Morgunblaðið - 19.03.1957, Page 12

Morgunblaðið - 19.03.1957, Page 12
12 MORCVKBLAÐ1Ð Laugard^gur 16. marz 1957 Mynd þessi tekin við Georg VVashington-brnua hjá New York gefur nokkra hugmynd um breidd bandarískra þjóðvega og þá umfcrð sem gengur cftir þeim. Myndin var tekin á sunnudagsmorgni, þegar mesta mnferðin -stefndi í aðra átiina, út í sveitirnar. Umferðarvandamálin í mcsta bílalandi heims og hvernig reynt er að leysa þau Friðleifur I. Friðriksson segir frá bifreiðabra)utu«vi, bílageymsl- um o. fi. í Bandarskjunum BANDARÍKIN eru fyrsta og fremsta land bílanna. Þar eru nú í notkun yfir 60 milljónir bjfreiða, eða miklu fleiri en í öllum öðrum hlutum heims til samans. Það getur enginn skilið bílamergðina í Vestur- heimi, sem ekki hefur séð ameríska umferð með eigin augum. En athugum það, að ef við gætum raðað öllum þess- um 60 millj. bifreiða í eina halarófu, myndi sú röð ná 10 sinnum í kringum hnöttinn við miðjarðarbaug. Og flugvél eins og Gullfaxi væri í heilan mánuð að fljúga meðfram þeirri röð, ef hún gæti haldið stanzlaust áfram og þyrfti aldrei að lenda né taka benzín. Bifreiðin, þetta tæki 20. aldar- innar, hefur skapað nútímamann- inum ánægju og hún hefur upp- fyllt þörf hans fyrir hreyfanleika. Hún hefur valdið byltingu í flutningamálum og örvað athafna lifið. Milijónum króna þarf að verja til að gera breið stræti, vegi og brýr. Þar sem urmull bifreiðanna er slíkur sem í Ameríku verður að gera marg- háttaðar ráðstafanir til að hindra umferðaröngþveiti. Eitt aðal- áhugamál mitt í Ameríku-ferð- inni var að kynna mér öryggis- og umferðarmál í fjölbýlinu og langar mig hér að geta nokkurra atriða, sem sérstaklega vöktu at- hygii mína. DJARFLEG LAUSN UMFERÐARVANDAMÁLA Eins og fyrr segir er bílamergð- in á götum stórborganna gífur- leg. f Los Angeles, þar sem heita má að ekki séu önnur samgöngu- taéki en litlir farþegabilar, var mér sagt, að þeir væru yfir 2 milljónir, en það þýðir að fjöldi fjölskyldna þar hefur fleiri en einn bil. Um það leyti, sem fólk f verksmiðjunum hættir vinnu, kl. 4—5 á daginn, eru göturnar ein samfelld bílalest, svo langt sem augað eygir. Þótt strætin í Los Angeles séu mjög breið var svo komið fyrir ekki ýkja mörg- um árum, að umferðarmálin voru að komast í algert öngþveiti. Krossgötur og hliðarumferð að flestum götum seinkuðu svo allri umferð, að algengt var að fólk vaÍH 2—3 klst. að komast heim til sín úr vinnu. Þá tók borgarstjórn Los Angeles djarfa ákvörðun. Það skyldi gera breiðar umferðar- æðar eða bifreiðabrautir þvert yfir borgina, þar sem engar krossgötur yrðu tU trafala. Var nú ráðizt i það, að þurrka út öll hús á belti þvert yfir borgina. Þar voru bifreiða- brautirnar reistar. Eru þær feiknamikil mannvirki. Hvergi eru krossgötur á þeim. Braut- irnar eru upplyftar og hin venjulegu hliðarstræti borgar- innar liggja undir þær. SKOXIZT MILLI HVERFA Nú er umferðinni í Los Angeles hagað svo, að ef menn vilja skjót- ast milli hverfa, þá fara menn fyrst upp á bifreiðabrautina. Aka síðan eftir henni með 100 málna hraða, þangað til þeir sjá merkis- spjald til hliðar með nafni hverf- isins, er þeir leita að. Þá fara þeir eftir hallabraut til hliðar og hafa þá komizt e. t. v. á 10 mín- útum, leið sem hefði tekið þá klukkustund að komast til eftir öllum krossgötum borgarinnar. Þessar bifreiðabrautir í Los Angeles eru taldar dæmi um það, að hægt sé að leysa öll umferðar- vandamál, aðeins með nægri fyr- irhyggju og djörfung. Slíkar bifreiðabrautir eru nú víða um öll Bandaríkin. Það er mjög mikið um þær í öllum út- hverfum stórborganna og einnig víða úti um landsbyggðina. Aðal- galdurinn við þær er, að aldrei verður neitt lát á ferðinni og leyfður ökuhraði er oft ótakmark aður. Brautimar eru að jafnaði svo breiðar, að 4—6 bílar geta ekið samhliða í hvora átt. — Er brautunum skipt niður í farvegi með hvítum strikum og er bilið milli strikanna það mikið, að ekki er hætta á að stærstu bílar lendi hver utan í öðrum, ef þeir halda sig rétt á brautinni. Að mætast á krossgötum þekkist ekki. Þeirri töf og slysahættu er afstýrt með því að byggja annan veginn á brú yfir hinn. Þannig heldur umferðin áfram hindrun- ariaust, annar vegurinn yfir brúna, hinn undir hana. OFSAHRADI Það er augljóst, að mjög mikla aðgæzlu og ökuhæfni þarf þegar svo hratt er ekið, tveir eða fleiri bílar aka nær samhliða og bílar eru fyrir framan og aftan. Enda var ekki laust við, að ég væri smeykur meðan ég var að venjast þessum mikla hraða. Mér er hins vegar ljúft að játa, að fenginni nokkurri reynslu, að yfirleitt virtist mér ameriskir bílstjórar góðir og öruggir ökumenn. — Þeir fylgja stranglega settum um- ferðarreglum. Virtist mér það t.d. föst regla hjá þeim, að' rétta hendina út um glugga og gefa aðvörunarmerki, ef þeir þurftu að hægja ferðina, eða vildu skipta um farveg á bíla- brautunum. Hitt liggur svo í augum uppi, að bili eitthvað snögglega á bíla- brautunum, eða mistök eiga sér stað, geta af því hlotizt ægileg slys. Og óhapp hjá einum bíl getur orðið mörgum bilum að tjóni. FRÁBÆR UMGENGNISMENNING Allir þjóðvegir, sem ég sá í Bandaríkjunum voru malbikaðir, margir steyptir, sléttir og góðir yfirferðar. Ég kynntist vegunum t.d. vel í rikinu Virginia, voru þeir til fyrirmyndar. Fullkomið umferðarmerkjakerfi var þar meðfram öllum veginum, með skýrum ábendingum um umferð- arreglur, hvað aka mætti hratt á hverjum kafla vegarins. Merki, sem sýndu, ef beygja var fram- undan og hve stór eða kröpp hún væri og til hvorrar handar hún lægi o. s. frv. Umferðar- og um- gengnismenning virðist öll vera á háu stigi. Merkjunum er vel við haldið og ekki ber á skemmdar- verkum á þeim. Ég minnist þess t.d. þegar við félagarnir ókum frá Washington til Lurcoy, en það er um 150 km leið. Þá ókum við um fjallveg, sem nefnist Blue Ridgemountain. Liggur hann hæst í um 1500 metra hæð og er allur breiður og malbikaður. Víða meðfram þessum vegi eru stór auglýsingaspjöld, sem verzlamir og iðnfyrirtæki nota til þess að auglýsa vöru sína með. Hygg ég að sum þeirra hafi staðið þarna árum sam- an. En þvi veitti ég sérstaka athygli, að ég gat ekki komið auga á að reynt hefði verið að skemma eða óhreinka neitt þeirra. Á þessum vegi er þó talsverð umferð og maður gæti haldið misjafn sauður í mörgu fé. En ekki var sýni- legt, að nokkur leyfði sér í Bandarikjunum að fremja skemmdarverk á umferðar- merkjum eða auglýsingum, þó við útvegi sé. Hvernig verður nú hlutur okkar íslendinga í samanburði við þetta? Ég held að okkur fari bezt að tala sem minnst um menningu í umgengni, meðan enn er til á okkar landi fólk, sem virðist hafa ánægju af að eyða fristundum sínum í að brjóta í sundur leiðarvísa og skjóta eða grýta í sundur hættumerki við þjóðvegi. MISJÖFN ÞRÓUN Ég vil taka það fram, að um- ferðarmál í Bandaríkjunum eru misjöfn eftir landshlutum og borgum. Að sjálfsögðu hefur orð- ið að grípa til róttækastra að- gerða þar sem þéttbýlið er mest. í mesta þéttbýli New York borg- ar er jafnvel um það taiað, að banna einkabifreiðum að aka um hluta af Manhattan. Fullkomnast virtist mér tekið á umferðarmál- unum í höfuðborginni Washing- ton og Los Angeles. Öll stræti í þessum tveim borgum eru sér- lega breið. Ekki hafa umferðar- málin enn verið tekin eins föst- um tökum í New York, og í Boston eru göturnar yfirleitt mjóar og illa upplýstar, víða t.d. gaslugtir. Virtist mér Boston býsna gamaldags, enda með elztu borgum Bandai'íkjanna. SJÁLFSALA VIÐ BÍLASTÆÐI Eitt af vandamálum stórborg- anna í sambandi við bílana eru ,parkplássin‘ (bílastæði). Þar sem bílamergðin er svo mikil hrökkva skammt óbyggðar lóðir eða port, þó þau séu notuð til hins ýtrasta. Bílastæði eru að jafnaði heim- uluð meðfram gangstéttum, en borga verður fyrir slíkt bíla- stæði. Er sjálfsölum raðað á gang- stéttarbrúnir og verður að setja peninga í þessa stöðumæla. Það er hægt að kjósa 5 mínútna stöðu og allt upp í klukkutíma. Þegar út er runninn timinn, sem maður hefur borgað fyrir, en bíllinn stendur þar enn, fær maður all- háa sekt fyrir það. Á síðustu ár- um gengur þróunin þó stöðugt í þá átt að banna með öllu bif- reiðastæði við aðalumferðargöt- ur. BÍLAGEYMSLUR Til þess að leysa úr þessum vanda tíðkast það nú bókstaflega í öllum borgum Bandaríkjanna, smáum og stórum, að byggð eru „parkhús" eða bílageymslur. f bæ á stærð við Reykjavík væri þegar búið að byggja slíkt hús, ef hann væri í Ameríku. Þessi hús eru mjög misjöfn að gerð. Oftast virðast mér þau vera 4—6 hæðir, sum eru stór um sig að flatarmáli, sum að mestu til- lukt eins og venjuleg hús. Önnur eru lítil um sig og sum opin, aðeins stálgrind. í mörgum hinna stærri húsa eru ekki notaðar lyft- ur, heldur er bílunum ekið upp hallabrautir hæð af hæð. Er furðulega. þegar hús þessi eru ekki tillukt að sjá bílunum ekið hæð af hæð, kannski upp á sjöttu hæð. Ef hæðarmismunur er mik- ill á landinu, þar sem bílageymsl- an er byggð, þá er e. t. v. ekið inn á þakið af götu, sem liggur eftir hæðinni, meðan lægri göturnar liggja á neðri hæðirnar. Þessar bílageymslur rúma sumar mörg hundruð bíla. Sér- stakir bílverðir taka við bílunum úti, koma þeim fyrir í geymsl- unum og aka þeim út aftur, svo að bíleigandinn þurfi ekkert að tefja sig eða hafa fyrir þessu. Fyrir þetta er tekið sérstakt gjald, sem er hlutfallslega hæst fyrir fyrsta hálftímann, en lækkar eftir því sem geymslu- tíminn er lengri. Þegar við félagarnir vorum í Washington, bjuggum við á Hótel Raleigh og rétt á móti okkur við sömu götu var bílageymsla, að mig minnir 6 hæðir. Hús þetta var byggt á súlum. Voru gaflar og framhlið opin að mestu, aðeins tæplega metrahá brík fremst á hverri gólfhæð. Samt virtist mér þetta hús falla mjög vel í umhverfið. REISA ÞARF BÍLAGEYMSLU í REYKJAVÍK Nú er það alkunnugt, að eitt mesta vandamál í okkar bæjar- félagi er bílaumferðin x Mið- bænum og vöntun á bílastæðum. Það þyrfti mikið landrými í venjulegum bílastæðum til að fullnægja þörfinni og fæ ég ekki séð að það sé fyrir hendi. Fram- tíðarlausn er því sú ein, að byggð verði bílageymsluhús, eitt eða fleiri, sem næst Miðbænum. Hér «r verkefni fyrir fram- takssama og fjársterka einstakl- inga. Ætti það að vera áhættu- laust, því að slíkar geymslur bera sig hvarvetna erlendis og gefa jafnvel góðan arð. En ef einstakl- ingar treysta sér ekki til þessa, þá ætti bæjarfélagið sjálft að hefjast handa og látú reisa 4—5 hæða hús í þessu skyni. Tilvalinn stað fyrir slíkt bílageymsluhús, tel ég vera hornið á Arnarhólstúni milli Kalkofnsvegar og Sölfhóls- götu. Þar er hæðarmunur tals- verður á landinu og væri því upplagt, að hafa innkeyrslu í kjallara og tvær neðri hæðirn- Bílageymsla í bandariskri borg. Þessi geymsla er mcð þeim minnsta ;em tíðkast. Hún er gerð úr einfaldri stálgrind og með bílalyftu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.