Morgunblaðið - 19.03.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.03.1957, Qupperneq 16
16 MORCUNBI/AÐIÐ Þriðjudagur 19. marz 1957 GULA I herhergiS eítir MARY ROBERTS RINEHART Handavinnunámskeið Byrja síðasta námskeiðið í handavinnu 25. þ.m. Kenni fjölbreyttan útaum, hekla, orkera, gimba, kúnst- stoppa o. fl. Nánari uppl. milli kl. 2 og 7 e.h. ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR, handavinnukennari, Bjarnarstíg 7. Sími 3196. Framhaldssagan 78 gamla hnappa, handfang og keyri og ryðgað skóhom. En neðst í honura rakst hann samt á einn dýrgrip. Hann gekk frá kassanum aftur og setti hann á borðið hjá sér. — Seinnipart dags var hann seztur upp við dogg, og farinn að kvarta yfir umbúðunum um höfuðið á sér, og heimta buxurnar sínar og eitthvað að borða. En hann sagði ekki orð um skotárásina. Hann hafði bara gengið þarna upp eftir stígnum, og þá heyrðist honum eitthvað vera í hreyfíngu uppi á hæðinni og hann hafði farið að athuga það nánar. Floyd var hálf skapillur og vissi ekki almenni- lega, hvað hann átti að gera. — Þér heyrðuð »kki einungis einhvern á hreyfingu, heldur sáuð þér hann líka, var það ekki? — Nei, atls ekki. — En þér hafið víst góða hug- mund um, hver það var? — Af hverju haldið þér það? Getið þér séð mikið framan í mann, sem stendur bak við vasa- ljós? Floyd stóð upp úr stólnum og andlitið var eidrautt af reiði. — Ég vil ekki ráðast á mann í yðar ástandi, sagði hann, — en þér hafið frá upphafi farið á bak við mig. Nú komið þér annað hvort fram í dagsljósið, eða ég tek yður fastan sem meðsekan um morð. Greg Spencer var ekki einn um að fremja þetta morð, og ef þér vitið, hver hjálpaði honum.. — Mér þykir það leitt, Floyd, svaraði Dane blátt áfram, — ef ég hef vanmetið yður frá fyrsta fari. Þér hafið leyst af hendi mikið verk og það er ekki yður að kenna, þó að þér hafið stigið röngum fæti á undan, allan tímann. — Þér ei-uð vitlaus, æpti Floyd, bálvondur. — Ég hef tekið Spencer fastan, og þér vitið það. LTVARPIÐ Þriðjudagur 19. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 18,00 Útvarpssaga barnanna: „Steini í Ásdal“ eftir Jón Björns- son; V. (Kristján Gunnarsson yf- irkennari). 18,30 Nýr erindaflokk ur: Hús í smíðum; I: Zóphónías Pálsson skipulagsstjóri talar um byggingalöggjöf og byggingasam- þykktir. 18,55 Þjóðl. frá ýmsum löndum. — 19,10 Þingfréttir. — 20,30 Erindi: Hugtöfrar (Grétar Fells rithöfundur). 21,00 Frá sjón arhól tónlistarmanna: Baldur Andrésson kand. theol. talar um Mendelssohn. 21,45 íslenzkt mál (Jakob Benediktsson kand. mag.). 22,10 Passíusálmur (26). — 22,20 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa stjóm þáttarins með hönd- um. 23,20 Dagskrárlök. MiSvikudagur 20. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,00 Ingibjörg Þor- bergs leikur á gi-ammófón fyrir unga hlustendur. 18,30 Bridgeþátt ur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Cperulög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson). 20,35 Er- indi: Níl; fyrra erindi (Rannveig Tómasdóttir). 21,00 „Brúðkaups- ferðin. — Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur stjórnar þættinum. — 2240 Passíusálmur (27). 22,20 Upplestur: Arnfríður Jónatans- dóttir les frumort Ijóð. 22,30 Létt lög (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Hann verður kærður fyrir morð og fær .sinn dóm. Dane gerði ekki annað en halla sér aftur í rúminu og lét Floyd fara leiðar sinnar, magnþrota af reiði. Floyd kom í skrifstofu sína og settist við borðið og fór aftur gegnum alla ákæruna gegn Greg. Hún hlaut að vera örugg, fannst honum. Tilgangurinn, trúlofun hans, skortur hans á fjarveru- sönnun, hin örugga þekking morð ingjans á húsinu, þar sem líkið fannst og nærvera Gregs í borg- inni, þegar Lucy Norton dó. Allt stóð heima. Hvern fjandann átti Dane við með því, að hann hefði stigið röngum fæti fram úr? Eftir stundarkorn hringdi hann til Campbells. — Hvað gerið þér úr þessari árás á Dane? Kemur hún-heim við nokkuð, sem við vit- um? Campbell var í vondu skapi. — Ekki nema hann hafi gert hana sjálfur, hvæsti hann. — Þetta ger ir fjandans strik í reikninginn hjá okkur. Landsstjórinn er búinn að hringja í mig. Hafið þér séð blöð- in? f — Langar ekkert að sjá þau, svaraði Floyd stuttaralega og lagði símann niður. Seint um nóttina lá Dane í rúmi sínu með slæman höfuðverk og gramur í skapi, er hann heyrði fótatak í brUnastiganum, sem lá upp að glugga hans. Alex var loksins farinn heim, eftir að hafa læst glugganum og dregið fyrir hann. — Þetta er slæmt herbergi, sem þér hafið fengið, sagði Alex. — Þér skuluð ekki treysta þessum stiga of-vel. Það er einhver, sem vill skjóta yður, það dylst mér ekki. Dane hlóe — Farðu heim að sofa, Alex, sagði hann. — Þetta skot var ekki mér ætlað, heldur var það til þess að fæla einhvern — eða alla — burt. Alex stikaði af stað en þó ekki fyrr en hann hafði lagt skammbyssu Danes á náttborðið. Þar var hún enn þegar hann heyrði þetta þursk, nokkru eftir miðnætti. Hann tók byssuna og stóð síðan öðrumegin við glugg- ann, þar sem hann var ekki í skotfæri. Þar stóð hann enn, þeg- ar einhver barði varlega á glugg- ann. Óvíst er hverju hann kann að hafa búizt við, en það var að minnsta kosti ekki unglingslega röddin, sem svaraði kalli hans. — Það er Starr, sagði röddin. — Frá blaðinu. Ég hef fréttir handa yður. Dane opnaði gluggann og Starr brölti inn. Honum var sýnilega mikið niðri fyrir og nú dró hann blað upp úr vasa sinum. Dane. las það, án þess að bregða svip. — Það kom fyrir tveim tímum gegnum símann. Þér hjáið það í blaðinu í fyrramálið. Skrítið, finnst yður ekki? Dane var þreytulegur. — Annað eins skeður, eins og þér vitið. Þetta er að mörgu leyti einkenni- legt stríð. Má ég hafa þetta? — Sjálfsagt. Ég ritaði það handa yður. En það var annars ekki erindi mitt hingað. Ég verð víst að játa á mig brot. Ég komst inn í gula herbergið í Crestview, kvöldið, sem frú Hilliard var skotin. En ég var þar ekki fyrst-. ur á ferð, bætti hann við, afsak- andi, er hann sá svipinn á Dane. Ég kom ekki fyrr en seint. Ég er í kunningsskap við nætursíma- vaktina. Hann roðnaði ofurlítið. Ég var á aðalbrautinni, þegar ég sá sjúkravagninn koma og ann an bíl á eftir honum. Ja, ég er blaðamaður. Hvað hefðuð þér gert í mínum sporum? Hann beið þangað til Dane var kominn upp í rúmið og endurtók síðan söguna, sem hann hafði sagt Carol í kránni. Þegar henni var lokið, brosti hann kindarlega. Dró síðan annað blað upp úr vasa sín- um og lagði það fyrir framan Dane. — Þetta fann ég bak við gólf- listann, sagði hann. Listinn lét undan þegar ég snerti við honum. Þetta er fæðingarvottorðið kiakk ans. Ég hélt yður þætti gaman að sjá nafnið, sem hún hefur valið snáðanum. Eftir föður hans, vit- anlega. Dane las það og lagði það síðan —shampoo freyðir undursamlega Ferðafélag tslands heldur SKEMMTIFUND í Sjálfstæðishúsinu fimmtu- daginn 21. marz (húsið opnað kl. 8,30). Sýnd verður Heklukvikmynd Steinþórs Sigurðssonar og Árna Stefánssonar í tilefni 10 ára afmælis Heklu- gossins. — Dr. Sigurður Þórarinsson segir frá gosinu og skýrir kvikmyndina. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlunum Sigfúsar Ey- mundssonar og Isafoldar. Ferðafélagið íjtsýn óskar að ráða stúlku til afgreiðslu- og skrifstofu- starfa frá næstu mánaðamótum. Vinnutími kl. 5—7 e.h. Umsóknir ásamt mynd og upplýsingum um aldur, menntun og störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 23. þ. m. merkt: „Útsýn —2350“. Oregonpine-útihurðir fyrirliggjandi í mismunandi stærðum og gerðum. Húsgögn & Innréttingar Ármúli 20 — Sími 5875. Eina shampooið sem býður yður þetta úrval BLÁTT fyrir BLEIKT fyrir HVÍTT fyrir þurrt hár. venjulegt hár. feitt hár. Heildverzlunin HEKLA hf, Hverfisgötu 103 — sími 1275. 1) — Láki, þú skuldar mér I 2) — Ég gef þér hundana hans peninga. Eg vil fá þá. Jonna og þú færð ekki meir, nema þetta. Og Láki byssukúlu í Indíánann. sendir 3) — Svo fer hann burt og skilur Indíánann eftir. 4) — Hott, hott.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.