Morgunblaðið - 08.03.1957, Page 16
Veðrið
Norðan kaldi. Léttskýjað.
ÍÞRÓTTIR
Sjá blaðsíðu 11.
56. tbl. — Föstudagur 8. marz 1957.
Systur flóttamanns hér
varpað í fangabúðir
FRÁ ÞVÍ var skýrt í útvarpsviðtali fyrir skömmu að einn hinna
ungversku flóttamanna, sem hingað komu, hafi við orð að snúa
aftur til Ungverjalands. Hann fékk nýlega bréf frá ættingjum sínum
í Ungverjalandi, þar sem honum eru sögð þau harmatíðindi, að systir
hans 16 ára hafi verið handtekin og varpað í fangelsi. — Flóttamað-
urinn hefur sett þessa handtöku systur sinnar í samband við að
hann hefur flúið land.
Þegar hann fékk þetta bréf,
fannst honum eigi annað koma
til greina, en að hann hyrfi aftur
til Ungverjalands og mætti þá
einu gilda hvort hann yrði tek-
inn af lífi eða settur í fanga-
búðir Kadar-stjórnarinnar, því
svo óbærileg þótti honum sú til-
hugsun að systir hans væri órétti
beitt og yrði að þola áþján hans
vegna.
RÁÐEÐ FRÁ ÞVÍ
Landar hans hér hafa einum
rómi bent honum á að það sé
vægast sagt ósennilegt að hann
muni nokkru sinni komast til
heimkynna sinna, því hann muni
verða handtekinn við landamær-
in og óhugsandi að sá, sem í
eitt skipti sé kominn inn fyrir
fangelsismúra Kadar-stjórnar-
innar, eigi þaðan afturkvæmt.
Samkvæmt tilmælum landa
sinna hefur maðurinn frestað að
taka endanlega ákvörðun um
hvað gera skuli.
Ýtt úr vör að gömlum sið
Alli upp i 40 fiskar í hlut
VÍK í MÝRDAL, 7. marz. — Und
anfarna daga hefir verið ágætt
F
I
Ö
L
T
E
F
L
I
Á morgun kl. 3 e.h. mun Ingi
R. Jóhannsson, skákmeistari,
tefla fjöltefli við Heimdellinga
í Valhöll við Suðurgötu 39.
Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að tilkynna þátttökiu sína
í síma 7103.
veður hér í Mýrdal, stillur, heið-
ríkja og sólskin, en frost lítið á
daginn. Fóru menn því að hugsa
sér til hreyfings að komast á
sjó. Töldu að von myndi vera
góðs afla.
í morgun réri einn bátur héð-
an úr Vík. Afli var dágóður. Hlut
ur mun vera 17 fiskar, eða rúm-
ar 300 kr. að verðmæti.
Frá Dyrhólaey réru tveir bát-
ar í dag, en einn í gær. Afli var
ágætur, 27—28 fiskar í hlut. Þá
róa einnig þrír bátar frá Jökulsá.
Munu þeir hafa hafið róðra fyrir
þremur til fjórum dögum. Afli í
dag var ágætur. Einn báturinn
var með 40 fiska í hlut. Menn
gera sér vonir um áframhald-
andi róðra, ef þessar stillur hald-
ast og fiskur virðist vera»mikill.
Bátar þessir eru allir með
handfæri og í sumum eingöngu
árar. — J.
Það er mikill munur á veðráttunni á Norður- og Suðurlandi.
Þessar myndir tók fréttaritari Mbl. fyrir skömmu norður á Akur-
eyri. Sú efri sýnir tvo Faxa á flugvellinum, snævi þöktum, og á
hinni neðri ríða Akureyringar á gæðingum sínum fram Eyjafjarð-
arbraut. —Ljósm. G. Ólafsson.
Ströng rafmagnsskömmtun
á Akranesi
Akranesi, 7. marz.
Aðfaranótt sl. miðvikudags var
byrjað að skammta rafmagn hér
á Akranesi og gildir það frá kl.
eitt að nóttu til kl. sex að morgni.
Rafmagn er þó óskammtað á
bryggjunni og í fiskvinnslustöðv-
unum. í gærkvöldi varð svo enn
að herða skömmtunina, og var
þá rafmagnið tekið af bænum
kl. 9,30 og næstu nætur, þar til
öðru vísi veður ákveðið, verð-
ur rafmagnið tekið af frá kl. 1—6
hverja nótt.
Vatnið í Skorradal þverr nú
með hverjum deginum sem líð-
ur, og hefir vatnsborðið lækkað
um sentimetra á sólarhring síð-
ustu daga. En af þéssum sök-
um fær Andakílsvirkjunin afar
lítið vatn, þannig að spara verð-
ur rafmagnið svo mjög, eins og
að ofan getur. — O.
Það vildi engiíin
drepa útileguketti
SKIPULEGAR hernaðaraðgerðir
gegn útileguköttum hér í bæn-
um liggja nú niðri, að því er
bezt verður séð, vegna þess að
lögreglan álítur það vera í verka-
hring borgarlæknisembættisins
— og gagnkvæmt.
Maður nokkur, sem heima á
inni í Kleppsholti, ætlaði í gær
að leita á náðir hins opinbera
til þess að stemma stigu við ört-
vaxandi fjölda útilegukatta þar
í nágrenni við hann. Eru svo
mikil brögð að þessu, að eftir að
kyrrð er komin á á kvöldin má
heyra kattarbreim langar leiðir
er útilegukettir urra og veina
hver í kapp við annan.
Þessi maður hringdi til þriggja
aðila og gat enginn tekið málið í
sínar hendur. Honum var vísað
til lögreglu- og borgarlæknis-
embættisins, og til vörzlumanns
bæjarins, er hefur eftirlit með
útigangsfénaði og óskilafénaði.
Manninum var að vísu gert það
tilboð, að ef hann kæmi með kett-
ina í poka, þá væri hægt að skjóta
þá fyrir hann.
Mbl. gerði í gær sams konar fyr
irspurnir og maðurinn hjá lög-
reglunni og borgarlæknisskrif-
stofu, og varð útkoman hin sama
að báðir vísuðu frá sér — og hvor
til annars.
Sýningum á Mennfaskóla-
leiknum lýkur í kvöld
í KVÖLD hafa Menntaskólanem-
endur síðustu sýningu á leikriti
sínu Kátlegar kvonbænir. Hefur
þessi Menntaskólaleikur hlotið
hinar beztu undirtektir hér í
bænum og aðsókn verið góð.
Metaregn á afmælisméti
Á AFMÆLISSUNDMÓTI ÍR í
Sundhöllinni í gærkvöldi náðist
stórglæsilegur árangur í ýmsum
greinum. Sett voru 4 ný ísl. met
og þaff fimmta jafnaff og auk
þess voru sett 3 drengjamet og
1 telpnamet jafnaff. Sem sagt:
7 ný met og 2 jöfnuff.
Guffmundur Gíslason, ÍR, setti
ný ísl. met í 50 m baksundi á
32,7 og 100 m baksundi á 1:11,6.
Þetta eru jafnframt drengjamet.
Helgi Sígurffsson setti ísl. met
í 400 m skriffsundi á 4:49,5. Átti
sjálfur þaff gamla sem var 4:55,3.
Sveit ÍR: Guðm. Gíslason,
Ólafur Guðmundsson og Gylfi
Guffmundsson settu met í þrí-
sundi 3:36,2. Ægir átti gamlla
STELPURNAR: Viltu kaupa af okkur Rauffa kross merki, manni? Þorsteinn kaupmaður Sigurffsson í
Bristol: Já, ef þiff viljiff vera kurteisar og lofa aff bengja ekki í mig öskupoka. — (Myndina tók G.
Sverrisson á öskudagmn).
3:40,0 og gamla landssveitarmet-
iff (Hörffur, Sig Þing. og Ari)
var 3:36,6.
Ágústa Þorsteinsdóttir jafnaffi
met sitt í 100 m skriðsundi.
Arangurslaus
sáttafundur
ÁRANGURSLAUS varff sátta-
fundiur er stóð í alla fyrrinótt í
sjómannadeilunni og í gærkvöldi
kl. 9, boffaði sáttasemjari samn-
inganefndirnar enn til fundar og
stóff sá fundur yfir er blaðið fór
í prentun.
Veitt verður 2 millj. kr.
til Vestmannaeyjaskips
Vestmannaeyjar, 7. marz.
VERULEGUR skriður er nú að koma á það mál, sem allir Vest-
mannaeyingar bera mjög fyrir brjósti, en það er smiði skipa
til þess að annast ferðir milli Reykjavíkur og Eyja, og til nærliggj-
andi hafna hér á ströndinni.
Það voru nokkrir áhugasamir
menn, sem vöktu almennan
áhuga á því meðal bæjarbúa, og
síðan var málið lagt fyrir bæj-
arstjórnina. Nefnd manna hefur
unnið að framgangi málsins af
dugnaði. Hefur málið nú verið
tekið inn á fjárlögin, með því að
af þeim verður varið til skipsins
í tvö ár 2 milljónum króna. —
Skipasmíðanefndin hefur aflað
tilboða utanlands frá 1 smíði
skipsins. Hafa nokkur tilboð bor-
izt og eru þar á meðal hagstæð
tilboð um verð og smíði skipsins
að dómi nefndarmanna.
Sennilegt er að bæjarstjórnin
kjósi nú sérstaka nefnd manna
til þess að fylgja málinu fram,
en fyrir þeirri nefnd liggur mik-
ið starf, sem í því er fólgið að
láta smíða hagkvæmt skip til
þessara flutninga. — Bj. Guðm.