Morgunblaðið - 08.03.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.03.1957, Qupperneq 13
Föstudagur 8. marz 1957 Monnv^fír 13 Þorsfeinn Einarsson frá Reykjum í Hrútafirði ÞANN 20. desember sl., var jarðsettur að Stað í Hrútafirði. merkisbóndinn Þorsteinn Einars- son, fyrrum bóndi að Reykjum. Hann lézt í sjúkrahúsi í Reykja- vík, eftir langa vanheilsu. Þorsteinn var fæddur að Tann- staðabakka í Hrútafirði 2. apríl 1882, sonur Einars Skúlasonar gullsmiðs og bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi og gerðu garðinn frægan. Hann ólst upp á Tann- staðabakka í fjölmennum syst- kinahópi, og naut í æsku betri menntunar í heimahúsum en al- mennt gerðist á þeim tíma. Um aldamótin síðustu fer hann að heiman og laerir Ijósmyndasmíði á Akureyri, og mun á þeim ár- um hafa notað tímann til að afla sér meiri almennrar menntunar. Ekki stundaði Þorsteinn lengi ljósmyndagerð, því árið 1907, byrjar hann búskap á Tannstaða bakka á hálfri jörðinni, á móti Jóni bróður sínum. Árið 1910, 27. ágúst, giftist Þorsteinn eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, ættaðri úr Skagafirði. Er Guðrún systir Sig- urjóns forstjóra á Helgafelli, Sel- tjarnarnesi, fyrrum bankastjóra c alþingismanns á Isafirði, er hún hin mesta rausnar kona og var manni sínum styrk stoð á lífs- leiðinni. Vorið 1911 flytja þau hjón að Reykjúm og bjuggu þar meðan heilsa Þorsteins leyfði. Reykir voru þá þjóðjörð, undanfarið höfðu verið tíð ábúenda skipti á jörðinni og henni því lítill sómi sýndur. Varð hann á fyrstu ár- um að endurbyggja bæinn, sem kominn var að falli, nokkru síðar fékk hann jörðina keypta og eftir það beitti hann allri orku sinni til að bæta hana og fegra. Árið 1926 byggði hann stórt og vandað íbúð arhús, auk þess byggði hann nokk uð af útihúsum, sléttaði tún og stækkaði, var það að sjálfsögðu miklu meiri erfiðleikum bundið heldur en nú er, á tímum hinna stórvirku véla. Eins og þeir vita, sem kunn- ugir eru hér í Hrútafirði, eru Reykir í þjóðbraut, var þar því oft gestkvæmt, enda gott þar að koma, bæði hjónin samtaka um að taka vel á móti gestum. Minnist ég margra ánægjustunda er ég náut á heimili þeirra. Þau Guðrún og Þorsteinn áttu Minningororð fjögur börn, sem öll eru upp komin og gift. Jóhanna, gift Helga prófasti Konráðssyni, Sauð árkróki Einar bóndi á Reykjum, giftur Ósk Ágústsdóttur frá Gröf á Vatnsnesi, Guðbjöx'g, gift Birni Jóhannessyni, búsett í Reykjavík og Sigurjón bifreiðarstjóri, giftur Sigurbjörgu, systur konu Einars, eru þau búsett í Reykjavík. Þorsteinn var prýðilega greind ur og mjög vel starfhæfur, enda kom það sér vel, því fljótt tók hann mikinn þátt í opinberum málum fyrir sveit sína ©g sýslu. Árið 1916 var hann kosinn í hreppsnefnd Staðarhrepps og átti þar sæti til 1937, nema árin 1922 —25, var hann jafnan oddviti nefndarinnar, sýslunefndarmaður nokkurt skeið, skattanefndar maður frá 1921, þar til heilsa hans bilaði. Öll störf, sem honum voru falin, vann hann að með alúð, og frágangur á öllu frá hans hendi, var með hinni mestu prýði. Þorsteinn var einn af hvata- mönnum þess, að héraðsskólinn var reistur að Reykjum. Átti hann á þeim árum sæti í sýslu- nefnd V.-Hún., var hann kjörinn í fyrstu skólanefnd Reykjaskóla, Hermálaráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnir, að orrustuflugvél ar, sem eru við varðgæzlu í Bandaríkjunum og Kanada hafi nú verið búnar flugskeytum, sem bera örlitlar kjarnorkukúlur. Loftvarnarbyssur og fjarstýrð loftvarnarskeyti í Bandaríkjun- um og Kanada hafa einnig verið búin þessum karnorkukúlum. og átti þar sæti meðan kraftar leyfðu, vann margt skólanum í hag, m. a. gáfu þau hjón skól- anum landspildu, sem fyrirhugað var að nota til að rækta þar skóg, þótt lítið hafi orðið um fram- kvæmdir á því sviði ennþá. Ég hef stiklað á stóru um líf og störf vinar míns Þorsteins á Reykjum, margt fleira hefði mátt taka með. Aðalmarkmiðið með línum þessum er að færa honum þakkir fyrir margra ára samstarf að ýmsum málum, og þeim hjónum báðum þakka ég órofatryggð veitta mér og mín- um. í guðs friði. Ráðuneytið segir, að sprenging- in sem verður af þessum kúlum sé miklu minni en í fyrstu kjarn- orkusprengjunum. Hún er þó það sterk, að flugvélar á nokkur hundruð metra svæði myndu gereyðileggjast við sprenginguna. Þar með er skapaður möguleiki í fyrsta sinn til að stöðva fiug- flota árásarfiugvéla. Þ. B. Skotfæri með alómkúlum - nýjung í loftvömum Washington, 20. febrúar — Einkaskeyti frá Reuter. BANDARÍSKU landvarnirnar eru nú að taka í notkun skotfæri, sem valda gerbreytingu í loftvörnum. Fram til þessa hefur verið álitið að flugárásir verði aldrei með öllu hindraðar, alltaf hljóti einhverjar árásarflugvélanna að sleppa í gegn. — Með hin- um nýju tækjum, þykjast menn hins vegar sjá, að loftvarnir geti orðið svo sterkar, að hægt sé að stöðva með öllu heila flota árásarflugvéla. Höfum enn lítilsháttar fyrirliggjsradi af eftirtöldum vörum á hagstæðu verði: Iðnfyrirfœki í fullum gangi með góðum framtíðarmöguleikum, vantar meðeigendur er gætu lagt fram fé til aukningar starf- seminnar. Æskilegast væri, að viðkomendur væru r.iál- arar, múrarar eða blikksmiðir. Tilboð leggit inn á afgr. Mbl. merkt: „Framtíð —2245“. Sokkahlífar Höfum fengið hlífar til að sauma neðan í sokka, hentugt sem inniskór, innan í hlífðarskótau og í ferðalög. Tökum einnig upp í dag kvenkuldaskó, þýzkt sport- model, þægilegir og fallegir vetrarskór í fjórum litum. Skóverzl. Hector. Skóbuðin, Laugavegi 11. Spítalastíg 10. ftlýkomið — UIMIKUM ÞVOTTALÖGUR Nýung — SparnaSur — Nýung áfyllingar fyrirliggjandi. — Plastflaskan er fyllt þannig: UNIKUM er látið í uppþvottarílátið á undan vatninu — og þér fáið blöndu, sem jafnframt því að vera sótthreins- andi, fer vel með hendurnar. Unikum er tilvalið í upp- þvottavélar, svo og allan „fínþvott" og hreingerningar. Sparið — Reynið undraefnið UNIKUM. Það fæst í næstu verzlun. Aðalumboð fyrir UNIKUM. Ólafur Gislason & Co. hf. Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370. ftfýkomið Þurrkaðir ávextir: Rúsínur í lausu Sveskjur 70/80 Sveskjur 40/50 Blandaðir ávextir Þurrkuð epli í pk. Niðursoðnir ávextir: Ferskjur — Perur Aprikósur — Ananas Jarðarber — Plómur Kirsuber — Stikilsber Hindber. Erl. sultur: Hindberjasulta Apríkósusulta Crape'Fruit marmelaði Eplamauk. MAGNÚS K.TARAN, Umboðs- og heildverzlun. IJTSALA Peysufatafrakkar u sto Aí tt ■ t- s*Toalhuoii C aberdinekvenkápur Lækjartorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.