Morgunblaðið - 16.02.1957, Síða 7

Morgunblaðið - 16.02.1957, Síða 7
Lavspn'X'xrnr ifi ^f>br. 1957 MORGVWBL4ÐIÐ 7 Franco verður æ valtari í sessi, og virðist engin orðsnilld eða handapat geta stenunt stigu við þeirri öldu ódnægjunnar, sem nú ríður yfir Spán. ÓLGAN Á SPÁNI NLÝEGA var frá því skýrt hér í blaðinu, að óeirðir hefðu brot- izt út í Barcelona og víðar á Spáni. í Barcelona neituðu menn að ferðast með sporvögnum í mótmælaskyni við hækkun fargjalda. Eftir tveggja vikna „bann“ almennings á sporvögnum, tóku menn aftur að ferðast með þeim, og er enginn vafi á því, að hinii aukni liðsstyrkur lögreglu frá Madrid átti sinn þátt í því. Franco er mikið í mun að halda ró í Barcelona, hvað sem það kostar, því þessi fornfræga höfuðborg Kataloníu hefur jafnan haft orð á sér fyrir uppreisnarhug og frelsisvilja. Með aukinni dýrtíð síðustu vikna hafa óánægjuraddirnar orðið æ háværari, en Franco hefur ekkert nema valdbeitingu til að þagga þær. ára valdatíð hans, er hann enn alvaldur eins og sjá má á síðustu atburðum í Barcelona. Allsherj- arverkfallið, sem boðað var til, hefur borið jafnlítinn árangur og „bannið“ á leikhúsum og kvik- myndahúsum, sem stofnað var til fyrir skömmu. Hins vegar virð- ast stúdentarnir vera að herða andróður sinn gegn stjórninni dag frá degi. YFIRVOFANDI HRUN Hinar eiginlegu orsakir ólgunn ar á Spáni eru ekki fyrst og fremst pólitískar, heldur efna- hagsíegar og félagslegar. Utan- ríkisviðskiptin eru í stöðugri aft- urför. Skuldir rikisins inn á við og út á við aukast sifellt. Og gjaldmiðillinn (peseta) hefur fallið svo í gengi, að til stór- vandræða horfir. Algeru hruni verður aðeins afstýrt með stór- felldum sparnaðarráðstöfunum, en margir ráðherranna óttast þær. Þegar fyrir síðustu jól kom upp djúprættur skoðanamismun- ur innan stjórnarinnar, og er gert ráð fyrir víðtækum breyt- ingum á henni. En ástandið versnar hröðum skrefum og ráð- herrarnir verða æ ráðvilltari og hræddari. Á síðasta stjórnar- fundi er sagt, að komið hafi til hvassra orðaskipta. Ósamlyndið er greinilega í algleymingi meðal ráðamanna á Spáni, og gæti það vel leitt til þess að Franco yrði enn valtari í sessi enda þótt hann geti enn sem komið er barið niður alla mótstöðu nxeð vopna- valdi. Lausar stöður Tvær stöður byggingaverkfræðinga og ein staða vélaverkfræðings eru lausar til umsóknar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Stéttar- félags verkfræðinga við ríkisstjórnina frá 25. júlí 1955. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist samgöngumálaráðuneytinu fyrir 25. febrúar næstkomandi. Hús til sölu íbúðarhúsið Nesvegur 57 er til sölu ásamt 490 ferm eignarlóð. Húsið er ein hæð og kjallari. Útborgun kr. 80—100 þús. íbúðar- og verzlunarhúsið Vitastígur 10 er til sölu. Útborgun og verð éftir samkomulagi. KRISTJÁN GUÐLAUGSSON, hæstaréttarlögmaður Austurstræti 1. Atburðirnir í Barcelona og sömuleiðis í Sevilla, þar sem sporvögnum var hvolft og önn- ur skemmdarverk unnin, gefa til kynna, að hér sé ekki um að ræða einbera óánægju eða ill- vilja, heldur skipulögð samtök afla, sem álíta, að nú sé þeirra tími upp runninn. Eins og svo oft áður í sögu Spánar og eins og svo víða annars staðar í Evrópu nú- tímans, eru það háskólarnir, sem hýsa óróaöflin. „ÞÚ ERT EINN AF OKKUR“ Tvisvar á tveimur mánuðum hefur lögreglan í Barcelona orð- ið fyrir grjótkasti frá stúdent- um. f nóvember s.l. v.orð að Ioka háskólanum eftir að komið hafði til slagsmála milli lögreglu og stúdenta í anddyri skólans. Mynd af stofnanda Falangistaflokksins, José Antonio Primo de Rivera, var rifin niður af vegg háskólans og tröðkuð i svaðið af stúdentun- um. í hennar stað var sett upp ný mynd við hátíðlega atlxöfn að við stöddum helztu broddum flokks- ins. Morguninn eftir hékk á girð- ingunni umhverfis háskólann mynd af Franco með þessari undirskrift: „Þú ert einn af okk- ur, því þú ferðast aldrei með sporvögnum". Þessi skemmtilega og illkvittnislega vísbending til „sporvagnabannsins“ er einkenn- andi fyrir hið hnitmiðaða háð og skörpu kímni, sem Spánverjar beita, þegar þeir reyna að gefa pólitxskri óánægju sinni útrás. En ekki alls fyrir löngu hefði enginn þorað að setja slíkt plagg upp á vegg, heldur hefði skrýtlan verið sögð í hálfum hljóðum meðal náinna vina. STÚDENTAR HERÐA ANDRÓÐUR Andstæðingar stjórnarinnar eru orðnir opinskáari. Útlending- um kemur það svo fyrir sjónir, að menn séu farnir að vanmeta þau tæki til valdbeitingar, sem Franco hefur til umráða. Enda þótt ástandið í landinu sé nú verra en nokkru sinni fyrr í 20 Skrifstofuherbergi í miðbænum til leigu Er um 30 ferm. að stærð. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: Miðbær —2017. Skagfirðingar í Reykjavík og nágrenni: ÞORRABLÓT heldur Skagfirðingafélagið í Reykjavík í kvöld klukkan 7,30 í Breiðfinðingabúð. — Góður íslenzkur matur verður á borðum. SKEMMTIATRIÐI: Söngur: Sigurður Ólafsson Gamanþættir: Guðmundur Ágústsson Fjölmennið og mætið stundvislega. — D a n s Aðgöngumiðar verða seldir í Verzl. J.Þorláksson & Norðmann, Bankastræti og Verzl. Mælifell, Austurstræti 4 og eftir kl. 2 i dag í Breiðfirðingabúð. & ■ . . - . • ' :fn- . £fi>: r- :•>»»’ *i. ■ •*!»'•;: ;Í4Íí.nV . . *, * • .•-fr^stjír*. -f?*,. *• _ BOOKS Aðalumboðsmenn á Islandi: 3nffDjonwonsscm*\i THE ENGUSH B00KSH0Í> Hafnarstreeti 9, Reykjavik. Sími 1936. Símnefni: Books. Nýkomið stórt úrval af ódýrum amerískum bókum frá POCKET BOOKS Inc.: Pocket Books, Cardinal Editions, Pocket Library og Permabooks. Verð kr. 6.60, 9.25 og 13.20 600—700 titlar sígildar bækur, bandbækur, skáldrit og reyfarar. Hver maður getur fengið bók við sitt hæfi. Sendum ókeypis prentaða lista yfir bækurnar. Lítið í glugg- ana í Hafnarstræti 9. Komið inn og gerið góð kaup. Aðalumboðsmenn á íslandi: Snsrbjömlíómson&Cb.h.f THE ENGLISH BOOKSHOP v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.