Morgunblaðið - 15.03.1957, Síða 9
Fðstudagur tff. marz 1957
MORCUNBLAfíin
J
Vestur-þýzkur ráðherra
varar við byltingu
BONK. — Jakob Kaiser, ráðherra
sá sem fer með málefni alls
Þýzkalands í stjórn Adenauers,
hefur í útvarpsræðu til Austur-
Þýzkalands skorað á landa sína
þar að gera ekki sams konar
byltingu og Ungverjar í nóvem-
ber síðastliðnum.
Ráðherrann sagði, að menn
ættu eklci að leysa vandamál líð-
a»di stundar með valdi — það
getur leitt til nýrrar styrjaldar,
sagði Kaiser. Þess vegna skora
vestur-þýzkir stjórnmálamenn á
landa sína í Austur-Þýzkalandi
að forðast uppreisnir, bætti hann
við.
VÍN. — Frétiamenn segja, að
[mre Nagy, forsætisráðherra
Ungverjalands, og nánustu
samstarfsmenn hans hafi ver-
ið fluttir til bæjarins Sínaia,
sem er um 110 km. fyrir suð-
austan Búkarest í Rúmeníu. —
I bæ þessum átíu fyrrum kon-
ungar Rúmeníu sumarhallir
sínar.
Olia aftur til Miðjarðarhafsstrandar
Þær ellefu milljónir smálesta
Á MÁNUDAGINN var um kl. 21
byrjaði olían að renna í gegnum
Írak-olíuleiðsluna við Kirkuk á
leið til sýrlenzku hafnarinnar
Banias við Miðjarðarhaf. Olíu-
unni er dælt í gegnum leiðsluria
og fer hún álíka hratt eins og
fótgangandi maður, þannig að
það var fyrst daginn eftir, sem
hún var komin til Miðjarðarhafs
strandarinnar eða á þriðjudag. —
Fjarri góðu
gamni
DÖNSK blöð skýra frá því, að
Sovétleiðtogarnir hafi ekki kom-
ið I veizlu nokltra sem danska
sendiráðið í Moskvu hélt nú fyrir
skömmu. Vakti það talsverða at-
hygli, enda hefur það ekki gerzt
s.l. tvö ár, að Krúsjeff, Búlganin
og Molotov hafi verið fjarri góðu
gamni, þegar danskir hafa boðið
þeim. — Segja blöðin, að þeir
félagar vilji með fjarveru sinni
sýna svart á hvítu andúð sína á
Dönum og afstöðu þeirra til Sov-
étríkjanna eftir blóðbaðið í Ung-
verjalandi.
Þar með er fyrsta af þremur oliu[
leiðslum milli Banias og Trípólí
í Líbanon komin í notkun.
Það var byrjað að gera við
olíuleiðslurnar fyrir fáum dög-
um síðan, eftir að landsstjórnin
í Sýrlandi hafði leyft viðgerðir.
Leiðslumar voru skemmdar þann
4. nóvember sl., en dælustöðin
sem stóð í írak var ein eftir
óskemmd. Ellefu milljónum smá-
lesta af olíu er hægt að dæla í
gegnum þessa einu leiðslu á ári
með þeim krafti, sem nú er fyrir
hendi, en það er um 44% af því,
sem venjulega er hægt að dæla.
Þegar Bretar og Frakkar hófu
árásina á Egyptaland, voru
dælustöðvarnar í Sýrlandi eyði-
lagðar gagngert. Aðeins ein dælu
stöð í írak var ósködduð, eins
og áður er sagt og það er sú, sem
nú hefir verið tekin í notkun.
Þeir, sem fyrirskipuðu spreng-
una á stöðvunum í Sýrlandi var
egypzka herstjórnin í Kairó, sem
um leið er yfirstjórn sameigin-
legra herja Egyptalands, Sýr
lands og Jórdaníu.
Sprengingarnar voru svo gagn
gerar að meira að segja grunnur
stöðvanna var sprengdur í loft
upp. Stöðvarnar verða svo byggð
ar upp smátt og smátt og búizt
er við að það taki 8—12 mánuði
að koma þeim öllum í lag. Eins
og nú stendur er olíunni dælt í
leiðslum, sem liggja í kringum
hinar skemmdu olíudælustöðvar.
Leiðslan til Banias getur flutt um
17 milljónir smálesta af olíu á
ári þegar allt er í lagi, en hinar
tvær leiðslurnar sem liggja til
Trípólí, geta flutt 8 milljónir smá
lesta af olíu á ári. Þessar leiðslur
er þá fyrst hægt að nota að fullu,
þegar allar dælustöðvarnar eru
aftur komnar í samt lag.
Frá Haditha í írak liggur olíu-
leiðsla til Haifa í ísrael. Eftir
þessari leiðslu ætti einnig að vera
hægt að dæla olíu frá Kirkuk
til Miðjarðarhafsins, en hún ligg
ur yfir land Jórdaníu og hefur
aldrei verið notuð að fullu. —
Leiðslan var fyrir mörgum mán-
uðum sprengd í sundur í Jór-
daníu.
af olíu á ári, sem nú er hægt að
dæla, svarar til 220 þúsund olíu-
tunna á dag, en það ar einmitt
það magn, sem Evrópu hefur
skort á í olíu síðan Súezskurð-
inum var lokað. Ásamt með amer
ískum olíuflutningum frá Vene
zúela og öðrum höfnum þar
vestra, geta evrópískar olíustöðv
ar nú komizt í fullan gang eins
og áður en Súezdeilan kom til.
Sýrlendingar settu sömu skil-
yrði fyrir því, að leiðslurnar
væru teknar í notkun eins og Eg-
yptar settu fyrir því, að opnaður
yrði Súezskurðurinn og samkomu
lag var gert milli sýrlenzku
stjórnarinnar og Brezk-íranska-
olíufélagsins á þeirri stundu, sem
ísrael lofaði að flytja herlið sitt
burt frá Gazaræmunni og frá
Akabaflóa.
STAKSTEIMAR
Hver heimtar '
nú hermang“?
Orðaskiptin milii stjórnarblaff-
anna, „Tímans1* og „Þjóðviljans"
harðna nú með degi hverjum. —
Tíminn telur „eðlilegt og sjálf-
sagt“ að varnarliðið haldi uppi
framkvæmdum, er „miði að við-
haldi vallarins og aðstöðunnar“.
Minnist málgagn hins mikla
veiðimanns nú aldrei á það, aff
„hetra sé að vanta hrauð“, en
að lialdið sé uppi hernaðarfram-
kvæmdum í landinu.
En ástæða væri til þess aff
spyrja Framsókn: Hver er það
nú, sem krefst „hermangs"? Er
það e. t. v. SÍS og gróðafyrirtæki
þess, sem heimta hernaðarfram-
kvæmdir að nýju?
„Þjóðviljinn" skammar Fram-
sókn ákaflega fyrir að hún „hygg
ist tryggja hernámið með efna-
hagsfjötrum“. Kemst blaðið enn
fremur að orði á þessa leið:
Stofnað verður næsta sumar lands-
samband húsa- og íbúðaeigenda
Fasfeignaeigendafél. Reykjavíkur vill
fá húsatryggingar í sínar hendur
Athugun á sameiginlegu
vinnuhæli fyrir öryrkja
Styrkfarfélag lamaSra kýs frekar að gera menn
færa til að sjá sjálfum sér farborSa
ÞRÁTT FYRIR mótmæli Styrktarfélags lamaðra ©g fatlaðra
samþykkti Sameinað Alþingi í gær þingsályktunartillögu
frá Pétri Péturssyni uppbótarþingmanni um athugun á að koma
á fót og reka vinnuhæli.
Tillagan var upphaflega á þessa
leið:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjómina að beita sér fyr-
ir því, aff SÍBS, styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra, Blindra-
félagið og Blindravinafélagið
taki höndum saman um að
koma á fót og reka vinnuliæli
og bæta á annan hátt aðstöðu
öryrkja þeirra, sem þessi félög
vinna fyrir.
Tillaga þessi var send umrædd
«m félögum til umsagnar og
▼oru SÍBS og Blindrafélagið með
mælt henni, enda virðist sem SÍ
BS hafi beitt sér fyrir slíku fyrir
nokkrum árum.
EITT FÉLAGIÐ MÓTFALLIÐ
Stjórn Styrktarfélags lamaðra
eg fatlaðra var hinsvegar mót-
fallin tillögunni og segir í um-
aögn hennar:
„Að s-vo komnu máli viljum
▼ér ekki taka neina afstöðu til
þeirrar tillögu að stofnsetja og
•tarfrækja vinnuhæli fyrir ör-
yrkja. Markmið félags vors er
endurhæfing (rehabitilation)
hinna fötluðu, þ. e. að gera þá
aftur hæfa til þess sjálfa, að sjá
sér farborða í lífinu og lifa
óháðu, hamingjusömu lífi.
VILJA EKKI HÆLI
Ennfremur segir í umsögn
Styrktarfélagsins:
„Hugmyndin um að taka ör-
yrkjana, safna þeim saman á
hæli til geymslu, er jafn
heimskuleg og hún er ómann-
úðleg. Meðan ekki er allt gert,
sem hægt er tii þess að endur-
hæfa hina lömuðu og fötluðu
og mörg vandamál í því sam-
bandi óleyst, er ekki rétt að
hyrja á stofnun vinnuhælis".
TILLAGAN SAMÞYKKT
Þrátt fyrir þetta var allsherj-
arnefnd Sam. þings sammála
um að mæla með samþykkt til-
lögunnar, þó með þeirri megin
breytingu að í stað þess að ríkis-
stjórnin skuli beita sér fyrir þess
um samtökum, þá skuli hún „at-
huga möguleika" á þeim.
FASTEIGNAEIGENDAFELAG
Reykjavíkur hefur hafið
mikla sókn í þá átt að sameina
húsa- og íbúðaeigendur innan
vébanda landssambands, sem
stjórn félagsins hyggst hafa for-
göngu um að stofnað verði næsta
sumar.
Fasteignaeigendafél. Reykja-
víkur hefur á prjónunum áform
um að gera félagið áhrifaríkt
sem hagsmunasamtök með því að
fá sem flesta íbúða- og húseig-
endur til að taka þátt í félags-
starfinu og einn liðurinn í þessu
er að félagið taki í sínar hendur
húsatryggingar í bænum. Hér í
Reykjavík eru nú alls skráðar
11000 húseignir.
KYNDIN G ARKOSTNAÐUR
Stjórn Fasteignaeigendafélags-
ins og framkvæmdastjóri þess,
Páll S. Pálsson boðuðu blaðam.
á fund sinn í fyrradag til þess að
skýra þar frá því, að félagið hafi
nú þegar fengið miklu áorkað
varðandi upplýsingar um kynd-
ingarkostnað húsa. Upplýsa olíu-
félögin öll að miðað við olíuverð
í byrjun þessa mánaðar, sé kynd-
ingarkostnaður 100 ferm. íbúðar
290—360 kr. á mánuði. Þá segjast
olíufélögin munu láta tæknilega
aðstoð í sambandi við olíukynd
ingartæki ókeypis í té. Varðandi
brunatryggingar húsa hér í bæn-
um upplýsti stjórn Fasteignaeig-
endafélagsins eftirfarandi.
BRUNATRYGGINGAR
Með lögum frá 1954 um bruna
tryggingar húsa í Reykjavík var
F. R. veitt nokkur aðild í sam-
bandi við tryggingarnar. Þannig
má eigi taka tryggingartiiboði,
nema að fengnu áliti félagsins.
Tekjuafgangi tirygginganna
skal m.a. varið til þess að lækka
iðgjaldagreiðslur, og stjórn F. R.
er heimilað að tilnefna fulltrúa
til þess að fylgjast með ráðstöf-
un þessa fjár. Fyrir nokkru til-
kynnti stjórn F. R. bæjarstjórn
Reykjavíkur, að hún hefði faiið
framkvæmdastjóra félagsins,
Páli S. Pálssyni, hrl., að hafa
þetta eftirlit með höndum. Hefur
Páll þegar snúið sér bréflega
til Brunatrygginga Reykjavíkur-
bæjar með fyrirspurn um sjóð-
myndun af tekjuafgangi, hverju
sjóðeignir nemi, hverjar árlegar
tekjur sjóðsins hafi verið, hve
miklu hafi verið varið úr sjóðn-
um og hvernig fé sjóðsins sé á-
vaxtað.
Fasteignaeigendafélag Reykja-
víkur, sagði formaður félagsins
Jón Sigtryggsson, heldur fast við
það baráttúmál sitt og ótvíræða
réttlætismál, að húsatryggingam
ar í Reykjavík komist undir yfir-
stjórn félagsins, þ.e.a.s. að félag-
ið mun þegar aðstæður leyfa
stofna sjálft til húsatrygginga.
FLEIRI FÉLÖG
Þá uppl. Páll S. Pálsson, fram-
kvæmdastjóri, að borizt hefðu til
mæli um það frá kauptúnum og
kaupstöðum úti á landi, að Fast-
eignaeigendafél. veitti aðstoð við
félagsstofnun og í ráði væri að
næsta sumar væri hægt að sam-
eina þessi félög öll í landssam-
band húseigenda, en slík sam-
bönd eru starfandi á hinum Norð
urlöndunum og vinna þár merki
legt starf í margháttuðum
hagsmunamálum húseigenda.
Kvað Páll nú mikla sókn vera
hafna í þá átt að fá sem allra
flesta húsa- og íbúðaeigendur hér
í bænum til þess að ganga í þetta
hagsmunafélag þeirra og efla
það.
í stjórn félagsins eiga sæti auk
Jóns Sigtryggssonar Alfreð Guð-
mundsson, Jón Guðmundsson, Ó1
afur Jóhannesson og Jón G. Jóns
son. Skrifstofa félagsins er í
Þingholtsstræti 27 og er opin frá
kL 1—4.
Stjórnarsáttmálinn
þverbrotinn“
„Ef Bandaríkjunum verffa
heimilaðar stórframkvæmdir á
Suðurnesjium, er verið að svíkja
samþykkt Alþingis frá 28. marz
í fyrra.......Það er verið aff
þverbrjóta stjórnarsáttmálann.
Þá er ekki verið að fresta
óbreyttu ástandi, heldur er stigið
stórt skref aftur á bak og her-
námið endurlífgaff í sinni verstu
og víðtækustu mynd, er íhald,
Framsókn og hægrikratar flat-
möguðu fyrir hinu erlenda valdi".
Hótanir sem ekkert
Iiggur á bak við
Komrmúnistablaðið lýsti því yf-
ir fyrir nokkrum dögum, að ef
fyrirheit stjórnarsamningsins um
brottför hersins verði svikið, eins
og Framsókn og kratar hafi vafa
laust í hyggju, þá muni þaff „hafa
víðtækar og örlagaríkar afleið-
ingar“.
Þarna er greinilega veriff aff
liefja svipuna á loft yfir sam-
starfsflokkunum. En liggur nokk
ur alvara á bak viff þessar hótan-
ir kommúnista?
Fátt bendir til þess. Kommún-
istar bera fulla ábyrgff á því, aff
samiff var um áframhaldandi
dvöl varnarliðsins á sl. hausti.Ráff
herrar þeirra sátu í stólum sínura
eftir þaff eins og ekkert hefðl
í skorizt. Og auffvitað munu þeir
sitja áfram eftir að þær hernaff-
arframkvæmdir hefjast, sem Tim
inn hefur verið að boffa með vor-
inu.
Felldu skattfríðindi
sjómanna
Einn af þingmönnum Sjálfstæff
isflokksins, Björn Ólafsson, fluttí
á Alþingi fyrir skömmu tillögu
um að skattfrádráttur sjómanna
skyldi nema 30% at álögðunt
tekjuskatti af tekjum fyrir störf
á fiskiskipum, þegar menn hafa
verið lögskráðir í fjóra mánuffi
eða lengur. Þessa tillögu felldi
vinstra liðið og sýndi þar meff
hug sinn til sjómannastéttarinu-
ar.
Verkfall á fiórðu viku
Farmannaverkfallið hefur ná
staðið á fjórðu viku. Margvía-
legir crfiðleikar hafa skapazt af.
því út um land. Víffa er tekiff
að skorta nauðsynlegustu vörur.
Þannig er „vinnufriðMrinn",
sem vinstri stjórnin tryggir ís-
lendingum. Samt halda leiðtog-
ar hennar áfram að hæla sér af
honum. Þjóðin sér hinsvegar ekki
þennan „friff“. Hvert verkfallið
hefur rekið annað, i lofti, á sjó
og í landi.
Skárri er þaff nú „Fróffafriffur-
inn“, sem vinstri stjórnin skapaa.