carlo í Monaco. i J agt er, að stundum sé kalt milli svilanna, því þeir eru báðir kappsamir, fégráðugir og metorðagjarnir. En núna í mánuð inum gleymast víst allar erjur, Ava Gardner Það eru sem sé til konur, sem ekki verða apar af aurum, ea það þarf enginn að taka til þess, þótt fagrar konur hafi yndi af að sýna sig í fögrum klæðum. Er það ekki bara mannlegt? Hitt er haft fyrir satt, að börnin séu þessum fögru systrum mun mikil- vægari en falleg klæði og öll olíu- skip eiginmannanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.