Morgunblaðið - 22.02.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. febrúar 1957
MOnCVNfíL AÐIÐ
9
Hvers vegna kvs ég lýðræðis-
BLAÐIÐ hitti að máli nokkra
Iðju-félaga fyrir skömmu og
átti við þá tal um kosningarnar
í félagi þeirra. Allt fyllir fólk
þetta flokk hinna lýðræðissinn-
uðu félagsmanna. Það lætur hér
í þessum samtölum ekki í ljós
neina pólitíska skoðun, enda af
mismunandi stjórnmálaflokkum.
En það hefir eitt sameiginlegt
markmið í félagi sínu þ. e. að
vinna eingöngu að hagsmunamál-
um félagsmanna og forða félaginu
frá því að vera pólitískt hreiður
ákveðins stjórnmálaflokks. Það
fyrirlítur ofbeldi kommúnista og
treystir því að án áhrifa þeirra
verði félagi þess betur borgið.
Hörku harf
til að sækja
rétt sirin i hendur
kommúnista
Ólafur Jóhannsson vinnur hjá
Málningu h.f. og hefir verið þar
í 4 ár. Hann segir:
Ég er lýðræðissinnaður maður
og þess vegna kýs ég lýðræði.
sinna I Iðju?
Olafur Jóhannsson
Það er skoðun mín að stjórn
Iðju hafi í valdatíð kommúnista
beitt einræði og misrétti. Ég
þekki glögg dæmi þessa og get
fært sönnur á þau hvenær sem er.
Félagsmaður einn í Iðju ætlaði
að fá endurnýjað skírteini sitt
vegna þess að hann hafði glatað
því. Kom hann í þessum erinda-
gjörðum á skrifstofu félagsins.
Var honum þá tjáð að hann hefði
greitt félagsgjöld sín og hefði
gegnt öllum skyldum við félagið,
en honum var jafnframt sagt að
hann þyrfti ekkert íjþírteini.
Ekki líkaði manninum þessi enda
lok málsins. Fór hann aðra ferð
á skrifstofuna og hafði þá tvo
félaga sína með sér og ætlaði
hann þá að fá það staðfest í votta
viðurvist að honum væri neitað
um félagsskírteini. Fór þá svo
að skrifstofumaður félagsins
neyddist fil þess að afhenda mann
inum nýtt skírteini í stað hins
glataða. Svo hart þurfti þessi
félagsmaður að sækja rétt sinn.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg
um. Það þarf hörku til þess að
sækja rétt sinn í hendur komm-
únista.
Meðal lýðræðissinna í félaginu
er fólk úr öllum stjórnmála-
flokkum. Þa8 lítur á félagið sem
hagsmunasamtök verksmiðju-
fólks hér i Reykjavík, en ekki
sem erindreka neins einstaks
stjórnmálaflokks. Vegna þess að
hin kómmúnistíska stjórn félags-
ins hefir að mínum dómi ekki
sinnt hlutverki sínu að vinna fyr-
ir félagið sem hagsmunafélag
fólksins, sem í því er, heldur
beitt því sem klíku innan komm-
únistaflokksins, fylli ég flokk
lýðræðissinna.
Stjórn Iðju
beitir kúgun
Anna Kristmundsdóttir, sem
vinnur í Tóledó segir:
Ég lít svo á að stéttarfélag eigi
ekki að vera flokkspólitískt. Ég
Anna Kristmundsdóttir
vil að réttlætið hafi framgang
og að kúgun sé ekki beitt. Mér
virðist hins vegar að kúgun á
félögum Iðju hafi greinilega kom-
ið fram hjá stjórn félagsins.
Ég get nefnt dæmi um þetta.
Tvær stúlkur, sem með mér unnu
fyrir nokkru og báðar voru lög-
legir félagar í Iðju, höfðu ekki
skírteini á kjördegi við kosning-
arnar til Alþýðusambandsþings í
haust. Þegar til kom fékk aðeins
önnur þeirra að kjósa. Þær höfðu
þó verið í félaginu, önnur í 10
ár, en hin í 7 ár.
Sjálf hef ég orðið fyrir barð-
inu á „réttlæti“ stjórnarinnar. Ég
var á framboðslista við kjörið til
Alþýðusambandsþingsins í haust,
en var strikuð út af honum vegna
þess að því var haldið fram að
ég væri ekki löglegur félagi. Ég
átti samt skírteini, en það hafði
ekki verið fært inn á það árstillag
mitt í nokkur ár. Hins vegar hef
ég þann vana að geyma kvitt-
anir og svo var í þessu tilfelli.
Ég mætti því á kjördegi með
skírteinið mitt og kvittanirnar og
þá var ekki hægt að neita mér
um að kjósa. Enda sýndu bækurn
ar að réttur minn var óvefengj-
anlegur. Hins vegar hafði ég verið
strikuð út í trausti þess að ég
myndi ekki geta sannað að ég
væri löglegur félagi. Þannig er
réttlætið framkvæmt við einstaka
félagsmenn. Vegna þessa og
margs annars misréttis álít ég
að kommúnistar eigi að víkja úr
stjórn Iðju.
Fjöldi sagna
um ofbeldi
Jóna Magnúsdóttir, sem vinnur
hjá Andrési Andréssyni kann
Jóna Magnúsdóttir
einnig sögur er sanna sekt komm-
únistanna í Iðju. Hún segir:
Ég kýs lýðræðissinna í Iðju
vegna þess að ég ann lýðræði.
Því er hins vegar stórlega mis-
þyrmt af hinni kommúnistísku
stjórn félagsins. Eitt dæmi:
Þegar til síðustu vinnustöðv-
unar kom, var fjölmennur fé-
lagsfundur haldinn um það mál í
Breiðfirðingabúð. Atkvæði um
vinnustöðvunina voru greidd með
handauppréttingu. Þeir sem at-
kvæðin töldu sögðu að 56 hefðu
verið með vinnustöðvun, en rúm-
lega 30 á móti. Ein kona fór þá
fram á það að atkvæðagreiðslan
væri látin vera skrifleg, því að
hún vefengdi tölurnar. Þessu neit
aði formaðurinn Björn Bjarnason,
algerlega og var handaupprétt-
ingin látin gilda. g?
Á fundi í Iðju fyrir Alþýðusam-
bandskosningarnar í haust bar
félagsmaður fram tillögu í nokkr-
um liðum, sem formaður ræddi
jafnóðum og hann las hana upp
og ætlaði hann að sleppa síð-
asta hluta tillögunnar. Hann var
þó neyddur til þess að lesa hann
vegna ítrekunar tillögumanns, en
hann neitaði aftur á móti tillögu-
manni að svara umsögn formanns
um tillöguna, fékk henni vísað
frá og sleit fundi.
Það eru í rauninni sv^ ótal
margar sögur til um ofbeldi
kommúnista í Iðju og það jafnvel
svo ótrúlegar að fólk, sem ekki
hefir kynnzt þeim af eigin raun,
trúir ekki. Þetta eru þó því mið-
ur allt sannar sögur. ♦
Stjórn Iðju hefir staðið sig illa
í kjarasamningum fyrir hönd
verksmiðjufólks, enda lítt um þá
sinnt, nema þegar efnt hefir ver-
ið til pólitískra verkfalla. Ég veit
að kommúnistar hafa oft hleypt
úlfúð og illindum í vinnudeilur.
Framkoma þeirra hefir tafið fyrir
samkomulagi og vinnustöðvanir
verið of langar vegna pólitískra
afskipta þeirra.
Lýðræði er ekki
til i Iðju
Búi Þorvaldsson hefir lengi
þekkt íslenzka verkalýðsstarf-
semi. Hann hefir einnig kynnzt
henni erlendis. Búi hefir unnið
hjá Víkingi og Svaninum í sam-
fellt 11 ár. Hann segir:
Ég hafði kynni af manni í
Danmörku, sem Axel Larsen heit
ir og félögum hans, og er hann
lmðtogi kommúnista þar í landi.
Ég fékk nóg af þeirri viðkynn-
ingu. Og hér heima eru komm-
únistarnir af sama sauðahúsi.
Ég kýs lýðræðissinna vegna
þess að lýðræði á að ráða. Ég
get ekki liðið þá stjórn sem álítur
félagið vera til fyrir sig, en vinn-
ur ekki í þjónustu félagsmanna.
Stjórn Iðju hefir notað félagið til
þess að auka völd sín og áhrif.
Það sanna allar lagabreytingar,
sem gerðar hafa verið. Mér eru
þessi mál allvel kunnug því ég
hef verið í Iðju sl. 8—9 ár og
sótt alla helztu fundi félagsins á
þeim tíma.
Eitt af því sem ég hef mjög
gagnrýnt er fundarboðun og fund
arsköp félagsins. Ég þekki þess
mörg dæmi að félagsmenn hafa
ekkert vitað um fundi félagsins
fyrr en eftir að þeir höfðu verið
haldnir. Stjórnin gætir þess vand
lega að boða trygga fylgjendur
sína, þannig að mál hennar gangi
fram á fundunum. Enda er ekk-
ert í lögum um fundarboðun
annað en að þeir skuli auglýstir
tveimur dögum fyrir fund, en
hvernig og hvar er ekki sagt.
Stjórnin getur því alltaf bent á
að hún hafi auglýst fundi, jafn-
Búi Þorvaldsson
vel þótt hún hafi ekki auglýst
þá nema í einu blaði.
Lýðræði er ekki til í félaginu
eins og nú er. f lögum félagsins
segir svo um vinnustöðvun: „Á-
kvarðanir um að hefja verkfall
eða aflétta því eru löglegar og
bindandi fyrir félagið og meðlimi
þess, ef a.m.k. % hlutar greiddra
atkvæða á lögmætum trúnaðar-
mannafundi hefir samþykkt
þær“. Hér er rétturinn tekinn af
hinum almennu félagsmönnum.
Um fundarsköp segir svo: „Fund-
um félagsins skal stjórnað eftir
fundarsköpun, sem félagið hefir
samþykkt. Vafaatriði um fundar-
sköp úrskurðar fundur við ein-
stök tækifæri. Að öðru leyti fer
fundarstjóri eftir því sem honum
þykir bezt henta“. Ég veit þess
engin dæmi að félagsmenn hafi
aðgang að samþykktum félagsins
um fundarsköp og þau eru hvergi
prentuð með lögum félagsins.
Þetta eru aðeins lítil dæmi um
„lýðræði" það sem kommúnistar
hafa innleitt í Iðju.
Eins og kunnugt er af kosning-
unum í haust til Alþýðusam-
bandsins hefir stjórn Iðju viðhaft
einstök kosningasvik og beitt
menn ótrúlegu misrétti. Fjölda
fólks var þá vísað frá og því sagt
að það væri ekki á kjörskrá.
Hins vegar kusu 7% af þeim sem
þátt tóku í kosningunni án þess
að vera á kjörskrá. Þeir höfðu
öll réttindi og skírteini upp á
vasann og var því ekki hægt að
neita þeim um kosningarétt. Þann
ig var félagið allt laust í reip-
unum og hreinum tilviljunum
háð hvort félagsmenn höfðu rétt-
indi eða ekki. Á þessu hafa Iðju-
félagar nú fengið nokkra leiðrétt-
ingu fyrir ötula baráttu lýðræðis-
sinna. Um marga er svo vitað,
sem vísvitandi er reynt að svipta
réttindum sínum.
Áhugalaus stjórn
— litill árangur
Ragnheiður Sigurðardóttir, sem
vinnur í Leðurgerðinni segir:
í allmörg ár hafði ég greitt
skilvíslega félagsgjöld til stéttar-
félags míns, Iðju. Vinnuveitandi
minn hafði séð um að taka þau
reglulega af kaupi mínu. Þrátt
fyrir það varð ég fyrir somn
reynslu og svo margir aðrir sam-
félagar mínir í Iðju, að ég fékk
ekki að neyta félagsréttinda
minna við kosningu í félaginu.
Þá tilkynnti skyndilega sú stjórn
sem rukkað hafði inn félagsgjöld-
in ár eftir ár, að ég hefði engin
réttindi, af því að ég hefði ekki
komið á skrifstofu félagsins og
sótt skírteini. Má vera að þetta
hafi verið svo eftir félagslögum,
en hitt er samt undarlegt, að
stjórn sem rukkar inn félagsgjöld
in skyldi ekki að minnsta kosti
jafnhliða skýra félagsmönnum frá
þessu furðulega ákyæði.
Og núverandi stjórn Iðju verð-
ur óhjákvæmilega grunuð um að
hafa ekki komið heiðarlega fram
í þessu máli. Hún beitti þessu
sérkénnilega ákvæði til þess að
geta haldið völdum þvert ofan í
vilja meirihluta þeirra sem full-
kominn félagsrétt eiga í Iðju.
Eitt mesta vandamál iðnverka-
fólks hér í Reykjavík er að vinnu
skilyrði og allur aðbúnaður á
vinnustöðvum er mjög misjafn.
Ég hef kynnzt þessu af eigin
raun, hef unnið á fjölmennu
saumaverkstæði, þar sem stúlk-
um var mismunað og vinnuharka
var. En ég hef einnig unnið á
verkstæði þar sem er fámennt,
aðeins tvær,' og höfum við góða
aðbúð og frjálsræði við vinnu.
Núverandi stjórn stéttarfélags
okkar hefur verið alltof aðgerða-
laus um að fá vinnuna flokk-
aða niður og ég hef t.d. veitt því
athygli, að víða er kvartað um
það að engar ákveðnar reglur
séu um ákvæðisvinnu. Núverandi
stjórn félagsins hefur héldur ekki
sýnt neinn áhuga á að heilbrigð-
iseftirlit, hreinlætiseftirlit, né
öryggismál á vinnustað séu í lagi.
Á mörgum fleiri sviðum hefir hún
sýnt að hún er áhugalaus um
félagið, nema hvað hún vill nota
það einum stjórnmálaflokki til
pólitísks framdráttar. Nú er tæki-
færið til að skipta um og kjósa
nýja stjórn með áhugasömum
mönnum.
Skapa barf
félagsanda
Ragnheiður Sigurðardótti
jieinn Ingi Jóhannesson
Steinn Ingi Jóhannesson, starfs
maður í Feldinum segir:
Hvers vegna kýs ég lýðræðis-
sinna í Iðju? Það get ég skýrt með
stuttri sögu. Ég flutti fyrir fjór-
um árum til Reykjavíkur frá
Bolungarvík. Ég hóf þá þegar að
vinna í verksmiðjum í Reykjavík
og hef ætíð síðan reynt að kynna
mér starfsemi stéttarfélags míns,
Iðju.
En það er svo undarlegt með
þetta stéttarfélag, að þó maður
mæti á fundum, hefur maður lítið
kynnzt því, hvað félagið eða
stjórnin starfar. Þar hafa yfirleitt
engir talað nema formaðurinn og
gjaldkerinn .Þeir hafa lesið stutt
ar skýrslur, en þær eru að jafn-
aði ekkert ræddar. Allt sem þess-
ir menn segja, láta þeir sam-
Framh. á bls. 10