Morgunblaðið - 12.03.1957, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
í>riðjudagur 12. marz 1957
WQpHttfcfðMfr
Útg.: H.f. Arvakur, Eeykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Bíkissljéniin hefir lorystn um
stórfelldnr hækkunir verðlngs
og þjónustu
Á 'S A M A tíma sem ráðherrar
vinstri stjórnarinnar lýsa því há-
tíðlega yfir að þeir ætli sér að
halda verðlagi í landinu í skefj-
um með lækkaðri verzlunar-
álagningu, hefur ríkisvaldið sjálft
forystu um víðtækar hækkanir á
verðlagi og þjónustu. Póstgjöld
og símþjónusta stórhækka, olía
hækkar, tóbak og áfengi hækkar.
Búsáhöld, heimilistæki, vefnaðar-
vörur og fjölmargar aðrar vörur
hækka í verði.
Svo kemur vinstri stjórnin
fram fyrir almenning og tilkynn-
ir honum að hún sé að gæta
„hagsmuna fólksins" með því að
taka upp haftastefnu og þröngva
svo kosti almennrar verzlunar í
landinu, að jafnvel Tíminn kemst
ekki hjá að lýsa því yfir sl.
sunnudag, að „kaupfélagsstjórar
víða um land séu mjög óánægðir
með verðlagsákvæði innflutnings
skrifstofunnar, einkum sekkja-
vöru“.
Ljótt fordæmi
Fordæmi ríkisvaldsins undir
forystu vinstri stjórnarinnar, er
engan veginn fagurt í þessum
efnum. Á sama tíma, sem leið-
togar stjórnarflokkanna fjölyrða
um það að öllu verðlagi skuli
haldið niðri, láta þeir ríkisvaldið
stöðugt hækka verðlag og greiðsl-
ur fyrir margvíslega þjónustu,
sem opinberar stofnanir veita al-
menningi.
Þá hljóta og hinar gífurlegu
skatta- og tollaálögur, sem ríkis-
stjórnin gaf þjóðinni í jólagjöf,
að stuðla að stórhækkuðu
verðlagi. Skattarnir og tollarnir
eru lagðir á mikinn fjölda af
nauðsynjavörum fólksins. Auð-
vitað hljóta þeir að koma fram
í hækkuðu verðlagi. Fólkið verð-
ur þess vegna að lokum að taka
allar þessar byrðar á sínar herð-
ar. Það verður að taka peningana
upp úr sinni eigin buddu til þess
að greiða hina nýju skatta og
tolla, sem vinstri stjórnin hefur
lagt á.
Það er því hið herfilegasta
öfugmæli að núverandi stjórn
sé að berjast fyrir hóflegu
verðlagi og hagstaeðri verzlun
í landinu. Hún er þvert á móti
að berjast af öllu afli fyrir
stórhækkuðu verðlagi og óhag
stæðri verzlun.
Haftastefnan leiðir
aldrei til kjarabóta
Það er gömul staðreynd að
haftastefna í viðskiptamálum
getur aldrei leitt til kjarabóta
fyrir almenning. Þess minnast ís-
lendingar áreiðanlega frá árunum
fyrir síðustu styrjöld, þegar hin
fyrsta vinstri stjórn fór hér með
völd og beitti margvíslegum höft-
um og þvingunum á sviði verzl-
unarmála. Þá ríkti hér atvinnu-
leysi og bágindi. Verkalýður
kaupstaða og sjávarþorpa svalt.
En alltaf þóttist Eysteinn Jónsson
og kratabroddarnir vera að
„bæta kjör alþýðunnar“!! Samt
sem áður varð fólkið aíltaf fó-
tækara og fátækara'
íslendingar muna einnig tíma-
bilið frá 1947—50. Einnig þá var
tekin upp haftastefna. En verzl-
unin hefur sjaldan verið eins ó-
hagstæð og á þeim árum. Svartur
markaður, bakdyraverzlun og alls
konar brask blómgaðist.
Að kröfu Alþýðuflokksins giltu
þá hér ströng verðlagsákvæði.
Meðal annars á grundvelli þeirra
var vísitölunni haldið niðri.
En fólkinu var ekkert gagn
að lágu verði á pappírnum á
vörum, sem alls ekki fengust
í búðunum. Verðlagsákvæðin
voru þess vegna í mörgum til-
fellum blekking ein.
Nægt vöruframboð
bezta tryggingin
Á þessum árum gerði mikill
fjöldi sér það ljóst, að hagstæða
verzlun er ekki hægt að skapa
með verðlagsákvæðum einum. —
Hitt skiptir miklu meira máli, að
nóg vöruframboð sé og heilbrigð
samkeppni um viðskipti fólksíns
milli þeirra aðilja, sem verzlun-
ina annast, einkaverzlunar og fé-
lagsverzlunar.
Þessar meginreglur eru í fullu
gildi enn þann dag í dag. Vinstri
stjórnin getur þröngvað kosti
verzlunarstéttarinnar með verð-
lagsákvæðum, sem ekki eiga
sér raunverulega stoð í veruleik-
anum. En hún getur ekki skapað
almenningi með því hagkvæmari
verzlunarkjör.
Gengislækkun og verk-
fallsöngþveiti
Staðreyndirnar um áhrif vinstri
stjórnarstefnunnar á íslenzk
efnahagsmál eru þá í stuttu máli
þessar:
Stjórnarflokkarnir lofuðu að
fella ekki gengið. Efndirnar hafa
orðið þær, að þeir hafa lagt á
gjaldeyrisskatt, tolla og margvís-
lega skatta, sem fela í sér stór-
fellda gengislækkun. Stjórnar-
flokkarnir lofuðu að lækka
hvorki kaupgjald né binda. Efnd-
irnar hafa orðið þær, að þeir lækk
uð*i kaupið með festingu vísi-
tölunnar.
Stjórnarflokkarnir lofuðu
vinnufriði og lýstu því hátíðlega
yfir að stjórnarþátttaka komm-
únista skapaði óbrigðult öryggi
gegn verkföllum.
Niðurstaðan hefur hins vegar
orðið sú, að hvert verkfallið hef-
ur rekið annað og stór hluti þjóð-
arinnar stendur í dag frammi
fyrir fjölþættum erfiðleikum af
völdum yfirstandandi verkfalls,
sem staðið hefur í langan tíma.
Vinstri flokkarnir lofuðu að
halda verðlagi í skefjum. Efnd-
irnar hafa orðið þær, að ríkis-
valdið hefur haft forystuna um
margvíslegar hækkanir á þjón-
ustu og verðlagi, nú síðast á pósti
og síma.
Það er von að sú spurning
verði æ almennari, hvort
vinstri stjórnin eigi nú lengur
eftir nokkurt loforð til að
svíkja?
UTAN UR HEIMI
Bak v/ð tjöldin:
Samsærið, sem heppnaöist
B andaríska vikuritið
„Newsweek" birti í gær athyglis-
verða grein um viðbrögð banda-
rískra stjórnmálamanna við hót-
unum Eisenhowers um að Banda-
ríkin mundu styðja þvingunarað-
gerðir gegn Ísraelsríki, ef það
yrði ekki við áskorun Sameinuðu
þjóðanna um að fara þegar á
brott með herlið sitt úr Egypta-
landi.
í Öldungadeild Bandarikj-
þings risu þingmenn demó-
krata upp gegn forsetanum —
og gerðu samsæri, eins og
tímaritið kemst að orði.
S vo sem kunnugt er fór
Eisenhower fram á það við þingið
fyrir nokkru, að það gæfi hon-
um vald til þess að veita þeim
þjóðum Mið-Asíu (Arabaríkjun-
um), sem þess óskuðu, hernaðar-
lega og efnahagslega aðstoð —
svo og umboð til þess að senda
Bandaríkjaher á vettvang, ef
einhver þessara þjóða óskaði
þess vegna yfirvofandi hættu á
kommúnískri árás.
Eu h'vers vegna dró Öld-
ungadeildin afgreiðslu þessa
máls svo mjög á Ianginn?
Hvers vegna rauk Öldunga-
deildin upp til handa og fóta
og afgreiddi málið í einu vet-
fangi, er ísraelsmálið virtist
útkljáð?
Þessum spurningum varpar
„Newsweek" fram fyrir les-
endur sína — og segir siðan:
Þetta er saga um samsæri, sem
heppnaðist.
]\íaðurinn, sem stóð að
baki samsæri þessu var demó-
kratinn og öldungadeildarþing-
maðurinn Johnson frá Texas,
sem jafnframt er leiðtogi meiri-
hluta Öldungadeildarinnar. Marg
ir af helztu leiðtogum demó-
krata, m.a. Trumanj fyrrum for-
seti, hafa lýst sig fylgjandi „Eis-
enhower-áætluninni". — Johnson
öidungadeildarþingmaður er einn
ig einn þeirra, sem fylgir Eisen-
hower að málum í þessu efni. En
hann var hins vegar mjög and-
vígur Eisenhower hvað viðvék
ummælum hans um, að Banda-
ríkin mundu neyðast til þess að
styðja þvingunaraðgerðir gegn
ísraelsmönnum, ef þeir hyrfu
ekki þegar í stað með her sinn
á brott úr Egyptalandi.
Hann áleit slíkar þvingun-
araðgerðir mundu skaða „Eis-
enhower-áætlunina", veikja
samtök Sameinuðu þjóðanna
— og ef til vill valda hruni
Ísraelsríkis. — Johnson áleit
heillavænlegast að reyna til
hins ýtrasta að fá ísraelsmenn
til þess að hverfa á brott úr
Egyptalandi þegar í stað án
þess að beita þá þvingunum.
En hvað gat hann gert?
Eftir miklar bollaleggingar
komst hann að niðurstöðu. Að-
ferðin var allt annað en fróm.
„Eisenhower-áætlunin'* hafði
legið fyrir þinginu í nokkrar vik-
ur, og stjórnarvöldin hvöttu
mjög til þess að afgreiðslu máls-
ins yrði hraðað. En hvað mundu
þau segja, ef Johnson setti
úrsiltakosti? Hætt yrði við þving-
unaraðgerðir gegn ísrael — eða,
að „áætlunin" yrði felld?
Johnson lagði á ráðin við sam-
þingmenn sína — og, þegar
Dulles, utanríkisráðherra, kvaddi
þá til fundar til þess að ræða
hugsanlegar þvingunarráðstafan-
ir, gerði Johnson honum grein
Dulles reyndi að sigla milli skers
og báru.
fyrir hvernig allt var í pottinn
búið.
„Afgreiðsla „Einsenhow-
ers-áætlunarinnar“ verður dreg-
in á langinn eins lengi og ein-
hverjar þvinganir við ísrael
af hálfu SÞ koma til greina“. —
Auk þess lét Johnson það í veðri
vaka, að alls ekki væri útséð um
það, að þingið veitti Eisenhower
hið umbeðna vald. Þingmennirnir
ætluðu að gefa yfirlýsingar þess
efnis, að þeir hefðu ekki gert það
upp við sig hvaða afstöðu þeir
hygðust taka til málsins. Þeir
mundu verða svartsýnir á frek-
ari efnahagsaðstoð við erlend
ríki, ef þvingunaraðgerðir yrðu
samþykktar af Sameinuðu þjóð-
unum fyrir tilstilli Bandaríkj-
anna.
F -
n Israelsmenn streitt-
ust í lengstu lög gegn því að
verða við ályktun Sameinuðu
þjóðanna. Úrslit málsins voru
mjög tvísýn, er Dulles átti fund
með leiðtogum Öldungadeildar-
þingmanna öðru sinni og tjáði
þeim, að allt benti til þess, að
Bandaríkin neyddust til þess að
styðja þvingunaraðgerðir gegn
ísrael. Johnson, öldungadeildar-
þingmaður, ógnaði þá enn með
því, að umræðan um „Eisenhow-
er-áætlunina“ yrði dregin á lang-
inn — og úrslitin yrðu honum
alls ekki að skapi. „Vilt þú það?“
spurði Johnson.
D ulles leizt nú ekkert
á blikuna. Hann gerði allt, sem í
hans valdi stóð til þess að leysa
deiluna við ísrael á friðsamlegan
hátt og átti símtöl við Johnson —
stundum oft á dag — og skýrði
honum frá gangi málsins. Eisen-
hower ræddi einnig við Johnson
á hverju kvöldi. Segir Washing-
ton-fréttaritari „Newsweeks", að
viðræður þessar hafi alltaf verið
mjög vinsamlegar, en Johnson
hafi setið við sinn keip: Engar
þvinganir við Israel, eða við
setjum fótinn fyrir „Eisenhow-
er-áætlunina“.
Og Johnson og fylgis-
menn hans létu gagnráðstafan-
irnar koma til framkvæmda til
þess að enginn þyrfti að vera í
vafa um einbeitni þeirra. Öld-
ungadeildarþingmennirnir Tal-
mandge, Humphrey, Morse,
O’Mahoney, Mansfield og Sym-
ington héldu allir ræður og
töldu ýmsa annmarka á því að
veita Eisenhower umbeðið vald
—r og voru með ýmsar vífilengj-
ur. Humphery varaði við frekari
efnahagsaðstoð við erlend ríki —
og stöðugu þófi var haldið uppi
í Öldungadeildinni.
Israelsmenn vildu enn
ekki verða við samþykkt SÞ og
Bandaríkjastjórn virtist komin á
fremsta hlunn með að beita sér
fyrir þvingunaraðgerðum gegn
ísrael. Johnson greip þá til sterk-
asta vopns síns: Russel, öldunga-
deildarþingmaður frá Georgíu,
átti að bera fram breytingartil-
lögu við „Eisenhower-áætlunina“.
Sú tillaga miðaði beinlínis að
því að kollvarpa allri „áætlun-
inni“, því að lagt var til, að engin
efnahags- og hernaðaraðstoð yrði
veitt löndum Mið-Asíu. Johnson
lét fara fram leynilega skoðana-
könnun meðal þingmanna Öld-
ungadeildarinnar um afstöðu
þeirra í málinu — og kom þar
berlega í ljós, að breytingartil-
laga Russells mundi hljóta lítinn
stuðning.
Mikill meirihluti þingmanna
var fylgjandi „Eisenhower-
áætluninni“ — og ætlaði sér
aldrei að fella hana. Hins veg-
ar létu þingmenn demókrata
það í veðri vaka við blaða-
menn, að breytingartillaga
Russells yrði samþykkt.
S kyndilega breyttu fsra
elsmenn þó um stefnu — og til-
kynntu nú, að þeir mundu hverfa
á brott með her sinn úr Egypta-
landi. Ekki hafði reynzt nauð-
synlegt að beita þá þvingunarað-
gerðum, en áherzla sú, er Eisen-
hower lagði á það, að þvingunar-
aðgerðum yrði beytt, ef ísraels-
menn breyttu ekki samkvæmt
ályktun SÞ, mun áreiðanlega
hafa verið þung á metaskálun-
um í herbúðum Ben Gurions.
Demókratarnir í Öldunga-
deildinni biðu nú ekkl boð-
anna. Breytingartillaga Russ-
els var þegar borin undir at-
kvæði — og felld með miklum
meirihluta atkvæða, eins og
þingmenn höfðu gert ráð fyr-
ir. Þar með hlaut „Eisenhow-
er-áætlunin“ fullgildingu.
Vilja iakmarka inn-
fluíning yfirbyggðra
vagna
ADALFUNDUR félags bifreiða-
smiða var haldinn 28. febr. s.l.
Að loknum aðalfundarstörfum
snerust umræður aðallega um
atvinnuhorfur og innflutning
yfirbyggðra almenningsvagna,
(langferðavagna og strætisvagna)
sem leyfður hefur verið hömlu-
lítið síðastliðin 2 ár. Telja bif-
reiðasmiðir slæmar atvinnuhorf-
ur í iðninni, ef framhald verður
á innflutningi slíkra vagna.
Á fundinum var samþykkt til-
laga þess efnis að félagið harm-
aði það, að innflutningsyfirvöldin
skyldu veita leyfi fyrir tveimur
almenningsvögnum í janúar síð-
astliðnum, á sama tíma og eng-
inn vagn var til yfirbyggingar á
verkstæðunum í Reykjavík.
í stjórn voru kosnir: Gunnar
Björnsson, formaður; Magnús
Gíslason; Hjálrnar Hafliðason;
Haraldur Þórðarson; Egill Jóns-
son. Varamenn: Eysteinn Guð-
mundsson og Guðmundur Ágústs-
>son.