Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 11
Laugardagur 23. marr 1957 MORCinSBLAÐlÐ II veíkleiki að hafa tvö tungumál. Ekkert þjóðarbrot í Kanada verð- ur útundan eða hefur þá tilfinn- ingu að það sé óvelkomið. Þetta er sérstakiega mikilvægt, þegar þess er gætt hve innflytjenda- straumurinn er ör. Frá stríðslok- um hafa um 2 milljómr innflytj- enda komið til Kanada frá Ev- rópu, Asíu og Suður-Ameríku. Á þessu ári koma um 100.000 frá Englandi. SÁ „BROSIГ — Hefurðu komið í Þjóðleik- húsið? — Já, ég sá sýningu á „Brosinu dularfulla“ og þótti mikið til um hana. Þið eigið mjög góða leik ara, bæði í smaerri og stærri hlut- verkum, og mér þóttu leiktjöldin einstaklega vel gerð. Sjálft leik- húsið er meðal fegurstu og bezt útbunu leikhúsa, sem ég hef séð. Minnisstæðastur fannst mér leik- ur Ingu Þórðardóttur. SLÓ ÚT í FYRIR HONUM Þegar hér er komið samtalinu birtist íélagi Gordons, mynda- tökumaðurinn Anthony Housset, Hann er íri eins og þeir gerast beztir. kátur og skemmtilegur Hinir kanadisku sjónvarpsmenn að starfi. Myndin er tekin á skrifstofu Mbi., er þeir höfðu sjónvarps- og hefur sérstakt yndi af hest viðtal við Bjarna Benediktsson. urrt> enda er rtann þegar húinn að ná ser í bók um íslenzka hesta Hann segir umsvifalaust: Það virðist hafa slegið út í fyrir blaðamanni Tímans í gær. Hann segir, að við höfum verið að drepast úr kulda, þegar við vöknuöum, en sannleikurinn var sá, að við vorum að sálast úr hita og opnuðum alla glugga. HITTU HANN ALDREI Þegar ég spyr hann um James Joyce, skáldið heimskunna, band- ar hann frá sér hendinni og seg- ir: Nei, nei, spurðu ekki um hann. Þegar ég var í Englandi fyrir nokkru, hitti ég Lou Costel- lo, apaköttinn frá Hollywood, og þegar hann heyrði að ég var íri, rauk hann á mig og sagði ákafur: „Yildurðu ekki vera svo góður að skýra þennan náunga, James Jo- yce, fyrir mér?“ Ég dsplaði bara augunum; hafði aldrei hitt mann- inn. s-a-m. ÁbyrgSarkennd æskutólksins hér or ath ygitsvorð STAKSTEIHIAR segir fréttamaður frá C B C UM þessar mundir eru staddir hér á landi tveir menn frá kan- adísku útvarps- og sjónvarpsstöðinni CBC til að kynna sér íslenzka menningu og atvinnulíf. CBC er rekin af ríkisstjórninni, en við hlið hennar eru ýmsar útvarpsstöðvar í einkaeig'n. Ðonald R. Gordon er frétíamaður og hefur farið víða um heim á vegum CBC, m. a. var hann í Egyptalandi og ísrael í nóv. s.l. Sagði hann í viðtali við frétta- mann Morgunblaðsins í gær, að þeir félagar væru hingað komnir til að sjá með eigin augum líí manna og aðstæður á íslandi, og flytja síðan kanadískum hlust- endum árangur athugana sinna. Við reynum að fá fram öll sjónar- mið og ná til sem flestra sviða íslenzks menningar- og atvinnu- lífs, sagði hann. Við höfum raun- ar heyrt heilmikið um ísland frá Bandaríkjamönnum, en okkur þykir eðlilegast að sjá ykkur af eigin sjónarhóli. ísland er nú orð- ið eitt mikilvægasta landsvæði í veraldarsögunni, og mér finnst þið ekki vera öfundsverðir af því, þar sem þið hljótið framvegis að verða bitbein stórveldanna. EINSTÖK HJÁLPSEMI Gordon kvaðst hafa orðið fyr- ir sterkum áhrifum af því, sem hann hefur séð. Þið esgið merki- lega sögu og gamlar, rótgrónar hefðir, sem okkur Vesturheims- búa skortir. Ég held, að ykkur sé engin hætta búin mcnningar- lega. Ég hef áít taí við marga íslenzka æskumenn úr öllum stéttum, og ég var undrandi yfir ábyrgðarkennd þeirra og ríkum áhuga á heiminum umhverfis sig. Þetta æskufólk virðist vera heil- brigt og vel menntað, og allir sem ég hef hitt hafa sýnt ein- staka hjálpsemi. HREYKNIR AF PEARSON — Býrð þú' sjálfur í Kanada? — Nei, ég á fast heimili í Lon- don, þar sem kona mín er læknir, en ég er alinn upp í Ottawa. Við höfum ætíð haft mjög náið sam- band við Breta, enda þótt við séum algerlega óháðir þeim. Það er jafnmikil móðgun við Kanada- mann að kalla hann Breta og Ameríkana. Við höfum einnig mikil viðskipti við Bandaríkja- menn, og þeir hafa herstöðvar i Kanada. Á alþjóðavett.vangi hafa Kanadamenn oft gegnt hlutverki milligöngumanns milli stórveld- annu, ekki sízt milli Breta og Frakfca, því við erum engu síður franskir en við erum brezkir. Lester Pearson er sá maður, sem við erum hreyknastir af, enda nýtur hann mikillar hylli hvar- vetna í heiminum. LIST OG MENNING — Þú hefur hitt ýmsa íslenzka listamenn að máli. Hvað finnst þér um þá? Mér finnst vera mikill svipur með íslenzkri og kanadískri mál- aralist, bæði að því er snertir liíameðferð, áferð og efnisval. Landslagið og andlitin eru mjög svipuð. Ég á hér við hina þjóð- legri íslenzku list. Um absírakt- list vil ég ekkert segja. í Kanada er nú að verða mik- ill gróandi í mcnningarlífinu, fyrst og fremst í leiklist og tón- list. í skáldskap eigum við marga ágæta menn, ekki sízt þá sem skrifa á frönsku. Af þeim sem skrifa á ensku ber hæst þá Bruce Hutchipson, sem skrifar þjóðlegan skáldskap að hætti Kiljans, Eric Nichol, sem skrifar helzt satírur að hætíi Þórbergs og ljóðskáldið E. G. Pratt. — Franska og enska eru kenndar jöfnum höndum í öllum skólum, og það er styrkur frcmur en Enn um Húsmæðrakennaraskólann „Atvinnulausir í lanai“ f orðaskiptum, milli Jóns Kjartanssonar og Eggerts Þor- steinssonar í Ed. Alþingis í fyrra dag sagði Jón Kjartansson frá því að á árunum fyrir stríð hefði verið nægur kostur ungra manna á togaraflotann. Hefði það þá þótt borga sig betur að vera á togurum en vinna í landi. Nú væri þessu snúið við, sagði Jón Kjartansson. Ungir menn fengjust varla á Jogarana. Þeir fengju vinnu sítia betur borgaða í landi. Þess vegna væri nú nauð synlegt að bæta kjör togarasjó- manna. Þetta varð Eggerti Þorsteins- syni tilefni til þess að hella sér yfir Jón Kjartansson með mikl- um „íhaldsbrigzlum". Segir Al- þýðublaðið að Eggert hafi komizt að orði á þessa leið: „Loks sagöist Eggert skyldi skýra Jóni frá því, hvers vegna menn hefðu sótzt eftir að kom- ast á togarana fyrir stríð. Það hefði einfaldlega verið af því, að menn hefðu ekkert haft að gera í landi og heldur viljað vinna við þrældómskjör á tog- urunum en að vera atvinnulausir landi“. Þá réði stjórn hinna vinnandi stétta“ Þetta sagði blessaður Alþýðu- flokksþingmaðurinn með mikl- um þjósti. En hann gleymdi að, geta þess, hvaða menn stjórnuðu íslandi þá, þegar menn „gengu atvinnulausir í Iandi“. Það voru Alþýðuflokksmenn og Framsókn armenn, sem sátu þá í „stjórn hinna vinnandi stétta“, er þeir nefndu svo. Undir stjórn þeirra skapaðist stórfellt atvinnuleysi í kaupstöðum og sjávarþorpum um land allt. Þúsundir verka- manna- og sjómannafjölskyldna bjuggu við sultakjör. Þ A Ð var árið 1941 að Alþingi setti lög um byggingu húsmæðra- skóla í Reykjavík og að hann skyldi njóta sömu réttindi um styrki úr ríkissjóði og húsmæðra- skólar í sveitum. En þá höfðu starfað í nokkur ár húsmæðra- skólar að Laugum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, að Staðar- felli á Fellsströnd í Dalasýslu og Hallormsstað í N-Múlasýslu og fleiri húsmæðraskólar voru í uppsiglingu. Áður höfðu verið starfræktir húsmæðraskólar í Reykjavík og á ísafirði. En það var fyrir fram- tak kvenna, að þeir voru starf- ræktir og höfðu ekki lögboðin fríðindi úr ríkissjóði. í Reykjavík hafði skóli fr. Hólmfríðar Gísladóttur einn starfað i mörg ár við mjög erfiða aðstöðu. Nú var hann hættur starfi. Einnig var húsmæðradeild Kvennaskólans hætt. Það var því mikil þörf á að endurreisa hús- mæðraskóla aftur í Reykjavík fyrir ungar stúlkur. Um leið og nýr húsmæðraskóli kom og fleiri mundu koma, kom ný spurning: Hvaðan áttu þessir skólar að fá menntaða kennara til starfa? íslenzkar stúlkur höfðu alltaf farið utan og aflað sér kennaramenntunar, svo það voru til í landinu nokkrar sem höfðu starfað að húsmæðra- fræðslu, en þær voru of fáar, þegar skólum fjölgaði og hlaut því að verða mikill hörgull á kennurum. Hinir hyggnu nefndarmenn á hinu háa Alþingi sáu fram í tím- ann. Um leið og þeir sömdu lög um byggingu húsmæðraskóla í Reykjavík og kaupstöðum, þá sömdu þeir lög fyrir Húsmæðra- kennaraskóla íslands. 1941 skildu þingmenn að fagskóla var ekki hægt að starfrækja nema að hafa menntaða kennara í verklegum og bóklegum námsgreinum skól- ans. Skólanum var fundinn stað- ur í ónotuðu húsnæði í kjallara Háskóla íslands. Með þessari hag- sýni má segja að skólinn gat mjög fljótt tekið til starfa'. Þarna starfaði hann svo í 14 ár og leysti starf sitt vel af hendi. Ég, sem þessar línur rita, veit að ekki var hægt að fá lærða hús- mæðrákennara til að starfa við heimavist Húsmæðraskóla Reykjavíkur. En við heiman- gönguna og kvöldnámskeiðin tóku að sér kennsluna fyrrver- andi húsmæðrakennarar, sem sjálfir höfðu þó ærið að starfa fyrir heimili sín. Þær tóku starfið að sér, af því að þær þekktu þörf- ina fyrir kennslu, þær voru fram- sínar konur og þetta var málefni, sem þeim var hjartfólgið að yrði starfrækt á hagkvæman og réttan hátt. Þær þekktu og virtu starf konunnar á heimilunum og vildu að íslenzku heimilin mættu í allri menningu standa jafnfætis heim- ilum nágrannaþjóðanna. Húsmæðraskólarnir hafa mikið og vandasamt verkefni að leysa. Hvað þá Húsmæðrakennaraskól- inn, sem á að mennta framúr- skarandi kennara handa þessum stóru skólum. En þótt kennarinn viti mikið er ekki alveg víst að kennarahæfileikarnir séu til staðar. Húsmæðrakennaraskóli íslands starfaði með prýði í 14 ár í þeim húsakynnum sem honum voru mörkuð. Sambýlið við prófessor- ana var ágætt. Skólinn fékk að nota hin fögru húsakynni Háskól- ans við hátíðleg tækifæri. Ég skal geta þess hér, að ég heyrði einn af mætustu prófessorum Háskól- ans segja: „Fr. Helga gerir allt vel og fallega". Þessi orð voru sögð við hátíðlega uppsögn Hús- mæðrakennaraskóla íslands. Þau áttu vel við. Skólauppsagnir hjá fr. Helgu hafa verið hátíðlegar, enda salarkynni fögur. Húsmæðrakennaraskólinn hef- ur verið í norðurálmu Háskólans frá upphafi þar til í haust og liðið vel. Það er ekkert að gráta það, að þurfa að fara, ef Háskólinn þarfnast húsnæðisins, en það er leitt að verða húsnæðislaus, ef húsnæðið, sem farið er úr er svo ekki notað. Þá eru einhvers stað- ar mistök. Það er ekki sanngjarnt að segja við fjölskyldu: Þið getið farið vestur í Grunnavík eða norður á Akureyri, þar á ríkið hús sem ekki er notað. En á báð um stöðunum eru húsin þannig að þau þurfa mikilla viðgerða og breytinga við. Enn síður er hægt að segja slíkt við Húsmæðra kennaraskóla íslands, sem sjálf- sagt er að staðsetja í námunda við Kennaraskóla íslands. ísland á bara eina höfuðborg, það er Reykjavík. Þar situr ríkisstjórn og Alþingi og þar eru allar mestu menntastofnanir landsins. Þar eru söfn og leikhús. Hví skyldi Húsmæðrakennaraskólinn vera staðsettur annars staðar? Það er spurt um, af hverju vill Húsmæðrakennaraskólinn ekki flytja norður á Akureyri? Ég vil spyrja: Af hverju lagðist húsmæðraskólinn niður sem starf aði í Gróðrarstöðinni á Akureyri? Og af hverju hafa Akureyrar- stúlkur tekið Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Húsmæðraskóla ísa fjarðar og fleiri skóla fram yfir sinn eigin húsmæðraskóla? Akur. eyrarstúlkur eru duglegar, sjálf- stæðar, fallegar og myndarlegar. Af hverju hefur þetta stafað? Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigi. Togararnir voru rvðkláfar“ Það var vitanlega miklu betra að hafa skiprúm á togara og hafa sæmilegar tekjur, miðað við það, sem þá gerðist heldur en vera „atvinnulaus í landi“. En því miður voru íslenzku togararnir þá orðnir úr sér gegnir „ryðkláf- ar“. Ilin fyrri „vinstri stjórn“ Hermanns Jónassonar hafði enga forystu um endurnýjun togara- flotans. Hún lagði þvert á mótl blátt bann við innflutningi nýrra skipa. Þannig kom þá stjórn Alþýðu- flokksins og Framsóknarfiokks- ins fram við verkamenn og sjó- menn á þeim árum. Eftir þessu man Eggert Þorsteinsson ekki. En mikill fjöldi verkamanna og sjómanna man það. Eysteinn og skattamál hjóna Tíminn skýrir frá því sem stór- frétt í gær, að Eysteinn Jónsson sé að hugsa um að skipa nefnd til að „athuga skattamál hjóna“. Gott er til þéss að vita, að f jár- málaráðherrann skuli vera að hugsa um þetta eða hafi jafnvel ákveðið að láta „athuga skatta- mál hjóna“. En ekki breytir það þeirri alkunnu staðreynd, að Eysteinn Jónsson hefur undan- farin ár alltaf staðið gegn flest- um sanngjörnum breytingum á sköttun hjóna. Annars liggur fyrir Alþingi frv. um sérsköttun hjóna. Er það flutt af frú Ragn- hildi Helgadóttur. E. t. v. verð- ur niðurstaða af „athugun" fjár- málaráðherrans sú, að hann mæli með að frumv. frú Ragnhildar verði samþykkt. Ætli það sé þó ekki fullmikil bjartsýni?!!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.