Morgunblaðið - 08.03.1957, Page 9

Morgunblaðið - 08.03.1957, Page 9
Föstudagur 8. marz 1957 MORGVTSBLÁmn 9 Veðdeild Búnaðarbankans algerlega vanrækt Ræða Jóns Pálmasonar um land- nám ræktun ogbyggingar í sveitum Herra forseti. INS og fram kom hjá hsestv. forssetisráðherra þá má gera ráð fyrir því, að þessu frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 279, verði vísað til n., sem ég á sæti í, þ. e. hv. landbn. En þrátt fyrir það þykir mér rík ástæða til að segja hér nokkur orð um þetta stóra mál nú þegar, og það eink- um vegna þess aðdraganda, sem málið hefur haft og vegna þeirr- ar meðferðar, sem það hefur hlotið hjá hæstv. ríkisstjórn. Eins og fram er tekið á 15. bls. í þessu frv. og hæstv. ráðh. vék að, þá var af hæstv. fyrrv. landbúnaðarráðh. skipuð fimm manna milliþinganefnd í júlí- mánuði sl., til þess að endur- skoða lög um nýbýli og sam- vinnubyggðir og gera till. um bætta aðstöðu fyrir frumbýlinga í landinu. STÖRF MILLIÞINGA- NEFNDAR í>essi nefnd, sem hæstv. ráðh. nefndi hverjir voru í, tók til starfa í byrjun septembermán- aðar og skilaði sínu áliti til rík- isstjómarinnar um miðjan nóv- ember. Nefndin var af formanni hennar, skólastjóranum Kristjáni Karlssyni á Hólum, naldið með áhuga og dugnaði að starfi, og innan nefndarinnar var hið allra æskilegasta samkomulag, sem ég get hugsað mér, þannig að n. var öll nákvæmlega sammála um þær tillögur, sem hún skilaði. Og hún skilaði sínum till. í tveim frv., þessu frv., sem við sjáum nú hér að vissu leyti ritjurnar af, og svo öðru frv. um Veð- deild Búnaðarbanka íslands, og sem höfðu að geyma það aðal- atriði, sem ég tel vera í þessum málum enn stærra heldur en er í þessu frv. EINSDÆMI í ÞINGSÖGUNNI Síðan um miðjan nóvember höfum við svo ekkert um þetta mál vitað, þar til þann 25 fyrra mán., þá er þessu frv. útbýtt hér í þessari hv. deild og síðan er nú liðin vika, án þess að það hafi komið á dagskrá, og ég verð að segja, að mig undrar það stórlega og vil hér með mótmæla því, hvaða meðferð hefur verið höfð á þessu máli, því að ég hygg, að hún sé einsdæmi í þing- sögunni. >að er tekið frv., sem er skil- að sameiginlega af óskiptri mþn. >að er geymt í meira en þrjá mánuði, án þess að leggja það fyrir þingið, og þegar það kem- ur, þá kemur það stórlega skemmt og meira og minna eyði- lagt, frá því sem nefndin hafði lagt til, og sú aðferð held ég, að hafi aldrei, a. m. k. ekki síð- an ég kom á þing, verið höfð um nokkurt mál, sem skilað er til ríkisstjórnarinnar af óklofinni milliþn. BREYTT AF ÓVINVEITTUM MÖNNUM Nú er það svo, eins og eðlilegt er, að það þarf ekki að búast við ævinlega og kannske aldrei, að frv., sem samin eru af milli- þingan., séu samþykkt alveg óbreytt eða eins og þeim er skil- að. Það er þess vegna ekkert nýtt og ekkert undarlegt við það, þó að breytingar séu gerðar á slík'um frv. í meðförum Alþ. En þegar þeim er gerbreytt eins og hér er gert, áður heldur en málið kemur fyrir Alþ., þá er tekin upp ný regla, og ég á bágt með að trúa því, að það sé land- búnaðarráðuneytið, cem hefur farið höndum um þetta frv., heldur séu það einhverjir aðrir menn, sem eru óvinveittari okk- ar landbúnaði, heldur en þeir menn, sem í landbrn. eru, bæði hæstv. ráðh. og hans starfs- menn. Eg skal nú í stuttu máli fara yfir þær aðalbreytingar og þær, sem ég tel fyrst og fremst til skemmda, á þessu frv. frá því sem við skiluðum því frá milli- þn., og þar er um að ræða fyrst og fremst, að það er dregið mjög stórkostlega úr þeim fjárfram- lögum, sem milliþn. lagði til. BREYTINGARNAR í fyrsta lagi er framlag til íbúðarhúsabygginga frumbýl- inga, sem við lögðum til að væri lagt til 2 millj. kr. á ári, en í frv. er fært niður um Vi sbr. 26. gr. þ'essa frv. f öðru lagi er aukaframlag til þeirra ,er hafa minnsta ræktun, lækkað frá till. n. um eina millj. á árinu 1957, — sbr. 41. gr. þessa frv. í þriðja lagi er framlag til byggingasjóðs sveitanna, sem við lögðum til, að veitt yrði á ári 5 millj. kr. til, það er lækkað ofan í 2% millj. eða er óbreytt frá því, sem það er og hefur verið á undanförnum árum, sbr. 43. gr. í þessu frv. Auk þess lögðum við til miklu meiri eftirgjöf á skuldum þessa sjóðs en ákveðið hefur veríð með fjárlagafrv. Þarna eru þá komnar 4 millj., sem lækkað er frá okkar till. STÆRSTA ATRIDIt) EFTIR En stærsta atriðið er eftir, og það er það, að þessu frv. fylgdi frá okkar hálfu annað frv. eins og ég gat um, um breyt. á 1. um Veðdeild Búnaðarbankans, þar sem lagt var til, að til þeirr- stofnunar, yrði lagt 5 millj. á ári næstu árin. Það frv. hefur ekki sézt hér enn á Alþ. og útlit fyrir, að það eigi ekki að sýna það af hálfu hæstv. stjóm- ar, þar sem það hefur komið í ljós m. a., að það var við afgr. fjárl. felld till. um það, að ríkis- stjórnin hefði heimild til þess að borga þessar 5 millj. á ári til Veðdeildar Búnaðarbankans eða taka lán til þess að borga þær. Samkvæmt þeim till., sem milliþinganefnd skilaði til ríkis- stj., þá var til þess ætlazt, að til þessara mála allra yrðu lagð- ar 17 millj. á ári næstu árin. En samkv. þessu frv. er ekki ætlazt til, að það séu nema 8 millj. Sem sagt, það er lækkað um 9 millj. á þessu ári, en um 8 millj. á komandi næstu árum. Það er dregið úr framlögunum meira en helmingur frá þeim till., sem milliþinganefnd lagði til. JARÐRÆKTIN EKKI aMESTI VANDINN Nú er það svo í sjálfu sér sá mikli ágreiningur, hvert sé aðal- atriði þessara mála, hvar það sé, sem skórinn kreppir mest að bændastétt landsins og hvar er mest þörf umbóta í þeim efn- um. Það kemur fram í hinni nýju grg. fyrir þessu frv., og það var á það lögð mikil áherzla í ræðu hæstv. ráðh., að hann teldi aðal- atriði þessa máls að auka rækt- unina hjá þeim bændum, sem orðið hafa aftur úr á jarðrækt- arsviðinu. Þetta tel ég vera mjög mikinn misskilning, og ég vil segja það hér, að á jarðræktar- sviðinu, þá hafa á undanförnum árum verið lögð svo myndarleg framlög af hálfu ríkisvaldsins til aðstoðar við bændastétt landsins, að á því sviði hefur hún minnsta ástæðu til að kvarta, og á þvi sviði er það ekki sem skórinn kreppir að sveitamönnum fyrst og fremst. Þessi aðstoð er veitt samkv. þremur mikilsverðum lögum, eins og kunnugt er, jarðræktar- lögunum, ræktunarsjóðslögimum og lögunum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveit- um. Það hefur líka sýnt sig mjög greinilega, að jarðræktinni í okk- ar landi henni hefur fleygt fram á síðari árum mjög stórkostlega. En menn spyrja þá, hvaða orsakir eru til þess, að þessu athuguðu, að svo margir af bændum landsins hafa dregizt aftur úr með ræktunarfram- kvæmdir og hafa minna ræktað land heldur en æskilegt er? Eg tel, að til þess liggi annarlegar orsakir, og í rauninni ekki það, að það Iiafi verið ónógur styrk- ur og ónóg lán til ræktunar- innar. Það má nú segja, að það er svo alltaf í hvaða stétt sem er, og eins í bændastéttinni, að það eru ekki allir menn, sem hafa jafnríkan áhuga fyrir ræktunar- málum, og hann er kannske ekki alltaf hægt að kaupa með auknu fjárframlagi. VÍÐA ÓFRAMKVÆMANLEGT Það er þó engan veginn aðal- atriðið 1 þessu máli, heldur er það hitt, að aðstaðan í mörgum afskekktustu byggðum okkar lands er þannig, bæði með- fram sjó og undir háum fjöll- um o. s. frv., eins og hæstv. ráðh. vék nú raunar að, að það er ekki til á fjöldamörgum jörðum, ræktanlegt land, sem nemur 10 hektörum. Auk þess er það svo víðs veg- ar í þessum afskekktustu byggð- um, að það gengur mjög erfið- lega og hefur jafnvel víða ekki tekizt að koma hinum stórvirkari ræktunarvélum þangað til þess að aðstoða mennina, sem þar eiga hlut að máli, og það er á því sviði, sem náttúrlega er þörf miklu meiri aðstoðar hjá rækt- unarsamböndunum. Á nokkrum stöðum í landinu er það svo í fjórða lagi, að einstakir bændur hafa ekki lagt eins mikið kapp á að stækka sín tún og ella mundi, vegna þess að þeir hafa aðgang að vélafær- um áveitulöndum. Þrátt fyrir þetta er það þó mjög æskilegt, og það var okkur ljóst í milliþinganefndinni, að gera þarna meira átak heldur en gert hefur verið til þess að færa bilið á milli þeirra, sem lengst eru komnir, og hinna, sem stytzt eru komnir, saman, og þess vegna er það í sjálfu sér gott og blessað, ef hægt er að leggja meira fjárframlag til þessara mála. ■ En þetta er engan veginn aðal- atriðið, sem kreppir að íslenzkri bændastétt í dag, síður en svo. FJÁRMAGNIÐ til BÚSTOFNUNAR Aðalatriðið er það, að í öllum þeim fjármálaöfgum sem gengið hafa á undanförnu yfir þetta land og ganga, þá er það orðið svo dýrt að stofna til búskapar, að það er hér um bil engum manni fært. Það er ekki hægt að stofna meðalbú, ef þarf að kaupa jörð og byggja hús, með minna fjármagni heldur en hálfri milljón króna, og er ekki hátt til tekið. En það er í þessu efni, sem vandræðin eru mest og sem stóð ljósast fyrir okkur, sem vorum í þeirri milliþinganefnd, sem hér starfaði. En það lítur út fyrir, að þeir menn, — hvort sem þeir eru í ráðun., — ég vil ekki trúa því, að þeir séu þar, heldur að það séu einhverjir skúmaskota- menn í stjórnmálaflokkunum, Jón Pálmason sem hafa spillt þessu frv., — það lítur út fyrir, að þeir séu blindir á öðru auga og sjái illa með hinu, þegar um er að ræða hags- múnamál bændastéttarinnar, þau sem mest kalla að, og það er ein- mitt á þessu sviði, að það vant- ar stórlcostlega stuðning við þá menn, sem vilja leggja í það, og það eru alltaf sem betur fer einhverjir, sem vilja leggja í það að stofna til búskapar. ÓSAMRÆMI f FJÁRSTUÐNINGI Það hefur gengið svo á und- anförnum árum, núna einkum síðustu árin, að þeir menn, sem leggja í það, hvort sem það eru nýbýlingar eða aðrir, þeir lenda flestir í miklum vanda. Þeir hafa ekki átt aðgang að því lánsfé eins og nauðsyn ber til, og það hefur algerlega vantað samræmi um stuðning á þessu sviði, borið saman við aðstoðina til ræktun- armála. Sumir þeirra manna, sem þarna eiga hlut að máli, upp- gefast eftir nokkur ár, aðrir basla áfram, hlaðmr skuldum og vanda. En þeir allra duglegustu komast fram úr vandanum með mikilli atorku og meiri vinnu heldur en nokkrir aðrir menn í þessu landi inna af höndum. En það eru ískyggilega mörg dæmi þess, að sumir slíkir menn eru orðnir útslitnir menn á miðjum aldri. Nú er það svo, að það sem hér er aðalatriði að kippt er út úr þessu frv., er aukin fjárfram- lög til byggingasjóðs sveitanna og til veðdeildar Búnaðarbankans. HÆTT ER VH) SKORTI Á FJÁRMAGNI Hjá hverjum einasta manni, sem stofnar til búskapar eða er við búskap á óuppbyggðri jörð, þá er það stærsta átakið að koma upp íbúðarhúsi, og það var ætl- un okkar í milliþinganefnd að aðstaða þeirra manna, sem þar eiga hlut að máli, væri stórbætt frá því sem er. Samkv. þeim till. sem hér liggja fyrir og sem betur fer hefur ekki verið kippt út úr frv., er gert ráð fyrir því að aðstoða nýbýlamenn með 25 þús. kr. fjárframlagi til íbúðar- húsa, og það er út af fyrir sig gott og mjög áríðandi. En hvað mikið það verður framkvæman- legt, þegar kippt er út fjórða parti af fjárframlaginu, eins og gert er hér í þessu frv., það skal ég ekki segja um. Eg er hræddur um, að það verði nokkuð þröngt fyrir dyrum í því efni. En þessi upphæð er frá okkar hálfu ekki ætluð til neinna annarra, heldur en nýbýlismanna, og þá eru eft- ir allir aðrir frumbýlingar og yfirleitt aðrir þeir sem þurfa að byggja íbúðarhús. Með okkar till. um aukið fjárframlag til byggingarsjóðs, og sem hér hef- ur verið fellt niður, var til þess ætlazt, að þeirri stofnun væri gert fært að aðstoða þá, sem byggja íbúðarhús í sveitum tölu- vert betur heldur en gert hefur verið og meira í samræmi við ákvæði laganna, eins og þau voru í upphaíi ,eins og þau hafa ver- ið og eins og þau eru enn, sem eru á þá leið, að það sé heimilt að láha allt að 75% kosínaðar- verðs til íbúðarhúsabygginga. Það var upphaflega ákvæði laganna og hefur alltaf staðið og stendur enn í þessu frv. Þetta Frli. á bls. 10 STAKSTEINAR Hefur mætt andúð og gagnrýni HÉR í blaðinu var fyrir skömmu vikið að því, að utanríkisráð- herra hefði komið fram af víta- verðu ábyrgðarleysi er hann gerði einn af æðstu prestum Moskvumanna hér á landi, Finn- boga Rút Valdemarsson, að full- trúa íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna. Meðal vestrænna lýðræðis- þjóða hefur sending kommúnista sem fulltrúa íslands á þing SÞ vakið mikla undrun. Einn gleymdist En Alþýðublaðið reynir samt að verja þessa fráleitu ráðstöfun utanríkisráðherra síns. — Kemst það þá m.a. að orði á þessa leið: „Finnbogi Rútur Valdimarsson er einn af fjórum fulltrúum ís- lands á allsherjarþinginu, og naumast myndu Thor Thors og Haraldur Guðmundsson horfa að- gerðalausir upp á það, ef hann ætlaði að flytja ísland til á hnett- inum“. Hvernig stendur á því að Al- þýðublaðið gleymir að nefna einn af fjórum fulltrúum íslands á allsherjarþinginu? Er það alveg búið að gleyma Steingrími Her- mannssyni? Eða treystir það bara Tlior Thors og Haraldi Guðmunds syni til þess að passa Moskvu- fulltrúa utanrikisráðherrans? „Þjóðviljanum" finnst ljótt til þess að vita í gær, að Alþýðu- blaðið skuli stilla þeim Thor Thors og Haraldi upp á móti „Al- þýðubandalagsmanninum“ Finn- boga Rút. Er það kannski engin furða þegar á allt er litið. Ráðherrann sítalandi. Mikið er nú rætt um það manna á meðal að einn ráðherr- anna virðist hafa tekið nýjan og tiltölulega lítt þekktan sjúkdóm. Hann er þungt haldinn af „út- varpssýki". Bóndi utan af landi vakti at- hygli Mbl. á þessu. Komst hann við það tækifæri m.a. að orði á þessa leið: í minni sveit þykir útvarpið hafa verið mjög sæmilegt í vet- ur. Dagskráin hefur verið lengd og margt gott hefur komið fram í henni. En það vekur almenna undrun, hve oft menntamálaráð- herrann kemur þar fram. Hann er þar bókstaflega sítalandi. Auðvitað er ekki nema sjálf- sagt, að ráðherrar komi alloft fram í útvarp við ýmis konar tækifæri. En fyrr má nú rota en dauðrota. Núverandi menntamála ráðherra slær öll met í þessum efnum. Er þetta því tilfinnan- legra sem fólki finnst hann al- mennt leiðinlegur og tilgerðarleg ur útvarpsmaður. Þetta kvað bóndinn vera al- menna skoðun í sinni sveit. _ Ekki er grunlaust um að afstaða fólks hér í ReykjaVík sé svipuð. Hver vildi fá þýzkan prins? Undanfarin ár hafa verði á kreiki erlendar blaðafregnir um það, að íslendingar hafi fyrir stríð sent sendinefnd til Þýzka- lands í leit að konungsefni. Nú síðast segir norskt blað frá því að árið 1938 hafi íslenzk sendinefnd beðið þýzkan prins, sem starfaði í ráðuneyti Göbbels að gerast þjóðhöfðingi á íslandi. „Ég' varð sem þrumulostinn“, segir aumingja prinsinn í ævi- minningum sínum, að sögn norska blaðsins. Tók hann sér umhugsunarfrest og heims- styrjöldin eyðilagði ráðagerðirn- ar um þýzka konungsætt á ís- landi. Hver sendi þessa nefnd til Þýzkalands? Hverjir voru það, s«m báðu um þýzka prinsinn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.