Morgunblaðið - 08.03.1957, Síða 12

Morgunblaðið - 08.03.1957, Síða 12
MORCVNBLAÐIÐ Fostudagur 8. marz 1957 12 GULA herhergiS eftii MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 70 — Augun í þér ættu að vera eins góð og þau eru falleg. Við skulum nú sjá til, hvað þú getur fundið. Hugsum okkur, að þú vildir fela slatta af niðursuðu- dósum einhvers staðar. Hvernig myndirðu fara að því? — Fela þær? Þú átt við að grafa þær niður? — Þess þyrfti varla, eins og undirskógurinn er hér. En náttúr- lega gæti blikað á þær, svo að betra væri að breiða að minnsta kosti yfir þær Við skulum leita. — Biddu andartak, sagði hún, um leið og hún steig út úr bíln- um. — Áttu við, að einhver hafi hafzt hérna við? — Hugsanlegt er það. Það er það, sem við þurfum að komast eftir. Hann þurfti ekki að útskýra þetta frekar og það var Carol sjálf, sem fann dósirnar, kyrfi- lega faldar undir gömlum kassa, hjá einu útihúsinu. Hún horfði nú á þær, og Dane stóð við hlið henn- ar. — Hvað þýðir þetta? spurði hún. — Það getur hjálpað til þess að sann- sakleysi Gregs, sagði hann. — En taktu samt ekki of mikið mark á því. Margt þarf að gera, en þetta er fyrsta alvarlega sporið í áttina. Og þú hefur stig- ið það. Þegar þau komu aftur upp í bílinn, var andlit hans svo al- varlegt og hugsandi, að henni fannst hann alveg hafa gleymt því, að hún væri þarna. — Ég ætla að tala við Floyd, sagði hann. Ég skil þig eftir á brautinn. Og segðu engum frá því, sem við fundum. Engum, mundu það! Það gæti verið hættu legt. Hann ók síðan hratt til þorps- ins og sá á eítir Richurdson of- ursta inn til Floyds. Þegar hann sjálfur kom þar inn, sat Floyd í venjulega sætinu sínu og Mason ruggaði sér á stól sínum úti í UTVARPIÐ Föstudagur 8. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Framburðarkennsia í frönsku. 18. fO Létt lög. 19.10 Þingfréttir. 20.30 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 20.35 Kvöldvaka: a) Páll Berg- þórsson veðurfræðingur talar um veðrið í febrúar o. fl. b) Laugar- vatnskórinn syngur; Þórður Krist leifsson stjórnar (plötur). c) Hallgrímur Jónasson kennari flyt- ur frásögu og stökur: Á fjöllum. d) Kjartan Bergmann skjala- vörður flytur frásöguþátt af Fjalla-Bensa. 22.10 Passíusálmur (17). 22.20 Upplestur: Hugrún les frumort kvæði. 22.30 Tónleik- ar: Björn R. Einarsson kynnir djazzlög. 23.10 Dagskrárlok. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 16,30 Endurtek- ið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga bamanna: „Steini í Ásdal“ eftir Jón Bjöms- son; II. (Kristján Gunnarsson yfirkennari). 18,55 Tónleikar (plötur). 20,20 Leikrit: „Höfuðs- maðurinn frá Köpenick" eftir Carl Zuckmeyer, í þýðingu Bjama Benediktssonar frá Hofteigi. — Leikstjóri: Indriði Waage. 22,10 Passíusálmur (18). 22,20 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. horni. Hvorugur stóð upp, og of- urstinn stóð uppréttur við borðið. Enginn tók eftir Dane. — Jæja, ofursti, sagði Floyd, — hvað get ég gert fyrir yður? — Ég hef nokkuð að segja yð- ur, sagði ofurstinn og stóð kyrr, með háttinn í hendinni en hvítc hárið flaksaðist fyrir strokunni, sem stóð inn um gluggann. — Ég vona, að það geti bjargað Spencer höfuðsmanni frá sakamálshöfðun í næstu viku. Hann er saklaus, en svona nokkuð loðir við menn. Lögreglustjórinn leit snöggvast á Dane en heilsaði honum ekki. — Það kalla ég vel gert, ef þér getið bjargað Spencer, sagði hann kæruleysislega. — Við höf- um nóg í höndunum til þess að á- kæra hann bæði tvisvar og þrisvar. Hann var giftur þessari Barbour-stelpu og svo trúlofaður þessari rauðhærðu — hún er hér, og næg ástæða til morðs, hvenær sem er — og hann hefur enga fjar verusönnun fyrir þessa nótt. Og ég held, að við getum sannað, að hann hafi veri* hér þá. Hvað vilj- ið þér svo hafa það meira? Ofurstinn settist niður og setti hattinn kyrfilega á hné sér. — Ég get sannað, að hann hafi ekki skotið á systur sína, sagði hann. — Hvað kemur það málinu við? Hann hefur aldrei verið sakaður um það. Ofurstinn roðnaði. — Þér hald- ið, að hér í nágrenninu séu fleiri en einn morðingi? Það er eins og hver önnur vitleysa, Floyd. — Hvers vegna meira en einn? — Ég er ekki einn þeirrar trú- ar, að Gregory hafi engan glæp framið, sagði hann dræmt. — Kannske hefði ég átt að tala fyrr, en atburðirnir hafa bara skeð svo ört, En bæði er það, að frú Ward hefur fengið slag og Ward gamli gengur með skammbyssu í vasan- um, jafnvel í gærkveldi; þá sá ég hana greinilega í vasanum í sloppn um hans. .. . Floyd varð hissa á svipinn. — Ekki eruð þér þá að bera það upp á Ward gamla, að hann skjóti á fólk? — Vissulega ekki. Maðurinn, sem skaut á Elinor var hærri vexti en Ward. — Nú, hvert í veinandi! Eruð þér að halda því fram, að þér haf- ið séð hann? — Einmitt. Víst sá ég hann, en bara ekki nógu nærri til þess að þekkja hann. Floyd gat ekkert sagt fyrir undr un og kjálkinn á Mason seig veru- lega. Hvorugur tók eftir Dane, né heldur tók fram í fyrir ofurstan- um. Honum sagðist svo frá, að kvöld ið, sem skotið var á Elinor, hefði hann, illu heilli, drukkið kaffi eft- ir kvöldmat, með þeim afleiðing- um, að hann gat ekki sofið. Hann hafði farið niður klukkan um eitt, að ná sér í eitthvað að lesa, og stóð við borð í miðri stofunni, er hann sá andlit á glugganum. Það var húðarrigning. Rúðan var blaut og hann sá andlitið ekki nema snöggv ast, en það var samt ekki um að villast. Hann slökkti ljósið samstundis og fór út. Þar var enginn, en hann heyrði einhvern hlaupa. Hann gat séð, að það var karlmaðu,, frekar hávaxinn og í dökkum frakka eða regnkápu, en meira gat hann ekki séð. —- En undanfarið hafði svo margt grunsamlegt gerzt, sagði ofurstinn og leit nú jafnframt á Dane, — að mér fannst ráðlegast að elta manninn. Hann hljóp upp götuna milli Crestview og Ward- hússins. Ég reyndi að draga á hann, til þess að sjá, hver hann væri, en ég var í inniskóm og er auk þess ekki ungur lengur. Og þá heyrði ég skotið. — Hvers vegna hafið þér ekki tilkynnt þetta fyrr? spurði Floyd reiðilega. — Ég væri ekki kominn enn, svaraði ofurstinn, ef gömul og góð vinkona mín hefði ekki verið að deyja, rétt áðan. Frú Ward dó núna fyrir einni klukkustund. Hana getur þetta ekki sakað héð- an af. — Hvað eigið þér við með því? Ofurstinn dró andann ujúpt. Dane tók eftir því, að yfirlitur hans var veikindalegur. — Maðurinn hljóp inn til Wards, sagði hann og þagnaði síð- an. Eftir andartaksþögn sagði Floyd: — Og urðuð þér einskis frekar vísari. Athuguðuð þér þetta ekki nánar? Ofurstinn leit á hann dapur- lega. — Ég fann Elinor Hilliard, sagði hann, — og dró hana upp í brekkuna, svo að hún yrði ekki undir bíl, sem kynni að verða þarna á ferðinni. Hún lá á sjálf- um stígnum. Síðan hljóp ég heim til mín og hringdi í lækninn. Sím- inn hans var á tali og þá ætlaði ég að ná í spítalann, þegar ég heyrði mannaferðir og mannamál og vissi þannig, að hún væri fund in. Svo að ég gerði ekki annað en bíða. Hefði hún beðið bana af þessu, hefði ég auðvitað ekki þag- að. Floyd horfði gaumgæfilega á á gamla manninn, og augnaráðið var hart og tortryggnislegt. — Og hvers vegna segið þér þá frá því nú? spurði hann. — Vegna þess, að þetta var ekki Gregory Spencer. Ég hef þekkt Greg alla hans ævi, og þessi maður var ekki eins hár og hann. Kvenfólk óskast í frystihúsvinnu Frost hf. Hafnarfirði — sími 9165. Ifefi opnað Bækningasiofu í Vesturbæjarapóteki. Viðtalstími kl. 15.00—16.00 og eftir samkomulagi. Stofusími 80530 — Heimasími 7708. JÓN ÞORSTEINSSON, læknir. Vinnuvélar til sölu Áhaldahús bæjarins hefur til sölu eftirtaldar vélar: Vélskófla, Barber-Greene (samdausa) Jarðýta, Cleatrac Jarðýta, Caterpillar mod. R 4 Jarðýta, Inlernational TD-9. Vélarnar eru til sýnis í Áhaldahúsi bæjarins, Skúla- túni 1 og veitir áhaldavörður frekari upplýsingar. Vél arnar seljast í því ástandi, sem þær eru nú, en nokkuð af varahlutum í sumar þeirra selzt sérstaklega. Tilboðum í hverja vél fyrir sig sé skilað á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Skúlatúni 2, fyrir kl. 12 föstudaginn 15. marz n.k. og verða þau opnuð þar kl. 13,30 sama dag, að við- stöddum bjóðendum. er blað barnanna. Hann kemur út einu sinni í mánuði, 16 siður með tilheyrandi kápu; en þar af, er tvöfalt sum- arblað og þrefalt jólablað, eða árangurinn samtals 172 síður án auglýsinga. — Áskriftarverð er kr. 30.00. Ritstjóri Ljósberans er Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri. Ljósberinn flytur í hverju blaði tvær myndasögur, spennandi framhaldssögu, urmul af smásögum, ljóðum ög frásögum, ásamt fjölda mynda. Ljósberinn vill hafa holl og bætandi uppeldisáhrif á börnin. Foreldrar og barnavinir, gefið börnunum Ljós- berann! Nýir áskrifendur fá stórt jólablað í kaupbæti og þeir, sem senda áskriftargjaldið með pöntun, fá heilan eldri árgang, hvorttveggja á meðan upplag endist. Útfyllið meðfylgjandi áskriftalista og sendið hann strax í dag. Ég undirrit.... gerizt hér með áskrifandi að bama- blaðinu Ljósberinn. Nafn ............................................ Heimili ........................................... Utanáskrift blaðsins er: Ljósberinn, Pósthólf 276, Rvik. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd G''— HERE, JOHNNX S get youe CLornes 1) — Flýttu þér Jonni. Við verðum tafarlaust að slcipta um föt. 2) Nú er Jonni handfljótur I 3) Og aftur leggur hann af og fer hann í þurr klæði Markús- stað, en nú eru hinir keppend- urnir allir komnir langt fram úr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.