Morgunblaðið - 19.03.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 19.03.1957, Síða 2
2 MORCUWnL AVIÐ f»rl?5ji!rlafpir 19 rnnrr 1957 Bifrei&averkstœBi í Innri- Njar&vík brann til grunna Keflavík, 17. marz. UM kl. 11.20 aðfaranótt sunnudagsins kom upp eldur í bifreiða- verkstæði Magnúsar Kristinssonar í Innri-Njarðvík. Magnaðisi eldurinn skjótt og varð engu bjargað úr verkstæðinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir slökkviliðsins. Brunnu þar inni meðal annars tvær bifreiðar, önnur ný Volvo-bifreið, eign Lýsisbræðslu Grinda- vikur, en hin eldri af Kariol-gerð. Eyðilögðust þær báðar gersam- lega. í>á skemmdust og öll verkfæri verkstæðisins og annað sem inni var, svo sem vélar, logsuðutæki, hjólbarðar og fleira. Slökkvilið Keflavíkur og Slökkvilið flugvallarins unnu að slökkvistarfinu, sem var mjög erfitt í alla staði. Mjög var lág- nóttina og var þá verkstæðið brunnið til grunna. Ólcunnugt er um eldsupptökin. — Ingvar. Prófessor Ólafur Björusson V.R. ræðir verðlagsmálin sjávað og því ekki hægt að koma leiðslunum í sjó fram. Sunnan við verkstæðið er tjöm og var hún ísi lögð. Var dælubílnum ekið út á tjömina og brotin vök á ísinn. Hefði þessi tjöm ekki verið undir ísi hefði verið nær ógjörningur að ná þama í vatn, þar sem erfitt hefði verið að koma dælubílnum nægilega ná- lægt tjörninni. Enginn brunahani er þarna á staðnum. NÆSTU HÚS VARIN Slökkvistarfið beindist mest að því að verja næstu hús sem standa þarna skammt frá og tókst að bjarga þeim undan eld- inum. Ekki var slökkvistarfinu lokið fyrr en kl. að ganga 2 um VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur efnir til fræðslu- fundar um verðlagsmál og verð- lagseftirlit í kvöld kl. 8,30. Pró- fessor Ólafur Björnsson flytur er indi um málið. Það er alkunna að núverandi ríkisstjórn hefir nýlega sett verð lagsákvæði sem hafa munu gagn gerð áhrif á afkomu verzlunar- stéttarinnar í heild til hins verra, jafnt kaupsýslumanna sem laun- þega. Aðalfundur V.R., sem hald- inn var 18. febrúar sl., samþ. mjög skorinorða ályktun, þar sem mótmælt er harðlega hinum nýju verðlagsákvæðum. Er þar bent mjög alvarlega á þá stað- reynd, að slíkar ofsóknir á hend- ur þeim aðilum, sem fást við vörudreifingu, muni fyrr en síð- ar koma mjög hart niður á hinni fjölmennu stétt launþega, sem starfar við verzlun. V.R. sér því sérstaka ástæðu til að taka til meðferðar verð- lagsmál og verðlagseftirlit og hef ir fengið hinn færasta mann, sem völ er á til að hafa framsögu í málinu. Fundurinn er haldinn í V.R.- húsinu, Vonarstr. 4 og hefst kl. 8,30 e.h. Forseti ferst SANDGERÐI, 17. marz — 1,—15. marz voru gæftir sæmilegar. Alls voru farnir 12 róðrar. Alls voru róðrarnir 197. Heildarafli þennan hálfan mánuð nam 1328 lestum. Mesti afladagurinn var 8. marz. Þá hafði mb. Sæmundur 16 lest- ir, mb. Helga 15% lest og mb. Muninn 12 yi lest. Hæstan afla þennan hálfan mánuð hefur mb. Hamar 101% lest. Næstur er mb. Víðir með 98 lestir og þriðji Pét- ur Jónsson með 97 lestir. Hæstan afla á vertíðinni nú hefur mb. Víðir frá Garði, 370 lestir í 47 róðrum. A sama tíma í fyrra hafði hann 409 lestir í 35 — Finnlund Frh. af bls. 1. en vegna flokkadrátta, hefur ekkert orðið að gert. í marz'- byrjun skorti ríkissjóð 1,7 milljarð finnskra marka og hefði ástandið farið hríðversn- andi, greiðsluþrotin numið 6 milljörðum marka í lok þessa mánaðar. Ofan á þetta bætist að tvö hagsmunasamtök hafa verið að gera auknar kröfur að undan- förnu. Bændasamtökin hafa krafizt aukinna niðurgreislna á landbúnaðarafurðum og verka- lýðssamtökin krefjast 15% launa- hækkana. Er hætt við, eins og nú er ástatt, að þessir aðilar verði að slá verulega af kröfum sín- um. Knaltspyrnu- Knattspyrnusamband fslands hefur að undanfömu efnt til funda með íorystumönnum knattspyrnumála og knatt- spyrnumönnum í fræðslu- og hvatningaskyni. Hafa slíkir fundir verið haldnir í Reykjavík og á Arkanesi og hafa tekizt mjög vel. Til næsta fundar boðar KSÍ í Keflavík og verður hann ann- að kvöld í Ungmennafélagshús- inu. Eru þeir sem knattspymu unna hvattir til að sækja þenn- an fund. róðrum. Næstur er Mummi með 334 iestir í 49 róðrum en hafði á sama tíma í fyrra 412 lestir í 35 róðrum. Þriðji er Muninn með 302 % lest í 48 róðrum á móti 364 lestum á sama tíma í fyrra í 33 róðrum. Á laugardaginn voru all ir bátarnir á sjó og afli með bezta móti frá 5—9% lest. Hæstur var mb. Sæmundur með 9% lest. — Axel. ★ AKRANESI, 18. marz. — í dag voru 23 Akranesbátar á sjó. Þeir sem komnir voru að í kvöld, en það voru aðeins fáir bátar, voru með 2,5—6 tonn. — Laugardags- aflinn varð 157 tonn og var þá aflahæsti bátur tneð 13 tonna afla, Heimaskagi og Keilir með 12,2 tonn. —• Dettifoss hefur verið hér í dag og lestar hann um 350 tonn ií fiskflökum á Rússlandsma.kað. — O. ★ ESKIFIRÐI, 17. marz. — Togar- inn Austfirðingur landaði hér í fyrri viku 200 lestum til vinnslu í frystihúsin. — Togarinn Vöttur landaði á Fáskrúðsfirði rúmum 200 lestum af fiski í fyrri viku. — Gunnar. ★ HÖFN £ Homafirði, 16. marz: — 1 gær var mestur afli Hornafjarð- arbátanna það sem af er vertíð- inni. Alls lönduðu 9 bátar 106% lest, eða 11,88 lestir til jafnaðar á bát. — Mestan afla hafði Hrafnkell, 16,8 lestir, Gissur hvíti 14,8 lest- ir og Helgi 14,4 lestir. Mjög mikill afli er hér á hand- færi þegar gefur. Mb. Vinur-frá Fáskrúðsfirði fékk í gær 11,2 lest- ir með 6 manna áhöfn. Tölur þess- ar eru miðaðar við slægðan fisk með haus. 1 dag er útlit fyrir góðan afla hjá netjabátunum, en handfæra- veður er ekki í dag. — Gunnar. ★ SELFOSSI, 15. marz: — Daglega er nú róið frá verstöðvum hér fyrir austan, Stokkseyri, Eyrar- bakka og Þorlákshöfn. Afli er talsvert misjafn, en yfirleitt ákaf lega rýr. Hefur hann komizt allt niður í 300 fiska. Er það aðeins þorskur sem veiðist. í gær voru Þorlákshafnarbátarnir með eitt- hvað betri afla. Handfæraveiði er engin stunduð hér. — Guðm. í flugslysi Á sunnudagsmorgun varð það slys á Filippseyjum, að farþega- flugvél, sem nýlega hafði hafið sig til flugs frá flugvelli á eynni Cebu, bilaði og rakst utan í fjallshlíð. Meðal farþega í flugvélinni var Ramon Magsaysay forseti Filipps eyja og fórst hann. Einn maður komst af með undraverðum hætti og var það blaðafulltrúi forsetans. Það voru hreyflar flugvélar- innar sem biluðu. Hafði eitt- hvað fundizt athugavert við þá áður og fór smáviðgerð fram á þeim á flugvellinum á Cebu. Hugsanlegt er að um skemmd- arverk sé að ræða. Á mánudag var flogið með lík forsetans og annarra samferða- manna hans til Manila. Varaforseti Filippseyja, L. Gar cis hefur nú tekið við embætti og svarið trúnaðareið. Fyrsta verk hans var að fyrirskipa þjóð- arsorg í eina viku. Grein um hinn látna forseta er á bls. 11. — Gaza Frh. af bls. 1. sameiginleg tilkynning, þar sem Dulles lýsir því yfir að Banda- ríkin standi við öll sín fyrri lof- orð til ísraels varðandi Gaza- svæðið og Akaba-flóa. í tilkynningunni segir, að Bandaríkin muni beita áhrifum sínum til að koma á friði í ná- lægum Austurlöndum. Þau munu og standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að þau telja, að Sam- einuðu þjóðunum beri að tryggja frjálsar siglingar um Akaba-flóa að Gaza-svæðið verði ekki notað til árása á ísrael og leysa skuli Súez-deiluna í samræmi við fyrri ályktanir Öryggisráðsins. ALVARLEGIU ATBURÐIR Frú Meir lagði ríka áherzlu á það að síðustu atburðir á Gaza- svæðinu væru mjög alvarlegir og sköpuðu ísrael mikla hættu. Þeir væru og þveröfugir við fyrri for- sendur fyrir brottflutningi her- liðs Gyðinga frá Gaza. Að loknum þessum fundi flaug frú Golda Meir til New York til viðræðna við Hammarskjöld, sem enn hefur frestað för sinni til Kairo. menn í Keflavíb Sakamál höfðað gegn Adams kvennalækni London, 18. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. IDAG hófst í Old Bailey-rétti í Lundúnum sakamál gegn læknin- um John Bodkins Adams, sem grunað er að hafi valdið dauða fjölda sjúklinga sinna, sem höfðu arfleitt hann að ýmsum eignum. Vk Málið hófst með ræðu sak- sóknarans, sem taldi, að mál þetta væri nú farið að skýrast á ýmsan hátt. Ræddi hann mest um lát frú Morrell, sem hafði arfleitt Adams að allmiklum fjár- munum. ár Saksóknari krúnunnar, Sir Reginald Manning, rakti málið þannig: — Þann 13. nóvember 1950 lézt frú Morrell, eftir að Adams læknir hafði gefið henni inn sprautu. Hjúkrunarkona sem stundaði frúna upplýsir, að Ad- ams læknir hafi oft komið og gefið konunni sprautur, en kveðst ekki hafa vitað hvert meðalið var. ár Hins vegar er það nú upp- lýst að í sprautunum var morfín og heróin. Jók læknir inngjöf á GE24F, 18. marz. — Fastanefnd Kadarstjómarinnar hjá S. Þ. kom fyrir nokkru til Genf í Svisslandi. Þar ákvað einn nefnd- armanna Istvan Nador að beið- ast landvistarleyfis sem pólitísk- ur flóttamaður. Leyfið var veitt. — Reuter. alllöngum tíma og í síðustu sprautum var þessum tveimur eiturlyfjum blandað saman. — Slíka inngjöf gefa læknar yfir- leitt ekki öðrum sjúklingum, en þeim sem þjást af ólæknandi krabbameini. ★ Saksóknarinn upplýsti það að í samtali við fulltrúa Scotland Yards hefði Adams látið í ljós þá skoðun sína að það væri ekki glæpsamlegt að stytta kvalir dauðsjúkra manna. Þetta er at- hyglisverð yfirlýsing, sagði sak- sóknarinn, en gallinn er aðeins sá, að ekki er ástæða til að ætla að frú Morrell hafi þjáðst svo af sjúkdómi sínum. Hún kvart- aði ekki um sársauka og siðustu dagana var hún í dvala. Auðgun- artilgangurinn einn hafi ráðið gerðum læknisins.. Frú Morr- ell hafði ánafnað lækninum Rolls Royce bifreið. ic Hinn ákærði sat rólegur i sæti sínu meðan saksóknari flutti ræðu sína. Því næst var hann spurður, hvort hann væri sekur, en hann svaraði: — Eg er saklaus. A þessu korti sjást þau svæffi, sem einna mestar deilur hafa orðið um undanfarið og valdið hafa skærum og styrjöldum við austan- vert Miðjarðarhaf — Gaza, Akabaflói og Súezskurður. Um þessar mundir eru aðaldeilumar um framtíð Gaza og þangað beinist athygli heimslns. ísraelsmenn telja, að ástandið þar sé hið uggvænlegasta síðan landsstjóri Araba tók við borgaralegrl stjórn. Óvíst er, tii hvaða ráða ísraelsmenn grípa, en utanríkisráðherra þeirra er sem steudur í Washington til skrafs og ráðagerða. Akabaflói er ísraelsmönnum nauðsynleg siglingaleið og vllja þeir, að um hann fái skip allra landa að sigla i friði. Vesturveldin hafa etnnig lýst yfir því, að þau telji flóann alþjóðlega siglingaleið. En Nasser og Saud konungur í Saudi-Arabiu eru á annarri skoðun. Segjast þeir munu hindra siglingar fsraelsmanna um flóann, og eins og af kortinu má sjá, hafa þeir góða aðstöðu til þess, því að þeir ráða löndum beggja vegna hans og hafa komið þar fyrir öflugum strandvirkjum. En ísraelsmenn segjast munu svara í sömu mynt og beita Araba hervaldi, ef þeir reyni að hindra þá í að sigla til hinnar mikilvægu hafnarborgar sinnar í botni flóans. Hún heitir Elath, eins og af kortinu sést. Loks má geta þess, að enn er óvíst um það, hvernig sigiingum um Súez verður hagað í framtíðinni. Sem stendur er skurðurinn aðeins fær 500 tonna skipum. — Notendasamband Súezskurðar vili, að siglingagjöid verði greidd inn á sérstakan reikning hjá Alþjóða- bankanum sem síðan greiði Egyptum sinn skerf, en á það hafa Egyptar ekki viljað fallast. Er þvi ekki útséð um, hver málalok verða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.