Morgunblaðið - 21.03.1957, Side 6

Morgunblaðið - 21.03.1957, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. marz 1957 Telknimynd þessi biitist fyrir nokkru í rússneska skopbiaðinu ,.Krokodil“. í henni er hæðzt að áætlunum stjórnarinnar, sem sjaldan eru í samræmi við raunveruleikann. XJndir myndinni stend- ur: — Ef dæma má eftir hinum opinberu skýrslum og línuritum gengur viðgerðaráætlunin mjög vel. 0Öká þ ,,11111! Ekki af einu saman brauði grátbroslegu niðurstöðu að hann sé sjálfur ekki til þar sem hann sé ekki í samræmi við það, sem talið sé „einkennandd" fyrir sovét-manneskju--------. Þeir, sem vörðu Dudintzev sögðu berum orðum: „Hann segir satt“. í bók hans er að finna „sannar hetjur", sagði einn af ræðumönnum kvöldsins. Og annar bætti við: „í fyrsta sinn um langan tíma hefur sovéthöf- undur tjáð af hugrekki og ein- lægni það, sem er „að brjótast i okkur öllum“. Nokkrum dögum eftir fundinn sagði eitt blaðið í Moskvu að bók in væri „vanskapningur". Söguhetjan væri engin hetja, heldur aðeins sjálfselskur ein- staklingshyggjumaður á borgara- vísu, sérvitringur án skilnings á „hinu skapandi samfélagi al- þýðunnar“. Með því að hossa slíkum manni á kostnað „sam- hyggjunnar“ og með því að neita því að „samhyggjan" sé upp- spretta alls hins góða í sovétsku þjóðfélagi sé augljóst að höfund- urinn hafi leiðzt út af réttri braut kenninganna. Og þess vegna sé mynd hans af sovétlífinu af- skræmi. FYRIR ÁRAMÓTIN gat að líta sjaldgæfa sýn í Moskvu. Lög- regla, bæði ríðandi og gangandi varð að dreifa óstýrilátum mann fjölda sem safnazt hafði saman fyrir framan hús rithöfundasam bandsins. Sumir reyndu að kom- ast inn í húsið til að hlusta á, en aðrir voru í þeim einu erindum að votta tilteknum málstað sam- úð sína. Þarna var um að ræða mannhóp, sem láta vildi vilja sinn í ljós. Það sem fram fór í byggingunni var umræðufundur rithöfunda. Á dagskrá var nýútkomin skáld- saga eftir ungan rithöfund: V. Dudintzev og var nafn hennar sótt í Nýja-Testamentið. Hún heitir: „Ekki af einu saman brauði“. Blöð í Sovétríkjunum létu sér nægja fá o*5 en ólundarleg um- mæli um að skáldsagan hefði að geyma „óheilbrigðan áróður“ og væri „á allan hátt misheppnaðar bókmenntir". En rithöfundar frá Júgóslavíu, sem sóttu fund þenn- an skrifuðu ýtarlega í blöð í heimalandi sínu um þennan óró- lega fund, þar sem nokkrir vel þekktir sovét-rithöfundar vörðu Dudintzev gegn árásum „flokks- herranna". Þeir, sem gagnrýndu Dudintzev töldu að hann hefði dregið upp afskræmda mynd af „hinum sov- étska ráunveruleika“. Persón- urnar, söguþráðurinn og sögu- sviðið væri ekki einkennandi fyrir sosíalistiskt þjóðfélag, þar af leiðandi „ekki til meðal okk- ar“. Þetta var sami skollaleikur- inn, sem bókmenntamenn flokks ins hafa margsinnis leikið. Bók- menntalegt verk er ekki „ein- kennandi", nema það sé í fyllsta samræmi við hina löggiltu glans- mynd af sovét-þjóðfélagi. Um staðreyndir og raunveruleika er aftur ekki hirt. Það var einmitt þetta sem IIja Ehrenburg tók til meðferðar í skáldsögunni „Þýð- vindi“, sem mikla athygli vakti. Þar kemst söguhetjan að þeirri En Dudintzev er einmitt ljóst hvernig einstaklingurinn er sett- ur í þjóðfélaginu, þar sem flokks- vald fárra manna ræður. Þess vegna hefur hann getað lýst ör- lögum einstaklings á þann hátt, að það hefur orðið táknræn mynd fyrir baráttu mannsins gegn harðleikinni kúgunarstjórn. Það er vafasamt, hvort höf- undurinn hefur beinlínis haft þetta í huga. Líklegast er, að hann hafi einungis ætlað að segja sögu, en með því að segja hana af hreinskilni, hefur hann talaö máli, sem margir vildu hafa gert á sama hátt. Söguþráðurinn í „Ekki af einu saman brauði" er tekinn úr sovézku hversdagslífi. Lágtsettur embættismaður, Lopaktin að nafni, hefur fundið nýja aðferð til að steypa járnrör. Aðferðin er ódýrari, fljótlegri og hentugri en áður þekktist. En Lopaktin, sem er smælingi í sovétþjóðfé- laginu, hefur engin sambönd eða persónuvernd, en hann vill gera þjóðfélaginu gagn með uppfinn- ingu sinni og berst af þrákelkni gegn valdastéttinni, sem hefur ótakmarkað vald og er skilnings- sljó og spillt. Stutt göturabb við Kristmann Cuðmundsson: Kvikmyndun „Bjortrn nótta“ nð verðu lokið M1 mundsson rithöfund á förn- um vegi, búinn í vetrarúlpu og sýnilega nýkominn að austan. — Hvernig er veðrið hjá ykk- ur fyrir austan núna? — Himneskt. En vegirnir eru — Hvað er um fleiri kvik- myndir? —• Það er að mestu lokið við að kvikmynda „Bjartar nætur“. Sú mynd er tekin af félaginu Lucerna í Múnchen. Svo hef ég fengið fleiri tilboð en frá því slæmir, nema þegar komið er j hefur ekki verið gengið. austur undir Eyjafjöll, því þarj — En hvernig er nieð þýð- hefur ekkert snjóað. Eins og þú ingar bóka þinna á erlend mál? veizt eru snjóarnir mestir í upp- sveitum, en þegar neðar dregur er snjóléttara. — Ertu ekki með eitthvað á prjónunum? —Jú, ég er með ýmislegt á prjónunum, skáldsögu og fleira. Eg hef ýmsu að sinna, svo ég varð að fá frest um ár til að fara til Bandaríkjanna, en þang- að var mér boðið. — Hvaða fiéttir hefurðu af kvikmyndinni Morgunn lífsins? — Hún.líkaði vel, eft.ir því sem ég bezt veit og hefur verið sýnd við góða aðsókn um alla Evrópu, meira að segja allt austur í Júgóslavíu. — Það er alltaf þýtt jafnt og þétt eitthvað. T. d. er nýlega búið að þýða „Þokuna rauðu“ á tvö erlend mál og „Bjartar nætur“ koma út sem framhalds- saga í sænsku riti. — Hefurðu lesið Brekkukots- annál Kiljans? — Já, ég held nú það. Mér finnst þetta bezta bók Kiljans síðan „Hið ljósa man“. Bókin er sönn og „ekta“ og bráðskemmti leg. Þar með var þessu göturabbi lokið og Kristmann kært kvadd- ur og óskað góðrar heimfarar með þakklæti fyrir spjallið. Ráðherrann, sem fer með járn- iðnaðarmál, vararáðherrann og allir æðri embættismenn, sem ráða því hvort uppfinningin er notuð eða ekki, snúast gegn Lopaktin á grundvelli þess, að samhyggjan sjái allt betur en hinn einstaki maður, og þó að sú aðferð í smíði járnröra, sem „Skrifstofa iðnaðarumbóta" hef- ur sjálf fundið upp, sé ekki nærri því eins hentug og uppfinning smælingjans, þá fær skrifstofan þó allan heiðurinn og sína aðferð viðurkennda, en uppfinninga- manninum er fleygt á dyr. Og skipulagið starfar á þann hátt, að það er ekki nóg að litl- um hópi valdamanna haldist uppi að kæfa dýrmæta uppfinningu Lopaktins, heldur er hann í nafni samhyggjunnar hrakinn úr stöðu sinni, tekinn fastur, og loks shrif'ar úr daglega lifinu BLAÐASKRIF þau, sem spunn- izt hafa hér í dálkunurn und- anfarna daga milli Þjóðleikhús- stjóra og Jóns Dan, sökum þess að Þjóðleikhúsið hefir hætt við fyrirhugaðar sýningar á leikriti Jóns „Brunugrasinu rauða“, sem það hafði gert samning um sýn- ingarrétt á og tilkynnt opinber- lega að sýnt mundi verða í vet- ur, hafá vakið allmikla athygli. Fjárhagslega ofviða. ÞAÐ er líka að vonum. Þjóð- leikhússtjóri hefir skýrt mál ið frá sjónarmiði leikhússins. Það hefur hætt við sýningar leik- ritsins vegna þess að tvö íslenzk leikrit hafa fyrr í vetur verið tekin til sýningar og á þeim hefir Þjóðleikhúsið tapað mjög miklu fé, fjórðungi milljónar á öðru þeirra. Af þessu. dregur Þjóðleikhúsið síðan þá ályktun, að varla muni gróðavænlegra að setja þriðja ís- lenzka leikritið á svið, og standi leikhúsið fjárhagslega ekki undir því. Þessar skýringar eru sann- gjarnar svo langt sem þær ná, og vitanlega verður að hafa það í huga við rekstur Þjóðleikhúss- ins að þar sé ekki botnlausum skuldum safnað. E Óheppilegt fyrirkomulag. N það eru fleiri hliðar á mál- inu. Þótt það kunni að tíðk- ast erlendis að gerðir séu samn- ingar um sýningarrétt leikrita, sem aldrei séu síðan sýnd, þá verður því ekki neitað að slíkt fyrirkomulag er mjög óheppilegt, einkum eftir að leikhúsið hefir tilkynnt opinberlega að leikritið verði sýnt. Þá hefir það þegar tekizt þá ótviræðu siðferðilegu skyldu á herðar að sýna leik- ritið en kasta því ekki aftur í höfundinn með þeim ummælum, að ekki dugi að sýna það, tapið verði svo mikið. Þegar opinber stofnun sem Þjóðleikhúsið hefir tilkynnt sýningar leikrits ætlast almenningur til þess að þar sé ekki farið með fleipur eitt og við allt saman hætt á miðju leik- ári. Það er sannarlega von að ungum leikritahöfundi sárni slík meðferð og slíkar starfsaðferðir eru satt að segja fyrir neðan virðingu Þjóðleikhússins. — Og sizt er það heldur heillavænlegt að segja ástæðuna þá að ekki sé unnt að sýna leikritið vegna þess að tapið muni verða ovo mikið á sýningunum. Enginn veit um viðtökur. UM það getur enginn sagt fyr- irfram, áður en leikritið er sýnt, og allra sízt má stofnun sem Þjóðleikhúsið kveða upp slíkan áfellisdóm að óreyndu Slíkt er of mikil ósanngirni gagn vart ungum höfundi, sem enginn veit enn hvað í kann að búa. Fjárhagur Þjóðleikhússins er mikilvægur, eins og allra leik- húsa, en hann má ekki verða alls- ráðandi þegar um stuðning við islenzk leikritaskáld er að ræða. Við sem utan við þessa deilu stöndum munum flest telja að hún verði bezt til lykta leidd með því að Þjóðleikhúsið taki leikrit Jóns Dan, „Brönugrasið rauða“ til sýningar að ári, svo sem það hafði í upphafi ætlað sér nú í vetur. Er þessu máli þá lokið hér í dálkunum. Jón Dan hefir komið að máli við Velvakanda og til- kynnt honum að hann telji ekki ástæðu til þess að leggja þar fleiri orð 1 belg. dæmdur til margra ára þving- unarvinnu. En Lopaktin á vini, sem eru einstaklingar utan við allar valdaklíkur. Og þessir menn vinna að því, vegna mannúðar, að fá Lopaktin látinn lausan og skeyta þá engu þótt þeir stofni eigin öryggi í hættu. í þessari sögu um hinar raun- verulegu hetjur í sovétþjóðfélag- inu, hefur Dudintzev reitt hátt til höggs gegn helgisögninni um samhyggjuna, sem sé hinn góði hirðir, en grafið upp verðmæti hins einstaka manns og mátt samvizku og mannúðar, sem þor- ir að leggja til bardaga, þó að því fylgi hættur. „Ekki af einu saman brauði“ endar þó ekki með neinni bjart- sýni. Lopaktin snýr heim aftur eftir tveggja ára fangelsisvist og finnur að allt er óbreytt eins og áður. Það er reynt að friða hann með þvi að láta hann hafa stöðu, þar sem ekkert er að gera, en launin góð. Annars er allt við það sama. Ofsækjendur hans eru enn- þá voldugustu menn ríkisins. Það sem stúdentarnir í Moskvu vildu sýna þegar þeir hylltu Dudintzev, var að þau öfl, sem söguhetja hans hefur gengið í berhögg við, væru ekki ennþá sigruð. „Baráttan fyrir sigri rétt- lætisins skal nú verða okkar bar- átta“, sögðu stúdentarnir á þess- um fundi. Og þeirra fundur varð enn sögulegri en fundur rithöf- undanna, sem getið er um hér í upphafi. Blaðamenn boðnir til Bandaríkjanna FYRIR NOKKRU komu til Was- hington 9 ritstjórar og blaða- menn frá 7 meðlimaríkjum At- lantshafsbandalagsins, og munu þeir ferðast um Bandaríkin til að kynna sér menningu og lifn- aðarhætti Ameríkana. Éru þeir boðnir til Bandaríkjanna af stofn un þeirri, sem annast menning- artengsl Bandaríkjanna við aðr- ar þjóðir. Mun ferðalagið taka um mánuð alls og blaðamenn- irnir heimsækja 8 helztu borgir Bandaríkjanna. Blaðamennirnir eru tveir frá Frakklandi, tveir frá Ítalíu og einn frá hverju þess- ara landa: Hollandi, Noregi, Dan- mörku, íslandi og Portúgal. ís- lendingurinn er Sigvaldi Hjálm- arsson, fréttastjóri Alþýðublaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.