Morgunblaðið - 22.02.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. febrúar 1957
MORCVNBLAÐIÐ
3
Stjórnarfrv., er ber að vísa frá
Felnr í sér breytingu ó stjórnorskrúnni
Ræða Jóhanns Hafsteins
4ALÞINGI var til umræuu í gær stjórnarfrumvarp um breyt-
ingu á kosningalögunum, sem felur í sér ný ákvæði um kosn-
ingu varaþingmanna.
Forsætisráðherra fylgdi mál-
inu úr hlaði með örfáum orðum.
Síðan tók til máls Jóhann Haf-
stein og fer ræða hans í heild
hér á eftir;
þingmál
f GÆR fór fram 1. umræða
til laga um br. á lögum um
hæstarétt, sem flutt er af Ól-
afi Björnssyni. Flutningsmað
ur fylgdi frv. úr hlaði með
langri og ýtarlegri ræðu.
I»á hafa og verið iögð fram
á Alþingi eftirtalin mál:
Frumv. um br. á lögum um
greiðslu kostnaðar við skóla,
flutt af Pétri Ottesen.
Frunrvarp tii laga um breyt
ingu á lögum um tekjuskatt
og eignarskatt, flutt af Bagn-
hildi Helgadóttur, Magnúsi
Jónssyni, Benedikt Gröndal,
Jóhanni Hafstein og Pétri Pét-
urssyni.
Tillaga til þingsályktunar
um endurheimt islenzkra
handrita frá Kaupmannahöfn,
flutt af Pétri Ottesen og Svein
birni Högnasyni.
Tillaga til þingsályktunar
um fiskiieitarskip, flutt af Ás-
geiri Sigurðssyni.
Öll þessi mál verða að bíða
frekari umsagnar vegna rúm-
leysis i blaðinu.
Búnaðorþing
sett í dng
f DAG kl. 10 fJi. verður Búnað-
arþing sett í Góðtemplarahúsinu.
Allflestir fulltrúar munu þegar
vera mættir til þingsins, en þeir
eru sem kunnugt er víðsvegar að
af landinu. Þingið mun fá til af-
greiðslu allmörg mál og munu
þingfulltrúar því hafa næg verk-
efni meðan þeir dvelja hér í höf-
uðstaðnum.
Herra forseti.
EG TEL, með vísun til 27. gr.
þingskapa Alþingis, að hæstv.
forseta hafi borið að vísa þessu
stjómarfrv. um breytingu á kosn-
ingalögunum á þingskjali nr. 231
frá.
27. gr. þingskapa hljóðar svo:
„Lagafrumvarp, er feiur i
sér tillögur um breytingu á
stjórnarskránni eða viðauka
við hana, skal í fyrirsögnUmi
nefnt frumvarp til stjórnskip-
unarlaga. Hafi það eigi þá
fyrirsögn, vísar forseti því
frá“.
Nú hefur hæstv. forseti ekki af
sjálfsdáðum framfylgt skyldu
sinni samkv. þessari grein þing-
skapa og leyfi ég mér því að
krefjast þess, að hann láti það
ekki lengur undir höfuð leggjast
að vísa þessu frv. á þingskjali
nr. 231 frá — þar sem það felur
í sér — svo að eigi verður um
villzt — breytingu á eða viðauka
við stjórnarskrána, 31. gr., varð-
andi kosningu varamanna þing-
manna, bæði þeirra, sem kosnir
eru hlutbundnum kosningum í
Reykjavík og í tvímenningskjör-
dæmum, og eins varamanna
landskjörinna þingmanna.
Breytingin á eldri reglum um
kjör varaþingmanna, sem í þessu
frv. felst, er eftirfarandi, í 1. gr.
2. málslið:
„Segi varamaður af sér,
missi kjörgengi eða falli frá,
tekur sá varamannssæti, sem
næstur er á listanum og ekki
var áður varamaður.“
Þetta þýðir, að allir frambjóð-
endur á lista í Reykjavík, í tví-
menningskjördæmum og á lands-
lista, sem ekki ná kosningu, geta
orðið varamenn þingmanna og
þar af leiðandi tekið sæti á Al-
þingi, ef svo ber undir.
En um þetta segir ótvíræðum
orðum í 31. gr. stjskr., a-, c- og d-
lið, að varamenn þingmanna, sem
kosnir eru hlutbundnum kosn-
ingum í Reykjavík, í tvímenn-
ingskjördæmum og „til jöfnunar
milli þingflokka" á landslistum
skul kosnir ,jafnmargir“ og að-
almenn, „samtímis" aðalmönnum
„og á sama hátt.“
Með öðrum orðum: Ef kos-
Jóhann Hafstein
inn er einn aðalmaður af lista,
þá er „samtímis“ kosinn einn
varamaður, ef tveir aðalmenn
eru kosnir, þá eru „samtímis"
kosnir „jafnmargir“ — eða
tveir varamenn o. s. frv.
Eftir ákvæðum stjórnarskrár-
innar á t. d. Alþýðuflokkurinn
sem fengið hefur viðurkennda 4
landskjörna þingmenn nú rétt á
4 varamönnum landskjörnum, en
samkv. ákvæðum 1. gr. frv. þess,
sem hér liggur fyrir ætti hann
rétt á 22 varamönnum lands-
kjörnum. Sama gildir að sínu
leyti um kosningar í Reykjavík
og tvímenningskjördæmum.
Með þessu frv. er því á ótví-
ræðan hátt breytt því, sem um
kjör varamanna segir í stjórnar-
skránni — og ber því að vísa
því frá sbr. áður tilvitnuð ákvæði
27. gr. þingskapa.
Til frekari rökstuðnings máli
mínu leyfi ég mér að tilgreina
eftirfarandi:
1. Öll eldri ákvæði stjórnskip-
unarlaga um varamenn þing-
manna eru samhljóða núverandi
ákvæðum 31. gr. stjórnarskrár-
innar, „jafnmargir varamenn
skulu kosnir samtímis og á sama
hátt.
a. Stjórnskipunarlög nr. 12, 19.
júná 1915, 9. gr., Stjómarskrá
nr. 9, 18. maí 1920, 28. gr., en
þar eru ákvæði um kosningu
varamanna þingmanna, sem
kosnir eru „hlutbundnum
kosningum um landið allt í
einu lagi“ (gamla landskjörið)
og segir um það svo: „— en
varamenn skulu vera jafn-
margir og þingmenn, kosnir
hlutbundnum kosningum,
Framh. á bls. 15
Kaupmenn mótmæla árdsiiuni
á verzlunarstéttinni
EFTIRFARANDI ályktanir voru
gerðar á fjölmennum, sameigin-
legum fundi í Félagi matvöru-
kaupmanna og Félagi kjötverzl-
ana í Reykjavík:
„Fjölmennur sameiginlegur
félagsfundur í Félagi kjötverzl-
ana í Reykjavík og Félagi mat-
vörukaupmanna, haldinn 20. febr.
1957, mótmælir eindregið síðustu
verðlagsákvæðum Innflutnings-
skrifstofunnar frá 14. þ. m.
Því hefur verið yfirlýst af ráð-
herrum þeim, sem fara með við-
skipta- og verðlagsmál, að smá-
söluverzlanir í þessum greinum
haíi undanfarin ár stillt álagn-
ingu á þær vörur,sem hafa verið
undanþegnar opinberum verð-
ákvörðunum, mjög í hóf.
í greinargerðum til Innflutn-
ingsskrifstofunnar hefur verið
sýnt fram á, að þessar verzlanir
þola enga álagningarskerðingu
frá því sem áður var.
Eigi verður séð hvað haft hefur
verið til hliðsjónar, er hin nýju
verðlagsákvæði frá 14. þ. m. voru
sett, en fundarmenn eru sammála
um að ógerlegt er að reka verzl-
anirnar með þeirri álagningu,
sem þar er ákveðin.
Verða þessi ákvæði því að skoð-
ast órökstudd og ósanngjörn árás
á verzlunarstéttina, er gera
henni algjörlega ókleift að sinna
nauðsynlegu hlutverki sínu í þjóð
félaginu.
Fundurinn lítur svo á, að þess-
ar atvinnugreinar séu ekki þjóð-
félaginu ónauðsynlegri en önnur
þjónustustörf og það sé ekki hag-
ur almennings að sjálfstæð verzl-
unarstétt leggist niður".
„Fjölmennur sameiginlegur
félagsfundur í Félagi kjötverzl-
ana í Reykjavík og Félagi mat-
vörukaupmanna, haldinn 20. febr.
1957, samþykkir einróma eftir-
farandi áskorun til Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins:
Fundurinn ítrekar margar fyrri
kröfur samtaka vorra um sann-
gjarna álagningu á landbúnaðar-
vörur, sem undanfarin ár hefur
verið langt undir meðal dreif-
ingarkostnaði. T. d. er álagning
á smjör aðeins 6%.
Með þessari lágu álagningu er
ekki hægt að leggja í nauðsyn-
legan kostnað við meðferð og sölu
þessarar vöru“.
„Á fjölmennum sameiginlegum
félagsfundi í Félagi matvöru-
kaupmanna og Félagi kjötverzl-
ana í Reykjavík, höldnum 20.
febrúar 1957, var eftirfarandi
áskorun til fjármálaráðuneytisins
samþykkt einróma.
Fundurinn mótmælir því ein-
dregið, að er Tóbakseinkasala
ríkisins auðlýsti stórlega hækkað
verð á tóbaksvörum 1. febrúar
1957, var álagning í smásölu
lækkuð verulega að hundraðs-
hluta og einnig í krónutölu og
eru þessar vörur seldar langt
undir meðaldreifingarkostnaði
verzlana. Fundurinn skorar því
á fjármálaráðuneytið að leið-
rétta þessa skerðingu og íæra
álagninguna a. m. k. upp í meðal
dreifingarkostnað.
Ofangreindar tillögur voru
samþykktar á mjög fjölmennum
fundi ofangreindra félaga þann
20. þ. m.
★
Þá hefir Félag vefnaðarvöru-
kaupmanna og Skókaupmanna-
félagið gert eftirfarandi ályktun:
„Fjölmennur sameiginlegur
fundur í Félagi vefnaðarvöru-
kaupmanna og Skókaupmanna-
félaginu, haldinn 21. febrúar
Bretar hafa
óbiíandi trú
á Kapokvestimiim
Skipaskoðunarstjóri segir frá
umræðum á ráðstefnu um þau
FREGNIN um að Danir hafi ákveðið að taka úr umferð á skip-
um sínum hin svonefndu kapok-björgimarbelti, hefur skiljan-
lega vakið mikla athygli hér á landi, því að slík belti eru á öllum
togurum landsmanna og einnig nokkrum fiskibátum. — t gær
ræddi skipaskoðunarstjóri, Hjálmar Bárðarson, um þetta mál við
blaðamenn. Skýrði hann þá meðal annars frá að um þetta mál,
þ. e. a. s. hæfni þessara björgunarvesta, væru mjög skiptar skoð-
anir. Bretar hefðu t. d. nú þegar tekið afstöðu í málinu og væri
hún sú að þeir hyggðust ekki taka þau úr umferð á sínum skip-
um. Margra ára reynsla þeirra sýndi að á þau mætti fyllilega
treysta og hefði það komið mjög fram í síðasta stríði, er þúsund-
um mannlífa var bjargað, og þá oft upp úr sjó löðrandi í olíu,
án þess að þess hefði orðið vart að flothæfni kapokvetsanna hefði
nokkuð minnkað.
Skipaskoðunarstjóri sagði að
hann væri á förum til Bretlands
þar sem rætt yrði um kapok-
björgunarvestin og ákvörðun
Dana í þeim efnum. Vonast ég
til, sagði hann, að geta er heim
kemur skýrt frá því hvað Skipa-
eftirlitið muni gera í máli þessu,
, en persónulega er ég þeirrar
skoðunar að kapokvestiunum sé
fyllilega treystandi. Hér hjá okk-
ur hafa þau verið látin liggja í
lengri tíma ofan í benzíni og hef-
ur flotmagn kopaksins ekki
minnkað við það
Sýndi hann blaðamönnum
þetta kopak, er hann tók það
upp úr benzíninu og lét það ofan
í fötu með vatni, og flaut það
sem korkur.
Um þetta mál komst skiita-
skoðunarstjóri m. a. svo að orði:
Ráðstefna um skipaöryggismál
var haldin í Kaupmannahöfn í
fyrrasumar og var þá m. a. rætt
um björgunarbelti þessi.
Vil ég vitna í helztu ummæli
þátttakenda um þetta mál á
fundinum:
Fulltrú frá Danmörku, Juul að
nafni óskaði eftir áliti fundar-
manna á þessum dönsku tilraun-
um með að leggja fleyti-efni
björgunarbelta í benzín og olíur.
Moolenburgh, Hollandi, sagði
þessar fréttir mjög athyglisverð-
ar, því hann hefði ávallt verið
þeirrar skoðunar, að Kapok væri
1957, mótmælir afdráttarlaust
verðlagsákvæðum Innflutnings-
skrifstofunnar frá 14. þ. m.
Ráðherrar þeir, sem með verð-
lags- og viðskiptamál fara, hafa
lýst yfir því, að smásöluverzlanir
hafi stillt mjög í hóf álagningu
á vörur þær, sem verið hafa und-
anþegnar verðlagsákvæðum.
Innflutningsskrifstofan og verð
lagsstjóri hafa í höndum rökstudd
ar greinargerðir þar sem fram
kemur að þessar verzlanir þola
ekki skerðingu á álagningu frá
því sem verið hefur, nema síður
sé.
Það verður ekki séð af hinum
nýju verðlagsákvæðum að nokk-
uð tillit hafi verið tekið til dreif-
ingarkostnaðar smásöluverzlana
og fundarmenn eru sammála um
að ekki er hægt að reka verzlanir
með þeirri álagningu, sem nú er
ákveðin.
Þessi ákvæði verða því að álít-
ast órökstudd og bein árás á verzl
unarstéttina.
Fundurinn harmar það að stétt-
inni er með þessu gert ófært að
gegna nauðsynlegri þjónustu við
almenning á sómasamlegan hátt.
Fundurinn skorar því á verð-
lagsyfirvöldin að taka ákvæðin til
endurskoðunar og miða þau við
að hægt sé að halda áfram verzl-
unarrekstri án fyrirsjáanlegs
tapreksturs.
mjög gott efni, og héldi flothæfni
sinni langan tíma. Hann sagðist
efast mjög um það, að olía á sjó
myndi nokkurn tíma verða E mm
þykk vegna skjótrar dreifingar
um sjávarflötinn. Þegar um ben-
zín væri að ræða, skipti það raun
verulega litlu máli hvort flyti
eða sykki, því ef benzín væri um
allan sjó, myndi eitrað benzín-
loft verða manninum að bana
fyrr en drukknun.
Neuberth Wie frá Noregi sagð-
ist vera sammála hollenzka full-
trúanum. Hann sagðist alltaf hafa
borið traust til Kapoks. Sjálfur
sagðist hann hafa syat í Kapoli-
vesti 50 yards í gegnum sjó þak-
inn diesel-olíu án þess að hafa
fundið nokkum mun á burðar-
hæfni Kapoksins.
Shovelton frá Bretlandi sagði,
að engar sambærilegar tilraimir
hefðu verið gerðar í Bretlandi.
Hins vegar vissi hann einkanlega
um eitt ákveðið skipti, þar sem
miklu magni af olíu hafði verið
dælt í sjóinn frá björgunarskipi
til að lægja öldumar, án þess að
nokkur þeirra sem flutu í kapok-
vestum á sjónum yrðu varir við
breytingu á flothæfni þeirra. —
Hann taldi einnig að 5 mm þykkt
olíulag væri óeðlilega mikið á
sjó, og taldi mun réttara að at-
huga þessa hluti við réttar að-
stæður. Kapok-björgunarvesti
sagði hann, hefðu bjargað ótelj-
andi mannslífum á styrjaldar-
árunum og þá oft í olíumenguð-
um sjó og brezka stjórnin teldi
enga ástæðu vera til að aftur-
kalla viðurkenningu sína á þess-
um björgunarbeltum.
Nú nýlega hefur fréttzt að
Danir hafi ákveðið að banna
notkun kapok-belta á dönskum
skipum frá 1. október n.k. Hins
vegar hafa engin önnur lönd enn
sem komið er tekið sömu ákvörð-
un og Danir.
f fregnum er ég hef fengið frá
Noregi eftir ■ að Danir tóku sína
ákvörðun, segir að þetta mál sé
enn í athugun í Noregi og enn
þvi engin ákvörðun tekin, sagði
skipaskoðunarstjóri.
Það er skoðun brezka siglinga-
málaráðuneytisins, að síðan þessi
gerð björgunarbelta var tekin í
notkun fyrir 35 árum síðan,
ásamt korkbeltunum, þá hefur
bæði kapok og korkur veitt full-
komið öryggi, einnig á styrjald-
artímum.
Nú n.k. sunnudag fer skipa-
skoðunarstj. til Lundúna á fund
Norð-Vestur-Evrópuþjóða um
skipaöryggismál og er þar á dag-
skrá m.^a. viðurkenning ýmissa
gerða björgunarbelta, samræm-
ing reglna um notkun og búnað
gúmmíbjörgunarbáta auk margra
annarra atriða.
Er þess að vænta að á fundi
þessum verði reynt að taka sam-
eiginlega afstöðu til þessara
mála, sagði skipaskoðunarstjóri
að lokum.