Morgunblaðið - 12.02.1957, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.02.1957, Qupperneq 20
Veðrið Austan kaldi. Skýjað. 35. tbl. — Þriðjudagur 12. febrúar 1957. Kommúnisminn kvaddur Sjá grein á bls. 9. Eitt sterkasta vígi komm.ún.ista l verkalýhsh.reyfingLmni fallib Töpuðu nú um helgina Verka- mannafél. Þrótti á Siglufirði. Lærdómsríkur sigur fyrir lýðræðissinna Siglufirði, 11. febrúar. HÉR hefir staðið yfir sunnudag og í dag allsherjar atkvæða- greiðsla í Verkamannafélagiuu Þrótti, um ritara í stjórn félags- ins. Hafa þessar kosningar minnt mjög á alþingis og bæjarstjórn- arkosningar, því svo hefur hitinn verið mikill. Kommúnistar sköp- uðu ágreininginn með því að ganga á samkomulag innan uppstillingarnefndar félagsins um ákveðna stjórnarmeðlimi. Á aðalfundi í félaginu nú í kvöld, voru úrslit kunngerð, en þessar aðfarir kommúnista urðu þess valdandi, að Þrótt- ur, sem verið hefur eitt öflug- asta vígi þeirra í verkalýðs- hreyfingunni, féll i hendur lýðræðissinnaðra verkamanna sem við þessa atkvæða- greiðslu studdu kjör Jóhanns Möller, sem kjörinn var með tniklum atkvæðamun yfir full trúa kommúnista. Er þessi sigur hér í Verkamannafélag- inu Þrótti mjög lærdómsrík- ur fyrir lýðræðissinna í verka- lýðssamtökunum, þegar þeir aðeins standa saman. Sem fyrr segir, var algjört samkomulag um till. uppstilling- arnefndar, en svo rétt áður en framboðsfrestur var útrunninn, gengu kommúnistar á þetta sam- komulag til þess að tryggja völd sín í félaginu, en þar hafa þeir allt frá stofnun haft meirihluta í stjórn, stilltu þeir upp sér í sæti ritara í stjórn félagsins. r Obreytt kaup- vísitala KAUPLAGSNEFND hefur reikn að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. febrúar s. 1. og reyndist hún vera 186 stig. Kaupgreiðsluvísitala fyrir tíma bilið 1. marz til 31. maí 1957 verður því 178 stig samkvæmt ákvæðum 36. gr. laga nr. 86 frá 1956, um útflutningssjóð o. fl. Kaupgreiðsluvísitalan verður því óbreytt áfram frá því sem hún hefur verið allt frá því í ágústmánuði fyrra árs. En með bráðabirgðaákvæðum sem þá voru sett, var ákveðið að greiða skyldi 6 vísitölustigum minni upp bót á kaup heldur en bar sam- kvæmt gildandi kaup. og kjara- samningum. Orðsending frá full- frúaráði Sjálfsfæðis; félaganna í Rvík ÁRÍÐANDI er, að fulltrúar hafi samband við skrifstofu fulltrúaráðsins í Valhöll, Suð- urgötu 39, í dag og á morgun milli kl. 4—7 e. h. GUNNAR KOM Kommúnistum hefur þótt mik- ið við liggja að vinna þessar kosningar. Tvö blöð sín hér hafa þeir eingöngu helgað þessum kosningum, og svo mikið hefur þótt við liggja, að hingað norður er kominn þingmaður þeirra, Gunnar Jóhannsson, til þess að fylgja fram sigrinum. 200 ATKV. — 121 Um klukkan 11,30 í kvöld var skýrt frá úrslitum þessarar at- kvæðagreiðslu. Maður sá, sem uppstillinga- nefnd hafði orðið sammála um þar til kommúnistar rufu það samkomulag, Jóhann Möller, hlaut 200 atkv. Kommúnistinn Hannes Baldvinsson hlaut 121 atkv. og ógildir seðlar og auðir voru þrír. MÁLEFNALEGUR ÓSIGUR Ósigur kommúnista í Þrótti er fyrst og fremst málefnalegur, því Hannes Baldvinsson er meðal frambærilegustu manna í röðum kommúnista hér St. Munu sfórkostlegar álögur sliga alla ísl. bókagerð l Sfuff samfal við Gunnar Einarsson prenf- smiðjusfjóra um þelfa alvarlega mál. ISLENZK BÓKAGERÐ virðist standa á tímamótum um þessar mundir. Á sama tíma sem erlent lestrarefni er flutt inn í landið í formi bóka og tímarita, virðast svo stórkostlegar álögur, bíða íslenzkrar bókagerðar, að ekki mun ofmælt að henni sé í tvísýnu stefnt. Halldór Kiljan Laxness Enn „jólap5jöf6 ENN í dag berst jólaböggull frá vinstri stjórninni. Nú er það molasykurinn, sem er í bögglin- um og hefur þar oiðið nokkur verðbreyting á!! — Hann hækk- ar nú úr kr. 4,95 kílóið í kr. 6,35. Hér kemur m. a. til hækkað verð á erlendum markaði. Fleiri bögglar ku vera á leið- ixmi frá vinstri stjóminni. Sfjórnmálan. Stefnis HAFNARFIRÐI — Stjórn- málanámskeið Stefnis heldur áfram í kvöld í Sjálfstæðis- húsinu (uppi) og hefst kl. 8,30. Þá talar Ingólfur Flygenring Brekkukotsannáll — ný skáldsaga eftir Laxness Reykjavikurróman, sem gerist upp úr sidustu aldamótum w Ý SKÁLDSAGA, Brekkukotsannáll, eftir Halldór Kiljan Lax- ness, kemiu: í bókaverzlanir síðari hluta marzmánaðar. Skáld- sagan, sem er svipuð Gerplu að lengd, gerist hér í Reykjavík upp úr síðustu aldamótum. Helgafell gefur bókina út. — Brekku- kotsannáll er fyrsta bókin, sem út kemur eftir Laxness, eftir að hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Blaðið hringdi til útgefanda, Ragnars Jónssonar, til að spyrja hvort hann gæti sagt nokkuð frekar um þessa nýju skáldsögu Laxness. Ragnar sagði: — Ég er rétt að byrja að lesa söguna — komst í handrifið, þar sem verið var að hreinrita það og bíð með mikilli óþreyju eftir að fá að halda áfram. Eitthvað á þessa leið fórust Gunnari Einarssyni prentsmiðju- stjóra orð, er tíðindamaður Mbl. ræddi við hann í gær um hver áhrif hinir nýju skattar myndu hafa á bókaútgáfu hér. Bókapappír og annað efni til bókagerðar, er allt undir toll- skrárliðnum „Pappírsvörur“, en þessi liður er allstór í innflutn- ingnum. Þar falla undir hinar ólíkustu vörur, sem ekkert eiga skylt við bókagerð. Þessi liður verður tollaður gífurlega, þann- ig að horfur eru á, að allt efni til bókagerðar hér á landi muni hækka enn um allt að 60%, mið- að við það sem verðið var á þeim pappír er notaður var t. d. í jóla- bækumar. Það þýðir, að bóka- pappír sem áður kostaði 100,000 kr. í innkaupi, kostar nú allt að kr. 247,746,94. Allir sjá af þessu dæmi hvert stefnir, sagði Gunnar Einarsson, nema nauðsynleg leiðrétting fá- ist hér á. Fáist hún ekki, þá hefur verið skorið á líffæð allrar andlegrar framleiðslu hér á landi og grundvelli bókagerðar hér, svo og útgáfu tímarita, gjör- samlega svipt burtu. Hin óvand- aðri tímarit, sem menn hafa stundum valið nafnið „hazar- blöð“, munu þó ekki stöðvast, því að þau eru flest prentuð á sama pappír og dagblöðin. Enn er eití atriði, sem eg hefi ekki nefnt, en þó skiptir miklu máli. Á sama tíma er innflutn- ingur erlendra bóka og tíma- rita ótollaður. Er því hér um herfilegt misrétti að ræða. Það má með sanni segja, að vegið sé nú að hinni andlegu menningu þjóðarinnar, sem oft er getið í skálaræðum og verið hefur lífæð hennar fram á þenn- an dag. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að mönnum getur ekki verið alvara í þessu, sagði Gunn- ar Einarsson að lokum. FuIItrúor íslunds i Norður- Iundurúði furnir utun FULLTRÚAR íslands á fundi Norðurlandaráðs fóru utan í morg- un með flugvél frá Pan American flugfélaginu, sem hefir viðkomu í Keflavik. Fundur Norðurlandaráðsins hefst í Helsing- fors naestk. föstudag og er gcrt ráð fyrir að hann standi í rúma viku. Sækja hann 15 fulltrúar frá hverju Norðurlandanna, nema 5 frá íslandi. Enn fremur sitja hann allmargir ráðherrar. Ekki er vitað hvort nokkur ráðherra sækir fundinn af íslands hálfu. Þetta er í fyrsta skipti, sem fund^g Norðurlandaráðs er hald- inn í Helsingfors. Enn var samninga- f undur í nótt SÁTTASEMJARI ríkisins, Torfi Hjartarson, virtist í gærkvöldi ekki hafa í hyggju að slíta sátta fundi í flugmannadeilunni, fyrr n annað hvort allt færi í strand, eða aðilar semdu. Seint í gær- kvöldi stóð sáttafundur sá enn yfir, sem staðið hefur nær hvíld- arlaust frá því síðdegis á sunnu- daginn. Eftir þein\. fregnum, sem Mbl. hafaði í gærkvöldi, af fundum þessum, þá hafði tekizt að ná sam kontulagi um kaup og kjör leið- sögumanna í millilandaflugi (lc!t skeytamanna og siglingafræð- inga) svo og vélvirkja. Einnig voru góðar horfur taldar á sam- komulagi varðandi kjör flug- manna í millilandaflugi. Hins- vegar þá talinn meiri ágreining- ur um samkomulagsleiðir flug- manna í innanlandsflugi. Það voru taldar allgóðar horf- ur á því að samningarnir myndu takast í nótt, — en þess jafnframt getið, að ekki skyldi blaðið telja það öruggt. * Hinir þingkjörnu fulltrúar ís- lands á þessum fundi verða Bjarni Benediktsson, Sigurður Bjarnason, Emil Jónsson, Bern- harð Stefánsson og Einar Olgeirs- son. Ritari nefndaiinnar er Jón Sigurðsson fyrrum skrifstofu- stjóri Alþingis. Situr hann einnig fundinn. Þá er um þessar mundir hald- inn fundur í Helsingfors með ritstjórum „Nordisk kontakt". en það er rit sem gefið er út með þingfréttum frá öllum þingum Norðurlanda. Meðritstjóri af fs- lands hálfu er Haraldur Kröyer forsetaritari. — Svo að þú gefur út bækur án þess að lesa þær yfir, Ragnar? — Já, stundum. Ragnar hafði ekki annað um þetta að segja að svo stöddu, og þar sem Mbl. vildi ekki hafa það á samvizkunni, að útgefand- inn gæti ekki haldið áfram að lesa sitt handrit var samtalinu slitið. Kvikmyndastjörnur ógna veldi kommúnsfa VÍN, 6. febr. — Fyrir skömmu skýrði Prag-blaðið „Lidova Demokracie" frá því, að Ijós- myndari einn í Prag hefði ver- ið handtekinn fyrir aðgerðir „fjandsamlegar ríkinu“. Var manninum gefið að sök að hafa selt myndir af vestrænum kvikmyndastjörnum. — Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti, sem stjórnir kommúnistaríkj- anna hafa talið vestrænar kvik myndastjörnur stofna veldi sínu í hættu. Eldur í trésmíðaverk sfæði HAFNARFIRBI — Á tíunda tímanum á laugardagskvöldið kom upp eldur í trésmíðaverk- stæði, sem Haukur Magnússon á að Tunguvegi 3 hér í bænum. Hafa tveir Reykvíkingar haft húsnæðið á leigu að undanförnu. í húsinu, sem er um 70 ferm., var mikill reykur þegar slökkvi- liðið kom á vettvang, og sömu- leiðis töluverður eldur. Var mjög erfitt þarna um vik fyrir slökkvi- liðið, því að vatnsskortur er mikill við Reykjavíkurveginn og nærliggjandi götur. Nokkrar skemmdir urðu á verk stæðinu, sérstaklega í lofti, og á timbri, þilplötum og fleira, sem þar var. Að öðru leyti varð húsið sálft ekki fyrir miklum skemmd. um. — Timbrið og húsið mun hafa verið vátryggt. —G. E. Drengur brennist AKRANESI, 11. febrúar — Hér í sjúkrahúsinu er nú rúmliggj- andi níu ára drengur sem fyrir nokkrum dögum skaðbrenndist. Er hann á batavegi. Heitir hann Erlendur Sigtryggsson, til heim- ilis á Vesturgötu hér í bænum. Erlendur litli var staddur í kunningjahúsi er þetta skeði. Hafði hann setið við eldhúsborð, en á því stóð rafsuðuketill, sem nýlega var búið að taka úr sam- bandi og var fullur af sjóðandi vatni. Er drengurinn stóð upp dróst stóllinn með honum en um leið festist snúran frá katl- inum við stólinn, og steyptist þá ketillinn yfir drenginn, sem skað- brenndist frá nafla og niður að hnjám. Hann var tafarlaust flutt- ur í sjúkrahúsið og er nú á bata- vegi. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.