Morgunblaðið - 22.02.1957, Blaðsíða 12
12
MORCVNBT.AÐIÐ
Fðstudagur 22. febrúar I95T
GULA
lllll herhergiS
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 58
eigið þér við, að Elinor hafi
kveikt í brekkunni? Það er dá-
lítið alvarlegur hlutur að saka
fólk um.
— Bíllinn henhar sást þar í
nágrenninu, kvöldið sem morðið
var framið. Nei, verið þér rólegur,
bætti hann við, er Greg gekk að
honum. — Ég held ekki, að hún
hafi myrt stúlkuna. Það er ólik-
legt eins og á stóð, bætti hann
við, þurrlega. En víst er um hitt,
að hún getur vitað meira en hún
lætur uppskátt. Til dæmis hafði
greinilega verið gerð tilraun til að
gera stúlkuna óþekkjanlega. Föt-
in hennar hafa ekki fundizt og
jafnvel ekki snyrtitaskan hennar.
Kannske hefur Carol sagt yður,
hvers vegna við héldum, að dótið
hennar hefði verið grafið uppi í
brekkunni, og um skófluna, sem
fannst þar? En ef til vill hefur
hún ekki sagt yður, að frú Hilli-
ard var býsna hrædd, þegar Lucy
kom með framburð sinn við rétt-
arhaldið. Ég horfði á hana, svo að
ég veit það. En Lucy var varkár.
Hún sagði ekki nema hálfan sann-
leikann og það vissi frú Hilliard.
— Ekki hefur hún drepið Lucy,
það get ég fullyrt, sagði Greg og
var loðmæltur.
— Hvers vegna kveikti hún þá
í brekkunni? spurði Dane. — Því
UTVARPID
Föstudagur 22. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10
Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30
Daglegt mál (Arnór Sigurjóns-
son ritstjóri). 20,35 Strandavaka:
a) Frásögn Eggerts Ólafssonar og
Bjama Pálssonar frá heimsókn
þeirra á Strandir. b) Rímnalög
af Ströndum. c) Seljanes-Móri,
síðasti uppvakningur á Strönd-
um. d) Þórður sakamaður: Tómas
Guðmundsson víðförli frá Gróu-
stöðum skráði. Símon Jóh. Ágústs
son prófessor sér um þessa dag-
skrá og flytur ásamt Jóhanni
Hjaltasyni kennara og Þorsteini
Matthíassyni kennara. 21,45 Is-
lenzk tónlist: Lög eftir Þórarin
Jónsson (plötur). 22,10 Passíu-
sálmur (5.). 22,20 Þýtt og endur-
sagt: Þýzki fjármálasnillingurinn
Ludwig Erhard (Helgi Hallgrims
son fulltrúi). 22,35 Tónleikar: —
Björn R. Einarsson kynnir djass-
plötur. 23,10 Dagskrárlok.
t.augardagur 23. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,60 óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 16,30 Veður-
fregnir. — Endurtekið efni. 18,00
Tómstundaþáttur bama og ungl-
inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps
saga bamann. „Lilli í sumar-
leyfi“ eftir Þómnni Elfu Magnús
dóttur; III. Höfundur les). 18,55
Tónleikar (plötur). 20,20 Leikrit
Leikfélags Reykjavíkur: „Kjara-
orka og kvenhylli" eftir Agnar
Þórðarson. — Leikstjóri: Gunnar
R. Hansen. Leikendur: Þorsteinn
ö. Stephensen, Guðbjörg Þor-
bjamardóttir, Helga Bachmann,
Brynjólfur Jóhannesson, Ámi
Tryggvason, Margrét Magnúsdótt
ir, Gísli Halldórsson, Knútur
Magnússon, Nína Sveinsdóttir,
Áróra Halldórsdóttir, Sigríður
Hagalín, Steindór Hiörleifsson,
Valdimar Lárusson o. fl. 22,20
Passíusálmur (6.). 22 30 Danslög
(plötur). — 24,00 Dagskrárlok.
að það munuð þér sanna, þótt síð-
ar verði, að hún gerði. — Hún
vissi, að kannan var á háaloftinu
og 11 Carol úti á brautinni.
Meira að segja hafði hún gúmmí-
slöngu til þess að ná benzíninu af
bílnum. Ég sá slönguna inni í
svefnherbergin; hún er annars
notuð við hárþvott. Og hún lykt-
aði af benzíni, enda þótt ég búist
við, að hún hafi reynt að skola
hana.
— Ég trúi þessu ekki, svaraði
Greg, þverúðarfullur. — Og ég
trúi ekki, að hún hafi verið hér,
þegar Marguerite var myrt. Hvers
vegna spyrjið þér hana ekki
sjálfa?
— Af því að hún hefur eins
konar fjarverusönnun. Dane var
mjúkur í málrómnum. — Hún seg-
ist hafa verið þessa nótt í tómri
íbúð í New York. Og víst er um
það að hún var þar í borginni á
laugardag. Hún segist hafa borðað
kvöldverð með manninum sínum
og farið í leikhúsið. Og sennilega
hefur hún gert það, nema hann
þá sé í vitorði með henni. En vel
gæti hún hafa verið hérna, eins
og þér vitið; hún gat hafa ekið
seinnipart nætur til Providence og
tekið morgunlest til New York.
Og það er ég reyndar hér um bil
viss um, að hún hefur gert.
— Svo hún á þá að hafa skotið
sig sjálf, sagði Greg harkalega. —
Farið út í rigninguna, brölt upp
brekkuna og skotið sig í lærið?
Nei, guð minn almáttugur, Dane,
reynið þér að tala eins og maður
með vitil
— Gott og vel. Við skulum taka
þetta öðru vísi. Hún myrti ekki
stúlkuna, heldur fór á eftir henni,
af því að hún vissi, að hún var á
leið hingað. Þegar hún kom hing-
að, var stúlkan þegar dáin, svo að
hún gerði það eina, sem hægt var
að gera, þ. e., fór með líkið upp á
loft í lyftunni og faldi það í skápn
um.
— Það er ekki nema vitleysa!
— Svo kann að virðast, en eitt-
hvað þvilíkt hefur nú samt átt sér
stað. Líkið var auðvitað falið til
þess að vinna tíma. .. .
— Til þess að Elinor gæti kom-
izt til New York og farið í leik-
hús, eða hvað?
— Nei, til þess að geta hlíft
yður. Og sjálfri sér um leið. Á
ég að halda áfram?
— Maður verður víst einhvern
tíma að heyra það, hvort sem er,
urraði Greg.
— Gott og vel. Nú liggur Lucy
fyrir neðan stigann. Hún er með-
vitundarlaus, en getur auðvitað
raknað við þá og þegar. Frú Hilli-
ard vissi ekki, að Lucy hafði fót-
brotnað, en hún varð að koma föt-
um stúlkunnar undan. Hún fann
þau og töskurnar hennar í gula
herberginu. Um þetta leyti var
Lucy farin að hreyfa sig og lík-
lega að stynja. Hvað gat hún
gert? Tekið fötin með sér? Hún
var á leið til New York, eins og
þér vitið og Lucy gæti gert aðvart,
hvenær sem væri.
— C tið þér hugsað yður Elinor
fara að grafa fötin úti þama um
nóttina? Hún gat losnað við þau
á hundrað stöðum á leiðinni til
New York. Greg var orðinn bein-
línis ögrandi. — Hún kann að hafa
hina og þessa galla, en fábjáni
er hún ekki.
Dane kinkaði kolli og lét sér
hvergi bregða. — Einmitt. Þama
stanza ég. Og ég hef staðið
þama tíu daga. Það var úr
sléttur og svo eru fötin grafin
uppi í brekkunni! Nema hún hafi
haft einhvem til að hjálpa sér?
Nú varð þögn, en að lokum rauf
Greg hana. — Hver þykist hafa
séð bílinn hennar?
— Gamla frú Ward, til dæmis.
Hún var að gá að manninum sín-
um. Það virðist sem hann eigi eitt-
hvað bágt með svefn. Hún glopr-
aði þessu út úr sér í sakleysi sínu.
En svo sá ungfrú Dalton líka bíl-
inn. Hún var úti með hundinn
sinn.
— Það er eins og allur skríll-
inn hafi verið úti á flandri um
miðja nótt, sagði Greg önuglega.
Hann var farinn að klæða sig.
Dane horfði á hann, en var að
hugsa um það, sem hann hafði
orðið vísari. Hann hrökk upp úr
þessui.i hugleiðingum, þegar Greg
var að fara í treyjuna.
— Hvernig er það með yðar
fjarveru, þegar konan yðar var
myrt? spurði hann. — Þér fóruð
frá Washington á fimmtudaginn
í þessari viku, veit ég. Þér ætt-
uð að athuga vandlega hvar þér
hafið verið á hverjum tíma eftir
það, og það þýðir ekki að bera
fyrir sig minnisleysi.
Greg hló kuldalega. — Gott og
vel. Ég tók mér gistingu á Got-
ham á fimmtudag. Það getið þér
fengið staðfest. Heimsótti Elinor
þann sama dag í Newport. Það
má líka fá staðfest. Sömuleiðis,
að ég tók bílinn minn úr geymslu
til þess að aka til Newport að heim
sækja Yirginiu og annað nákomið
fólk. En svo getið þér ekki fylgzt
með ferðum mínum á föstudag og
mestallan laugardaginn, því að
það gæti ég ekki sjálfur. Ég fékk
þetta bréf frá Marguerite og ég
hef sagt yður, hvernig mér varð
við, bætti hann við, þurrlega. —
Venjulega get ég drukkið eins og
aðrir menn, en þegar gengur svona
fram af mér, drekk ég mig blind-
Dormeyer
hrœrivélar
Höfum fengið örfá stykki af hinum þekktu
Dormeyer hrærivélum
Tvær skálar og
hakkavél fylgir.
Gjörið svo vel að lita inn. —
Tfekla
Austurstræti 14
— Sími 1687 —
Bútasala — Bútasala
næstu daga
□ DYRI
M AR KAÐURINN
TEMPLABASUNDI 3.
Ódýrar prjónavörur
Næstu daga verða seldar
mjög ódýrar prjónavörur
t. d. Herravesti kr. 35,00
Barnaföt kr. 35.00
Drengjapeysur .. kr. 25.00
Sportvesti kr. 23.00
Nærbuxur . . .. kr. 17,00
og ýmsar fleiri tegundir.
IJtsalan á horni
Snorrabrautar og Njálsgötu.
Atvinna
Ungur maður vanur skrifstofustörfum, óskast að
útgerðarfyrirtæki úti á landi.
Upplýsingar á Hótel Vík, herbergi 24, milli
kl. 10—12 í dag.
Jörðin Bakkasel
í Öxnadalshreppi, Eyjafirði, er laus til ábúðar og
reksturs greiðasölu í næstu fardögum.
Upplýsingar hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri og
Vegamálaskrifstofunni, Reykjavík.
MARKIIS Eftir Ed Dodd
WAtT A '■“‘X
MINUTE.«WE'LL
SETTLE THIS
AT THE RACE
.« COME ON,
1) — Að hverju ertu að
hlæja, lagsmaður.
— Svona spikaður hundur end
ist ekki í fimm mínútur.
2) — Þú ert bjáni. Þessi hund-
ur er duglegur og hann vinnur.
— Þorirðu að veðja um það.
3) — Ég á eaga peninga og
jörfinn hefur eyðilagt öll skinnin
mín, svo að ég hef engu að veðja.
— Þú ert hræddur, Jonni. Það
er enginn töggur í þér.
4) — Þetta skaltu ekki þora að
segja við Jonna Malott.
— Bíddu aðeins, Jonni. Látið
þið úrslit keppninnar skera úr, en
ekki fara að slást.