Morgunblaðið - 25.01.1957, Síða 15

Morgunblaðið - 25.01.1957, Síða 15
Fðstudagur 25. jan. 1957 MORCUW fíLAÐIÐ 15 — Ungverska upprelsnin Framh. af bls. 9 MÓÐGUN VIÐ UNGVERSKT ÞJÓÐERNI Yngri mennirnir sáu kjör yfir- manna sinna og eldri samverka- manna í verksmiðjum, og þeim var ljóst, að þeir áttu hvergi frama í vændum, nema þeir gengju í flokkinn eða leynilög- regluna. En það var viðbjóður hverjum heiðarlegum manni. Við þetta allt bættust svo óbærileg- ar móðganir við ungverskt þjóð- erni. Við vorum neyddir tii að læra rússnesku, en stúdentarnir neituðu því. Herinn var klæddur rússneskum einkennisbúningum. Við vorum þvingaðir til að halda hátíðlega rússneska helgidaga. í öllum greinum voru Rússar hafð- ir að fyrirmynd. Á Ólympíuleik- unum í Helsinki 1952 var ung- verski þjóðsöngurinn leikinn oft- ar en hann hafði heyrzt í Rúda- pest-útvarpinu á fjórum undan- gengnum árum. Þessi harðvítuga barátta gegn þjóðerniskenndinni vakti sterka andúð jafnvel í fylkingum kommúnista. GÖTIN Á JÁRNTJAEDINU Hin harðlokuðu landamæri okkar í vestri höfðu ótrúleg áhrif á æskulýðinn. Við gát- um ekki skilið, hvers vegna hið „frábæra“ efnahags- og menningarkerfi sovét-skipu- lagsins óttaðist Vesturlönd. Kommúnistar komu með alls konar skýringar, en þær juku aðeins á forvitni okkar. Sovét- bækur lágu óhreyfðar í bóka- búðum og söfnmn en háskóla- stúdentar þýddu leynilega og gáfu jafnvel út vestrænar bækur, sem voru „rifnar út“. Rússneskar kvikmyndir voru sýndar fyrir tómum húsum. En vestrænar kvikmyndir gengu mánuðum saman, jafn- vel þótt þær hefðu verið ræki- lega „klipptar" og „lagfærð- ar“. Ungverjar lærðu margt um hinn vestræna heim hjá íþróttafólki, sem ferðazt hafði vestur fyrir jámtjald. Ung- verjar voru það leppríki Rússa, sem hafði víðtækust íþróttasambönd við Vestur- lönd. Fyrir mörgum okkar opnuðu íþróttirnar stærstu rif una á járntjaldinu. Við verk- fræðingarnir sáum það af vest rænum tækni-tímaritum, að iðnaður okkar og öll tækni stóð langt að baki því, sem tíðkaðist í vestri. Þessi göt á tjaldinu gerðu okkin: kleift að bera saman líf okkar og annarra þjóða — og það hlaut alltaf að verða á kostnað sovét skipuiagsins. Þessi saman- burður gat af sér ótölulegar skrýtlur og gamansögur, sem fóru eins og eldur um landið og komust jafnvel til eyma leiðtoganna. .'Saa STÚDENTAR HEFJA :^r HERÓPIÐ Eftir dauða Stalins fundu all- ir óvissuna meðal leiðtoganna. Þegar losað var á böndunum, fóru mótmælaraddirnar að heyr- ast. Hinir þöglu ungversku rit höfundar létu til sín heyra. Blöð og tímarit, sem birtu kvartanir þeirra, seldust upp á svipstundu Stúdentarnir, sem vissu um þjáningar fólksins, hófu upp herópið. Þeir báðu ekki um „þjóðlegan kommúnisma" (Tító- isma). heldur algert fullveldi og lýðræði. HVERS VEGNA PÓLVERJAR OG UNGVERJAR? Þegar þess er gætt, að rúss nesk kúgun hafði skapað sömu aðstæður í öllum leppríkjunum kann einhver að spyrja, hvers vegna það voru einmitt Pólverjar og Ungverjar, sem sönnuðu gagns leysi hins kommúniska ,uppeldis‘ Svarið er augljóst. Pólverjar og Ungverjar eiga glæsilega fortíð þjóðemislegrar baráttu, sem blés æskulýðnum í brjóst hugrekki á hinu rétta sögulega augnabliki. RÚSSAR EIGA TVO KOSTI Það er hörmulegt, að frelsis- barátta Ungverja var barin nið- ur með rússnesku vopnavaldi. í þessari baráttu var kjarninn úr æsku Ungverjalands drepinn, fluttur úr landi eða dreift um allan heim. En andstaðasi var ekki yfirunnin. Kúgunin í Ung- verjalandi hefur aldrei fyrr átt svo öflugri mótspyrnu að mæta. Það er augljóst að ,/uppeldis- aðferðir“ Rússa hafa algerlega mistekizt. Þeir geta aðeins hald- ið völdum í Ungverjalandi með vopnum. Spurningin er, hvort þeir þora að sleppa Ungverjum af ótta við að missa líka önnur leppríki. Að öðrum kosti veröa þeir að beita grimmdarbrögðum Staiins. Það mundi hafa í för með sér tortímingu heillar þjóðar beint fyrir augum Vesturlanda — því ungverska þjóðin, sem í fjóra daga andaði að sér fersku lofti frelsisins, mun aldrei sætta sig við harðstjóm aftur. — Útilutningur sjnvnrniurðn Framh. af bls. 3 mestu deilumálum þjóðarinnar. Ómögulegt væri að sjá í svo skjótri svipan, hvort frv. væri til góðs eða ills. FARIÐ FRAM Á FREST TIL MORGUNS Og þar sem ekki væri sýnt að svo mjög lægi á afgreiðslu málsins að það mætti ekki drag- ast til morguns áð taka það á dagskrá, kvaðst hann vilja fara þess á leit að málinu yrði frest- að, svo að þingmönnum gæfist kostur á að kynna sér það, því sumir þeirra hefðu jafnvel ekki vitað að það var á dagskrá fyrr en þeir komu á þennan fund. I þessu sambandi gat Bj. B. þess að í sambandi við afgreiðslu lag- anna um útflutningssjóð, hina — „Gosur“ Framh. af bls. 6 úr félaginu farið nokkrar keppn- isferðir. Félagið getur státað sig af nokkrum sigrum: íslandsmeistarar í III. fl. 1954 og í II. fl. 1955. Meistaraflokkur hefur komizt það lengst að verða jafn Í.R. að stigum á íslandsmót- inu 1954, en tapaði sökum óhag- stæðara markahlutfalls. Félagatalan hefur aukizt jafnt og þétt, og eru félagar nú alls á 5. tug. Ahugi á körfuknatt- leik fer vaxandi, og hefur æf- ingasókn verið betri í vetur en nokkru sinni fyrr og eiginlega svo mikil, að til vandræða horfir, því að félaginu er svo féfátt, að það getur ekki haft fleiri æfinga- stundir en það, að allir flokkar verða að æfa samtímis, sem er ótækt. Enda hafa þeir yngstu flæmzt frá. Stjóm félagsins sá, að við svo búið mátti ekki standa og efnir því til happdrættis til stuðnings starfsemi sinni. Vinn- ingar eru 3 KUBA-útvarpsfónar og verður dregið þann 15. marz næstkomandi. Stjóm félagsins er þannig skip- uð: Form.: Ingi Þorsteinsson; Guðm. Ámason; Geir Kristjáns- son; Guðm. Georgsson og Ólafur Thorlacius. svokölluðu jólagjöf, hefðu ekki verið haft- á móti afbr. vegna þess að þá hefði verið fyrir hendi viss þörf fyrir að ganga frá mál- inu í skyndi. Að þessu sinni væri slík þörf ekki fyrir hendi og gæti það því ekki skipt meginmáli þótt fyrirtekt málsins væri frest- að til morguns. ÞINGM. FJARVERANDI VEGNA ÓFÆRÐAR Varðandi síðara dagskrármál- ið, frv. um atvinnuleysistrygg- ingar fór Bj. B. þess á leit að málinu væri frestað vegna fjar- veru Kjartans Jóhannssonar, sem sæti á í nefnd þeirri, sem fjallar um málið, en hann hefði ekki getað komizt til þings enn sök- um samgönguörðugleika, sem öllum væru kunnir. Að sjálf- sögðu ættu Sjálfstæðismenn ágætan fulltrúa í nefndinni, en hins vegar hefði Kjartan Jó- hannsson öðrum fremur þekk- ingu á málinu þar sem hann væri í stjóm atvimiuleysistrygg- ingarsjóðs. Forseti féllst þegar á að taka síðara málið út af dagskrá, en kvaðst hafa hugsað sér að fresta umræðu að lokinni framsögu- ræðu sjávarútvegsmálaráðherra um fyrra dagskrármálið, en við frekari áréttun Bjama Bene- diktssonar féllst hann einnig á að fresta því máli til morguns. LJOS OG HITI (horninu á Barónsstíg) SÍMI 5184 PALL S. PALSSON hæsiaréttarlögmaður Bankastræti 7 — Sími 81511 Alhtiba Verkfrcebiþjónusia TRAUSTW Skóla vörbusl ig Jð 5/ m i 8 26 24 SKIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ til Snæfellsnesshafna og Flateyjar hinn 29. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi í dag og árdegis á morgun. — Farseðlar seldir á mánudaginn. SKAFTFELLINGUR fer til Vestmannaeyja í kvöld. — Vörumóttaka í dag. * VAákon & — ( ) “ gultsmiðlr '^-Ntihgötu 49 . Slml 9153» Magnús Thorlacius hæstaréuarlögmaður. Málf lutningsskrif stof a. Aðalstræti 9. — Sími 1875. Félagslíf Knattspyrnufélagið Frarn Hlutavelta verður í Listamanna skálanum n.k. sunnudag. — Tekið á móti munum í Lúllabúð, Hverf- isgötu 61. Félagsmenn eru beðnir að mæta til vinnu £ Framheimil- inu í kvöld, föstud., kl. 8. — Stjórnin. f.R. — Handknattleiksmenn! Munið æfinguna að Hálogalandi í kvöld kl. 8,30—9,20, fyrir meist- ara- og II. fl. — Áríðandi að all- ir flokkar mæti, vegna myndatöku. — Stjórnin. Ármenningar---- Skíðamenn! Farið verður í Jósefsdal, laug- ardag kl. 2 og 6. Ferðir frá B.S.R. við Lækjargötu. — Nægur snjór. Sjá auglýsingu skíðafélaganna á laugardag. — Stjórnin. K.R. --- Sunddeild — Skíðadeild Skemtifundurinn er í kvöld kl. 9, í Félagsheimilinu. Bingó. — Kvik- mynd. Dans o. fl. Mætum nú öll! — Nefndirnar. Guðspekifélagið Fundur í Septímu £ kvöld kl. 8,30, £ Ingólfsstræti 22. — Grétar Fells flytur erindi: „Hin full- komna bæn“. — Kaffi. — Gestir velkomnir. Kaup - Sala K R Ó N U gef ég fyrir amerisk sögublöð og 75 aura fyrir leikarablöð. — Bókaverzlunin, Frakkastíg 16. Innilega þakka ég öllum vinum mínum og frændum, f jær og nær, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á átt- ræðisafmæli mínu 21. þ.m. — Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Bjarnadóttir. Búðin (JRSUS sýnir aflraunir Dansleikur í Búðinni í kvöld kl. 0 ★ GUNNAR ORMSLEV og hljómsveit ★ SIGR. JÓNSDÓTTIB syngur ★ ROCK’N ROLL sýning Aðgöngumiðar seldir frá klukkan S. Nú ættu allir að bregða sér í Búðina Vörubílstjórafélagið Þróttur Aðaifundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi fé- lagsins, sunnudaginn 27. þ.m. kl. 1.30 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. LOKAD um óákveðinn tíma vegna breytinga. \Jarzlun (j. (JJoeffa Lf. Vesturgötu 6 LOKAÐ I DAG föstudaginn 25. þ.m. vegna jarðarfarar Klæðaverzlun Braga Brynjólfssonar SIGURÐUR S. STRAUMFJÖRÐ andaðist að heimili sínu Laufáeveg 48, 24. jan. 1957. Anna Bjarnadóttir Friðbjörg Sigurðardóttir, Bergljót Ingólfsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir SIGURLÍN VALGERÐUR JÓNASDÓTHR lézt að heimili sínu Öldugötu 7 þann 23. þ.m. Guðlaugur Guðmundsson, Jónas Guðlaugsson, Óskar Guðlaugsson, Dýrleif Tryggvadóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför JÓNU MARÍU SIGURÐARDÓTTUR Patreksfirði. Böm, tengdabörn, baraaböm. wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Hjartanlega þökkum við öllum þeim mörgu, er auð- sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför EINARS BENEDIKTSSONAR Elínborg Einarsdóttir og dætur, Vilborg og Benedikt Einarsson og systkíni hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.