Morgunblaðið - 23.03.1957, Page 3

Morgunblaðið - 23.03.1957, Page 3
Laugardagur 23. marz 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Starfsfræðsludagur fyrir æskufólk á aldrinum 14-20 ára á morgun Unga fólkinu hjálpað til að glöggva sig á því starfi sem hugur þess stendur til Frá aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna Myndir þessar eru teknar í fyrradag á aðalfundi Mjólkurbús Flóa- manna. Efst: Grétar Símonarson flytur ræðu. Honum á vinstri hönd situr Sigurgrímur Jónsson bóndi í Holti, en á hægri hönd Grétari sitja Egill Thorarensen formaður mjólkurbússtjórnar og þá Þor- steinn Sigurðsson bóndi að Vatnsleysu, sem var fundarstjóri. Neðri myndirnar eru teknar yfir fundarsalinn og sína hinn mikla fjölda bænda sem á fundinum mætti. Ljósm.: vig. Amorgun, ' sunnudag, verð- ur efnt til starfsfræðsludags fyrir æskufólk á aldrinum 14—20 ára. Fer þessi starfsfræðsla um allar helztu starfsgreinar hér á landi, fram í Iðnskólanum, milli kl. 2 og 5 á sunnudaginn. Full- trúar starfsgreinanna munu þar veita hinu unga fólki alhliða fræðslu um það sem máli skiþtir, þannig að hið unga fólk geti á eftir betur áttað sig á því starfi sem hugur þess helzt stendur til. í fyrra var slíkur starfsfræðslu- dagur haldinn hér í bænum og komu þá yfir 1140 stúlkur og piltar og þótti starfsfræðslan takast vel. Ólafur Gunnarsson, sálfræð- ingur, hefur skipulagt þetta upp- lýsingastarf. Skýrði hann blaða- mönnum frá því í gær hvernig starfsfræðsludeginum verði nú hagað. Skipulag starfsfræðsludagsins 24. marz næstkomandi er með svipuðum hætti og í fyrra, þó eru fleiri fulltrúar starfsgreina en þá eða nærri 80 og auk þess skóla- stjórar ýmissa sérskóla, svo sem Stýrimannaskólans, Vélstjóra- skólans, Iðn,skólans og Hjúkrun- arkvennaskólans. Þá verður sér- stakur fulltrúi fyrir Iðnfræðslu- ráð og Heilsuverndarstöðina. Starfsfræðsludagurinn verður í Iðnskólanum, sem Þór.Sandholt skólastjóri hefur góðfúslega lán- að starfsfræðslunni án * endur- gjalds. Allar leiðbeiningar eru veittar ókeypis af fagmönnum. Nokkrir ungir kennarar og nem- endur úr fjórða bekk Kennara- skóla íslands aðstoða. Starfsfræðsludagurinn hefst kl. 1,45 með því að Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri ávarpar starfsfræðslufulltrúana. Klukkan 2 verður húsið opnað almenningi. Öllum framhaldsskólanemendum í Reykjavík og nágrenni hefur verið boðið, enda hafa unglingar á aldrinum 14—20 ára langmesta þörf fyrir starfsfræðslu, sagði Ólafur Gunnarsson. Menntamálaráðuneytið ákvað í fyrra að fela Ólafi nokkra starfs- fræðslustarfsemi í nágrenni Reykjavíkur. Er nú von á ungl- ingum frá Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, Hlíðardalsskólanum, Hveragerði og ef til vill Selfossi. Skólastjórar og kennarar hér í Reykjavík juku í fyrra mikið gildi starfsfræðsludagsins fyrir nemendur sína með því að skýra — Halló 407, halló 407, Mjólk- Urbú kallar, skipti. — Halló Mjólkurbú, 407 hér. — Já, varst þú að kalla? Ég heyrði að einhver kallaði, en það var svo óskýrt. Ég heyrði bara 7. En það hefur kannske verið Bóbó. Skipti. — Nei, ég var ekki að kalla. I>að hefur líklega verið Bóbó. — Já, allt í lagi. Hvar ert þú annars staddur? — Ég er staddur hérna í Krísu- ▼ik. — Allt i lagi. Blessaður. — Blessaður. Þetta stutta samtal heyrðum ▼ið farþegarnir í áætlunarbíl Kaupfélags Árnesinga á leiðinni til Reykjavikur í gærmorgun. Færið var allgott. Lítils háttar hríðarfjúk var á Selvogsheiðinni. Þegar komið var inn fyrir bæinn 1 Krísuvík heyrðist allt í einu í tækinu: — Ertu búinn að vera lengi á eftir mér? — Nei, ég var rétt að ná þér, •egir bílstjórinn okkar. — Allt í lagi, farðu fram úr mér vinstra megin, ég keyri hérna út á melinn. fyrir þeim hvernig þeir gætu not- að sér hann sem allra bezt. Ég hef orðið þess var að fjöldi unglinga fékk mjög glöggar upp- lýsingar um nám og störf starfs- fræðsludaginn sl. ár. Fulltrúar hinna ýmsu starfs- greina hafa undantekningarlaust brugðizt sérstaklega vel við beiðni um að taka starfið að sér á.ný. Létu þeir allir í ljós ánægju sína yfir deginum í fyrra. Hér fer á eftir skrá yfir þær starfsgreinar, skóla og stofnanir, sem þarna eiga fulltrúa: Iðnnámssamningar, Brauða- og kökugerð, bifvélavirkjun, bif- reiðasmíði, blikksmíði, gullsmíði, hárgreiðsla, hárskurður, húsgagna smíði, húsasmíði, ljósmyndun, klæðskurður, málun, múrun, pípu lögn, prentiðn, járniðnaður, renni | smíði, vélvirkjun, eldsmíði, prent myndasmíði, ketil- og plötusmíði, járn- og málmsteypa, arkitekt, Landsgongon hðfs! í Vík í gæi VÍK, 22. marz. — Landsgangan á skíðum hófst í dag hér í Vík. Enginn snjór hefur verið hér á láglendi undanfarið, svo að erf- itt hefur verið um göngu hingað til. f gærkvöldi og nott var dá- lítil snjókoma, svo að jörð var alhvít í morgun. Notuðu skóla- börn þá tækifærið og ger.gu 4 kílómetrana eftir hádegið undir stjórn skólastjóra sins, Björns Jónssonar. Auk þeirra gengu nokkir fullorðnir. Hafa alls 39 lokið göngunni. Gengið var á sandinum austan þorpsins, en færi var slæmt, því að snjór var mjög lítill. Versnaði það líka er á daginn leið, því að þá gerði þíðu. Má segja að jafnt hafi ver- ið gengið á sandi sem snjó. Nú er komið rok og rigning og því erfitt að segja fyrir um hvort mikið framhald verður á göng- unni hér í Vík. — J. — Allt í lagi. Á undan okkur var heljarstór trukkur með stóran vagn í eftir- dragi, og á honum var jarðýta. Þessir menn munu hafa verið frá vegagerðinni. Það er nýstárlegt að koma upp í venjulegan áætlunarbíl og heyra stöðug talstöðvarköll, rétt eins og maður væri inni í loft- skeytaklefa á skipi á síldveiðum fyrir Norðurlandi. En þannig var það í gærmorg- un í fyrrgreindum áætlunarbíl. Hér er eitt viðkunnanlegasta* ör- yggistæki sem um getur í illri færð á vetrardegi. Þægileg nota- kennd fer um farþegana. Enginn finnur til þess þótt hann sé á ferð í hríð og jafnvel ófærð, þegar hægt er að hafa stöðugt samband við byggð. Þannig hef- ur þetta verið í vetur til ómetan- legra þæginda fyrir þá sem hald- ið hafa uppi hinum erfiðu ferðum austur yfir fjall í vet- ur. Þegar við komum inn til Hval- fjarðar heyrum við síðast í tæk- inu. — Halló, Jón forseti, halló, Jón forseti, Reykjavík-radíó kallar. guðfræði, hagfræði, háskólanám í heimspekideild, lögfræði, nátt- úrufræði, byggingaverkfræði, raf magnsverkfræði, vélaverkfræði, blaðamenn, listmálarar, skrif- stofustörf, bankastörf, afgreiðslu- störf, póstur, sími, loftskeytamenn símritarar, símvirkjar, talsíma- konur, flugmál, flugvirkjun, flug- freyja, lögregluþjónar, tollgæzla, kennarar, leikarar, fóstrur, bíl- stjórar, rafvirkjun, skipasmíði, skósmíði, úrsmíði, útvarpsvirkj- un, veggfóðrun, Iðnskólinn í Reykj avík, Stýrimannaskólinn, Vélstjóraskólinn, skipstjórar, stýri menn, loftskeytamenn sjómenn, fiskimat, mótornámskeið, verk- stjórar, landbúnaður, bændur, garðyrkjumenn, mjólkuriðnaður, skógrækt, heilbrigðismál, Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, læknis- fræði, tannlækningar, hjúkrun, Hjúkrunarkvennaskóli íslands, ljósmæður, slökkviliðsmenn, verkamenn og húsmæður. Námskeið í glugga- skreylingum ÞAÐ hefur nú verið afráðið að fá hingað til lands norskan kunn- áttumann í gluggaskreytingum, Per Skjönberg að nafni, til þess að halda hér námskeið og mun það standa í 3 vikur. Skjönberg kemur hingað á veg- um félagsins SÖLUTÆKNI, en fyrir skömmu var hér annar er- lendur maður á vegum félagsins; hélt hann námskeið í sölu- mennsku og var það mjög fjök- sótt. Kennsla Per Skjönbergs verð- ur bæði fræðileg og verkleg. — Hann mun hafa meðferðis marg- vísleg ný tæki, sem notuð eru til gluggaskreytinga. Kennt verður í húsnæði Hand- íða- og myndlistarskólans, sem veitir félaginu aðstoð við fram- kvæmd þessa máls. Þar sem þörfin fyrir umbætur í þessum efnum er brýn má gera ráð fyrir mikilli aðsókn að nám- skeiði þessu. Landsgangan AKRANESI, 22. marz. — Lands- gangan er í fullum gangi hér. Fyrst var skíðaganga á hverju lcvöldi, en á síðustu helgi var gerð sú breyting á, að gengið skyldi fjórum sinnum í viku. Á áttunda hundrað hafa lokið skíða göngunni hér. Elzti þátttakand- inn er 60 ára, sá yngsti þriggja ára drengur, Indriði Ólafsson. — Oddur. VENVER, Colorado: — Það fór heldur en ekki um íbúana í einu úthverfi Denver á laugardaginn, er flugvél allt í einu steyptist niður á mikla umferðargötu með brauki og bramli. Þótt undarlegt megi virðast, sakaði engan — hvorki flugmenn né vegfarendur. Tildrögin voru þau, &ð Dani nokkur og Suður-Ameríkumaður, sem stunda nám í flugskóla í grennd við borgina, leigðu sér iitla flugvél til skemmtiflugs. 1 lítilli hæð yfir Denver bilaði DALVÍK, 21. marz. — Afli er ennþá lítill sem enginn hjá línu- bátunum. Mun þar valda að nokkru um að loðna er komin á miðin. Aftur á móti er sæmilegt útlit hvað togbátana snertir. — Rauðmagaveiði hefur verið lítil en á eftir að glæðast að öllum líkindum. Snæfell landaði hér í gær rúm- um 50 lestum af góðum fiski, er fór til vinnslu í frystihús KEA. ★ AKRANESI, 22. marz. — Afli i bátanna hér í gær var tregur eins og fyrri daginn. Hæsti bát- urinn hafði 10 lestir. Tveir höfðu yfir sjö lestir og hinir allt nið- ur í 3 lestir. — Netjabáturinn Böðvar kom og í gær eftir hálfs annars sólarhrings róður með 3—4 lestir. Trillubáturinn Happa- sæll reri á sunnudaginn með handfæri og leitaði afar víða fyr- ir sér á miðunum; komst jafnvel hreyfill vélarinnar — og neyddust flugmennirnir til þess að nauð- lenda þegar í stað. Rakst flug- vélin fyrst á rafmagnsvíra, en hafnaði á húsþaki við fjölfarna götu. Ekki dvaldist henni þar nema augnablik, því að hún ramb aði fram af húsinu — niður á götuna. Svo sem fyrr segir urðu flugmennirnir ekki fyrir teljandi meiðslum — og þykir undrum sæta, að rafmagnsvírarnir skyldu ekki skaða þá. Hins vegar varð stórt hverfi rafmagnslaust í nokkra hríð vegna skemmdanna. langleiðina suður að Garðskaga. Fengu þeir 800 kg. Hvergi sáu þeir fuglager og er það vottur þess að loðnan er ekki kornin á miðin hér inn um Faxaflóa, hvað sem veldur. Haft hefur verið á orði að hitastig sjávarins í Faxa- flóa hafi verið fremur lágt í fyrra, og í ár mun það vera enn lægra. — Oddur. ★ HAFNARFIRÐI. — Enn er treg veiði hjá línu- og netjabátunum. Guðbjörg og Hafbjörg eru enn á línu og hafa aflað lítið undan- farið. Hinir bátarnir eru á netj- um og hefur einnig verið tregt hjá þeim, þótt einstaka bátur hafi stundum aflað vel eða um 40 skipd. yfir nóttina. í gær var landað úr Röðli um 85 tonnum af saltfiski og 20 af ýsu eftir hálfrar annarrar viku útivíst. — G. E. ★ PATREKSFIR3ÐI, 21. marz. — Bátarnir hér hafa ekki róið síð- ustu dagana. Afli var tregur síð- ast þegar gaf. Til marks um afla- leysið má nefna, að aflahæsti bát- urinn frá áramótum er nú með alls 280 lestir af óslægðum fiski. Er það Andri. Er nú í ráði að bát- urinn hætti með línu en byrji að róa með þorskanet. — Karl. „FYLKIR“, félag ungra Sjálf- stæðismanna á ísafirði, hefir stað ið að nokkrum spilakvöldum 1 vetur. Hafa þau verið vel sótt. f ráði er að félagið taka upp fjöl- breyttari starfsemi. Aðalfundw mun verða haldinn á næstunni. f stjórn „Fylkis" eiga nú sæti: Guðfinnur Magnússon, formaður, Steindór Þórisson, Magnús Þórðarson, Guðbjörn Charlesson, Richard Sigurbaldason. Halló 407. Mjólkurbú kallar. Skipti Hlustað á talstöð i áætlunarb'il Flugu á rafmagnsvíra, en sluppu ómeiddir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.