Morgunblaðið - 19.03.1957, Síða 20

Morgunblaðið - 19.03.1957, Síða 20
Veðrið Austan og NA kaldi. skýjað. 65. tbl. — Þriðjudagur 19. marz 1957. Hver hefur xnálað þessa mynd og hvaðan er hún? — Þeir, sem gætu gefið upplýsingai um þetta eru beðnir að hringja í síma 4220. Verulegur fjöldi hrein- dýra er fallinn eystra Egi|sstöðum, 18. marz. ÞAÐ er ekki vitað hve mörg hreindýr hafa fallið undanfarna daga, en Egill Gunnarsson eftirlitsmaður með hreindýrunum, sagði í símtali við mig í kvöld að vitað væri að nú þegar væri verulegur fjöldi fallinn. Farmannadeilan : Hœkkanir skv. nýju allt að 8 prósenf Sjómenn samþykktu með naumum meirihluta IFYRRADAG var haldinn fundur í Sjómannafélagi Reykjavíkur um hina nýju samninga á kaupskipaflotanum og voru þeir samþykktir með 76 atkv. gegn 67 atkv. Ekki var leitað samþykkis sjómanna á hafi úti. Skipin eru nú ýmist þegar farin eða að búast til brottfarar. Hér á eftir verður gefið nokkurt yfirlit um helzíu breyíingar, sem felast í hinuin nýju samningum. Er þar um að ræða ýmsar breytingar á friðmdum og kaupi, sem munu nema allt að 8% hækkun. samnmgunum Hér má bæta því við að eftir fregnum af Út-Héraði að dæma, þá telja bændur þar að milli 50 og 100 dýr séu fallin þar, en tal- an geti líka verið hærri. I gærdag fór Björn Pálsson flugmaður í könnunarflug á sinni litlu flugvél austur á Hérað. á vegum hins opinbera. — í gær- kvöldi er hann kom aftur til Reykjavíkur, kvaðst hann ekki geta gefið nánari uppl. um för sína þar eð hann hefði ekki kom- ið nógu snemma til þess að skýra frá því í stjórnarráðinu, hvað fyrir augu hans bar. En Björn sagði þó, að ástandið væri mjög alvarlegt. í gærdag leit inn á ritstjórnar- skrifstofu Morgunblaðsins Júlíus Jónasson frá Vífilsnesi í Hróars- tungu. Hann kvaðst vilja taka undir orð Friðriks bónda Stef- ánssonar á Hóli í Fnjóskadal hér í Mbl. á sunnudaginn, um að nauðsyn beri til að senda héðan flugvél með gott úthey, ef vera kynni að það gæti bjargað hrein- dýrunum frá hungurdauða. Júlí- us sagði að menn skyldu hafa það hugfast* að bændur eýstra væru ekki aflögufærir á hey sín, eftir svo langan innistöðukafla. Júlíus sagði frá þvi að vetur- inn 1950 hafi hreindýrin leitað niður í byggð, en þá voru harð- indi mikil. Komu dýr heim undir bæi og brutu þar upp hey, t. d. í Hjaltastaðaþinghá og eins í sveit hans Hróarstungu, en þetta sýnir að í slíkum þrengingum hreindýranna, þá kernur allt að notum og ég er þess fullviss, sagði Júlíus, að gott úthey gæti komið að fullum notum, því það er líkast því graslendi, sem er á hreindýraslóðunum. Að lokum sagði Júlíus frá því að í haust er leið hefðu bændurn- ir á Vaðbrekku og Aðalbóli í Hrafnkelsdal, náð tveim kálfum og sagðist Júlíus ekki vita betur en þeir væru báðir lifandi og á gjöf þar. MILiLILiANDA SKIFIN Vinnutími er styttur þannig að ei legið er í íslenzkri höfn á laugardegi losna sjómenn við vinnuskyldu að vetrinum, sem nemur 4 klst. Þegar legið er í heimahöfn, þurfa sjómenn ekki að mæta fyrr en kl. 8 f. h. í stað kl. 7,30. Slysatrygging sjómanna er og aukin. Þessir liðir samantaldir munu nema um 4% kauphækkun. — Þetta á við Eimskipafélag ís- lands, venjuleg flutningaskip SÍS, „Jökla“ h.f. og Eimskipafé- lag Reykjavíkur. OIÁUSKIPIN Á olíuskipum hækkar auka- þóknun til sjómanna úr 5% í 10% en þessi þóknun miðast við I ráði er að Freuchen komi hingað í aprílmánuði ÞAÐ er í ráði að víðkunnur maður leggi leið sína hingað til Reykjavíkur innan skamrns. Er hér um að ræða landkönnuð- inn og rithöfundinn danska, Peter Freuchen. Það fylgdi fréttinni að Stúd- entafélag Reykjavíkur stæði að þessari íslandsreisu Freuchens og væri hugmyndin að hann haldi hér fyrirlestra. Peter Feruchen mun vera einn kunnasti núlifandi landkönnuður- inn og eru það Grænlandsleið- angrar hans, sem hann hefur skrifað allmargar bækur um, er gert hafa hann svo víðfrægan. Hann fór með Knud Rasmussen árið 1906 í hinn mikla leiðang- ur til Norðaustur-Græniands. Hann hefur tekið þátt í fjöl- mörgum leiðangrum þangað og yfir Grænlandsjökul og einnig farið í leiðangra um önnur land- svæði á norðurslóðum. Bækur hans eru heimskunnar, gg einnig hefur hann skrifað mjög í blöð. Fyrsta bók haris, Storfanger, kom út 1927. Aðalfundur lðju í kvöld IKVÖLD kl. 8,30 verður aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks í Rcykjavík, haldinn í Alþýðuhúsinu víð Hverfisgötu. Á fundinum mun hin fallna stjórn kommúnista skila af sér félaginu og leggja fram skýrslu stjórnarinnar og gera grein fyrir fjárreiðum félagsins. Hin nýkjörna stjórn mun aftur á móti leggja fram skýrslu, sem löggiltir endurskoðendur hafa gert um úttekt á eignum félagsins og hefur heyrzt að í þeirri skýrslu kenni margra grasa, sem Iðjufélögum mun leika hugur á að kynna sér. Má því gera, ráð fyrir, að fjölmennt verði á fundinum og eru Iðjufélagar hvattir til að mæta stundvíslega. Fyrir um það bil ári tók hann þátt í getraunaþætti í útvarpi og sjónvarpi vestur í Bandaríkj- unum og þá vann Feruchen það einstaka afrek að svara rétt öll- um þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagðar, og gekk hann út úr útvarpssalnum 64,000 doil- urum ríkari. Freuchen flúði Danmörku í síð- ustu heimsstyrjöld og hélt til Bandaríkjanna, þar sem hann hef ur búið síðan. Hann er 71 árs. fastakaupið. Er hér um að ræða kauphækkun, sem nemur 4,76%. Á „Hamrafellinu" hækka kaupgreiðslur sjómanna fyrir að vera til taks um borð, án vinnu- skyldu, um helming og er þar um að ræða 780 kr. launaviðbót á mann á ái'i, sem er 1,3% kaup- hækkun. Aukagreiðsla fyrir hreinsun tanka hækkar, en slík þóknun var nú fyrst tekin upp í samn- inga. Einnig gildir sama um að stytta vinnuskyldu í höfn og tryggingar, eins og hjá Eimskip. Samtals má áætla að útgjalda- aukning „Hamrafellsins“ sé um 71/2 %. Hjá hinum olíuskipunum yrði hækkun 6—7%. SKIPAÚTGERÐ RIKISINS OG VARÐSKIPIN Um tryggingar og vinnu- skyldu í höfn fer eins og hjá Eimskip. Á minnstu skipunum er hækkuð aukagreiðsla fyrir tví- skiptar vaktir um 45 kr. í grunn- kaup eða um kr. 80.10 á mann á mánuði. Auk þess eru breyting- ar til hækkunar á yfirvinnutöxt- um og má búast við að hækkun nemi alls um 7—8%. Auk þess, sem talið er að ofan, urðu nokkr- ar fyrirkomulagsbreytingar varð andi samningana í heild. Við borð lá að íslandsdeild in í Leipzig kæmisf ekki upp Fréttatilkynningu varð að ritskoða MBL. hefur haft fregnir af því, að við borð hafi legið að orðið hafi að hætta við uppsetningu íslandsdeildarinnar á Leipzig- vörusýningunni, því þar hafi að heita mátti vantað allt til all*. >r Freuch' Gekk kraftaverki næst að þeim Skarphéðni Jóhannessyni arki- tekt og Má Elíassyni hagfræðing, sem sáu um uppsetningu sýning- arinnar, skyldi takast það eins og allt var í pottinn búið þar eystra. Á kaupstefnu þessari voru það Rússland og Kínaveldi sem mest bar á, en það hafði til umráða stórar byggingar og heilu landssvæðin. Talsverð þátttaka var meðal V-Evrópuþjóða, en þær komu með allt til alls þang- að austur, og þurftu þvi ekki að leita á náðir ríkisstjórnarinnar við uppsetningu sýningardeilda sinna. Auk þess sem mikill skortur var þar í borginni á hvers konar efnivið, þá komust þeir Már og Skarphéðinn einnig í hreinustu vandræði, er þeir þurftu að fó gerð nokkur myndamót, sem þeir ætluðu að nota í bæklinga, sem þar voru prentaðir. Opin- berir starfsmenn gátu hér engu bjargað, og varð bæklingurinn því að koma myndalaus. Um þessa erfiðleika vissu þeir félagar ekki, er þeir fóru austur og umboðsmenn Kaupstefnunnar hér létu þá ekkert um það vita. Varð þetta til þess að gjörbreyta varð ýmsum áætlunum við upp- setningu íslandsdeildarinnar og olli það ýmsum vandræðum öðr- um. Að lokum fengu þeir nokkur kynni af prentfrelsinu þar eystra. Fyrsti atvinmi- leysisstyrkurinn greiddur FYRIR nokkru var greiddur fyrsti styrkurinn úr atvinnuleys- istryggingasjóði. Var hér um að ræða styrk til ungs manns í Dags brún, er ekki hafði haft atvinnu frá því í desemberbyrjun og var honum úthlutað rúmum 2000 kr. Maður þessi á konu og eitt barn. Smáfréttatilk. til blaðamanna, sem gerð var í sambandi við opn- un sýningarinnaar, varð að fara gegnum hendur ritskoðunar hins austur-þýzka alþýðulýðveldis. Eldur í læknis- bústað AKRANESI, 18. marz: — Á laug- ardaginn kom hér app eldur I húsi héraðslæknisins hér í bæn- um, Torfa Bjarnasonar, um kl. 1 síðd. Kviknað hafði í tróði við heita- vatnsgeymi, sem undir venjuleg- um kringumstæðum er kyntur með næturrafmagni, en er nú kyntur með kolum vegna raf- magnsskorts hér. — Slökkviliðs- menn urðu að nota reykgrímur við að kæfa eldinn í tróðinu. ÞaS tók þá tvær klukkustundir að ráða niðurlögum hans. Reykur komst ekki upp í íbúð læknisins. Skemmdir urðu nokkrar af eldi, vatni og reyk. — O. „Tíminn" 40 ára DAGBLAÐIÐ „Tíminn“ minntist í gær 40 ára afmælis síns með veizlu að Hótel Borg. Á sunnu- daginn var afmælisins minnst í blaðinu með greinum, þar sem saga blaðsins var rakin. Fyrsti ritstjóri Tímans var Guð brandur Magnússon, núverandi forstjóri. Af honum tók Tryggvi Þórhallsson síðar forsætisráð- herra við ritstjórn. Annaðist hann hana frá 1917—-1927, er hann varð forsætisráðherra. Þá tók við Hallgrímur Hallgrímsson er var ritstj. í rúmlega einn mán- uð. Tók Jónas Þorbergsson síðar útvarpsstjóri þá við blaðinu og var ritstjóri þess til ársins 1930. Gerðist Gísli Guðmundsson al- þingismaður þá ritstjóri ,Tímans‘ og annaðist ritstjórnina fram til ársins 1940. Þá tók við henni Þórarinn Þórarinsson, sem enn er ritstjóri blaðsins, nú ásamt Hauki Snorrasyni, sem kom að ritstjórninni á sl. ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.