Morgunblaðið - 19.03.1957, Qupperneq 10
10
MORGVynLAfíin
Þriðjudagur 19. marz 1957
smMðMfr
Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritsíjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Sfefnt í kaldakol
BLÖÐ ríkisstjórnarinnar gera
mikið að því að kenna fyrrv.
ríkisstjórn um allt það, sem ríkis-
stjórnin núverandi á í einum og
öðrum erfiðleikum með. Einkum
* það á sviði fjármála, sem fyrrv.
ríkisstjórn á að hafa vanrækt
skyldur sínar og er þá ekkert
hirt um þá staðreynd að núv.
fjármálaráðherra, Eysteinn Jóns-
son, gegndi sama embætti í fyrrv.
stjórn. Ásakanir í garð fyrrv.
ríkisstjórnar beinast sérstaklega
að því að núverandi ríkisstjórn
hafi ekki verið skildir eftir fullir
sjóðir til alls konar framkvæmda.
Er þar á meðal mjög haft á
orði að fyrrv. ríkisstjórn hafi
brugðizt fyrirheitum sínum í
byggingarmálum og beinlínis
„blekkt“ fólk til að hefja bygg-
ingar.
Eins og kunnugt er áttu Sjólf-
stæðismenn frumkvæðið að því
að veita aukið frelsi til að
byggja íbúðir. En þeim var einnig
jóst að auka þyrfti lánsfjármögu-
leika í sambandi við íbúðabygg-
ingar. Fyrst beittu þeir sér fyrir
lánadeild smáíbúða og síðan fyr-
ir setningu laga á árinu 1955 um
nýtt veðlánakerfi. Þessi mál
heyrðu undir ráðuneyti Stein-
gríms Steinþórssonar félagsmála-
ráðherra Framsóknarmanna en
hins vegar fór það svo að Sjálf-
stæðismenn í ríkisstjórninni
höfðu forgöngu um útvegun fjár
til veðlánakerfisins í byrjun. Það
sem gert var beindist að því að
leggja grundvöll að almennu
veðlánakerfi til húsbygginga og
til að afla fjár til kerfisins í upp-
hafi. En fyrrverandi ríkisstjórn-
ar, sem lagt hafði þennan fyrsta
grundvöll, naut aðeins stutt við
eftir að lögin komu til fram-
kvæmda. Það féll í hlut hinnar
nýju ríkisstjórnar að halda verk-
inu áfram og afla þess fjár, sem
þurfti eftir að hún tók við stjórn
málanna. En ríkisstjórnin hefur
ekkert aðhafzt nema að bæta
tveim nýjum mönnum í hús-
næðismálastjórn. Þjóðviljinn seg-
ir í fyrradag að ríkisstjórnin hafi
brugðizt í húsbyggingamálum.
„Svo alger hefur tregðan verið
að ekki hafa enn fengizt óhjá-
kvæmilegustu lágmarksupphæð-
ir til bráðabirgða, hvað þá þær
stórupphæðir, sem þarf til fram-
búðarlausnar". Þó bjóðist lánsfé
með „hagstæðustu kjörum“ segir
Þjóðviijinn, og er þar átt við
lán að austan.
Núverandi ríkisstjórn ber alla
sök á því að veðlánakerfið skort-
ir fé. Þar dugar ekki við neina
aðra að sakast. En það er um
þetta eins og annað hjá núver-
andi stjórn: Hún stefnir öllu í
kaldakol.
Skottstofn tekín „úr umferð“
„ÞJOÐVILJINN" talar mjög
frjálslega í gær um það miskunn-
arverk, sem kommúnistar hafa
gert á alþýðu manna, þar sem
þeir hafi nú tekið gróðann af
heildsölunum og færa hann yfir
I vasa fólksins. Það er naumast
hægt annað en brosa að slíkum
tilburðum, því það sem hér hef-
ur gerzt er það að verulegur hluti
af því sem verzlanir, kaupmenn,
kaupfélög og stórkaupmenn
höfðu til að standa undir venju-
legum tilkostnaði við kaup og
dreifingu vara — allt frá því
varan er pöntuð erlendis og þar
tii hún er komin heim til neyt-
andans, er af þessum aðilum tek-
ið og lagt í útflutningssjóð eða
ríkissjóð. „Vasi fólksins" fyllist
ekki við þetta heldur hækka
jafnframt vörur almennt í verði
og margar stórhækka vegna nýju
álaganna. Þjóðviljinn segir líka
að þó verzlun í landinu lamist
þá hafi það engin áhrif á skatta
almennings. Það er auðvitað
glöggt að verzlunarreksturinn
getur ekki borið skatta eins og
áður þegar það fyrirkomulag er
tekið upp að sverfa að þessum
rekstri eins og gert hefur verið.
Hverjir eiga þá að borga þá
skatta, sem hvers konar verzl-
unarstarfsemi hefur borið? Það
er vitaskuld augljóst að sá þungi
hlýtur að lenda á öllum almenn-
ingi ofan á þær verðhækkanir,
sem nú fara óðum að koma í ljós
þegar gamlar birgðir ganga til
þurrðar. Ein hliðin af því, sem
hér hefur gerzt er sú, að einn
helzti skattstofninn er rifinn nið-
ur og rýrður og notaður í upp-
bótagreiðslur og í ríkissjóð en al-
menningur verður svo að hlaupa
í skarðið og borga þá skatta, sem
verzlunarreksturinn bar áður en
getur nú ekki lengur borgað
vegna þess að ríkisstjórnin hef-
ur tekið þennan skattstofn „úr
umferð“.
Amalia
UTAN UR HEIMI
— hin ókrýnda drotfning Portúgafs,
sem allir Portúgalar dá og elska
Eh
kki alls fyrir löngu
veittu Portúgalar Elísabetu
Englandsdrottningu veglegar
mótttökur, er hún dvaldist um
nokkurra daga skeið í landinu —
í opinberri' heimsókn. Portugal er
lýðveldi, eins og við vitum, en
þrátt fyrir það eiga Portúgalar
sér „drottningu". Ókunnugir, sem
til höfuðborgarinnar, Lissabon,
koma, geta sagt við hvaða leigu-
bifreiðastjóra, sem er: „Akið mér
til húss Amalíu". Þeir vita allir
hvar hús Amalíu er — og eftir
drykklanga stund stöðvast bif-
reiðin andspænis fögru stórhýsi
með grænum gluggahlerum.
Þarna býr Aamalía í ellefu her-
bergja íbúð.
Hú
ún gengur aldrei und
ir öðru nafni — og allir Portú-
galar vita við hverja er átt, þeg-
ar Amalía er nefnd. Það er sú
Amalía, sem allir Portúgalar dá
og elska — sem þeir tilbiðja.
Það er Amalía Rodriguez.
Amalía nýtur meiri hylli í
Fortúgal en nokkur kvikmynda-
stjarna hefur nokkru sinni notið
í Hollywood — og er þá mikið
sagt. Portúgalar elska Amalíu
Rodriguez vegna þess, að hún
syngur hinn portúgalska „fado“
miklu betur en nokkur annar hef
ur gert — og er hún nú orðin
nær heimsfræg vegna 10 milljóna
hljómplatna hennar, sem seldar
eru um allan heim.
1 ortúgalar segja, að
„fado“ sé örlagasöngur. Hann er
táknmynd af þjóðarsál Portú-
gala, hann er hljómfall hinnar
portúgölsku tilveru — og sung-
inn alls staðar — þar, sem Port-
úgalar koma saman. Á dýrustu
skemmtistöðum sem smæstu veit-
ingahúsum. ,-,Enginn fer með
„fado“ af jafnmikilli list og
hreinskilni og Arnalía" — segja
Portúgalar.
Hún hafnaði Hollywood — og fór heim.
H
Un er nú 35 ára.
Fædd í einu fátæklegasta hverfi
Lissabon-borgar — og smátelpa
hóf hún að aðstoða föður sinn,
sem seldi ávexti á markaðstorg-
inu. í dag syngur hún fyrir
evrópska konunga og auðugustu
olíukónga í „Estorial" og fær 70
þús. (ísl.) krónur fyrir að koma
fram eitt kvöld. En skemmtileg-
ast er sagt að heyra í henni í
„Machados“-kaffihúsinu í einum
elzta hluta Lissabon. Þar er alltaf
geysifjölmennt, er Amalía lætur
til sín heyra — og allir eru þögl-
ir og alvarlegir, er hún hefur
söng sinn — syngur „fado“, sem
fjallar á angurblíðan hátt um
óendurgoldna ást, eða um elsk-
endur, sem ólíkur efnahagur ger-
ir ókleift að eigast.
-(.uíkindi eru sögð til
þess, að Amalía taki á næstunni
hjúskapartilboði brazilísks mill-
jónamærings. Portúgalar munu
fagna því, að Amalía, drottningin
Bardag'i <?egn verðbólgu:
Við munum ekki víla fyrir okkur
harðneskjulega valdbeitingu"
//
þeirra, fær auðugan eiginmann,
enda þótt leigubifreiðastjórinn,
sem ók okkur til húss Amalíu,
segi: „Ekkert getur skilið hana
og þjóðina að“.
1 yrir skemmstu var
Amalía á ferð í Bandaríkjunum,
Hún söng þar, og New York-
blöðin sögðu að um margra ára
skeið hefði engin erlend söng-
kona töfrað Bandaríkjamenn
jafnmikið og Amalía.
0,
FYRIR nokkrum dögum hélt Er-
hard viðskiptamálaráðherra V.-
Þjóðverja ræðu á mikilli vöru-
sýningu í Frankfurt og um sama
leyti hélt hann einnig ræðu víða
í landinu. Tók hann aðallega til
meðferðar þá tilhneygingu í
hækkunarátt á verðlagi og laun
um, sem gert hefði vart við sig
í landinu að undanförnu. Um
launamálin sagði Erhard að laun
þegunum „hætti við að kreíjast
of hárra launa og vinnuveitend-
ur eru of fúsir til að samþylikja
kröfurnar“. Erhard dró ekki dul
á, að ríkisstjórnin mundi ekki
þola að stofnað yrði til verðbólgu
í landinu. „Við munum ekki vila
fyrir okkur harðneskjulega vald-
beitingu til að koma í veg fyrir
verðbólgu", sagði Erhard.
Ráðherrann er að vísu ekki
vanur að vera með tæpitungu, en
þegar hann talaði um „harð-
neskjulega valdbeitingu" hrukku
margir við. Hvað var það sern
ráðherrann hafði í huga, spurðu
menn.
Þeir, sem spurðu þurftu ekki
lengi að bíða svars. Laust fyrir
síðustu helgi lýsti Erhard þvi
yfir, að hann mundi beita sér
fyrir auknum innflutningi á
ýmsum vefnaðarvörum og skóm.
• r. Erhard
Segir dr Erhard.
Með þessu ætti að auka íramboð-
ið á alls konar klæðnaði, efnum
til hvers kyns fatnaðar og skóm,
svo nóg væri fyrir hendi til að
fullnægja aukinni eftirspurn
eftir þessum vörum, sem stafar
af auknum kaupmætti og koma
þannig í veg fyrir verðhækkanir.
Þetta var fyrsta skrefið.
Daginn eftir, eða sl. fimmtu-
dag skýrði Erhard svo frá, að
fyrirhugaðar væru víðtækar
tollalækkanir eða um allt að
40%, ennfremur að innflutningur
vara yrði mjög auðveldaöur og
auk þess kæmu ýmsar fleiri ráð-
stafanir til greina. Aðspurður
um, hvers konar verðlagsákvaíði
yrðu sett, svaraði Erhard því ein-
dregið neitandi, því að slíkt næði
aldrei tilgangi sínum.
Allar stéttir manna hafa tekið
þeim ráðstöfunum, sem Erhard
hefur boðað mjög vel. Sarntök
g Hollywood beið
ekki boðanna. Strax eftir að
Amalía hafði fyrst látið heyra
til sín í Bandaríkjunum buðu
kvikmyndaframleiðendur henni
hver í kapp við annan að koma
til Hollywood og gerast kvik-
myndastjarna. Eftir að hún hafði
dvalizt í kvikmyndabænum í ör-
fáa daga hafnaði hún öllum til-
boðum — hversu há sem þau
voru — og hélt heimleiðis, heim
til Portúgal. Óhætt er að full-
yrða, að aldrei hafi henni verið
fagnað jafnheitt og innilega í
heimalandinu og einmitt, er hún
kom úr þessari för. Hún hafnaði
auðæfunum, sögðu Portúgalar —
og kaus heldur að koma heim.
neytenda hafa fagnað þeim mjög
og hafa skorað á meðlimi sína
að Velta nú eyrinum áður en
honum sé kastað, hafa mjög nána
gát á verðlagi og kaupa ekki í
fyrstu búð, heldur leita eftir,
hvar verðið sé hagkvæmast. Sam
tök verzlunarmanna hafa einnig
sent út áskorun til allra meðiima
sinna um að halda niðri verði
svo framast sé unnt og hjálpa
með því til að forða frá „kreppu
í verzlun og framleiðslu, sem
hljóti að leiða til atvinnuleysis".
Sú barátta sem nú fer fram í
Vestur-Þýzkalandi gegn verð-
bólgu byggist á tvennu: í fyrsta
lagi á einbeittum og markviss-
um ráðstöfunum þess opinbera og
í öðru lagi á samstarfi þess opin-
bera, almenings og samtaka í
iðnaði, verzlun og meðal launa-
.nanna til þess að hjálpast að vio
koma í veg fyrir þann voða, sem
stafar af hækkandi verðlagi