Morgunblaðið - 23.03.1957, Síða 10
10
MORGVNBLAtoia
£,augardagur 23. marz 1957
JMttpifjMaM
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
UTAN ÚR HEIMI [
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritsíjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Hver er stefna ríkíssfiórnnrmnar?
RUGLINGURINN er á mörgum
sviðum hjá núverandi stjórnar-
flokkum. Nú er svo komið að há-
værar deilur eru um það innan.
stjórnarflokkanna, hvort þings-
ályktunin frá 28. marz í fyrra um
uppsögn varnarsamningsins og
brottför varnarliðsins sé í gildi
ennþá eða ekki. Af hálfu komm-
únista er staðið fast á því að
framkvæmd ályktunarinnar hafi
aðeins verið frestað, en sjálf sé
hún enn í fullu gildi. fslendingar
þurfi ekki annað en að árétta
þessa þingsályktun gagnvart
Bandaríkjamönnum og séu þeir
þá skyldugir til að flytja varnar-
liðið burt. Þess vegna sé varnar-
liðinu líka algerlega óheimilt að
hafa hér nokkrar framkvæmdir
með höndum. Þá saka kommún-
istar utanríkisráðherra Alþýðu-
flokksins um að hafa gert ein-
hverja leynisamninga við Banda-
ríkjamenn um frekari varnar-
liðsframkvæmdir hér og rétt til
þeirra. Þjóðviljinn veittist sér-
staklega að Áka Jakobssyni fyr-
ir að viðhafa þau umæli í Al-
þýðubiaðinu, að Bandaríkjamenn
hafi bæði „rétt og skyldú' til að
hafa hér með höndum fram-
kvæmdir í varnarskyni og telur
þau ummæli béra vott um, að
Áki Jakobsson sé „hermangari",
eins og blaðið orðar það. Hér
varar Þjóðviljinn sig sýnilega
ekki á því, að það var Tíminn,
sem í forystugrein hinn 13. þ.m.
kvað upp úr um það fyrstur af
stjórnarblöðunum að varnarliðið
hefði bæði „rétt og skyldu" til
framkvæmda hér á landi.
Þannig er þá hljóðið í stærsta
stuðningsflokki stjórnarinnar.
Meira en lítið undar-
legt —
Allt annað sjónarmið hefur
komið fram innan Alþýðuflokks-
ins. Einn af þingmönnum þess
flokks hefur nýlega haldið því
fram, að þingsályktunin frá 28.
marz væri að fullu afgreidd og
endanlega úr gildi feld. Ef ís-
lendingar vilji binda endi á dvöl
varnarliðsins, verði að fitja upp
á nýtt með því samningurinn við
Bandaríkin um áframhaldandi
veru varnarliðsins, sem öll ríkis-
stjórnin hafði með höndum, og
kommúnistar þá einnig líka, hafi
komið í stað þess ástands, sem
skapaðist eftir að þingsályktunin
frá 28. marz var samþykkt. Varn
arliðinu sé því bæði „rétt og
skylt" að hefja hér framkvæmdir
að nýju. Tíminn, blað forsætis-
ráðherrans, hefur tekið undir
síðasta atriðið en að öðru leyti
ekki beinlínis rætt um það,
hvort þingsályktun frá 28. marz
í fyrra sé enn í gildi eða ekki.
Þannig er þá ágreiningurinn
milli stjórnarflokkanna, út af
þingsályktuninni frá í fyrra. Það
má segja að meira en lítið sé
undarlegt að deilur um annað
eins og það hvort þingsályktun-
in sé í gildi eða ekki skuli geta
átt sér stað. Þessi þingsályktun
varðaði stórmál, hún var örlaga-
rík fyrir Islendinga og eftir henni
var tekið um allan heim, enda
varðaði hún hagsmuni miklu
fleiri landa en fslands eins. En
nú er svo komið að stjórnar-
flokkarnir virðast alls ekki koma
sér saman um, hvort þingsálykt-
unin sé í gildi eða ekki og hvern-
ig aðstaða bandaríska varnarliðs
ins raunverulega sé hér á landi
þótt ekki séu nema fáir mánuðir
síðan setið var við samningaborð
með Bandaríkjamönnum!
Eins og Þjóðviljinn lýsti
yfir hafði öll ríkisstjórnin samn-
ingana við Bandaríkjamenn með
höndum og ber hún því í heild
ábyrgð á þeim. Allar ásakanir
um brigðmælgi hljóta því að
hitta alla stjórnarflokkana og þá
kommúnista auðvitað líka, en
slíkar ásakanir má daglega lesa
í Þjóðviljanum.
Tímabær smirnin"
Þegar litið er á hinar miklu
deilur meðal stjórnarflokkanna
og ágreining í viðkvæmustu og
þýðingarmestu málum þjóðarinn
ar, þá er sízt vanþörf á að spyrja,
hver sé hin raunverulega stefna
ríkisstjórnarinnar í þessum mál-
um. Hér er ekki spurt um álit
eða vilja einhvers einstaks þing-
manns, flokks eða flokksbrots,
heldur er hér spurt um það hver
sé hin sameiginlega stefna ríkis-
stjórnarinnar allrar ef slík stefna
er á annað borð fyrir hendi.
Þjóðin á heimtingu á að fá skýrt
og afdráttarlaust svar við þessari
spurningu, sem varðar hana svo
mjög.
Sjólísögð
byggingalú
„TÍMINN" hefur ekki haft fyr-
ir því að fræða lesendur sína á
óreiðu kommúnista í „Iðju", sem
er stórhneyksli. Blaðið skýrir
ekki frá aðferðum kommúnista
þar, svo sem eyðileggingu skjala
félagsins og öðru svipuðu. Tím-
inn er nú í nánu bandalagi við
kommúnista og það er þá líka í
samræmi við það að blaðið lepur
upp úr Þjóðviljanum rógskendar
árásir á Sparisjóð Reykjavíkur
út af lánum til húsbygginga við
Bogahlíð, en sleppir fréttum frá
„Iðju“. Hér er um algerlega til-
efnislausa árás að ræða af hálfu
Tímans og kommúnista.
Lán Sparisjóðs Reykjavíkur til
Bogahlíðarhúsanna eru ekki að-
eins veitt samkvæmt gildandi
reglum veðlánakerfisins heldur í
fullu samræmi við þær reglur,
sem Þjóðviljinn hefur talið að
gilda ætti. Með lánveitingum til
þessara húsa var greitt fyrir
byggingu íbúða, sem óvenju
skamman tíma tók að koma upp.
Þær eru leigðar fyrir lægra verð
en tíðkast um nýjar íbúðir og
koma því einkum þeim að gagni,
sem ella væru allar bjargir bann-
aðar.
Það var því sjálfsagður hlutur
að veita lán til einmitt þessara
bygginga.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
kommúnistarógur er endurtek-
inn í Tímanum. Innrætið við
Þórsgötu og Skuggasund sýnist
vera eitthvað svipað.
c
ki/alvador Dali er kúnst-
ugur Spánverji, sem m.a. er
frægur fyrir súrrealistísk mál-
Prúðmenni ræða aldrei um tölur.
verk, er fáa eiga sína líka í nú-
tímamálaralist sökum afkára-
legrar myndgerðar, Þau minna
einna helzt á litaðar ljósmyndir
af tunglinu. Aðalfrægð sína hef-
ur Daii hins vegar hlotið fyrir
alls konar fáránleg asnastrik og
skrípalæti. Sagt er, að hann lifi
á „einka-brjálæði sínu“. Nýlega
var hann ráðinn til að skreyta
næturklúbb I Apaculco í Mexíkó.
Fær hann rúmar 20 milljónir
króna fyrir verkið, enda á skreyt
ingin að verða einstæð.
Kataloníu, rétt við frönsku landa
mærin. Ungur kom hann til lista
háskólans í Madrid, en var þar
aðeins eitt ár. Hann. var rekinn
úr skólanum, þegar hann hafði
gefið til kynna stjórnleysis-til-
hneigingar sínar með því að dýfa
peningaseðlum í whisky og
kveikja síðan í þeim. Síðar varð
þessi frægi stjórnleysingi kon-
ungssinni, þessi frægi uppreisn-
armaður góður katóliki. í mál-
aralist hefur hann verið öfga-
samur súrrealisti, en hann hef-
ur jafnframt fengizt við fjöld-
ann allan af öðrum hlutum:
búða- og næturklúbbaskreyting-
ar, tízkuteikningar, útgáfu
skrípamynda af sjálfum sér o.
s. frv. Allt hefur þetta fært hon-
um morð fjár og mikla frægð,
og er varla ofsagt, að enginn sam
tíðarmaður hafi gert sér jafn-
mikinn mat úr vitleysunni.
F rægðarferill Dalis
hófst í París, þegar hann gerði
umtal. Helztu hjálpargögnin við
gerð þeirrar myndar voru af-
höggvin hönd, kýrauga, nakin
kona með bjarnarskinn undir
handleggnum, þrjú býflugnabú,
munnlaus maður og fjórir dauðir
asnar á hljómleikaflygli. Eftir fá-
dæma gengi þessarar kvikmynd-
ar gerði hann kvikmyndina
„L’Age d’or", en fór síðan til
Bandar., þar sem hann hóf „stór-
iðnað" í málverkagerð og varð
stórfrægur fyrir að ganga fram
af mönnum. Ekki verður það
dregið í efa, að Dali er leikinn
málari og oft frumlegur, en aðal-
gengi sitt á hann að þakka þeim
ummælum, sem hann lætur
fylgja hverju málverki. Hann er
einn mesti auglýsingamaður, sem
nú er uppi. Heitin á málverkum
hans eru jafnfjarstæð og allt
annað, sem hann gerir. Eitt kall-
ar hann t.d. „Símarnir steikja
sardínur í lok september", ann-
að „Einni sekúndu fyrir lok
draums, sem orsakaðist af bý-
fiugu, er flaug í kringum kjarn-
II
f.lann segír sjálfur:
„Hún á að hafa hreyfingu, anda
og líffræðilega starfsemi — og
gefa gestunum svo dásamlega til
finningu af vellíðan, að þeir þurfi
alls ekki að drekka . . .“ Maður
hefði haldið, að frá sjónarmiði
eigendanna væri slík hugmynd
ekki beinlínis aðlaðandi. Og Dali
heldur áfram: „Tilgangur skreyt
ingarinnar á að vera að veita
gestunum ákveðna brjálæðis-
kennd, án þess þó að þeir séu
sjálfir brjálaðir". Hann hefur
ekki látið uppi, hvernig hann
hefur hugsað sér að ná slíkum
áhrifum.
D.
’ali er líka frægur fyr-
ir sitt langa og merkilega yfir-
vararskegg, sem hann kallar sjálf
ur „loftnet innblástursins". Hann
fæddist árið 1904 í Figueras í
Hvað finnst þér um vöxt kommúnismans?
vaxtar á andlitinu fer honum síhrakandi.
Frá sjónarmiði hár-
kvikmyndina „Hundurinn frá
Andalúsíu", sem vakti alheims-
epli", og þannig mætti lengi
telja. En mesta eftirtekt og um-
tal vekur hann samt meðal
Bandaríkjamanna með fram-
komu sinni, sem er vægast sagt
frumleg.
Síðasta uppátæki Dalis
er málverk af gríska skipakóng-
inum Stavros Niarkosi. Það sem
að þessu sinni vekur umtal er
sú staðreynd, að Dali hefur mál-
að Niarkos allsnakinn þar sem
hann stígur upp úr Miðjarðar-
hafinu . . . og að Niarkos hefur
enga hugmynd um, að Dali er
að mála hann, sízt af öllu alls-
nakinn. „Dali gerði nokkrar upp
kastsmyndir af mér í fyrra" segir
Niarkos, „meira veit ég ekki'*.
„Þessi mynd verður merkilegasta
málverk mitt hingað til“, segir
Dali, en það hefur hann raunar
sagt um hverja einustu mynd,
sem hann hefur gert.
Hvað er súrrealisminn? — Súrrealisminn, það er ég.
IVIeðfylgjandi myndir
eru teknar úr bók, sem Dali gaf
út í samvinnu við ljósmyndar-
ann Phillippe Halsman og nefn-
ist „Yfirskegg Dalis". Gefa þær
nokkurn veginn rétta mynd af
manninum!
Dali
vitle ysesn
ffullnáma hans