Morgunblaðið - 21.03.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. marz 1957
MORCVNBLAÐIÐ
11
Annar hver Akureyringur hefur
dottið i „Lundsgöngunni“
Mikill óhugi þar ó göngunni
LANDSGANGAN“ eða öðru nafnj „4 km gangan“ er víða
á landinu eitt aðalumræðuefni fólks. Ekki á það sízt við um
Akureyri, enda situr þar stjórn Skíðasambandsins, en það stendur
fyrir göngunni, og eru stjórnarmenn ánægðir mjög, því þátttakan
og árangurinn er meiri en þeir bjartsýnustu þeirra þorðu að vona.
Á Akureyri þreyttu um s.l. helgi 700 manns gönguna og hafa þá
um 3000 Akureyringar lokið henni. Margt hefur skemmtilegt skeð
í sambandi við gönguna, og hér er kafli úr bréfi sem blaðamanni
Mbl. barst frá Hermanni Stefánssyni form. Skíðasambandsins.
★
„Á Akureyri hefur verið mjög
fagurt undanfarna daga. Sólskin,
logn og nokkurt frost og fann-
breiða yfir öllu. Margt manna
var á skíðum um sl. helgi. 700
borgarar luku „Landsgöngunni"
og auk þess nokkrir af nemend-
um skólanna, en þeir eru nú í óða
önn að ljúka göngunni. Barna-
skóli Glerárþorps hafði keppni á
laugardaginn. Var gengið frá
skólanum norður fyrir Lónsbrú
og til baka. Er ólíkt skemmti-
legra fyrir unglingana að fara
þannig yfir holt og hæðir, heldur
en að ganga lítinn hring og oft á
íþróttavelli.
★
alþm., rúmlega áttræður að aldri,
notaði forláta broddstaf. Fór
þetta trausta áhald Erlingi vel,
enda mun hann hafa lært í æsku
að nota það, á traustum ís og í
viðsjálu hrauni Aðaldals.
Tveimur hálfáttræðum létt-
leikamönnum mætti ég hjá Hest-
kletti, þeim Jónasi Stefánssyni,
smið, sem iðkar sund á sumrin
og skíðaíþróttir á vetrum, og
Birni Árnasyni frá Pálsgerði, er
æfði knattspyrnu í Magna í
Höfðahverfi lengur en flestir
aðrir.
Jónasína Helgadóttir, 72 ára,
gekk sl. sunnudag. Mun hún hafa
Ólafur Búi Gunnlaugsson 3 ára
yngsti göngumaður Akureyrar
„landsmet" í kvennaflokki enn
sem komið er“.
Er hér lokið bréfi Hermanns
Stefánssonar.
Yngsta barnið á Akureyri sem
þreytt hefur gönguna, er 3 ára.
Er það Ólafur Búi Gunnlaugsson
og gekk hann braut þá, sem ligg-
ur til fjallsins meðfram Laugar-
læk, yfir Stóra-skarð upphjá
Lundi, þaðan til suðurs upp
Krummalág og fram af Krumma-
borg, en í þeirri brekku detta
mjög margir. Kastaði ég tölu á
„bælin“ í brekkunni á sunnu-
dagsmorgun og reiknaðist svo til
að þau væru á milli 500 og 1000.
Gera má því ráð fyrir að annar
hver keppandi detti í Krumma-
borgarbrekkunni. Sum bælanna
voru djúp og virðuleg, sennilega
eftir einhvern bæjarfulltrúanna.-
Þó er engin vissa fyrir því. Eng-
an snjó gat að líta á Jóni Sólnes
eða Jakobi Frímannssyni, heldur
ekki á Steindóri Steindórssyni,
Stefáni Reykjalín, Jóni Þorvalds-
syni eða Guðrúnu Guðvarðar-
dóttur, þegar þau komu í mark
(en snjórinn gat hafa dottið af
á leiðinni). Og Helga Pálsson sá
ég skella sér fram af brekku-
brúninni á sunnudaginn, án þess
að detta, enda hlaut hann 1.
verðlaun á fyrsta skíðamóti á
Akureyri 1914.
Páll Jónalansson 84 ára
elzti göngumaður Akureyrar
Páll Jónatansson, 84 ára gam-
all maður, brá fyrir sig löngum
staf að fornum sið og gerði hann
það einnig í markinu, en þar er
flughál lítil brekka. Páll er elzti
maðurinn hér sem gengið hefur.
Erlingur Friðjónsson, fyrrv.
Handknattleikur:
Línurnar teknar ab
skýrast í ísl.mótinu
ASUNNUDAGINN fóru fram að Hálogalandi 3 leikir fslands-
mótsins í handknattleik. Var það 16. leikkvöld mótsins. Er
mótið nú rúmlega hálfnað, en ráðgert er að því ljúki 28. apríl.
Línurnar eru nú nokkuð farnar að skýrast. f meistaraflokki karla
eru aðeins FH og KR með engan tapleik og baráttan kemur því
fyrst og fremst til að standa þeirra á milli. f meistaraflo'kki kvenna
er enn alls ekki hægt að segja um úrslit.
Staðan í Mfl. karla er nú þannig:
L U J T Mörk St.
FH 5 5 0 0 134:86 10
KR 4 4 0 0 101:60 8
Fram 5 3 0 2 137:123 6
ÍR 3 2 0 1 74:58 4
Valur 3 2 0 1 69:57 4
Ármann 4 2 0 2 96:99 4
Aftureld. 5 1 0 4 103:128 2
Víkingur 6 1 0 5 91:176 2
Þróttur 4 0 0 4 59:87 0
í Meistarafl. nú þannig: kvenna er staðan
L u J T Mörk St.
Þróttur 2 1 1 0 24:10 3
Fram 2 1 1 0 12:10 3
KR 1 1 0 0 22:4 2
Ármann 2 1 0 1 18:11 2
FH 3 0 0 3 13:54 0
Tafla í öðrum flokkum verðúr
að bíða um sinn.
LEIKIRNIR Á SUNNUDAGINN
Eins og fyrr segir fóru 3 leikir
fram á sunnudagskvöldið Vakti
það mesta athygli, að > meistara.
flokki karla sigraði Afturelding
ÍR með 23:20. Var leikurinn illa
leikinn einkum af ÍR-ingum, sem
sýnt hafa styrkleik á þessu móti,
t.d. gegn Val. ÍR vantaði einn
sinn bezta mann ,en það afsakar
ekki, að hinir leiki illa og sigur
Aftureldingar var verðskuldað-
ur. Einkum léku þeir traustlega í
vörn og átti þar mestan heiður
Halldór Lárusson.
Þá mættust í Mfl. karla KR og
Víkingur. Víkingsliðið var eitt-
hvað miður sín, í það vantaði
menn og aðrir gengu ekki heilir
til skógar, eins og t.d. Sigurður
Jónsson, sem í hinum 6 leikum
liðsins hefur borið af í leik, en
skoraði nú aðeins 1 mark. — KR
vann auðveldan sigur. Þetta var
meiri æfing fyrir þá en keppni,
enda skiptust þeir á að skora
mörk og skoruðu allir leikmenn
í liðinu, nema Guðjón í markinu.
í 3. fl. vann FH Þrótt með 19
mörkum gegn 13 í tilþrifalitlum
leik.
ftlauðiingaruppboð
sem auglýst var í 25., 27. og 29. tbl. Lögbirtingablaðsins
1956 á Digranesbletti 61 B (Digranesvegur 52) í Kópa-
vogi, eign Ragnars Lþvdahl, fer fram eftir kröfu Árna
Gunnlaugssonar hdl. o. fl. á eigninni sjálfri föstudaginn
22. marz 1957, klukkan 15.
Bæjarfógetinn í K*ópavogi.
Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn
Frá 1. jan. til 1. maí: Herbergi með morgunkaffi frá d. kr. 12.00.
HOLMENS KANAL 15 — C. 174.
í miðborginni — rétt við höfnina.
Uppboð á antíkhús-
gögnum og postulíni í
Listamannaskálanum
í dag
AMORGUN kl. 5 efnir Sigurður Benediktsson til uppboðs á
antikhúsgögnum og listmunum í Listamannaskálanum. Eru
munirnir til sýnis í skálanum í dag kl. 10—4. Þarna eru antíkhús-
gögn frá mörgum löndum og dýrindis postulín.
ANTÍKHÚSGÖGN
Þetta er fyrsta uppboð Sigurð-
ar þar sem hann hefir einungis
húsgögn og listmuni en engar
bækur til sölu.
Af munum má þarna nefna
borðbúnaðarskáp hinn bezta grip
frá árinu 1648. Það er hin mesta
smíði, gríðarstór og mikill
og fögur listvinna. Þarna eru og
tveggja sæta sófi og þrír stólar
útskornir, franskir með góbelín-
áklæði, í stíl Lúðvíks 15.
Kínversk dagstofuhúsgögn eru
þarna, sex hlutir, hin mesta lista
smíði, lögð brúnum spæni. Aust-
urlenzkar gólfábreiður eg for-
láta þýzkur skápur í borðstofu
með tilheyrandi postulíni.
PÝRINDIS POSTULÍN
Þá eru þarna allmargir postu-
línsgripir en það er hið kunna
þýzka Meissen-postulín, franskir
fjóluvasar, dýrindis klukkur,
Napóleonsbústa, englar og helgi-
myndir. Sérstaklega er ein þeirra
haglega gerð, 300 ára gömul aust-
urrísk kristsmynd.
Auk þess eru þarna allmörg
fleiri antíkhúsgögn og listmuair
alls 36 talsins.
Alyndavélar til solu
— með tækifærisverði —
„Speed Graphic“ 6X9 með „Flash“-útbúnaði.
„Rolleicord“ 6X6 (Linsa: Triotar 3,5 Carl
Zeiss.'jena).
EDVARD SIGURGEIRSSON
ljósmyndari,
Sími 1151, Akureyri.
Skrifstofuslúlka
ó s k a s t — Þarf að vera vön vélritun og bréfa-
skriftum á ensku. Tilboð sem greini menntun, kaup-
kröfur og aðrar upplýsingar, sendist í pósthólf 361
fyrir 25. þ. mán.
Lngur maður,
sem lokið hefur viðskiptanámi erlendis, óskar eftir
að gerast meðeigandi í starfandi heildverzlun eða
öðru fyrirtæki. Tilboð merkt: „Beggja hagur“—2370
sendist inn til afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudag
28. þ. mán.
Fokhelt einbýlishús til sölu
Fokhelt einbýlishús á mjög góðum stað í Kópavogi
til sölu.
STEINN JÓNSSON hdl.
Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala.
Kirkjuhvoli,
Símar 4951 og 82090.
Þeir sem ætla að fela okkur útvegun frystivéla og
uppsetningu í vor og sumar, eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við skrifstofu okkar við fyrstu
hentugleika.
BJÖRGVIN FREDERIKSEN h.f.
Sími: 5522.
Til sölu
hús í Vogunum
í húsinu er 3ja herbergja íbúð á hæð,
2 herbergi í risi og 2ja herb. íbúð í kjallara.
Stór ræktuð og girt lóð. — Bílskúrsréttindi.
EINAR SIGURÐSSON,
Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala,
Ingólfsstræti 4,
Sími 6959.