Morgunblaðið - 25.01.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.01.1957, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 25. ian. 1957 IViðursett verð Kvenkuldaskór - v yerð kr. 98,00 — áður kr. 149,00 Garðastræti 6 Gjaldkeri *- Eitt af stærri fyrirtækjum bæjarins óskar eftir stúlku til gjaldkerastarfa. Þarf að hafa bókfærsluþekkingu. * Tilboðum sé skilað til Mbl. fyrir sunnudag merkt: Gott starf — 7522. Atvinna Maður óskast til hjólbarðaviðgerða. Upplýsingar ekki í síma. B A R Ð I N N HF. Skúlagötu 40 (við hliðina á Hörpu). ÁvÖxtun peninga Þeir, sem óska að fá á fullkomlega lögmætan hátt, án framtalsskyldu til skatts með ríkisábyrgð og með skatt- frjálsum vöxtum ríflega vexti af peningum sinum, leggi nöfn sín og heimilisfang í umslag á afgreiðslu blaðsins undir merkinu „Ávöxtun fjár — 7527“ og geti um upp- hæðir þær, sem þeir hafa yfir að ráða og til hve langs tíma þeir vilja binda þær. Algerri þagmælsku heitið og hennar krafizt. Segulbandstæki — Tóngæði Viljum selja nýlegt segulbandstæki, mjög lítið notað. Tækið er sérstaklega vandað að því er tóngæði snertir. Einkar hentugt fyrir tónlistarmenn, söngkóra, hljómsveitir, skemmtistaði o.s.frv. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar veittar í síma 82834, daglega. MAIJÐUNGARIJPPBOÐ verður haldið hjá varðskýiinu á Reykjavíkurflugvelli eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o.fl., föstudaginn 1. febrúar n.k., kl. 1.30 e.h. — Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-530, R-576, R-952, R-1256, R-1392, R-1603, R-1652, R-1761, R-1823, R-1927, R-1948, R-1967, R-2424, R-2680, R-2812, R-2878, R-3095, R-3282, R-3326, R-3418, R-3505 R-3508, R-3555, R-3558, R-3559, R-3854, R-4112, R-4135, R-4376, R-4496, R-4544, R-4708, R-4918, R-4939, R-5032, R-5108, R-5115, R-5323, R-5356, R-5358, R-5435, R-5575, R-5785, R-6013, R-6251, R-6278, R-6425, R-6436, R-6463, R-6498, R-6562, R-6599, R-6778, R-6886, R-7097, R-7168, R-7197, R-7223, R-7224, R-7754, R-7576, R-7865, R-7945, R-8148, R-8310, R-8474, R-8496, R-8963, R-8965, og B-149. Geiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Skipverji á Northern Crown segir: Við hefðum allir drukknað ef ekki hefðu verið gúmmíhátar Stýrimaður var ekki á sijórnpalli SKIPSMENN af brezka togaranum Northern Crown, sem fórst í Húllinu við Eldey 11. október s.l. staðhæfa það, að enginn þeirra 20 að tölu hefði komizt af, ef ekki hefðu verið gúmmíbátar á skipinu. Rannsókn þessa sjóslyss fer nú fram í Grimsby og segir Fishing News frá rannsókninni. Einn skipsmanna Kenneth Chapman sagði t. d. fyrir rétt- inum: „Það má vera að einhverjir okkar hefðu getað haldið sér við eitthvert brak úr skipinu. En samt er það skoðun mín, að við hefðum allir drukknað, ef ekki hefðu verið gúmmí- bátarnir." YNGSTI SKIPSTJÓRINN í þessari veiðiferð var Colin Newton skipstjóri á Northem Crown í forföllum Ágústs Eben- eserssonar, sem er íslendingur ættaður frá Flateyri. Colin er yngsti togaraskipstjóri Breta, 25 ára, og talinn traustur og dug- legur maður. Má þó vera, að Coiin Newton, ungur skipstjóri hann verði sakfelldur fyrir óað- gætni. SKEKKJUR SKIPSTJÓRA Þeir sigldu frá Grimsby 6. október, en þegar veiðin þar reyndist léleg ákvað skipstjórinn að taka stefnu til suðurstrandar íslands. Segja kunnugir menn, að svo virðist sem skipstjórinn hafi ekki gætt þess, að miklar breytingar verði á misvísun átta- vitans á þessari leið og einnig hafi hann misreiknað siglinga- timann. Ferðin hafi tekið styttri tíma en hann áætlaði. VANRÆKSLA STÝRIMANNS Stýrimaðurinn R. F. Macdon- ald er þó líklega í meiri hættu að því er Fishing News segir. Því að það hefur komið fram við vitnaleiðslur, að þótt hann ætti vaktina var hann ekki í brúnni einn og hálfan tíma áður en slysið varð. Mun hann verða ákærður um alvarlegt gáleysi. Um stýrisvöl skipsáns hélt einn hátsetinn Kenneth Chap- man. Hann kvaðst haía stýrt skipinu eins og fyrir hann hafði verið lagt. Allt í einu sá hann hvítt brim rísa upp um hundrað metra framan við skipið og svo rakst skipið á skerið með miklu brothljóði. Skipið hallaðist strax á bak- borða og hásetinn kastaðist til í stjórnklefanum. Hann sá að bakborðs-björgunarbáturinn hafði brotnað og hijóp nú aft- ur til að gera mönnum að- vart og til þess að taka gúmmí bátana úr sérstökum festing- um, sem þeir eru geymdir L Skipsmenn blésu bátana fljót- lega út og voru tíu í hvorum þeirra. Skipti það engum tog- um að skipið hvarf í hafið. Hinir ensku fiskimenn hrósa mjög aðbúðinni á íslenzka varðskipinu Þór, sem bjargaði þeim. RÓM, 18. jan. — Undanfarna tvo daga hafa utanríkisráðherr- ar Ítalíu og Bretlands, þeir Selwyn Lloyd og próf. Martino, ræðzt við hér í borg. — í dag lauk viðræðum ráðherranna og gáfu þeir út sameiginlega yfir- lýsingu. í henni segir m. a., að sameiginlegur markaður Vestur- Evrópulandanna muni stuðla að því að víkka út viðskiptasvið þeirra. Reuter. Péfiur Bjarnason skipsljóri áttræður PÉTUR BJARNASON, skipstjóri, á Bíldudal, varð 80 ára 31. des. síðastliðinn. Pétur fæddist aið Vaðli á Barðaströnd 31. des. 1876. For- eldrar hans voru Ólína Ólafsdótt- ir og Bjarni Pétursson. Sjö ára gamall fluttist Pétur með for- eldrum sínum að Dufansdal í Arnarfirði og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Enemma fór hugur Péturs að hneigjast að sjónum og var hann ekki gamall, þegar hann fór að draga björg í bú, enda ekki langt Innrétfingar Tökum að okkur smiði á búðar- og skrifstofuinn- réttingum. Ennfremur eldhúsinnréttingum. HF. HJÁLMAR ÞORSTEINSSON & CO. Klapparstíg 28, sími 1956 út á miðin, rétt fram fyrir land- steina út á Fossfjörðinn, eða þá á silungsveiðar í Dufansdalsá, sem rennur skammt frá bænum. Árið 1896 réði Pétur sig fyrst á þilskip og var tvö sumur á skipi frá Patreksfirði, sem Markús Snæbjörnsson átti. Árið 1905 giftist Pétur Valgerði Kristjánsdóttur, smiðs á Bíldudal og árið eftir fluttust þau til Bildu dals, þar sem hann hefur dvalizt síðan. Þeim varð 7 barna auðið, 4 dætra og 3 sona og eru fjögur þeirra á lífi. Konu sína missti Pétur árið 1933 og hefur síðan búið hjá Kristínu, dóttur sinni. Árið 1906 varð Pétur fyrst for- maður á skipi, sem P. Thorsteins- son átti, og um 30 sumur stundaði hann sjómennsku, ýmist sem skipstjóri eða stýrimaður. Einnig vann Pétur við Bildudalsverzlun hjá Hannesi B. Stephensen um J7 vetur. Heilsugóður hefur Pétur verii alla sína ævi og stundar enn kolaveiði með net á sumrin. Margt fólk heimsótti hann 6 af- mælisdaginn á heimill Kristínar dóttur hans og manns hennar, Kristins Péturssonar, og bárust honum margar heillaóskir. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Pétri góða viðkynningu, fyrr og síðar, og óska honum gæfu og gengis á hinu nýbyrjað* ári. Friðrik Valdemarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.