Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
T-augardagur 23. marz 1957
Frú Edda Biering
DÁIN, horfin, harmafregn.
Hvernig má það vera, að ung
og glæsileg kona skuli falla svo
skyndilega fyrir sigð dauðans,
einmitt þegar starfsdagur henn-
ar er að byrja fyrir alvöru? Að
baki liggja ár undirbúnings og
reynslu, en framundan er heim-
ferðin til fósturjarðarinnar og
starfsárin.
Að kvöldi laugardagsins 9.
febrúar s. 1. bárust okkur vin-
MINNINGARORE
um frú Eddu Biering þau ógn-
þrungnu tíðindi, að hún hefði
látizt í bifreiðaslysi í Minnea-
polis í Bandaríkjunum daginn
áður. Helfregnin kom sem reið-
arslag, einmitt þegar undirbún-
ingurinn undir heimferðina var
að hefjast og framtíðirí blasti
við, full glæstra vona. Þá ber
dauðann að fyrirvaralaust. Á einu
augabragði er eiginmaðurinn
sviptur ástríkri og elskulegri
eiginkonu, lítil stúlka er móður-
laus, ástríkir foreldrar sviptir
gáfaðri og mikilhæfri dóttur og
tengdaforeldrar virtri og elskaðri
tengdadóttur. Margra ára undir-
búningur undir lífsstarfið kom
fyrir ekki. Glæstar vonir brugð-
ust óvænt. Svo hrapallega slær
maðurinn með ljáinn.
Edda Biering var fædd 2. maí
1930. Dóttir hjónanna Jensínu
Gunnlaugsdóttur og Ólafs
Tryggvasonar frá Kirkjubóli í
Skutulsfirði. Hún giftist eftirlif-
andi manni sínum, Gunnari
Biering, cand. med., 30. sept.
1953. Áttu þau eina dóttur,
Huldu, fædda 17. jan. 1956. Edda
Biering var því aðeins 26 ára
gömul, er hún lézt. Þrátt fyrir
það hefir hún reist sér óvenju
glæsilegan og óbrotgjarnan
minnisvarða í vitund allra þeirra,
er henni kynntust. Hún ólst upp
á stórbrotnu heimili foreldra
sinna á Kirkjubóli og hlaut það-
an gott veganesti út í lífið.
Af hverfu tryggið þér húsgögnin
en ekki konuna og börnin?
Vatnsslsaði
Ýmis konar
ÁbyrgSarts.
Farangurstr. Farangurstt. Abyrgðartr.
Samanburður miðaður við að lausafjármunir tryggist fyrir 100.000 krónur.
180-225 kr.
kostar brunatrygging
í steinhúsi, en . . . .
í sams konar húsi kosta
allar þessar tryggingar aðeins
325 kr.
Vér höfum nú um alllangt skeið haft til athugunar að útbúa tryggingu, sem tryggði hið almenna heimili gegn sem
flestum óhöppum, fyrir lágt iðgjald. Og nú höfum vér ánægjuna af að kynna yður árangurinn,
heimilistryggingu vora
Með henni bjóðum vér í einu og sama tryggingarskírteini fjölmargar tryggingar fyrir lágmarksiðgjald. Sumar
þessara trygginga hefur verið hægt að fá hér á landi stakar, en aðrar ekki. Vér viljum sérstaklega vekja athygli
yðar á, hve iðgjaldið er lágt miðað við hversu víðtæk tryggingin er. Ennfremur, að það er nýmæli, sem flestum
mun Þykja þarft, að tryggingarupphæð lausaf jármuna breylist ár frá ári eftir vísitölu framfærslukostnaðar.
Heimilistry gging er Keimilisnauðsy n !
Kom/ð eða hringið strax í dag.
S AIMI'vn TU'TT MY(E <E n M (KiSklK,
SAMBANDSHÚSINU — SÍMI 7080.
Vorið 1946 lauk hún prófi frá
Gagnfræðaskólanum á ísafirði,
en fluttist þá til Reykjavíkur og
hóf skömmu síðar starf hjá Lands
síma íslands.
Engan hefi ég þekkt, sem varði
tíma sínum jafnmikið í þágu
annarra. Hún var gædd þeim
dásamlega eiginleika að geta
ávallt glatt aðra, varpað birtu á
veg samferðamanna sinna og
líknað þeim, sem um sárt áttu
að binda. Það var því engin .til-
viljun, að hún hóf hjúkrunar-
nám strax og hún hafði aldur
til, haustið 1949. Lauk hún hjúkr-
unarnámi vorið 1952 og var þá
heitbundin eftirlifandi manni
sínum.
Haustið 1953 héldu hin ungu
og hamingjusömu brúðhjón vest-
ur um haf og settust að í borg-
inni Minneapolis, þar sem þau
reistu sitt fyrsta og einasta
heimili. Starfaði hún sem hjúkr-
unarkona í sjúkrahúsi þar í borg-
inni, meðan eiginmaðurinn hélt
áfram sérnámi. Vann hún þannig
jöfnum höndum að því að byggja
upp fagurt og ástúðlegt heimili
þeirra hjóna og að líkna sjúkum
og þjáðum.
Það er mikil blessun að kynn-
ast góðu fólki á lífsleiðinni. Á
göngu okkar kynnumst við ýmsu
fólki. Sumir skilja lítið eftir, aðr-
ir verða manni ógleymanlegir.
Edda Biering var ein þeirra. Hún
var traustur vinur vina sinna,
grandvör til orðs og æðis. Hún
var ætíð létt í lund og allra
kvenna skemmtilegust í glöðum
hóp og þoldi ekki fortölur né
þunglyndi. Kom þessi skapgerð
sér vel í starfi hennar og mót-
aði það umhverfi, sem hún var
í. Var hún fyrir það virt og
elskuð af öllum þeim fjölda, sem
hún umgekkst og henni kynnt-
ist.
Meðan hún dvaldist hér á landi
tók hún virkan þátt í störfum
skátahreyfingarinnar, bæði í
Svannasveit Kvenskátafélags
Reykjavíkur og Kvénskátafélags-
ins Valkyrjan, þegar hún dvald-
ist á ísafirði. Þar, eins og alls
staðar annars staðar, var hún
hrókur alls fagnaðar og hinn
sjálfkjörni foringi, enda lét það
henni vel að stjórna.
Við vinir Eddu Biering eigum
erfitt með að sætta okkur við,
að hún sé nú horfin sjónum. Oft
áður hafa leiðir skilizt um lengri
eða skemmri tíma. En þótt vík
Framh. á bls. 19
Aðalfundur
lleimdallar F. I). S.
HEIMDALLUR félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur aðalfund sinn
í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 24. marz klukkan 2 e. h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Heimdellingar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn.
Stjórn Heimdallar F.U.S.