Morgunblaðið - 12.02.1957, Page 6
6
MORCUNRLAÐIÐ
í>riðjudagur 12. febr. 1957
Járnbræðsluverksmiðjurnar i Mo í Rana eru stóriðjuver, enda ekki hægt að framleiða járn á hag-
kvæman hátt nema í mjög stórum stíi. Hér birtist yfirlitsmynd af iðjuverinu, sem enn skortir svo
mikið til að komast í gang.
Ætlar smíði járnbrœðslunnar í Mo
I Rana að verða Norðmönnum ofviða?
Hefir kostað 1,1 milljarð og vantar
enn 1,7 milljarð ísl. kr.
pYRIR um það bil 10 árum samþykkti norska Stórþingið
* að stofna innlenda járnbræðslu. Ákvörðun þessi var
tekin af miklum stórhug, margir eru jafnvel farnir að velta
því fyrir sér hvert stórhugurinn hafi ekki verið of mikill,
því að kostnaðurinn við smíði járnbræðslu hefur reynzt
miklu hærri en menn áætluðu fyrst.
Segir norska blaðið Aftenposten, að erlendir sérfræðingar
séu þeirrar skoðunar, að járnbræðslan „hangi I lausu lofti“.
Hún hefur þegar gleypt 500 milljónir norskra króna (1,1
milljarð ísl. kr.)
Enn hefur nefnd sú sem sér um smíði verksmiðjunnar,
lagt fram fyrir ríkisstjórnina óskalista upp á hvorki meira
né minna en 750 milljónir norskra króna (1,7 milljarð ísl.
kr.) , sem hún telur að óhjákvæmilegt sé að eyða til ýmissa
framkvæmda, ef verksmiðjan á að geta tekið til starfa
skipulega.
RÁjÐIZT 1 STÓRVIRKI
Svo virðist af frásögn Aften-
posten, að Norðmönnum hafi
ekki verið fullkomlega ljóst, hví-
líkt ægilegt stórvirki ein járn-
bræðsla er. Slikt fyrirtæki getur
aldrei orðið samkeppnisfært,
nema með því að framleiða mikið
magn og er því ekki hægt að
komast hjá því að hafa iðjuverið
stórt, jafnvel risavaxið.
Þegar verkfræðingar lögðu á-
ætlanir fram í upphafi um bygg-
ingu járnbræðslunnar bentu þeir
á að aðstæður fyrir Norðmenn
til að byggja slíkt fyrirtæki væru
sérstaklega hagkvæmar. 1 Dund-
erlands-dalnum rétt hjá er mikið
járngrýti í jörðu, svo að flutning-
ar á því myndu sparast. Þá hafa
Norðmenn þegar komið sér upp
vwrulegu kolanámi á Svalbarða.
Raforka sögðu þeir að yrði yfir-
fljótanleg frá nýjum rafvirkjun-
um í Glomfirði.
BYRJAB Á ÖFUGUM ENDA
Þótt búið sé að eyða 500 millj.
krónum norskum í þessar fram-
kvæmdir hefur fæst af þessu
staðið og segir Aftenposten um
það m. a.:
„Þeim fjölgar stöðugt, er
sannfærast um, að byrjað hafi
verið á öfugum enda í sam-
bandi við járnmálin í Noregl.
Eðlilegast hefði verið að hefj-
ast handa með rekstri járn-
námunnar í Dunderlands-
dalnum“. Segir blaðið að
bæði hefðu menn þá fengið
þekkingu af járngrýtinu og
svo hefði mátt flytja það út,
meðan unnið væri að smíði
járnbræðslunnar og það lagt
þannig fjárhagsgrundvöll fyr-
ir járnbræðsiuna.
En þetta var ekki gert. Járn-
bræðslan skyldi koma fyrst, þótt
járnnáman væri ekki komin og
ekki heldur koksframleiðsla, sem
er þó ógrundvöllur járnbræðsl-
RAGMAGN OG KOKS
Glomfjarðar-orkan var á sínum
tíma talin röksemd fyrir bygg-
ingu járnbræðslunnar. — Þess
vegna var hin stóra og dýra raf-
virkjun í Glomfirði framkvæmd
og það var ekki fyrr en henni
var lokið sem menn komust að
því að rafleiðslur væri ekki hægt
að leggja þaðan til Mo í Rana
vegna veðra á því svæði. Svo að
járnbræðslan verður að fá raf-
orkuna frá minna orkuveri í
Rösága, en það gerbreytir rekstr-
argrundvelli hennar svo að rekst-
ur hennar verður dýrari en áður
var ætlað.
Handa íjórum hrájárnsofnum
þarf járnbræðslan 135 þúsund
tonn af koksi á ári. Koks þetta er
hægt að vinna úr kolum frá Sval-
barða. Ársframleiðsla kola á
Svalbarða hefur verið um 350
þúsund tonn og má fá úr því
magni um 200 þús. tonn af koksi.
Kolaframleiðslan á Svalbarða
ætti því að nægja járnbræðslunni
og öðrum norskum járniðnaði. En
undarlegt er að á sama tíma læt-
ur stjórnin fara fram samninga-
viðræður um notkun Svalbarða-
kolanna í sameiginlega norræna
koksvinnslu. Ef sú koksverk-
smiðja yrði sett á stofn, þá yrði
lítið eftir handa járnbræðslunni
í Mo í Rana.
ÓSKALISTINN
Stjórn jámbræðslunnar hefur
nú lagt fram óskalista sinn um
næstu framkvæmdir sem nauð-
synlegar eru til þess að verk-
smiðjan geti orðið samkeppnis-
hæf. Óskalistinn er á þessa leið:
300 millj. n. kr.
Námurekstur
í Dunderdal
Rörverk-
smiðja 100 — — -
Plötuverk-
smiðja 150 —-------
Stálullarverk-
smiðja 100 — — -
Koksverk-
smiðja 100 — — -
geta orðið samkepnishæf. Allt
er þó ekki talið, því að raun-
ar vantar járnbræðsluna einn-
ig að minnsta kosti þrjá hrá-
járnsofna sem hver kostar 30
millj. n. kr.
EKKI SAMKEPPNISHÆF
Að lokum segir Aftenposten:
„Ef litið er á norskar að-
stæður er þetta svimandi há
fjárhæð, einkum þegar haft er
i huga, að hún á að fara í ein-
hliða atvinnurekstur, sem er
mjög háður kringumstæðum i
hverjum tíma. Vel getur átt
sér stað að óskir járnbræðsi-
unnar verði ekki uppfylltar,
en þá verður fyrirtækið ekki
samkeppnisfært. — Afleiðing
slíkrar þróunar gæti orðið sú,
að járnbræðslan yrði ævar-
andi baggi á norskum f járhag.
Nokkrir segja nú, að fram-
lögin til járnbræðsiunnar séu
þegar orðin nóg og hér eftir
verði liún að bjargast upp á
eigin spýtur. Fleiri hafa þó að
orðtæki: — Þegar búið er að
segja A, verður einnig að
segja B.“
Þung færð og lamba
burður
BORG, Miklaholtshreppi, 2. febr.
— Hér er gífurleg fönn og hafa
allir flutningar á mjólk og öðru
gengið mjög erfiðlega, t.d. að
komast í Borgarnes með mjólk-
ina. Bílunum hafa þó verið til
hjálpar snjóýtur í þessum erfiðu
ferðum.
Þess má til fróðleiks geta að
hinn 18. jan. sl. bar ær hjá Gunn-
ari Guðbjartssyni á Hjarðarfelli.
Átti ærin tvö lömb, 4,5 kg. hvort.
Sl. vor átti ærin eitt lamb og vó
skrokkur þess 20,5 kg. Vorið 1955
hafði þessi sama ær verið tví-
lembd. — P.
PRAG, 9. febrúa — Málgagn
tékkneska kommúnistaflokksins
„Rude Pravo“ segir í dag, að
starfsemi útvarpsstöðvarinnar
„Free Europe" ! Austurríki sé
brot á hlutleysi landsins.
Firmakeppni Bridge'
félags Selioss
HIN árlega firmakeppni Bridge-
félags Selfoss fór fram fyrir
skömmu. Keppt var um Morgun-
blaðsbikarinn, sem er farandbik-
ar, en bikarinn gaf Morgunblaðið
til þessarar keppni fyrir nokkr-
um árum.
Verzlunin „Ingólfur“ sigraði að
þessu sinni með 154 stigum, en
fyrir hana spilaði Grímur Thor-
arensen.
Annars var röðin þessi: Kaup-
félag Árnesinga 152,5 stig. Efna-
gerð K. Á. 150,5. Tíminn 148,5.
Mánudagsblaðið 148,5. Bifreiða-
smiðja K. Á. 147. Þ. Sölvason &
Co. h. f. 144. Rakarastofa Gisla
Sigurðss. 144. Hótel Tryggva-
skáli 143,5. Landsbankaútibúið
143. Olíuverzl. fslands h.f. 142,5.
Verzlunin ölfusá 137,5. Suður-
land 136,5. Ferðaskrifstofa K. Á,
135.5. Olíufélagið h.f. 135. Skelj-
ungur h.f. 134,5. Mjólkurbú Flóa-
manna 134. S. Ó. Ólafsson & Co.
h. f. 133,5. Hraðfrystihús Selfoss
133. Póstur og sími 132,5. Morg-
unblaðið 130. Addabúð 129,5. Al-
þýðublaðið 128. Bakarí K. Á.
127.5. Kjötbúð S. Ó. Ólafssonar &
Co. 125,5. Efnalaug Selfoss 124,5.
Selfossbíó 122,5. Hannyrðastofan
119. Hárgreiðslustofan 117,5. Þjóð
viljinn 114. Fiskbúð Frímanns
113 stig. ’
Áður hafa þessi firmu sigrað:
Hárgreiðslustofan. Útibú Lb. á
Selfossi. Póstur og simi. Tíminn.
Kjötbúð S. Ó. Ólafsson Sc Co.
sbri far úr
daqlega lifinu
Samtals 750 millj. n. kr.
eða 1,760,000,000,00 íslenzkra kr.
Það sem talið er á óskalist-
anum er talið algerlega nauð-
synlegt, ef járnbræðslan á að
DÁLKUNUM hefur borizt bréf
á þessa lund:
Skömmu eftir að Sjómanna-
skólinn reis af grunni bárust þau
tíðindi að úrsmíðameistarar
hefðu gefið klukku í turn skólans.
Klukkan í Sjómanna-
skólanum
VAR mikið um það rætt í blöð-
um hversu mikill gripur þetta
væri og höfðingleg gjöf úrsmíða-
meistaranna, enda væntu menn
þess að geta nú ávallt séð hinn
rétta tíma með því að renna aug-
unum til turnklukku Sjómanna-
skólans. Nokkuð fór þetta þó á
annan veg og hrifning manna yfir
hinum mikla grip dvínaði all-
snögglega því að ekki þurfti
nema stormstrekking til þess að
rugla sigurverkið, svo færri
munu þeir dagar siðan klukkan
var sett upp, sem hún sýnir rétt-
an tíma, en hinir sem hún annað
hvort stendur eða sýnir rangt.
Mun svo hafa verið vikum sam-
an. —
Sigurverk þetta bendir til
óvandaðra kaupa á gripnum og
slælegs eftirlits með honum. —
Gerðu nú úrsmiðir rétt í að gera
annað tveggja að hressa svo upp
á klukkuna að hún sýni ávallt
réttan tíma eða fjarlægja hana
með öllu. Því betri er engin
klukka en vitlaus.
Rækjum frændskap
við Færeyinga
ÞEIM fer heldur f jölgandi frænd
um okkar Færeyingum á ís-
landi. Nú er straumurinn orðinn
svo mikill frá eyjunum að minna
fer á flutninga íslendinga til
Vesturheims fyrr á árum, nema
hvað Færeyingarnir koma fæstir
hingað til þess að ílendast. En
það sem minnir þó einna mest á
það er að í Færeyjum hafa risið
upp föðurlandsvinir sem letja
menn mjög íslandsfarar og
hafa hin hörðustu orð um ís-
landsagentana, sem segja að á
íslandi búi allir við sæld og
hamingju og þar drjúpi smjör af
hverju strái og greinar svigni
undan suðrænum aldinum (bak
við gler gróðurhúsanna). Ekki
hefur þessum föðurlandsvinum
þó orðið mikið ágengt því nú eru
70 stúlkur þegar komnar auk
hundraða sjómanna og munu
fleiri væntanlegir, þannig að
búast má við að íæreyska
„nýlendan“ hér á landi verði
í ár' allmikið yfir 1000 manns.
— Færeyingar munu senda
hingað presta til þess að viðhalda
trúnni en Færeyingar eru miklir
guðsmenn og vel trúhneigðir. —
Færeyingar hafa sótt um leyfi til
þess að byggja stóran samkomu-
skála neðst við Frakkastíginn,
eins konar félagsheimili, og bæj-
arráð hefur samþykkt að veita
þeim þar lóð leigulaust. Þannig
fer smóm saman fram land-
nám Færeyinga á íslandi. Og það
er vel. Þeir eru okkur náskyld-
astir af öllum þjóðum og eina
þjóðin sem skilur tungu okkar og
les dagblöð okkar jafnt sem forn-
aldarsögur.
Merkir menn
ÞÓ EKKI væri annað væri
ærin ástæða til þess að rækja
frændsemina og gera vel við
Færeyinga. Þeir eru atgjörvis-
þjóð en hafa goldið þess að vera
smæstir í Norðurlandasamfélag-
inu, átt við sömu vandamálin ný-
lega að stríða sem við og jafnvel
ekki farið varhluta af því að við
íslendingar þykjumst stundum
vera nokkuð miklir menn.
En það er kominn tími til að
við gerum okkur það ómak að
kynnast Færeyingum betur og
landi þeirra. Færeyingar eiga sér
allmerka menningu þótt hún hafi
átt erfitt uppdráttar vegna
áhrifa hinnar dönsku og á
seinni tímum hafa þeir eignazt
þó nokkuð af ágætum skáldum
og rithöfundum. Land þeirra er
fagurt þótt ekki sé stórt og vel
til þess fallið að vera ferða-
mönnum til nokkurs fróðleiks.
Því færi það vel ef við tækjum
upp nánara samband við frænd-
ur okkar í suðri og hefðum meiri
kynni af þeim en hingað til.
Slys á skíðasleðum
FRELDRAR ættu að brýna
það fyrir börnum sínum að
það getur verið hinn hættulegasti
leikur er börn binda marga
skíðasleða saman í halarófu og
renna sér niður brekku á þekn.
í slíkri lest eru sleðarnir alveg
stjórnlausir og ef eitthvað verður
fyrir, svo sem veggur eða girðing,
lendir allt í einni bendu og lestin
kollsteypist. Fyrir nokkrum dög-
um urðu mikil slys af slikri sleða-
ferð og ástæða er til þess að
brýna það fyrir börnum að var-
ast slíkt.
Bókakostur
ríkisstjórnarinnar
OG loks að endingu nokkur orð
sem miklu varða stúdenta,
alla námsmenn og raunar almenn
ing allan. Það er hinn nýi skatt-
ur stjórnarinnar á bókum. Eftir
jólagjöf stjórnarinnar var lagður
skattur á allar bækur svo
sem kunnugt er með þeim
afleiðingum að erlendar bæk.
ur sem margar hverjar voru
alldýrar áður eru nú enn
verðhærri. Þetta er illur boð-
skapur fyrir alla námsmenn sem
eru af flestu auðugri en skot-
silfri. Og þessi ráðstöfun stjórn-
arinnar er vægast sagt sú
heimskulegasta sem hún hefur
framkvæmt, og er þá mikið sagt.
Stjórnin ætti að sjá sóma sinn I
því að fella ftennan aukaskatt
strax niður, ella verður hún með
rökum sökuð um að gera viljandi
tilraun til þess að forheimska
landslýðinn og halda frá honum
erlendu lesefni. Menntamálaráð-
herra hefur ávallt viljað láta
telja sig menningarmann. Hér er
verðugt verkefni fyrir hann að
leysa á farsælan hátt.