Morgunblaðið - 15.03.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.03.1957, Qupperneq 12
IS MORCUNRLAÐIB Föstudagur 15. roarz 1957 GULA herberefið eftir MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 75 leyfi til að sjá skrá spítalans. Hann fékk allar skrár fyrir síð- ustu tvö ár. Þar fann hann nafn Marguerite Barbour. Hann fór aftur til gistihúss síns. Hitinn var gífurlegur og hann fór í kalt bað áður en hann ták til við dagblÖðin. Þar fann bann, með stórum fyrirsögnum, fregnina um sakamáishöfðunina gegn Greg. Hann hafði fengið fyrrverandi heimilisfang Marguerite hjá frú Gates, áður en þau skildu. Þang- að fór hann nú upp á litla von en mikla óvon, aðeins til þess að haf- ast eitthvað að. Þetta var lítið matsöluhús, þar sem lítil og feit- lagin kona var til forstöðu. — Já, húi. bjó sér, sagði konan. — Ég hef sagt lögreglunni allt, eem ég vissi. Og það er til einskis að fara upp í heibergið hennar, því að lögieglan er búin að leita þar, og þar býr núna kennslu- kona. — Ég þarf ekkert að sjá her- bergið, sagði hann. Ég vil aðeins tala við yður um Marguerite Baibour sjálfa. Hún leiddi hann inn í snyrti- lega dagstofu og settist þar and- •pænis honum. — Ég skal segja yður það sem ég veit. Ég kunni aldrei vel við hana. Þetta er heiðarlegt hús og hún .... ja, ég hafði alltaf mínar grunsemdir um hana. En þegar hún kom, var hún komin langt á leið. Það var mikil húsnæðisekla og ég gat ekki -ekið hana út á göt- una aftur. Að minnsta kosti borg- aði hún húsaleiguna skilvíslega og það gera ekki allir. UTVARPIÐ Föstiniagur 15. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,00 Leggjum land undir fót: — Börnin feta í spor frægra land- könnuða (Leiðsögumaður: Þor- vaiður örnólfsson kennari). 18,30 Framburðarkennsla í frönsku. — 18.50 Létt lög. — 19,10 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstj.). 20,35 Kvöldvaka: a) Jónas Árna- ■on rithöfundur flytur frásögu: í áföngum út á Tangaflak; fyrsti hluti. b) Norðlenzkir kórar •yngja (plötur). c) Vigdís Krist- jánsdóttir talar um myndvefnað. d) Raddir að vestan: Finnbogi Guðmundsson ræðir við Vestur- Islendinga. 22,10 Passíusálmur (23). 22,20 Upplestur: Margrét Jónsdóttir ská’dkona les frumort kvæði. 22,30 „Harmonikan". — Umsjónarmaður þáttarins: Karl Jónatansson. 23,10 Dagskrárlok. Lawgardagur 16. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 16,30 Veður- fregnir. — Endurtekið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps ■aga barnanna: „Steini í Ásdal“ eftir Jón Bjömsson; IV. (Kristján Gunnarsson yfirkennari). 18,55 Tónleikar (plötur). 20,30 Upplest- ar: Þórunn Elfa Magnúsdóttir les frumsaminn sögukafla. 20,55 Tón- Veikar (plötur). 21,25 Leikrit: „Hálsmenið"; Walter Hackett gamdi upp úr smásögu eftir Guy de Maupassant. — Leikstjóri og þýðandi: Hildur Kalman. 22,10 Passíusálmur (18). 22,20 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok. — Hvernig borgaði hún hana? Konan virtist hissa. — Hinn fyrsta hvers mánaðar. — Hvernig? 1 peningum? — Nei, hún borgaði í ávísun. — Þótti yður það ekki einkenni- legt? Ef hún hefur haft ofan af fyrir sér eins og þér haldið, væri trúlegra, að hún borgaði í pening- um, finnst yður ekki? Frúin roðnaði feimnislega. — Hún er dauð, og ég vil ekki geta neins ills til um hana. Að minnsta kosti hefur hún átt einhverja pen- inga sjálf. Sagði að það væri líf- eyrir frá frænda hennar, en nán- ar athugað, er það nú hálf skrítið. Enginn fx-ændi hefur gefið sig fram síðan. — Ég skil. En hvernig fékk hún peningana senda? — Mánaðarlega í póstávísun. Ég veit þao, vegna þess, að hún varð að taka ökuskírteinið sitt til þess að gera grein fyrir sér. Hún átti bíl, skiljið þér. — Sagði hún nokkuð nánar frá þessum frænda? — Nei, en ég held, að hann hafi einu sinni komið að heimsækja hana, fyrir hér um bil tveim ár- um. Ég var ekki heima, en vinnu- stúlkan mín sagði mér frá því. En hún er bara farin héðan. Hún sagði, að hann hefði litið út fyrir að vera fínn maður. Ekki eins og þeir, sem hún var mest á flandri með. Og vitanlega leyfi ég aldrei stúlkum, sem hér bús að taka á móti karlmannaheimsóknum. Dane hugsaði sig um. — Var hann gamall eða ungur? — 'Það sagði hún ekkert um. — En þessir mánaðarpeningar? Hún hefði getað kúgað þá út úr einhverjum, sagði hann. Það hafði frúnni aldiæi dottið í hug, en vitanlega gæti hún vel trúað henni til þess. Aðspurð hvaðan peningarnir hefðu komið, kvaðst hún eigi vita það, en síðasta sendingin hafði komið I fyrstu viku júnímánaðar. Hún sagðist halda, að sú sending hefði kornið frá Maine. Og síðan ekki meir. Þegar Dane haltraði út í bílinn, sem beið eftir honum, tók hann eftir því, að veiki fóturinn var far- inn að angra hann aftur. Hann fór að hugsa um, hvort það gæti ekki stafað af hugaræsingi, sem hann varð að játa á sig, enda þótt aðr- ir tælcju ekki eftir honum í fram- komu hans. Upplýsingarnar, sem hann hafði fengið, stóðu heima. Hann vantaði nú aðeins eitt atriði til þess að fullkomna það, sem hann ætlaði að bera fram fyrir réttinum og það fékk hann í lands símasamtali þá um kvöldið. En hann var ekki ánægður. Þegar vagninn lagði af stað var hann niðurdregnari en hann hélt, að væri hugsanlegt, og vera þó far- inn að sjá fram úr málinu, sem hann var að rannsaka. 27. Það var mánudagskvöld þegar hann steig út úr flugvélinni og sá vandlætingarfullt augað í Alex við bjarmann af bílljósinu. Hitinn var óskaplegur, enda þótt svona væri framorðið. Það var eins og að vera í tyrknesku baði. Hann minntist á þetta við Alex, er hann var að koma ferðatöskunni fyrir. — Það er betra niðri við sjó- inn, svaraði Alex þurrlegá. — Hvað hafið þér verið að gera við fótinn á yður? — Það er allt i lagi með fótinn. Ég er bara þreyttur. — Alex leit betur á hann. Það var rétt, að þreytan skein út úr andliti húsbónda hans og þar voru hrukkur, sem ekki höfðu verið þar áður, en Alex þótti ráðlegast að minnast ekki á þær. Hann svaraði öllum spurningum stutt, eins og hann var vanur. Enginn hafði sézt í nágrenni Crestview. Sú rauðhærða var farin heim til sín. Frú Hilliard var enn í spítalan- um, en hann hafði heyrt að hún væri komin á stjá. Maður hennar var farinn. Og Floyd var svo upp- blásinn af monti, að hann hafði þurft að lengja beltið sitt. Það var orðið of seint að heim- sækja Carol. En þetta, sem Alex hafði sagt um hitann, reyndist rangt vera. Dane fór ekki í rúm- ið. Þess í stað fór hann í víðar buxur og ermalausa peysu og gekk út. Af einhverjum ástæðum var hann órólegur. Hann kveikti sér í vindlingi og labbaði áleiðis til Crestview. Þar hitti hann Tim, rétt við stíginn. Hann var að horfa upp eftir veginum og þegar hann heyrði fótatakið, hrökk hann við og greip til skammbyssu sinnar. Hann brosti kindarlega þegar hann sá, hver komumaður var. — Andskotinn sjálfur, sagði hann. — Þessar taugar mínar fara bráðum að segja af sér. . . Hvað á ég að halda þessu lengi áfram? — Nokkuð nýtt? — Ég held, að við höfum fund- ið, hvar Greg Spencer var í New York, morðnóttina, sagði hann. —- Það er ekki alveg víst, en hér um bil. Dane kinkaði kolii. — Það er mikið í varið. Að einhverju varstu að gá, þegar ég kom hingað? — Ég veit varla. En hvert ligg ur þessi vegur eiginlega? —, Hann liggur út í nxalbikaðan veg héma fyrir ofan. Hvers vegna spyiðu? — Það var hér einhver á ferð- inni fyrir skömmu. Fór upp brekkuna. Býr nokkur þar uppi? Dane hugsaði sig um. — Það getur verið einhver, sem á heima KELVINAT0R Kæliskáparnir — model 1957 — 8 cubikfet eru til afgreiðslu nú þegar. Jfekla Austurstræti 14. Sími 1687. Nauðungarupphoð Samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur verða 22 tonn af pakkaðri beitusíld, eign þrotabús fiskveiða- hlutafélagsins Viðeyjar, seld á nauðungaruppboði. Uppboðið fer fram föstud. 22. þ.m. kl. 16 í hraðfrysti- húsinu við Fífuhvammsveg í Kópavogi. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Ný sending Jersey kjólar fallegt úrval. Gullfoss Aðalstræti Skó-útsalan Rýmingasalan er í fulium gangi. Kvenskór á kr. 20, 50, 65, 75 og 95 kr. Sérlega mikið úrval af litlum númerum. Kveninniskór á kr. 29 til 35. Drengja- og telpnaskór á kr. 45, 50, 60, og 05. Karlmannaskór með hrágúmitxisólum seljast ódýrt. Bamagúmmistígvél á 1—3 ára. Verð 12—15 kr. Kvenkuldaúlpur. Sérstakt tækifærisverð. Verð kr. 295.00. Barnapelsar á 1—3 ára. Mjög ódýrir. Þér getið enn gert góð kaup hjá Skósölunni Framnesvegi 2 MARKIJS Eftir Ed Dodd 1) — Eg mun ekki láta Anda af hendi fyrr en dómararnir hafa litið á vökina í ísnum, sem Jonni féll í. 2) — Vökin virðist eðlileg. — Já, það hefur verið lofthola. — Eg er hræddur um að þú haf ir tapað hundinum, Markús. 3) —- Jæja, Láki. Dómararnir segja, að þú hafir unnið á heiðar- legan hátt. Eg mun þá afhenda þér Anda eftir augnablik. 4) — Eg veit ekki, hvað ég 4 að segja við þig, Andi minn....

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.