Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 2
2
MORCVIVBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. febr. 1957
— Umræðnrnar á Alþingi
Framh. af bls. 1.
Hann virðist vera, eins og ég
segi, á báðum áttum um það,
hvort hann eigi að halda fast við
þessi skilaboð til þingsins eða
ekki. Hann vill ekki viðurkenna
það, að afneitun boðskaparins
hafi fólgist í framlagningu þeirr-
ar þáltill., sem hann bar fram
á laugardaginn og var nú að tala
fyrir og lætur í það skína að
hann ætli engu að síður að knýja
fram lög, hann sagði: löggjöf verð
ur sett.
Vera kann að það sé vegna þess
að fylgismenn hans, kommúnist-
arnir, heimti að málinu sé lokið
með lögum. Aftur á móti var vit-
að, að Alþýðuflokksmenn sögðu,
eftir umr. á dögunum, að þeir
mundu alls ekki sætta sig við það,
að þm. tæki sæti með lögum, og
þá virðist eiga að hafa báðar
aðferðirnar, að bæði sé gerð þál.
og löggjöf sett á eftir.
LÖGLAUS ÞINGSETA
Ætla mætti að þetta væri þá
nokkurn veginn tryggt og a. m.
k. öllum stuðningsmönnum sæmi-
lega fullnægt, en gallinn er sá,
að eftir sem áður er það gersam-
lega óheimilt samkv. stjórnarskrá
og landslögum, að frambjóðand-
inn taki sæti á Alþingi með þess-
um hætti. Það verður hvorki gert
löglegt með lagabreytingu né með
þál.
Harla hlálegt er, þegar hæstv.
forsrh. er hér að lesa upp, að
stundum hafi einföldum lögurn
verið breytt eftir á með nýrri
löggjöf, varðandi atvik, sem um-
liðin voru. Ég skal viðurkenna,
að sú löggjöf er ætíð mjög hæp-
in, en út yfir tekur þó, og hæstv.
forsrh. getur ekki nefnt neitt
dæmi þess að eftir á eigi að
breyta sjálfri stjórnarskrá lands-
ins varðandi slík atvik, hvort
heldur með þál. eða einfaldri
löggjöf.
Að vísu væri lögformlega rétt,
ef í stjórnarskrá landsins væri
nú með stjórnarskrárbreytingu,
sett ákvæði um það að þingið,
sem kosið var 1956 ætti að vera
öðru vísi skipað heldur en það
í raun og veru er. Ef það væri
knúið fram með venjulegri stjórn
arskrárbreytingu, þá væri það
formlega löglegt. Hitt er svo
annað mál, að efnislega er það
ekki hægt vegna þess að stjórnar
skrárbreyting getur ekki orðið
nema nýjar kosningar fari fram.
BREYTA KONU f KARL
Sagt hefur verið og það er dá-
lítið til í því, að æðsti handhafi
stjórnarskrárgjafarvaldsins, sem
hjá okkur er samsettur aðili, gæti
sett hvaða lög sem honum sýnd-
ist. í Bretlandi er aftur á móti
ekki neinn munur á stjórnarskrár
gjafanum og löggjafanum. Þess
vegna getur hinn almenni löggjafi
þar sett hvers konar ákvæði, sem
stjórnarskrárgjafi annars staðar
þarf til að koma. Bretar hafa
sagt, að löggjafinn þar gæti sett
löggjöf um allt, nema hann gæti
ekki breytt konu í karl. En mér
sýnist sannast sagt að það sé það
sem hæstv .forsrh. sé að gera,
það sé að breyta hinum virðu-
lega fyrrv. varaþingmanni Rvík-
ur, ungfrú Rannveigu, í einn ágæt
an herra.
Allt sýnir þetta út í hvílíkar ó-
göngur hæstv. íorsrh. og hans
meðstarfsmenn eru komnir. Einn-
ig þegar hæstv. forsrh. er hér að
vitna í löggjöfina frá 1942, varð-
andi bæjarfulltrúana, þá sannar
fátt betur heldur en einmitt sú lög
gjöf, að löggjafinn 1942 leit á
þetta sömu augum eins og ég og
þeir sem mér eru sammála um
þetta, gera nú.
LÖGGJÖFIN FRÁ 1942
Ef hægt væri að skýra ákv.
með einfaldri ákvörðun, þannig
að orðin „jafnmargir varamenn"
fælu í sér þetta, að ætíð
ættu að vera fyrir hendi jafn-
margir varamenn og kosnir hafa
verið, þannig að nýir kæmu til,
ef aðrir gengju úr skaftinu, þá
þyrfti engin lög. Lagasetningin
frá 1942 sýndi einmitt, að ekki
var talið heimilt að fjölga vara-
mönnum nema til þess væri bein
lagaheimild. Um sveitarstjórnar-
kosn. þurfti lagabreytingu. Varð-
andi Alþingismenn þarf með
sama hætti stjórnarskrárbreyt-
ingu.
Hitt er svo annað mál, sem ég
skal upplýsa hæstv. forsrh. um
og vera kann nokkur skýring á
því, af hverju þessar reglur voru
látnar gilda um þá bæjarfulltrúa,
sem kosnir höfðu verið um vetur-
inn. Ég segi það hiklaust, þó að
það geti að vissu leyti á annan
veg orðið hæstv. forsrh. til styrkt-
ar, en vegna þess að ég vil hafa
það eitt, sem satt er og rétt í
þessu máli sem öðru, þá er rétt
áð það komi fram, að 1942 var á
Alþ. upplýst, að í nokkrum
hreppsnefndum og bæjarstjórn-
um höfðu ákvæðin verið skilin
svo, að varamannatalan var ekki
takmörkuð við jafnmarga aðal-
menn og kosnir höfðu verið.
Þannig að í framkvæmdinni hafði
verið breytt til. Annars staðar var
þetta ekki gert. Þess vegna sögðu
menn: Framkvæmdin hefur hér
verið á reiki, og þess vegna er
efnisbreyting ekki jafnmikil eins
og sýnist; þar af leiðandi er ef
til vill hægt að fara svona að að
láta þetta taka að vissu leyti aftur
fyrir sig, þótt hæpið sé.
FORDÆMIÐ FRÁ 1942
VITNAR GEGN HERMANNI
Þar að auki efast ég um, að
það sé rétt hjá hæstv. forsrh. og
skal þó ekki fullyrða það, að tek-
ið hafi verið fram í eldri sveitar-
stjórnarlöggjöf, að varamennirnir
skyldu vera jafnmargir aðal-
mönnunum. Mér er nær að halda,
að það hafi verið sagt, að vara-
menn ætti að kjósa. Ef einungis
hefur verið sagt, að varamenn
ætti að kjósa, án þess að tala
þeirra væri fastákveðin, þá er
allur rökstuðningur hæstv. forsrh.
þar með gersamlega einskis verð-
ur varðandi þetta atriði, því að
þá var afsakanlegt, að sumir
teldu, að hægt væri að hafa vara-
mennina fleiri, þó að það yrði
ekki ofan á annars staðar.
En mestu máli skiptir, og það,
sem sker úr, er að þáverandi
ríkisstj., sem hæstv. forsrh. Her-
mann Jónasson, þá veitti forstöðu,
bar fram lagafrv., þar sem berum
orðum var tekið fram, að fjöldi
varamanna ætti ekki að takmark-
ast við tölu aðalmanna. Það var
þá álit hæstv. ríkisstj., sem þessi
hæstv. forsrh. veitti forstöðu, að
þessu væri ekki hægt að koma
fram nema með beinni lagabreyt-
ingu, þó að í þinginu upplýstist,
að venjan hafi sums staðar verið
á annan veg.
„ANDI LAGANNA"
Þá segir hæstv. forsrh., að það
eigi nú að skilja lögin rúmt.
Stundum hafa þessir félagar ver-
ið að tala um ,að það ætti að fara
eftir anda laganna. Hæstv. forsrh.
hafði að vísu smekk til þess að
nota ekki það orð. Hann hefur
munað of vel deiluna, sem hér
var í haust um það, hvort taka
ætti gilda 4 uppbótarþingmenn
Alþfl. Þá studdust þeir eingöngu
við, að það væri bókstafur lag-
anna, sem gerði óhjákvæmilegt,
að þá ætti að taka gilda. Það lá
fyrir, að forseti hæstaréttar, Jón
Ásbjörnsson, sem varð þeirra
björgunarhella í því efni, lýsti
berum orðum yfir, að ákvæðin,
sem hann taldi sig neyddan til
að fara eftir, væru mjög óeðlileg,
en vegna þess að beinan lagabók-
staf skorti til þess að breyta frá
þeim, þá taldi hann sér ekki fært
að gera það. Þá var sem sagt allt
byggt á þrengsta bókstafsskiln-
ingi, og það er á þeim þrönga
og lítilvæga stalli, sem þessir 4
Alþfl.þm. hv. eru komnir inn í
Alþ.
Að mínu viti og margra ann-
ara, þá eru að vísu skýr ákvæði
um þetta í 1. og stjskr. á allt ann-
an veg en ofan á varð. En játa
verður, að ákvæðin eru vafasöm,
og eina stoðin, sem þessir menn
hafa við að styðjast, er hinn
þrengsti bókstafsskilningur. Nú
leyfir hæstv. forsrh. sér að koma
hér fram og tala með nokkurri
óvirðingu um „íhaldssaman skiln-
ing“ á stjskr. sem sé, að eftir bók-
stafnum eigi að fara, bókstaf, sem
segir alveg skýlaust og umsvifa-
laust: 8 þm. eru í Reykjavík; kosn
ing þeirra er hlutbundin; jafn-
margir varamenn skulu kosnir
samtímis og á sama hátt.
Fram hjá þessum ákvæðum
verður ekki með nokkru móti
komizt. Ákvæðin eru alveg eins
ljós og ótvíræð eins og fremst
verður á kosið varðandi bókstaf
laga og framsetningu.
MÁLIÐ ÚRSKURÐAÐ
STRAX 1926
Hitt er annað mál, að menn
hafa fyrir löngu gert sér grein
fyrir því, að þessi ákvæði væru
nokkuð einstrengingsleg. Það er
bent á það t.d. í miklú riti, sem
Einar Arnórsson skrifaði í kring-
um 1930 um réttarsögu Alþ. Þá
bendir hann á, að þessi ákvæði
séu óheppileg, en hann segir, fram
hjá bókstafnum verður ekki kom-
izt, og hann bendir líka á það, að
framkvæmdin hefur verið þessi,
eins og bókstafurinn segir til um.
Hér er sem sé um að ræða
atriði, sem búið er að skera úr á
Alþ. íslendinga og af kjósendum,
þjóðinni, fyrir meira en 30 árum.
Það var 1926. Þá fóru fram kosn-
ingar, þegar mjög svipað stóð á,
eins og nú gæti komið til að
standa á fyrir Alþfl. en raunar
alls ekki liggur fyrir enn þá, eins
og ég skal koma hér að nánar á
eftir.
1926 stendur þannig á, að þá
er varaþingmaður landsk. þm.,
sem deyr, einnig dáinn. Til eru
margir fleiri frambjóðendur á
þessum lista, sem voru á lífi,
þannig að ef þá hefði átt að fara
eftir sams konar reglu eins og
þessir hv. þm. vilja nú, þá hefði
einfaldlega átt að taka inn í þing-
ið 3. mann þessa lista, sem var í
fullu fjöri. Slíkt datt engum í
hug, heldur var boðað til nýrra
kosninga, og þær fóru fram, og
flokkur Hermanns Jónassonar og
Alþfl. sýndu ekki íhaldsflokknum
þá sanngirni að láta vera að bjóða
fram á móti honum. Það vissu
auðvitað allir, að ef það hefði átt
að kjósa alla 3 þm., þ. e. svo
marga, sem þá voru kosnir í einu.
um land allt hlutbundinni kosn-
ingu við reglulegar kosningar,
þá var enginn vafi á því,
að íhaldsflokkurinn hlaut að fá
einn þm. kjörinn. Úrslit kosninga
sumarið 1926 gerðu það hins veg-
ar vægast sagt ólíklegt eða a. m.
k. með öllu óvíst, að frambjóð-
andi íhaldsfl. yrði kjörinn, heldur
virtust horfur á því, að maður af
sameiginlegum lista Alþfl. og
Framsfl. mundi nú kosningu.
Þessir flokkar hikuðu þá ekki við
að bjóða fram mann á móti fram-
bjóðanda íhaldsfl. Þá voru þeir
ekki að tala um sanngirni og rétt-
læti né um það, að ekki væri hægt
að koma hlutfallskosningu við,
þegar þannig stóð á. Þá sögðu
þeir: Ákvæðin kunna að vera
heppileg eða óheppileg, en þau
eru alveg tvímælalaus, og við
verðum eftir þeim að fara. Um
þetta voru þá allir sammála og
datt engum annað í hug heldur en
að svo yrði að gera.
ÁKVÆÐI SKÝRÐ EFTIR
SAMHENGI
Þessir hv. þm. segja að vísu
nú: Það er raunar rétt, að í
stjskr. segir, að varamenn skulu
vera jafnmargir og aðalmenn, en
hvergi segir, hvemig eigi að fara
að, ef varamennimir deyja eða
forfallast, svo að þeir geti ekki
tekið sæti. En hæstv. dómsmála-
ráðherra veit það allra manna
bezt, bæði af lærdómi sínum og
margfaldri stjómmála- og dóm-
arareynslu, að lagaákvæði verð-
ur vitanlega að skýra með hlið-
sjón af öðrum lagaákvæðum, og
allra minnsíur vandinn er að
skýra ákvæði stjskr. með hlið-
sjón af öðrum ákvæðum sjálfrar
stjskr., — ekki sízt þegar þau
ákvæði eru í sömu grein stjskr.
eins og það ákvæði, sem frekar
þarf að leita skýringar á.
Að vísu segir í a-lið, að jafn-
margir varamenn skulu kosnir og
á sama hátt. Þarna er þá ráð-
gert, að varamennimir muni
duga, að þeir muni verða nógu
margir til þess að ekki þurfi að
verða þingmannaslaust. En í
þessari sömu gr. segir um þm.
kosna í einmenningskjördæmum
í c-lið:
„Deyi þm. kosinn í einmenn-
ingskjördæmi, eða fari frá á
kjörtímanum, þá skal kjósa þm.
í hans stað fyrir það, sem eftir
er kjörtímans.“.
Ákvæði í a-lið verður vitanlega
að skýra með hliðsjón að ákvæð-
inu í c-lið, þannig að ef vara-
mennina samkv. a-lið þrýtur,
þá verður að viðhafa regluna,
sem segir í c-lið.
LÖNGU AFGERT MÁL
Enda var alveg hliðstætt á-
kvæði og nákvæmlega sambæri-
legt skilið á þennan sama veg
1926, þannig að um þetta höfum
við þegar viðtekið fordæmi,
samþ. Alþ., framkvæmd ríkis-
stj., almennar kosningar, sem
á öllu þessu byggist.
Og sannast sagt er það furðu-
legt, að menn skuli nú þvert of-
an í 30 ára gamlan úrskurð,
þvert ofan í það, sem allir, sem
um þetta mál hafa skrifað í
millitíðinni af einhverri þekk-
ingu, hafa talið, og hvort sem
þeim líkaði eða ekki hvernig á-
kvæðin eru, að þá skuli menn
nú skyndilega vilja fara að við-
hafa allt aðra reglu heldur en
viðtekin hefur verið og óum-
deilanlega í gildi.
Sumir segja: Þetta breyttist
allt 1934 vegna þess, að þá fengu
flokkarnir meira vald og viður-
kenningu heldur en áður.
Eg vil taka fram út úr því sem
hæstv. forsætisráðhr. las upp
varðandi það, að flokksstjórnir
gætu bætt þm. inn, þá er það
eitt dæmi þess, að fróðir menn
hafa talið að hinn almenni lög-
gjafi hafi gengið lengra í laga-
setningu og skýringu á stjórnar-
skránni heldur en góðu hófi
gegni og mjög hefur verið dregið
í efa, að það ákvæði fengizt stað-
izt, bæði samkv. heilbrigðri skyn-
semi og ákvæðum stjórnarskrár-
innnar, en um það höfum við
ekki ákveðið fordæmi í fram-
kvæmd. Á þetta hefur aldrei
reynt eins og búið er að reyna
á það atriði, sem hér er til um-
ræðu. Það er til 31 árs gamall
úrskurður Alþingis og þjóðar-
innar um það. Hér er því í
sjálfu sér ekki um nokkurn skap-
aðan hlut að deila, því að málið
er fyrir löngu afgert.
STJÓRNARSKRÁRBREYT-
INGIN 1934 HAFÐI ENGIN
ÁHRIF UM ÞETTA
Varðandi það atriði, sem sagt
er að þetta hafi breytzt 1934 og
flokkarnir þá fengið meira vald
heldur en áður, má vel vera
að þeir hafi fengið það að sumu
leyti, en á því atriði, sem hér um
ræðir, er ekki gerð nein breyt-
ing.
Ákvæðin eru látin vera alveg
eins og þau áður voru. Enda
getum við séð, að ef þetta er
rétt, að flokkamir ættu að fá
fullkomið vald á þann veg, sem
nú er verið að vitna til, þá leiddi
auðvitað þar af, ekki síður, að
varamenn ættu að vera í ein-
menningskjördæmum. Menn
segja: Það er hættulaust að láta
kjósa í einmenningskjördæmum
vegna þess að þar fer hvort eð
er eftir meiri hluta. En meiri-
hlutinn breytist eftir atvik-
um hverju sinni. Það er sann-
ast sagt í mjög fáum kjördæm-
um landsins, mjög fáum kjör-
dæmum, að þm. eru kosnir með
algerum meirihluta atkvæða. —
Það eru flestir sem eru kosnir
með minna en helming atkv.
þeirra, sem mæta og greiða atkv.,
og ef andstæðingar slíks flokks,
sem þar varð ofan á, ynnu saman
í kosningum, þá má segja: Fyrir-
fram eru allar líkur til þess að
flokkurinn, sem náði kjördæm-
inu við almennar kosning-
ar, mundi tapa, eða a. m. k. vera
í yfirvofandi hættu, ef til upp-
kosninga kæmi.
VARAÞINGMENN AÐEINS
FYRIR SUMA ÞINGMENN
Við sjáum sem sagt, að þarna
er alls ekki fylgt þeirri reglu,
að flokkamir, flokksvaldið, eigi
að vera óskorað. Það verður að
segja það alveg eins og er, að
það er fullkomið ósamræmi og
sannast sagt ekkert vit í því,
ef það er tekið út frá því sjón-
armiði, að ekki skuli vera
varaþingmenn, fyrir þm. úr
einmenningskjördæmum eins og
fyrir þm. í Rvík, í tvímennings-
kjördæmum og uppbótarþing-
mennina.
Hvemig er hægt að rökstyðja
það, að við sem eigum nú að
fara í kvöld eða fyrramálið úr
landi og verða burtu um -tveggja
vikna tíma, að fyrir suma okkar
fær flokkurinn og kjósendurnir
varaþingmenn meðan við erum
í burtu, en t. d. þm. N-ísf. og
þm. Hafnf., fara án þess að geta
látið nokkra menn mæta hér fyr-
ir sig í millitíðinni, þannig að
þeirra kjósendur eru bæði for-
svarslausir og burtför þeirra
veldur breytingum í hlutföllum
milli flokka? Ef á að fara að
viðhafa þær skýringaraðferðir,
sem nú er vitnað til, þá er alveg
eins hægt að finna upp á því
að án stjórnarskrárbreytingar
væri hægt að setja lög um það,
jafnvel ákvæði með þál. eða með
skilaboðum til kjörstjórnar, að
úrskurða varaþingmerm fyrir
þessa þingmenn.
ÁKVÆÐIN SETT
SMÁM SA.MAN
Nei. gallinn er sá að stjórnar-
skrárákvæðin í heild, og á því
ber auðvitað enginn frekar á-
byrgð heldur en hæstv. forsætis-
ráðherra og hans ílokkur, stjóm-
arskrárákvæðin í heild, varðandl
kosningar til Alþingis, eru í brot-
um. Aldrei hafa fengizt sett
heilleg ákvæði út frá rökréttu
sjónarmiði, heldur hefur þessu
verið tosað áfram til einnar
smábreytingar frá annarri til
þess að yfirvinna þá hörðu mót-
stöðu gegn sanngjömum breyt-
ingum, sem hv. Framsfl. stöðugt
hefur veitt. Þess v;gna er varð-
andi þessi ákvæði hægt að sýna
fram á, að þau eru töluvert öðru
vísi heldur en æskilegt er og
heldur en nokkur maður mundi
gera þau, ef hann væri að semja
í einu heildaryfirlitsreglur. En
einmitt af þvi að slíkt hefur
aldrei verið gert, þá er eina
leiðin að skoða ákvæðin eins og
þau eru og skoða og leita þeirr-
ar framkvæmdar, sem orðið hef-
ur og reynslan er búinn að segja
til um, hvernig eigi að vera.
Þá er það atriði hjá hæstv.
forsætisráðherra, að Alþfl. hafi
nú einn varaþingmann og þá sé
Gylfi Þ. Gíslason eini varaþing-
maðurinn, ef eigi að skilja 31.
gr. alveg bókstaflega. Þá kem eg
að því aftur, að vitanlega verð-
ur að skýra A-lið 31. gr. stjórn-
arskrárinnar með hliðsjón af öðr
um ákvæðum stjórnarskrárinnar
og þá komum við að D-liði 31.
gr., sem segir til úm uppbótar-
þingmennina. Það er í skjóli D-
liðs stjómarskrárgreinarinnar,
sem Gylfi Þ. Gíslason er rétti-
lega kjörinn á þing sem aðal
þingmaður, ja, réttlega kjörinn,
hitt á að segja: Alþingi hefur
úrskurðað hann inn á þingið. —■
Ekki er hægt að deila um það,
að hann situr hér með þing-
mannsréttindi og það er með til-
vísun til þessa liðs, sem hann
hefur fengið sitt þmgmannsum-
boð. Hitt hvort Alþýðuflokkurinn
Framh. á bls. 11.