Morgunblaðið - 22.01.1957, Síða 16
Veðrið
Vaxandi S og SA-átt.
Snjókoma síðdegis.
Viðtal við
Jón á Hvanná
Sjá bls. 6.
Slysavarnafélagið gefur Færeyingum
fluglínutæki í viðurkenningarskyni
fyrir Goðanesbjörgunina
Skipverjar a Goðanesi senda
fœreyskum sjómönnnum þakkarskjal
IGÆR afhenti stjórn Slysavarnafélags íslands og Slysavarna-
deildar kvenna í Reykjavik Fiskimannafélagi Færeyja vandað
björgunarlínutæki að gjöf, sem þakklætisvott fyrir hina vasklegu
framgöngu færeyskra sjómanna við björgun skipverja af Norð-
fjarðartogaranum Goðanesi, sem fórst við Færeyjar 2. jan. s.l.
Tækið afhenti frú Guðrún Jónasson form. Slysavarnadeildar kvenna
en við því tók form. Færeyingafélagsins, frú Signhild Konráðsson,
fyrir hönd Fiskimannafélagsins.
GJÖF FRÁ SLYSAVARNA-
DEILD KVENNA
Afhending tækjanna fór fram
í gær í húsakynnum Slysavarna-
félagsins í Grófinni og voru þar
saman komnar stjórn Slysavarna-
félagsins og kvennadeildarinnar
og Færeyingafélagsins, auk nokk
urra annarra gesta og frétta-
manna blaða og útvarps. Guð-
bjartur Ólafsson forseti Slysa-
varnafélagsins bauð gesti vel-
komna og skýrði frá gjöfinni.
Hefði Slysavarnafélagið ákveðið
að færa færeyskum sjómönnum
þennan þakklætisvott fyrir fram-
göngu þeirra við strand Goðaness
ins.
Slysavarnadeild kvenna í Rvík
hefði ákveðið að leggja fram and-
virði tækjanna. Þakkaði Guð-
bjartur deildinni fyrir þann höfð-
ingsskap.
Kvað hann tækjunum mundi
verða komið fyrir í sjómannaskól
anum í Þórshöfn þar sem fær-
eyskum sjómönnum yrði kennd
meðferð þeirra og þar væru þau
á vísum stað þegar til þeirra
þyrfti að grípa.
Kvaðst Guðbjartur vonast
til þess að þessi ágæta frænd-
þjóð okkar mætti hafa góð not
af tækjunum, en þau eru af
fullkomnustu gerð og sams
konar og yfir 1000 íslending-
um hefir verið bjargað með úr
sjávarháska. Kvaðst ræðumað-
ur vonast til þess að þessi gjöf
gæti orðið til þess að hvetja
og efla Færeyinga í slysavarna
starfi sínu og kvað þá vel far-
ið.
MINNTIST PÉTURS
HAFSTEINS SIGURÐSSONAR
Þá minntist Guðbjartur Ólafs-
son Péturs Hafsteins Sigurðsson-
ar, hins unga skipstjóra, sem af
fádæma fræknleik vann að björg-
un skipsmanna sinna, en lét sjálf-
ur lífið. Bað hann alla viðstadda
að rísa úr sætum sínum í sam-
úðar og virðingarskyni við minn-
ingu hans.
Að lokum gat ræðumaður þess
að Slysavarnafélagið myndi
senda eitt eintak af kvikmynd-
inni frá björguninni við Látra-
bjarg til Færeyja með norskum
texta og væri slysavarnafélagi
Færeyja heimilt að nota mynd-
ina í fjáröflunarskyni fyrir mál-
stað sinn og verja tekjunum til
eflingar slysavarna í Færeyjum.
GILDI SLYSAVARNA
Þá tók frú Guðrún Jónasson til
máls. Flutti hún snjalla ræðu um
markmið slysavarna, hið ómetan-
lega gildi þeirra og göfugleik
þess starfs sem bjargaði fjölda
mannslífa úr háska á ári hverju,
og hvatti alla til þess að staría
saman að mannúðar og kærleiks-
málum. Rakti hún nokkuð hvert
gildi slysavarnadeildir kvenna
hefðu haft í hinum almennu slysa
vörnum landsins en kvennadeild-
irnar eru nú 24 talsins. Þær hafa
allt frá öndverðu lagt fram
feikilegt starf og mikla fjár-
muni til slysavarnanna. Kvaðst
hún vonast til þess að færeyskar
konur legðu inn á sömu braut og
íslenzkar hefðu gert í slysavörn-
um sínum og að þeim tækist að
vinna þar mikið starf og koma
slysavarnamálum sínum í það
horf sem bezt mætti vera. Kvaðst
frú Guðrún vonast til þess að
gæfa ætti eftir að fylgja björg-
unartækjunum og að lokum sendi
hún færeyskum konum kveðjur
sínar og allra íslenzkra slysa-
varnakvenna.
Þá afhenti frú Guðrún Jónas-
son formanni Færeyingafélags-
ins frá Signhild Konráðsson,
björgunartækin og tók hún við
þeim fyrir hönd Fiskimanna-
félagsins í Færeyjum. — Henry
Hálfdánarson skýrði fyrir gest-
um hvernig nota ætti þau við
björgun.
FÆREYINGAR ÞAKKA
Þá talaði Pétur Wigelund,
fyrrv. formaður Færeyingafélags
ins. Þakkaði hann gjöfina fyrir
hönd Færeyinga og óskaði Slysa-
varnafélagi íslands alls hins
bezta.
ÞAKKARSKJAL FRÁ
SKIPSHÖFN GOÐANESS
Þrir af siiipbrotsmönnunum
af Goðanesinu voru viðstadd-
ir þessa athöfn í boði Slysa-
varnafélagsins. Loftskeyta-
maðurinn Axel S. Óskarsson
tilkynnti að áhöfn Goðaness
vildi senda færeyskum sjó-
mönnum þakkarskjal undir-
ritað af þeim öllum sem af
komust. Verði það varðveitt í
Sjómannaheimilinu í Þórs-
höfn til minningar um björg-
unina. Afhenti hann það síð-
an formanni Færeyingafélags-
ins.
SAMSKIPTI ÍSLENDINGA
OG FÆREYINGA
Þá talaði Júlíus Hafstein, fyrr-
verandi sýslumaður, en hann hef
ir alla tíð verið einn af ötulustu
forvígismönnum slysavarna á
Norðurlandi. Flutti hann þakkir
Norðlendinga til slysavarnadeild
ar kvenna í Rvík. Minntist hann
hinna miklu samskipta færc-yskra
fiskimanna við Norður- og Aust-
urlandið og flutti Færeyingum
kveðjur. Kvaðst hann vonast til
þess að gjöfin myndi efla mjög
slysavarnaáhugann í Færeyjum.
Þá ávarpaði Guðbjartur Ólafs-
son umboðsmann enskra togara
hér á landi, Geir Zoega forstjóra.
Skýrði hann frá því, að Geir
Zoéga hefði afhent Slysavarna-
félaginu fyrir hönd brezkra út-
gerðarmanna teikningar af sér-
stakri gerð togblokkar, sem hef-
ir nýlega verið fundin upp í
Bretlandi. Er blokkin þannig að
engin hætta er á að slys verði
þegar vírarnir eru slegnir úr
blokkinni, og með því mörg slys
fyrirbyggð. Þakkaði Guðb.iartur
þessa viðurkenningu og góðu
gjöf.
Húsið of
- Bíll
REYKJUM, 21. janúar: — Jeppa-
bifreið frá Helgafelli í Mosfells-
sveit var á leið þangað milli
kl. 5 og 6 í kvöld, er hún mætti
vörubifreið við Grafarholt.
Skyggni var slæmt, því mikið
snjóaði, þæfings ófærð og því
erfitt að hafa stjórn á bifreiðum
á vegimum.
Er bifreiðarnar mættust rákust
þær saman með þeim afleiðingum
EINS OG að undanförriu mun
Heimdallur F.U.S. efna til stjórn
málanámskeiðs fyrir félagsmenn
sína og er ákveðið að námskeiðið
hefjist þriðjudagiim 29. jan. n.k.
kl. 20.30 í Valhöll, Suðurgötu 39,
Félagsheimili Sjálfstæðismanna.
Námskeiðinu mun hagað á svip-
aðan hátt og á undanförnum ár-
um með málfundaæfingum og
erindaflutningi, en síðar mun
nánar verða skýrt frá tilhögun
námskciðsins. Þeir Heimdelling-
ar, sem vilja taka þátt í þessu
stjórnmálanámskeiði eru beð.nir
um að láta skrifstofu félagsins í
Valhöll, sími 7100, vita og mun
skrifstofan veita aliar nánari
upplýsingar um námskeiðið.
Stjórn Heimdallar F.U.S.
Frú Guðrún Jónasson, form. Slysavarnadeildar kvenna í Reykja-
vík, afhendir frú Signhild Konráðsson, form. Færeyingafélagsins,
fluglínutækin í gær.
(Ljósm. Þórarinn Sigurðsson)
Þetta er ein af myndum Ásgríms^
Jónssonar á sýningunni í glugga
Mbl. Heitir hún „Hafnarfjarðar-
vegur“ og er máluð árið 1931. —
Bíl
fleytt
Margir stöldruðu í gær við þenn-
an sýningarglugga til þess að
skoða listaverk hins aldna og
mikilhæfa listamanns.
á tunmim
yfir Jökulsa
Ásgrímur Jónsson listmálari.
jeppanunt
d hvolfi
FRÁ því var skýrt í blaðinu á
sunnudag, að 3 menn hefðu far-
ið í vörubíl austur yfir Skeiðar-
ársand. Ætluðu þeir með bíl-
iim austur í Hornafjörð, en óvíst
var talið, að þeir kæmust yfir
Jökulsá á Breiðamerkursandi,
þar sem stórstreymi var og áin
talin óit-tr. Mennirnir höfðu
gert ráðstafanir til að fá aðstoð
frá Svínafelli í Nesjum, en það-
an voru þeii'. Var komið með
28 tómar benzíntunnur og 4 síma
staura, sem var fleytt vestur yf-
ir Jökulsá, en vestan megin voru
fyrir 8 tunnur. Þá voru staur-
arnir bundnir undir bílmn og
síðan voru 4 tunnur settar undir
livern enda stauranna. Fyrir
austan ána voru jeppi og trukk-
ur, sem skiptust á um að draga
bílinn yfir á þessu floti, en hald-
ið í með bíl að vestanverðu.
Mun þetta vera í fyrsta skipti,
sem þannig er farið yfir ófært
vatnsfall hérlendis, en bíllinn
var rúm 4 tonn. Bílstjóri var
Árni Sigurbergsson, en þeir
Svínafellsfeðgar hjálpuðust allir
að við að fleyta bílnum yfir ána.
að húsið fór af jeppanum, er hann
skal á palli vörubifreiðarinnar.
Húsið á jeppanum var úr tré.
í jeppabifreiðinni voru fjórar
manneskjur, 3 fullorðnir og barn
og sluppu allir ómeiddir, og má
það teljast mikil mildi.
BIFREIÐ Á HVOLFI
Bifreið úr Borgarfirði lá á
hvolfi við veginn, skammt þar
frá sem áreksturinn varð, hlaðin
af vörum. Hafði hún sýnilega
nýlega oltið er að var komið um
kl. 6. Engin merki voru þess að
þarna hefði orðið slys á mönnum
og var enginn þar nálægt. —
Hafði bifreiðarstjórinn sýnlega
skriðið út um glugga. Svo mikil
fönn er komin hér efra, að erfitt
er að átta sig á hvar vegurinn
liggur, því brúnir hans eru svo
ógreinilegar orðnar. J.
Bútoi ijúka
og broina
ÞÚFUM, 20. jan. — Vegna mikilla
símabilana hafa ekki borizt fregn
ir af veðurofsanum fyrr en nú.
Sjávarhús á Óbótatanga fauk —
sumt á sjó út. Á Eyri í Seyðis-
firði fauk þak af nýbyggðu fjár-
húsi og einnig þrír bátar. Trillu-
bátur brotnaði. Skekta með grjóti
í fauk á sjó út og sökk. Búast má
við að meiri skemmdir hafi orð-
ið, en ekki liggja fyrir fréttir
um þær enn —P. P.
Bryggja
skemmist
ÞÚFUM, 18. jan. — Undanfarna
daga hefur verið aftaka stórviðri
af suðri og suðvestri með mikilli
úrkomu og virtist veðrið ná há-
marki í gærkvöldi.
í gærmorgun brotnaði bryggj-
an á Arngerðareyri mikið, en
ekki hefur frétzt um skemmdir
á húsum ennþá. Símasamband er
slæmt. —P. P.
500 þús. kr. á
miða nr. 25998
DRÁTTUR hefur nú farið fram í
1. fl. Happdrættis Háskóla fslands
Dregin voru 306 númer — og
vinningar voru að upphæð sam-
tals 900 þús. Hæsti vinningurinn,
500 þús. kr. kom upp á heilmiða
nr. 25.998, sem seldur er í Rit-
fangaverzlun ísafoldar í Banka-
stræti. 50 þús. kr. vinningurinn
kom upp á miða nr. 7268, sem er
fjórðungsmiði. 3 hlutar hans eru
seldir hjá Frímanni í Hafnarhús-
inu en einn á Akureyri. Tveir
vinningar voru á 10 þús. kr. og
var annar á fjórðungsmiða nr.
23377, sem allir voru seldir í
Vesturveri í Reykjavík, en hinn
kom upp á heilmiða nr. 26083, er
seldur var á Siglufirði.