Morgunblaðið - 22.02.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. febrúar 1957 MORCVNBLAÐIÐ 11 Allt völundarsmíði sem hann lét frá sér fara ÁTTRÆÐUR er í dag, 22. febrú- ar, Benjamin Jónsson, vélsmiður, sem nú dvelst að Elliheimilinu Grund. Hann er Reykvíkingum vel kunnur, og þó sérstaklega eldri mönnum. Benjamín var um skeið aðalvélaviðgerðamaður bæj arins, og var þá ekki mörgum á að skipa í því efni. Um nokkurra ára bil voru aðeins tveir menn í höfuðstaðnum, sem lögðu stund á vélaviðgerðir og vélsmíði og var Benjamín annar þeirra. En þótt Benjamín væri slíkur völ- undur sem raun bar vitni um, hefur hann aldrei lært neitt til vélsmíði, aðeins notazt við gott hugvit og hagar hendur. Á verk- stæði sínu að Vitastíg 10, mótaði hann og smíðaði þá hluti í vélar, með frumstæðum verkfærum, sem standa hvergi að baki þeim sem nú eru gerðir sams konar, með hinum tæknilegustu vélum. Fréttamaður Morgunblaðsins átti stutt samtal við Benjamín í gær í tilefni afmælisins. — Eruð þér fæddur Reykvík- ingur, Benjamín? — Nei, ég er fæddur í Dals- mynni í Eyjahreppi í Snæfells- nessýslu, 22. febrúar 1877. For- eldrar mínir voru Jón Þórarins- son, bóndi og smiður þar og Ágústa Sighvatsdóttir. Faðir minn fékkst jöfnum höndum við smíðar og búskap, enda var hann prýðilega laghentur maður. Til Reykjavíkur fluttumst við 1882. Þá var ég á sjötta ári. Eftir það vann faðir minn aðallega og jafn- vel eingöngu við smíðar, mest fyrir Geir Zoega. Hjá föður mínum fékk ég fýrstu tilsögnina, í smíðum, en hann hafði yfir að ráða litlu verkstæði. — Svo þér hafið tekið smiðs- hæfileikana í arf frá föður yðar? — Já, það má segja svo. ÆTL.AÐI AS VERBA ÚRSMIÐUR — En ég ætlaði mér nú samt ekki að verða vélsmiður. — Nú, — til hvers stóð þá hug- ur yðar? — Þegar ég var um tvítugt, fór ég til Seyðisfjarðar og réðst til Stefáns Th. Jónssonar til þess að læra úrsmíði. Úrsmíðin tók fjög- ur ár, en ég var þar ekki nema þrjú ár. Þá fann ég að það átti ekki við mig. — Og hvað svo? — Ja, ég fór aftur til Reykja- víkur og byrjaði að gera við vél- ar, auðvitað án nokkurrar kunn- áttu eða tilsagnar. Ég þreifaði mig áfram sjálfur í þvi efni og tókst furðanlega vel. Það voru aðallega bátavélar sem gera þurfti við og smíða hluti í. Þá voru bátarnir venjulega ekki stærri en 12 lestir, venjulegast 8—12 lestir. Þetta voru allar mögulegar tegundir af vélum, sem ég meðhöndlaði, eða þær tegundir sem þá voru þekktar hér og notaðar, en það voru mest Alfa-, Duxen-, Bolinder- og Dan vélar. 4 ísl. mef og 5 unglingamet voru sett á sundmóti Ægis SUNDMÓT ÆGIS fór fram í Sundhöllinni í fyrrakvöld. Á mót- inu voru sett fjögur íslandsmet og fimm unglingamet. Met þessi settu Guðmundur Gíslason, ÍR, Ágústa Þorsteinsdóttir, Ár- manni, Sigríður Sigurbjörnsdóttir Ægi, Helgi Sigurðsson, Ægi og boðsundssveit Ægis. Keppni á mótinu var oft tvísýn og skemmti- leg eins og sjá má af úrslitunum hér að nefan. Benjamín Jónsson — Það hafa vsu-la verið margir vélsmiðir í Reykjavík á þessum árum? — Við vorum tveir, ef vélsmiði skyldi kalla, Ólafur Jónsson og ég, en hvorugur okkar með próf. Við höfðum því nóg að gera, því það var talsvert mikil bátaútgerð hér þá. — Hvenær byrjuðuð þér að smíða hluti í vélar? — Ja, næstum strax eftir að ég byrjaði að fást við vélaviðgerðir. Það var nauðsynlegt, því að oft brotnuðu hlutir svo illa, að ekki var hægt að gera við þá. Þá varð að smíða nýja. AULT TEKIB GILT — En hvernig var það, fenguð þér aldrei réttindi sem vélsmið- ur? — Það var nú þannig, að ég hafði aldrei lært neitt til vél- smíði, en eftir að M. E. Jessen tók við skólastjórn Vélskólans hér, fór hann að kynna sér starf mitt og smiðar. Hann veitti mér að vísu ekkert plagg upp á að ég væri löggiltur vélsmiður, en hann tók allt gilt sem ég smíðaði. — Hjá hvaða fyrirtæki vannst þú lengst af? — Ég vann lengst hjá Ólafsen, sem átti Duus-verzlanimar í Keflavík. — En hve lengi fenguzt þér við þessa vinnu? — í 20 ár. SMIÐSHÆFILEIKARNIR ERFAST ENN Benedikt var kvæntur Guð- laugu Árnadóttur, ættaðri úr Skaftafellssýslu. Þau gengu í hjónaband skömmu eftir alda- mótin. Hann missti konu sína eftir tæplega 20 ára sambúð. Þau hjónin áttu 5 börn og eru aðeins tveir synir á lífi, Sigurður, sem er steypumaður í Jámsteypunni og Ágúst, vélamaður. Tveir syn- ir og ein dóttir eru látin. í dag dvelst Benjamín á heim- ili Sigurðar sonar síns og tengda- dóttur, Súsönnu Pálsdóttur, að Hverfisgötu 73. — M. Th. 300 m skriðs. karla: 1. Helgi Sigurðs. Æ 3:35,8 íslm. 2. Guðm. Gíslason Í.R. 3:48,0 Drengjamet. 3. Guðm. Sigurðsson ÍBK 4:15,3 í þessu sundi var tími tekinn á Guðmundi Gislasyni við 200 m Þar setti hann einnig drengja- met 2:27,9. Það gamla var 2:31,0. Gamla fsl.metið var 3:40,4 og átti Ari Guðmundsson það. Var þetta Helgi setti met í 300 m. — og átti þátt í öðru. síðasta met Ara í einstaklings- greinum, en eitt sinn átti hann metin á öllum skriðsundsvega- lengdunum. 50 M. SKRIÐSUND KARLA 1. Pétur Kristjánsson, Á, 26,8. 2. Gylfi Guðmundsson, ÍR, 27,6 3. Ólafur Guðmundsson, ÍR, 28,4 4. Þórir Arinbjarnarson, Æ, 28,5 Keppnin var geysihörð í öllum riðlunum þremur, ekki sízt milli Ólafs og Þóris í 2. riðli. Pétur og Gylfi eru þó í sérflokki en Gylfi varð fyrir því óhappi að lenda tvívegis í brautarlínunni og tafði það nokkuð fyrir honum. 50 M. BRINGUSUND TELPNA 1. Sigríður Sigurbjörnsd., Æ, 41,0 2. Bergþóra Lövdahl, ÍR, 42,6 3. Hrafnh. Guðmundsd., ÍR, 44,0 4. Margrét Ólafsd., Á, 46,4 Ágústa Þorsteinsdóttir kom fyrst að marki á tímanum 40,6, en var dæmd úr leik vegna ólög- legrar snertingar við endamark. Keppni Ágústu og Sigríðar var einkar skemmtileg, þær beittu fyrstar kvenna hér kafsundsað- ferð af og til. Báðar fóru þær undir telpnameti Þórdísar Árna- dóttur 41,2. Athyglisverður er ný- liðinn Hrafnhildur. 50 M. BRINGUSUND DRENGJA 1. Einar Kristinsson, Á, 36,5 2. Tómas Zoega, Á, 38,1 3. Birgir Dagbjartsson. SH, 38,3 4. Hörður Finnsson, IBK, 38,5 Einar er í sérflokki drengj- anna, en það verður honupi og fleirum erfitt drengjametið hans Sigurðar Sigurðssonar, Akranesi, 35,2. 50 M. BAKSUND KARLA 1. Guðm. Gíslason, ÍR, 32,8 Isl. met og drengjamet 2. Ólafur Guðmundss., ÍR, 33,1 3. Sig. Friðriksson, IBK, 35,4 Tvísýnasta og skemmtilegasta keppni kvöldsins. Ólafur átti gamla metið 33,0 og kom nú eftir margra ára fjarveru til að verja met sitt, og var það með miklum sóma gert. Guðmundur reyndist hinn harðasti og með þessu meti hefur hann staðfest, að hann er bezti baksundsmaður, sem ísland hefur átt. OFÆRÐ I DOLIJM BÚÐARDAL, 20. febr. — Undan- farna daga hefur verið allhvöss norðanátt og fannkoma. Hafa all. ir vegir teppzt og liggja sam- göngur því niðri. Er það mjög bagalegt þar sem margir bændur þurfa að ná til sín fóðurbæti o. fl. í dag er hér logn en allmikil snjókoma. Ekki er vitað hvenær snjó verður rutt af vegunum, en vegagerðin hefur engar snjóýtur hér í Dölum. Dálítið hefur orðið vart við mink hér í vetur og nýlega brá einn sér inn í hænsnahús og drap þar 11 hænur af 14. Ekki hafði hann þó gott af förinni því að hann var sjálfur drepinn í dýra- boga. í fyrradag var svo einn minkur skotinn í fjörunni skammt frá búð kaupfélagsins hér í Búðardal. — E. Olympíuleikar- nii 1960 hefjast 25. dgúst RÓMABORG, 21. febr. — Ólym- píunefnd Ítalíu hefir nú ákveðið að Ólympíuleikirnir 1960 verði settir 25. ágúst og standi til 11. september. Ólympíunefndin hefir í stærstu dráttum samið dagskrá leikanna o gskipað nefndir til að sjá um framkvæmd keppninnar í hinum einstöku greinum. —Reuter. 200 M. BRINGUSUND KARLA 1. Sig. Sigurðss., ÍA, 2:54,6 2. Þorgeir Ólafsson, Á, 2:56,3 3. Torfi Tómasson, Æ, 2:57,9 4. Hörður Finnsson, IBK, 3:00,1 5. Einar Kristinsson, Á, 3:01,9 6. Valgarður Emilsson HSÞ, 3:02,7 Það voru ekki „toppmennirn- ir“, sem vöktu mesta athygli. Fyrstu 3 menn hafa allir náð betri tíma áður. En næstu 3 menn vöktu þeim mun meiri athygli. Hörður synti nú þessa vegalengd í fyrsta sinn hér á móti. Hann er lítill, en knár og syndir vel. Og hann hefur áreiðanlega ekki sagt sitt síðasta orð í þessu sundi. — Einar hefur áður náð svip- uðum tíma. Báðir eru þeir Einar og Hörður drengir að aldri. Val- garður keppti einnig nú í fyrsta sinn. Hann er kröftugur og lík- legur til meiri afreka — en fyrst þarf hann að laga ýmsa galla, einkum að ná kyrrari legu. 50 M. FLUGSUND KARLA 1. Pétur Kristjánsson, Á, 31,7 2. Guðjón Sigurbjörnss., Æ, 32,9 3. Steinþór Júlíusson, Á, 35,0 50 M. SKRIÐSUND KVENNA 1. Ágústa Þorsteinsd., Á, 30,8 fsl. met og telpnamet (gamla 31,3) 2. Inga Árnadóttir, IBK, 33,4 3. Sigr. Sigurbjörnsd., Æ, 33,5 4. Margrét Ólafsd., Á, 39,7 Ágústa er í algerum sérflokki ísl. sundkvenna og tími hennar hér mjög athyglisverður. En hún er enn átakanlega sein „á start- pallinum" og það er dýrt í 50 m. sundi. 50 M. SKRIÐSUND DRENGJA 1. Guðm. Gíslason, ÍR, 28,3 2. Sólon Sigurðsson, Á, 29,8 3. Guðl. Gíslason, SH, 31,0 4. Guðl. G. Jónsson, Á, 32,1 Guðmundur var hinn öruggi sigurvegari og þessi tími hans nægði til 3. verðlauna í skriðsundi karla! 4x200 M. BOÐSUND 1. Sveit Ægis, 9:55,6 Met (gamla 10:04,4). í sveitinni voru Helgi Sigurðs- son, Guðjón Sigurbjörnsson, Magnús Guðmundsson og Ari Guðmundsson. Það er ekki verið að amast við metum eða þeim er það setur, þó sagt sé að þessi grein átti ekki heima í mótinu. Ein sveit í 10 mín. boðsundi er ekki til að lífga upp á sundmót og hefði betur átt heima á innanfélagsmóti. ★ Þá fór fram úrslitaleikur „Febrúarmótsins" í sundknattleik milli Ármanns og Ægis. Jafn- tefli varð 4:4, eftir einn skemmti- legasta og bezta leik sem hér hefur lengi sézt. Ármann vann mótið á þessu jafntefli, en nú er komin meiri „breidd“ í sund- knattleikinn en lengi hefur verið. Er það einkum vegna framfara Ægismanna. Þeir eiga nokkra ágæta leikmenn, en Guðjón Sig- urbjörnsson ber þó af. ADALFUNDUR Skrifstofu- og verzlunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn í bíókjallaranum í Keflavík miðvikudaginn 27. febrúar kl. 8,30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar Önnur mál. Þeir félagsmenn sem ekki hafa greitt ársgjöldin, eru vinsamlegast beðnir að gera það á fundinum. Stjórnin. Gi •f í . n STÆRSTU 'l'riliiii.h LÆGSTA VER6H) j«a BOOT POLISHy "• smmr* - II ^ i*—- NYJAR, LOFTÞETTAR DOSIR, SEM MJOG AUÐVELT ER AÐ OPNA. Umboösmérn:-KRISTJAN Ó SKAGfJÖRD h/f REYKJAVTK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.