Morgunblaðið - 15.03.1957, Page 1

Morgunblaðið - 15.03.1957, Page 1
44. árgangur 62. tbl. — Föstudagur 15. marz 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hammarskjöld til Kairo á morgun New York og Kairo, 14. marz. — Frá NTB. ITAMMARSKJÖLD framkvæmdastjóri S. Þ. hefur 4* ákveðið að fara flugleiðis til Kairo á laugardag og mun þá brátt fara að draga til úrslita í deilunni ▼ið Nasser um yfirráð yfir Gaza-ræmunni og siglingar um Súez-skurðinn. Abdel Latif hershöfðingi, sem egypzka stjórnin hef- ur skipað landsstjóra á hinu umdeilda svæði kom í dag til borgarinnar Gaza og þykir koma hans þangað ekki vænleg til sátta. I dag var að öðru leyti fremur rólegt á Gaza-ræm- unni. Ekki urðu þar neinar róstur, en s.l. nótt voru unnin skemmdarverk á vélum norskra hersveita. 20 manns fórust í flug- slysi við Manchester London, 14. marz. — Einkaskeyti frá Reuter: TUTTUGU MANNS fórust í flugslysi nálægt Manchester í Mið- Englandi, þegar Viscount farþegaflugvél frá BEA-félaginu rakst í lendingu á hús og gerónýttist. Er þetta fyrsta flugslysið, •em verður á Viscount-flugvél, síðan þaar voru teknar í notkun tyrir þremur árum. MISSTI VAI.D Á VÉLINNI Flugvél þessi var í áætlun- arflugi milli Amsterdam og Manchester. Var hún að lenda á Ringway fiugvellinum við hina síðarnefndu borg. Virð- ist sem einhver mistök hafi orðið hjá flugmanninum, því að hann hitti á brautina, missti sidan vald á fiugvél- Efnilegt skáld fórsf voveiflega inni, sem rakst á nærstæð hús. Talið er að flugmannin- um hafi tekizt á siðustu stundu að forðast árekstur á skólahús sem þarna stendur og fjöldi skólabarna hafðist við í. HÚS JÖFNUB VIB JÖRÐU Þegar flugvélin rakst á hús- ið varð þegar sprenging í henni. Fórust allir sem með henni voru 15 farþegar og 5 manna áhöfn. Óttazt er einnig um líf þriggja manna sem í húsinu voru, en byggingin jafnaðist næstum við jörðu. í brezkum frásögnum af slysinu er tekið fram, að þetta sé fyrsta meiri háttar slys sem verður á Viscount flugvél. Það muni ekki breyta því áliti manna, að þær séu einhverjar beztu og örugg- ustu flugvélar, sem til eru. Verður kosningum flýtt? BONN, 14. marz. — Líkur benda nú til að vestur-þýzka stjórnin hafi í hyggju að flýta þingkosn- ingunum. Að öllu óbreyttu ættu þær að fara fram 15. september, en háværar raddir hafa heyrzt um það í Kristilega flokknum, að hagkvæmara væri að hafa kosningarnar 15. júlí. Mun stjórn in taka ákvörðun um þetta á næstunni. — NTB. Danskir hermenn standa / ströngu Þcgar hersveitir S.Þ. hófu innrcið sína í Gaza-ræmuna fyrir nokkrum dögum var þeim i fyrsta ákaflega fagnað af hinum arabísku ibúum þessa svæðis. En ekki leið á löngu þar til öfgamenn ár flokki Araba, studdir af Egyptum tóku að krefjast tafarlau.rar brottfarar herliðs S. Þ. Kom þá brátt til óeirða á svæðinu. Var mynd þessi tekin í byrjun vikunnar, og sýnir danska hermenn m gæzluliði S. Þ. reyna að stilla til friðar. Glæsilegur sigur /ýðræð/s- sinna i Hreyfli Atkvœðamunurinn í fyrra 31 atkv, en 102. Kommúnistar tapa fylgi legan sigur í Hreyfli, sem lam ber vitni. Hina nýkjörnu stjórn Hreyfils skipa: Bergsteinn Guðjónsson form. Andrés Sverrisson vara- nií form. Bergur Magnússon ritari. Meðstjórnendur: Bjarni Bærings son og Ármann Magnússon. Bergsteinn IGÆR voru kunn úrslit í atkvæðagreiðslu til stjórnarkjörs í Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli. — Lýðræðissinnar í félaginu unnu glæsilegan sigur, hlutu 279 atkvæði og hættu við sig 71 atkv. frá því í fyrra. Kommúnistar töpuðu hins vegar fylgi, hlutu 177 atkvæði. Auðir seðlar voru 7 og 3 ógildir. Á kjörskrá voru 516 og kusu 470. 1 fyrra munaði 31 atkvæði á fylgi lýðræðissinna og kommún- ista en nú munar 102 atkvæðum. Við kosningu fulltrúa á Al- þýðusambandsþing í haust fengu vinstri menn alla fulltrúana kjörna. Atkvæðatölur þá voru: lýðræðissinnar 236 atkv. Yinstri menn 258. Þessi úrslit kosninganna í Hreyfli eru mikið áfall fyrir komúnista og sýna að gengi þeirra í verkalýðshreyfingunni hrakar nú með hverjum degin- um. Sanna það gleggst ófarir þeirra í Iðju og Trésmiðafélag- inu nýlega og við það bætist að lýðræðissinnar vinna svo glæsi- Hernnðaréstond í nllri Indónesín DJAKARTA, 14. marz: — Sokarno forseti Indónesíu flutti ræðu í útvarp í dag, þar sem hann lýsti yfir hern- aðarástandi í öllu ríkinu. Yf- irlýsing forsetans kemur i kjölfar afsagnar Sastrokidjo- jo. Sokarno sagði að ákvörðun um hernaðarástand hefði ver- ið tekin, þar sem nú væri um lif eða dauða lýðveldisins að tefla. Stórfelld hætta væri á að ríkið liðaðist í sundur. — Reuter. Kadar-stjórnin heilsar þjóðhó- tiðinni með fjóldahandtökum AMORGUN þann 15. marz er hinn forni þjóðhátíðardagur Ungverja. Kadar-stjórnin hefur hannað öll fundahöld og tilkynnt að lögreglan muni tafarlaust beita vopnum, ef mannfjöldi safnast nokkurs staðar saman. HINN ui.gi cinilegi úanski rithöfundur Iljitsch Johannsen lézt fyrlr nokkru með voveifleg- um hætti, er hann var á ferðalagi í Suður-Frakkalandi. Hann hafði um nokkurt skeið dvalizt í borg kmi Aix í Provence. Nýlega var hann á ferð um þjóðveg skammt irá borginni, á reiðhjóli. Vildi það óhapp þá til, að hjól hans valt um koll og hann féll niður 1 skurð, sem lá meðfram vegin- ihh. Drukknaði hann í skurðin- w. Johannsen var aðeins 32 ára að •ldri. Hann hafði gefið út fjórar ljóðabækur og þótti eitt efnileg- •sta ungt skáld Dana. Þá hafði hann þýtt ljóðaflokka eftir •pænska skáldið Garcia Lorca, •g hlaut mikið lof fyrir. Undanfari þjóðhátíðardagsins er það, að þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna hafa verið fangelsaðar og öruggar fregnir herma, að Kistarcsa-fangabúðirn ar séu orðnar yfirfullar. Fanga- búðir þessar voru fyrst settar á fót af Gestapo-mönnum á striðs árunum. Síðan tóku kommúnist- ar við rekstri þeirra en á sl. ári voru þær lagðar niður. Kadar- stjórnin tók þær þó enn í notkun eftir uppreisnina. í ölium borgum Ungverja- lands hafa lögreglusveitir Avóa farið æðandi um og handtekið mikinn fjölda fólks. Rússneskt herlið hefur enn sézt i Búdapest og virðist vera við öllu búið. En megin- lið Rússa er í borginni Deb- reehen í Austur-Ungverjal. Sfeinkeri sökkf á Ákranesi AKRANESI, 14. marz: — í dag var sökkt hér einu steinkeri framan við bryggju sements- verksmiðjunnar. Þrjú önunr steinker biða fullgerð sem á að sökkva framan við þessa sömu bryggju. Búið var að byggja und- irstöður undir þessi ker á síðasta ári en þær hafa raskazt í vet- ur, og undanfarinn hálfan mán- uð hafa menn unnið ásamt Ein- ari Eggertssyni kafara að þvi að koma undirstöðum steinkeranna í lag aftur. Þjóðverjamir munu koma hingað til Akraness ein- hvern tíma í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.