Morgunblaðið - 08.03.1957, Page 6

Morgunblaðið - 08.03.1957, Page 6
6 MORCUNBLAÐ1Ð Fostuclagur 8. marz 1957 HLUSTAÐ Á ÚTVARP PRESTARNIR OG PASSlUSÁLMARNIR Lestur Passíusálma er nú haf- inn, og er gott til þess að vita, enda öllum hollt á að hlýða það orð andagiftar, er þeir hafa að geyma, þó hrygðarefni sé. En hvar eru prestarnir? Þcir, kennimennirnir koma lítið til sögunnar, þá Passíusálmarnir eru lesnir í Ríkisútvarpið. En það ættu þeir einmitt að gera. Ekki endilega þannig, að einn og sami prestur þylji kvöld eftir kvöld í sama tón sinn lestur, heldur einmitt, að fleiri en einn, og fleiri en tveir, komi til skiptis og lesi upp, hver á sína vísu, svo að lestur Passíusálmanna þessi kvöld verði blæbrigðarík- ari — með ýmsu móti, með ólíkum en áheyrilegum röddum, og ungir og gamlir freistist til þess að fylgjast með: Hver ætli lesi nú í kvöld, og hvernig verð- ur hans túlkun? Annars er ekk- ert á móti því, að leikmenn láti þarna líka til sín heyra, eins og til dæmis núna, er Magnús frá Skörðum les, vel á sinn hátt, þó að lesturinn verði nokkuð til- breytingarlaus til lengdar. NÝJA ÚTVARPSSAGAN Nýja útvarpssagan, sem séra Sveinn Víkingur les, svo prýði- lega að vanda, virðist fara vel af stað. Höfundur hennar er Pearl S. Buck, hin ágæta, ame- ríska Nóbelsverðlauna skáldkona (1938), sem velþekkt er og vinsæl hér á landi fyrir margar góðar skáldsögur frá Kína (Gott land, Austanvindar og Vestan, Útlaginn o. m. fl.). Nú rætist ósk hlust- enda, því að margir höfðu ein- mitt hug á því að heyra séra Svein Víking lesa aðra útvarps- sögu, eftir að hann las, við al- menna hrifningu, útvarpssöguna, „Ástir piparsveinsins". Nú er eftir að vita, hvort „Synir trúboðanna" fá eins hrifið hjörtun og Kar- lotta! UM HELGINA f þættinum Um helgina þótt sumum allósmekklegt efnisval og fráleitt, er þeir umsjónar- mennirnir létu gamlan fjármála- „speking" bölva og ragna í tæk- ið og afhjúpa óþægilega ber- skjaldað sitt sálarlíf. Þó ein- kennilegt megi virðast höfðu þó aðrir gaman af þessari tegund glettni. Þeirra kímnigáfa er víst óvenju þroskuð. En svo að vikið sé að öðru: Þeir umsjónarmenn- irnir sofa ekki á verðinum og hafa oft gott lag á þvi að lofa hlustendum að fylgjast með því, sem er að gerast í kringum okk- ur. ... Þegar Bolludagurinn var í vændum, fóru þeir til dæm- is í heimsókn til bakara og töl- uðu við börn, sem voru að búa til bolluvendi. Einnig var til- hlýðilegt, er þeir fengu próf. Magnús Má, til þess að segja okk- ur útvarpshlustendum frá ýmsu fróðlegu í sambandi við föstu- inngang. . . . Já, það eru breyttir tímar frá því er áður var, er fullorðna fólkið, þessar vanstilltu sálir, hýddu börnin duglega fyr- irfram af því að ekki mátti leggja hendur á þau á lönguföstu. Nú gera börnin rúmrusk á bolludag- inn, flengja sjálf þá fullorðnu Og fá fyrir bollur með súkkulaði og rjóma eða fé í stórum stíl. Það var annars laglegt, sem kom fram í samtalinu við bakarann, að nú vildi varla nokkur leggja þá iðngrein fyrir sig lengur að verða bakari, og af hverju? Af því að þeir þurfa að vakna svo snemma á morgnana, hetjurnar! Kannske Færeyingar fáist þá til þess að leysa af hólmi íslenzka bakarasveina, eins og íslenzka fiskimenn? Og skósmíðanemana? Einhvern tíma var líka í þessum þætti talað við skósmið, sem sagði að, varla fengist lengur nokkur ungur maður á þessu landi, til þess að leggja fyrir sig skósmíðar. En hverfum frá starfsviði íslenzkra karlmanna og þeirra vandamálum. Það, var ný- stárlegt að heyra, er þeir félagar brugðu sér í klaustur og heim- sóttu Carmelsystur í klaustrinu að Jófríðarstöðum við Hafnar- fjörð. Nunnurnar þar létu sér ekki blöskra að fara á fætur kl. 6 á hverjum morgni og fórna síðan öllum stundum Drottni til dýrðar, með sjálfsafneitun, föstu og fyrirbænum, sjálfum sér og öðrum til sáluhjálpar. Það var innilegur hátíðarblær yfir heim- sókninni, og huggun að heyra, að ekki þarf að vorkenna nunn- unum, þó lokaðar séu í dökkum klæðum innan grárra klausturs- veggja. Þær una glaðar við sitt, ljúfar og hláturmildar; meira en sagt verður um margan manninn, sem lifir í allsnægtum í hringiðu lífsins. ALÞINGISMENN f ÚTVARPI * Alþingismennirnir hafa fjöl- mennt í útvarpið að undanfömu og talað um daginn og veginn, og er vel til fallið, að hlust- endur fái að heyra fulltrúa okk- ar á þingi flytja hógværlega mælt mál um hugðarefni sín. Út- varpshlustendur þekkja annars mest málflutning þessara forráða- manna þjóðarinnar, er hinir skap- meiri úr þeirra hópi koma fram í eldhúsdagsumræðum og „þurfa“ að rífa æruna hver af öðrum eftir því sem unnt er, og tala þá jafnan meira um hrakfarir andstæðinga undanfarin ár, en láta sig minna skipta nútíð og framtíð. Að öðrum alþingismönn- um ólöstuðum, er talað hafa í þessum þætti, finnst mér frú Ragnhildur Helgadóttir, alþm., hafa borið af, verið til sóma sinni stétt sem kona og alþingismað- ur, með skýrum og skilmerkileg- um flutningi og skynsamlegu vali verkefna, er hún af skilningi tók til meðferðar á þeisum vettvangi. KVÖLDVAKA ÍSLENZKRA HAFNARSTÚDENTA Kvöldvaka Félags ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn um mánaða- mótin síðustu, er lesin voru gömul bréf fslendinga, sem geymd eru í dönskum söfnum, var allmikil og merk. Mátti þar kynnast áhuga málum ýmissa mætra manna á þeim tímum (1848—51) á sviðum stjórnmála, atvinnumála og menntamála, skoðunum þeirra og óskum, er nú hafa meira en rætzt. Þeir Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur, og Ólafur Halldórs- son, cand mag., völdu bréfin, sem lesin voru og sáu um þáttinn, en auk þeirra komu þarna fram margir ágætir upplesarar. LEIKRIT EÐA ERINDI Það tíðkaðist um tíma í vetur, að flutt væru endurtekin leikrit á sunnudögum eftir hádegisút- varpið, og var það án efa mjög vinsælt. Hitt má þó ekki van- meta, að oft hafa verið flutt góð erindi í útvarpinu á þessum tíma. Þó nokkuð langt sé um lið- ið, mætti til dæmis minnast á tvö merk erindi um „Kristindóm og trúarbrögð“, eftir dr. Friedrich Heiler, guðfræðiprófessor í Mar- burg, athygilsverð erindi, til íhugimar andans mönnum og áhugamönnum á sviði trúmála, þýdd og vel flutt af sr. Jóni Auðuns, dómprófasti. MÓÐURMÁLIÐ, STÍLL OG EFNI Jakob Benediktsson, magister, mælti um daginn í sínum þætti athyglisverð orð um þýðingar Þessi mynd er tekin við bryggju á Akureyri af nýjum bái, sem Ólafsvíkingar hafa látið smíða í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Sigldi báturinn vestur frá Akureyri sunnudaginn 3. marz s.l. — Báturinn ber nafnið Jökull og er 55 tonn að stærð. tungu, tók m. a. til meðferðar og talaði um þær lágmarkskröf- ur, er gera yrði til þeirra, sem taka sér fyrir hendur að þýða bækur. Væri fróðlegt að fá meira að heyra um þetta efni við tæki- færi. MÁLRÓMUR OG ™áL- FLUTNINGUR Arnór Sigurjónsson, ritstjóri, talar um Daglegt mál og heldur því vonandi áfram enn um hríð, að kynna okkur íslenzka tungu og hvetja aldna og unga til ást'- erlendra bókmennta á íslenzka 1 ar og virðingar á íslenzkri tungu slíriúar úr daglega lifinu Við sorphreir ;um! NÝLEGA spjallaði við mig hús- móðir, sem flutt er hingað til bæjarins frá Akureyri. Henni þykja vinnubrögð sorp- hreinsunarmanna bæjarins held- ur skrýtin og skýrir svo frá: Þegar þau hjónin komu hingað til bæjarins fluttu þau með sér búslóð sína og annað góss, sem í eigu þeirra var. Utan um verald- legar eigur þessara ungu hjóna var mikið bréf, hálmur og ann- að umbúðaefni. Húsmóðirin unga bar umbúðirnar og pappa- kassana út að ruslatunnunni og hugði sem von var að sorphreins- unarmennirnir myndu hirða það á daglegri göngu sinni. En það gerðu þeir ekki og þegar hún innir þá eftir hverju það sæti, svara þeir því til, að það sé ekki í þeirra verkahring að taka ann- að en það, sem í tunnunum sé. en ekki það, sem hjá þeim liggi. Þetta er vel skiljanlegt, segir húsmóðirin, því h'ugsanlegt er að þarna geti verið um þunga hluti og lítt meðfærilega að ræða, t. d. frá byggingu nýrra húsa. En í þessu tilfelli finnst mér, segir hún, að hinir hraustu karlmenn hefðu vel getað tekið til hend inni og fjarlægt þetta hálm- og pappírsrusl. Og satt að segja, er það mikil nákvæmni að fara svo eftir reglugerðinni um sorp- hreinsun í bæjarlandinu, já næst- um prússnesk smásmugusemi. íslendingar erlendur blaðamatur. ÞAÐ er orðið alloft, sem ís- lenzkir menn og konur lendis og tímaritum og eitt dæm- ið um það að íslendingar eru að komast inn á alþjóðaleiðir. Hitt verður að játast, að stund- um eru tilefni ærið misjöfn að voru kæru landa er getið í heimsblöðunum, og er skemmst að minnast fregna frá réttarhöld- um í New York, er íslenzkar stúlkur gáfu þjóð sinni ærið und- arlegt siðferðisvottorð í hjú- skapar- og skírlífismálum. En íþróttamennirnir og skáldin hafa tvímælalaust orðið okkur bezt landkynning erlendis. Þar hefir hróður íslands risið hæst á undanförnum árum og fært mörgum manninum í fjarlægum löndum heim sannin um það, að á íslandi býr engin moldarkofa- þjóð. Það eru kannske einhverj- ir til sem vanmeta slika land- kynningu, og segja sem svo, að ekki skipti máli hvað sé um land- ið og þjóðina skrifað í erlend blöð. En það er herfilegur mis- skilningur. Blöðin móta almennings- álitið. ÞAÐ eru blöðin, sem móta mest almenningsálitið í öllum löndum, og það sem þar er til hróss um íslendinga sagt verður til þess að móta skoðanir annarra þjóða á landinu. Það er meðal annars þess vegna, sem við eyð- um stórfé í það að hafa sendi- herra og íslenzka upplýsingaþjón ustu með erlendum þjóðum. Þeir íslendingar, sem erlendis fara, hljóta líka alltaf að vera full- trúar þjóðar sinnar að því leyti verða blaðaefni í stórblöðum er-i til, að eftir þeim eru aðrir dæmd- ir. Það leiðir af eðli málsins, hvort sem þar er um víðkunna menn, sem blaðamatur kunna að reynast eða aðeins alþýðumað- urinn á ferðalagi. Sem dæmi um það, hve áhugi erlendra manna fer sívaxandi á ferðalögum til landsins er, að daglega berast Ferðaskrifstofu íslands í Lundúnum yfir 100 bréf og fyrirspurnir um ferðalög til íslands. Flestir fyrirspyrjend- anna missa móðinn þegar þeir heyra hve gífurlega dýrt það er að ferðast hér á landi borið sam- an við önnur lönd, og forstjóri ferðaskrifstofunnar, Jóhann Sig- urðsson, telur það gott, ef tíundi hluti fyrirspyrj endanna lætur úr ferðalaginu verða. N Skilyrði góðs beina skortir. ÝLEGA birtist heil myndasíða Billedblaðinu danska af íslenzkri yngismeyju, Rúnu Brynjólfsdóttur, sem nú dvelst í Kaupmannahöfn. Það er eitt dæmið og það nýjasta um það, hve stórblöðin finna fréttaefni frá íslendingum, en öll slík skrif miða að því, að auka kynni lands og þjóðar erlendis. En kynningin ein nær þó harla skammt. Vandinn sá er eftir, að skapa hér þau skilyrði, sem sæmileg mega teljast til þess að taka á móti ferðamönnum og veita þeim góðan beina. Þau skortir enn að miklu. Hvað sem til foráttu er fundið málfari hans, þá er hitt víst, að margir, sem að tækinu koma, til þess að flytja erindi, eiga þar samtöl, eða láta ljós sitt skína á einn eða annan hátt, hafa hvorki fallegri talanda né fai- legri rödd en hann. En málflutn- ingur hans er viðfelldinn og ber vott um brennandi áhuga á efn- inu. ÓSKAÞÆTTIR UNGA FÓLKSINS Það er ástæðulaust að vera að amast við eða sjá ofsjónum yíir því, að unga fólkinu eru ætlaðar nokkrar stundir í útvarpinu að skemmta sér við nútíma tónlist og létt dægurlög er það velur að mestu leyti sjálft. Fullorðna fólk- ið hefur líka gaman af að heyra nýjasta nýtt á sviði dægurlaga og fylgjast með þeim ungu í þeim efnum. Þriðjudagsþáttur þeirra Hauks Morthens og Jónas- ar Jónassonar og danslögin, sem Ólafur Stephensen kynnir á sunnudagskvöldum, er hvort tveggja efni, sem unga fólkið unir við að hlusta á heima hjá sér, og þeir, sem um þættina sjá, eru glaðlegir og skemmtileg- ir. Þeir fyrrnefndu voru fljótir að leysa úr þeim vanda, er skap- aðist af öllu nafnastaglinu, sök- um hinna fjölmörgu óska sem þættinum berast. Þeir léku bara vinsælustu 10 lögin, er um hafði verið beðið, og slepptu nöfnum, vonandi viðkomandi að skað- lausu. Þessir þættir éru eins konar uppbót á þeirri miklu vöntun, sem er í dagskrá útvarps- ins á léttara skemmtiefni. Vilja f»ra til Vesfurlanda JÚGÓSLAVÍA, 5. marz. — Um 400 ungverskir flóttamenn, sem gefið hafa upp alla von um að fá leyfi til þess að fara til Vest- urlanda, hyggjast hverfa aftur til Ungverjalands — og fara þeir yfir landamærin á morgun. Þá munu alls um 1250 Ungverjar, af um 18500, sem flúið hafa til Jú- góslavíu, vera horfnir heim aft- ur. Allir flóttamennirnir hafa beðið um hæli í lýðræðislöndun- um — og skýrði talsmaður flótta- mannahjálparinnar svo frá, að þess væri vænzt, að allir Ung- verjarnir, sem eftir eru í Júgó- slavíu, fengju hæli á Vest- urlöndum fyrir lok júnímánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.